Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 65
Jólasöngvar
í Hjallakirkju
ÁRLEGIR jólasöngvar verða
sunnudaginn 18. des. kl. 11 í
Hjallakirkju í Kópavogi.
Jólasöngvarnir eru að enskri
fyrirmynd með sjö ritning-
arlestrum þar sem spáð er fyrir
fæðingu frelsarans. Á milli lestra
eru sungnir aðventu- og jóla-
söngvar bæði í kórsöng og almenn-
um söng. Enskir jólasöngvar verða
nokkuð áberandi.
Kór Hjallakirkju syngur undir
stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar
organista kirkjunnar. Gestakór að
þessu sinni er Kór Lindakirkju í
Kópavogi undir stjórn Hannesar
Baldurssonar. Prestur er séra Sig-
fús Kristjánsson. Kórarnir syngja
bæði saman og í sitt hvoru lagi
sem og með kirkjugestum í al-
menna söngnum.
Allir eru að sjálfsögðu hjart-
anlega velkomnir.
Klukkan 13 er síðan jólaball
sunnudagaskólans.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa, heldur
lifandi steinar, manneskjur af
holdi og blóði. Þess vegna er hægt
að fara út úr kirkjubyggingum
með helgihald og fagnaðarerindið
og mæta fólki í dagsins önn. Í til-
efni af því bjóðum við til guðsþjón-
ustu í Kolaportinu næsta sunnu-
dag18.desemberkl. 14. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir flytur hugleið-
ingu og þjónar ásamt sr. Bjarna
Karlssyni og Ragnheiði Sverr-
isdóttur djákna.
Tónlistarmaðurinn Þorvaldur
Halldórsson mun leiða lofgjörðina,
en hann mætirkl. 13:30 til að
gleðja fólk með söng og spjalli-
.Þorvaldur og sonur hans Þorvald-
ur Þorvaldsson munu einnig
syngja jólalög saman við guðsþjón-
ustuna. Þá er hægt að leggja inn
fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna
í guðsþjónustunni áður en stundin
hefst, en í lok stundarinnar verður
blessun með olíu.
Guðsþjónustan fer fram í kaffi-
stofunni Kaffiport í Kolaportinu,
þar er hægt að kaupa sér kaffi og
dýrindis meðlæti og eiga gott sam-
félag við Guð og menn. Það eru
allir velkomnir.
Miðborgarstarf KFUM/KFUK
og þjóðkirkjunnar
Æðruleysismessa
ÆÐRULEYSISMESSA verður í
Dómkirkjunni kl. 20 á sunnudags-
kvöldið 18. desember. Æðruleys-
ismessur eru tileinkaðar fólki í leit
að bata eftir 12. sporum AA-
hreyfingarinnar. Sr. Karl V. Matt-
híasson predikar og þjónar ásamt
sr. Jónu Hrönn Bolladóttur og sr.
Hjálmari Jónssyni. HBH flokk-
urinn leiðir tónlistina, en það eru
bræðurnir Hörður og Birgir
Bragasynir ásamt Hjörleifi Vals-
syni fiðluleikara. Söngkonan Mar-
grét Kristín Blöndal eða Magga
Stína mun gleðja söfnuðinn með
söng. Einstaklingur segir frá
reynslu sinni. Það verður boðið til
fyrirbæna í lok guðsþjónustunnar.
Dómkirkjan.
Helgistund
fyrir framan
Hegningarhúsið
Á ÞORLÁKSMESSUKVÖLD kl. 20
verður helgistund fyrir framan
Hegningarhúsið á Skólavörðustíg.
Léttsveit Reykjavíkur mun syngja
jólasálma en það er orðin fimm
ára hefði hjá konunum í kórnum
að koma í miðborgina á Þorláks-
messukvöld og láta lofsöngva
hljóma, stjórnandi kórsins er
kjarnakonan Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
mun lesa jólaguðspjallið og minna
þannig vegfarendur á kjarna
jólanna.
Spöngin 18. des.
kl. 12:12
HÁTÍÐ verður á lóð væntanlegrar
menningarmiðstöðvar – kirkjusels
eftir fjölskylduguðsþjónustu í
Grafarvogskirkju og barnaguðs-
þjónustu í Borgarholtsskóla.
Fulltrúar frá Miðgarði, þjónustu-
miðstöð Grafarvogs, lögreglunni,
Borgarbókasafni, Hverfisráði
Grafarvogs og kirkjunnar munu
afmarka lóðina með logandi kyndl-
um (ljósinu er lýsir nú á aðventu
og jólum). Unglingakórinn syngur
undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteins-
dóttur. Nemar frá Tónlistarskóla
Grafarvogs og Tónskóla Hörp-
unnar flytja jólalög. Undirritaðar
verða viljayfirlýsingar þeirra aðila
sem að byggingunni standa.. Boðið
verður upp á heitt kakó og smá-
kökur. Jólasveinar koma í heim-
sókn. Allir velkomnir.
Miðgarður, þjónustumiðstöð
Grafarvogs og Kjalarness,
Grafarvogskirkja,
Lögreglan í Reykjavík,
Borgarbókasafn Reykjavíkur,
Hverfisráð Grafarvogs.
Háteigskirkja 40 ára
VIÐ aðventusöngvana á sunnudag-
inn kl. 20.00 verður þess minnst að
fjörutíu ár eru liðin frá vígslu Há-
teigskirkju.
Dr. Sigurbjörn Einarsson, bisk-
up, sem vígði kirkjuna, flytur hug-
vekju. Barnakór kirkjunnar kemur
fram, stjórnandi Þóra Marteins-
dóttir. Kór Háteigskirkju syngur
og almennur söngur verður undir
stjórn Douglas A. Brotchie. Þá
munu trompetleikararnir Einar St.
Jónsson og Guðmundur Haf-
steinsson og orgelleikarinn Guðný
Einarsdóttir leika með og fegra
stundina.
Mörgum hefur þótt gott að
koma í aðventusöngvana á þessum
háannatíma til þess að setjast nið-
ur, brjóta upp tímann, og hugleiða
hvers vegna erum við að þessu öllu
saman og finna ilm jólanna leika
um sig um stund. Í tilefni af af-
mælinu verður öllum kirkjugestum
boðið upp á veitingar á eftir.
Kl. 11:00 um morguninn er hin
hefðbundna messa, þar sem sér-
staklega verður þakkað fyrir
kirkjuna, hlutverk hennar í lífi
okkar, sem sækjum þangað til að
öðlast kraft og þor til að takast á
við verkefni hversdagsins og þann
vitnisburð, sem hún er í umhverfi
sínu og þann styrk sem hún gefur.
Fjölskylduguðs-
þjónusta í
Hallgrímskirkju
SÍÐASTA sunnudag fyrir jól er
ávallt fjölskylduguðsþjónusta í
Hallgrímskirkju.
Að þessu sinni syngja tveir
kórar kirkjunnar þ.e. Barnakór
Austurbæjarskóla og Hallgríms-
kirkju og Unglingakór Hallgríms-
kirkju undir stjórn Friðriks S.
Kristinssonar. Þá mun fiðlusveit
úr Suzuki-fiðluskólanum Allegro
koma í heimsókn og leika nokkur
lög undir stjórn Lilju Hjaltadótt-
ur.
Fermingarbörn tendra á fjórum
kertum aðventukransins og að-
stoða í guðsþjónustunni. Hörður
Áskelsson verður organisti. Magn-
ea Sverrisdóttir segir jólasögu, sr.
Sigurður Pálsson hefur hugvekju
og sr. Jón Dalbú Hróbjartson leið-
ir guðsþjónustuna.
Tekið verður á móti söfn-
unarkössum Hjálparstarfs kirkj-
unnar í messunni, sem sendir voru
inn á heimili landsmanna.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 65
KIRKJUSTARF
Ármúla 10 • Sími: 5689950
Jólatilboð
Með hverri sæng
fylgir 50x70 gæsadúnskoddi frítt með
að verðmæti kr. 11.800
Duxiana Royal
Gæsadúnssængur
140x200 kr. 34.980
140x220 kr. 39.360
150x210 kr. 39.360
220x220 kr. 58.880
260x220 kr. 68.640
Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni
Mjódd • Smáratorgi
Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni
Mjódd • Smáratorgi
Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni
Mjódd • Smáratorgi