Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 69

Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 69 MINNINGAR þó að Dísu fannst, þrátt fyrir ýmis áföll í lífinu eins og að missa barn eft- ir langvarandi veikindi, hún hafa lif- að góðu lífi og var sátt við að fá hvíld- ina. Ég vil þakka Þórdísi Þorgríms- dóttur fyrir allt. Dísa sýndi okkur fjölskyldunni mikla umhyggju og sérstaklega börnunum okkar þeim Þrúði og Arnari Benjamín. Fyrir það vil ég þakka henni af öllu hjarta. Far þú í friði. Kristján. Elsku amma. Það er mjög skrýtið að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur. Þú varst alltaf hjá okkur og kenndir okkur að ganga vel um. Þó að þú yfirgefir þennan heim vitum við að þú ert áfram hjá okkur. Allir sem hittu þig heilluðust af þér við fyrstu kynni. Við minnumst þess ekki að hafa nokkurn tímann séð þig illa til fara. Þér fannst gaman að vera fín. Þú varst snyrtilegasta og best klædda manneskja sem við höfum hitt. Þú sagðir okkur líka að það skemmtileg- asta sem þú gerðir væri að vaska upp, þvo og hengja upp þvott. Nú þegar við kveðjum þig, elsku amma, er gott að eiga margar góðar minningar um þig og við vitum að nú líður þér vel. Við munum ávallt elska þig og minnast þín. Hvíldu í friði. Þín barnabörn Þrúður og Arnar Benjamín. Elsku amma, það er gott að þú fékkst loksins að fara á vit nýrra æv- intýra eftir erfiða sjúkdómslegu und- anfarna mánuði. Á stundu sem þessari verður mér hugsað til allra góðu minninganna, eitthvað sem ég gleymi aldrei, jóla- boðanna í Lindarholtinu, þegar við hittumst öll yfir rjúkandi kakóbolla og heimabökuðum kræsingum úr þínu eldhúsi langt fram eftir kvöldi, og einnig þegar ég kom við hjá þér eftir skóla og fékk kókómjólk og eitt- hvað heimabakað. Eftir að þú fluttir á dvalarheimilið í Ólafsvík var líka huggulegt að koma. Það var alltaf svo fínt hjá þér og þú varst hrókur alls fagnaðar, alltaf svo glöð. Gaman var líka að hitta ykkur skvísurnar á ykkar rösk- lega göngutúr um bæinn sem farinn var daglega ef veður leyfði. Svo datt þér í hug að flytja á höf- uðborgarsvæðið. Eftir það heimsótt- um við þig alltaf ef við áttum leið hjá. Stelpunum þótti alltaf spennandi að sjá gömlu dúkkuna þína og ljónið, það var allt svo mikið í röð og reglu hjá þér, allt svo fínt og flott. Elsku amma, við sem eftir sitjum getum hugsað fallega til allra minn- inganna sem hugga okkur á tímum sem þessum. Guð geymi þig. Lúðvík og fjölskylda. Elsku amma mín, nú ert þú búin að fá hvíldina. Ég á eftir að sakna þín, þú varst mér svo mikið og gerðir svo mikið fyrir mig alla tíð. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri ömmu. Þú varst svo skemmtileg og mér fannst svo gott að vera hjá þér og afa Benna enda var ég mikið hjá ykkur. Ég man að alltaf á sunnudögum heima í Ólafsvík, þegar við krakkarn- ir fórum í þrjú-bíó, komum við á eftir til þín og fengum okkur bananatert- una þína. Svo var gaman þegar við vorum að fara á skverinn saman. Mér fannst alltaf gaman að vera með þér. Þú kenndir mér að búa til hveiti- kökur, fiskbollur og fleira í sambandi við mat, hvernig ég ætti að hengja upp þvott, raða í skápana og vera með reglu á hlutunum. Þú vildir hafa allt svo hreint og fínt enda varstu þekkt fyrir það. Friðberg og Þorgrími fannst líka alltaf gaman þegar þú komst til okk- ar enda varst þú alltaf svo góð við þá líka. Ég á þér svo mikið að þakka, amma mín, ég get endalaust talið upp en geymi minningu þína vel í hjarta mínu. Ég elska þig, amma mín, og ég veit að þú ert komin á góð- an stað núna. Guð blessi þig og geymi. Þín Laufey. ✝ Helga Sigur-geirsdóttir fæddist á Húsavík 1. október 1926. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 8. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- geir Aðalsteinsson, verslunarmaður á Húsavík, f. 5. mars. 1898 í Haga í Aðal- dal, d. 25. mars 1938, og Kristín Að- alsteinsdóttir hús- freyja, f. 4. maí 1902, d. 22. desem- ber 1964, dóttir Aðalsteins Kristjánssonar kaupmanns á Húsavík. Systkini Helgu eru: Kristín, f. 9. ágúst 1928, d. 11. september 1941; Höskuldur Aðal- steinn, f. 19. maí 1932, búsettur á Húsavík; og Guðmundur Aðal- steinn, f. 13. febrúar 1937, d. 10. nóv. 1945. Hinn 26. maí 1951 giftist Helga Jóni Árnasyni, f. 22. febrúar 1915, bifreiðarstjóra frá Kvíslarhóli á Tjörnesi. Foreldrar hans voru Björg Sigurpálsdóttir, f. 4. janúar 1869, d. 25. október 1944, og Árni Hemmert Sörensson, f. 1. nóvem- ber 1861, d. 6. júní 1915, bóndi á Kvíslarhóli. Helga og Jón eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Sigurgeir, f. 20. nóvember 1951, kvæntur Guð- rúnu Sigurlaugu Óskarsdóttur. Synir þeirra eru Óskar, f. 27. apríl 1977, og Arnar Jón, f. 14. sept- ember 1978. Óskar er kvæntur Ragnheiði Þorkelsdóttur og dótt- ir þeirra er Harpa, f. 3. febrúar 2005. 2) Björg, f. 11. apríl 1953, gift Pálma Pálmasyni. Börn þeirra eru: a) Anný Björg, f. 10. nóvember 1975, gift Magnúsi Inga Egg- ertssyni. Þau eiga tvö börn; Hugrúnu Lív, f. 27. júní 2001, og Aron Inga, f. 22. september 2004. b) Jóna Björg, f. 8. ágúst 1978. Sam- býlismaður hennar er Kristján Gunnar Þorvarðarson og sonur þeirra Arnar Pálmi, f. 11. júlí 2002. c) Helga Björg, f. 16. septem- ber 1981. Sambýlismaður hennar er Brynjúlfur Sigurðsson og dótt- ir hans er Emelíana, f. 23. sept- ember 1999. d) Pálmi Rafn, f. 9. nóvember 1984. Sambýliskona hans er Telma Ýr Unnsteinsdótt- ir. 3) Guðmundur Aðalsteinn, f. 24. nóvember 1954, kvæntur Sig- ríði Ingvarsdóttur. Synir þeirra eru Ingvar Kristinn, f. 20. júlí 1988, og Guðni Páll, f. 18. nóvem- ber 1990. Dóttir Sigríðar er Björg Þórsdóttir, f. 25. nóvember 1984. 4) Ásdís, f. 1. júlí 1962, gift Sig- urgeiri Ágústi Stefánssyni. Synir þeirra eru Stefán Jón, f. 19. maí 1989, Haukur, f. 23. apríl 1992, og Ásgeir, f. 11. desember 1996. Að loknu barnaskólanámi á Húsavík nam Helga við Héraðs- skólann á Laugum og síðar Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Helga bjó alla tíð á Húsavík þar sem hún stundaði ýmis störf frá unga aldri, en auk húsmóður- starfsins vann hún m.a. um árabil við símavörslu hjá Pósti og síma og síðar við fiskverkun. Útför Helgu verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Helga tengdamóðir okkar var Þingeyingur í húð og hár. Hún fædd- ist og bjó alla sína ævi á Húsavík. Oft minntist hún æskuáranna úr Aðal- steinshúsi, sem síðar fékk nafnið Pálshús. Það er nefnt eftir þeim Að- alsteini Kristjánssyni afa Helgu og Páli bróður hans sem byggðu húsið. Í húsinu bjuggu þeir bræður með fjölskyldum sínum, en þeir voru kvæntir systrunum Þóru og Helgu Guðnadætrum frá Grænavatni í Mý- vatnssveit. Mikið og náið samband var á milli þessa frændfólks og feng- um við að kynnast þeim systrum Kristbjörgu og Guðnýju Pálsdætr- um og Ásdísi Aðalsteinsdóttur móð- ursystur Helgu. Þær höfðu gaman af að segja frá Húsavík í gamla daga og skemmtilegum atvikum úr Aðal- steinshúsi. Á heimilinu var mikill gestagangur og oft glatt á hjalla. Minntist Helga á skólapilt á leið til Akureyrar sem bankaði upp á og sagði: „Mér er sagt að ég eigi frænd- fólk hér.“ Þá var húsaskjól auðfeng- ið. Helga var elst fjögurra systkina. Ellefu ára gömul missti hún föður sinn sem hún var mjög hænd að. Hún tók á sig þá miklu ábyrgð að gæta yngri systkina sinna. Tveimur árum síðar missti hún Kristínu syst- ur sína úr berklum og fjórum árum seinna lést yngsta systkinið, Guð- mundur Aðalsteinn, úr botnlanga- bólgu. Þessi mikli missir hafði mikil og djúp áhrif á Helgu alla hennar ævi. Mikið og kært samband var alla tíð með Helgu og Höskuldi bróður hennar. Þau hafa alltaf búið í ná- grenni hvort við annað á Húsavík og mikill samgangur og vinátta verið með fjölskyldum þeirra. Helga var mjög vel gefin, glaðvær og gestrisin. Hún vildi ekki hafa sig í frammi og alls ekki láta hafa fyrir sér. Hún naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig og hafði ánægju af að sjá hve vel börnunum og fjölskyldum þeirra farnaðist. Helga fylgdist vel með. Hún naut þess að horfa á litbrigði Kinnarfjalla og spegilsléttan Skjálfandann og- hafði áhuga á að fylgjast með nátt- úrufari í sýslunni, s.s. tíðarfari, berjasprettu, heyskap í sveitum og hvernig fiskaðist. Gaman var að aka um nærsveitir með henni því hún var svo kunnug staðháttum og gat sagt skemmtilega frá. Hún var vel að sér í ættfræði og ótrúlega minnug á fólk. Oft rakti hún ættir þess sem bar á góma og ósjald- an dró hún fram „Reykjahlíðarætt- ina“. Helga og Jón voru samrýnd hjón og báru mikla umhyggju og virðingu hvort fyrir öðru. Með söknuði kveðjum við Helgu og þökkum fyrir mikla hlýju og væntumþykju í okkar garð. Guð blessi minningu Helgu. Guðrún Óskarsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir. Nú þegar veikinda bölið er bætt það bjarmar af nýjum degi. Ástvini hittir sem guð hefur gætt á göngu á framtíðar vegi. Þú varst okkur bæði vinur og skjól, á von okkar minningar skína. Gefi þér drottinn gleðileg jól, við geymum minningu þína. (Guðmundur Halld.) Hjartans kveðjur. Þín ömmubörn. Elsku amma. Þá er baráttunni lokið og komið að kveðjustund. Þó svo að okkur hafi ekki þótt tímabært að kveðja þig, ylja minningarnar um þig okkur um hjartarætur. Alltaf stóð heimili ykkar afa opið okkur barnabörnunum, og sóttum við mikið í nærveru ykkar. Enda gáfuð þið ykkur ávallt tíma til að spjalla eða taka í spil. Og ekki var nú verra að fá að gista í Laugarbrekkunni hjá ykk- ur, en það var mikil tilhlökkun sem fylgdi þeim uppákomum. Ekki er nú hægt að skrifa til þín án þess að minnast á allar heimabökuðu kræs- ingarnar, sem þú hristir svo auðveld- lega fram úr erminni. Elsku amma, takk fyrir allan þann tíma sem þú gafst okkur, ástúð og þolinmæði. Fyrir þetta verðum við ávallt þakklát. Þú stóðst þig eins og hetja í veikindunum þó svo að þú haf- ir þurft að bíða lægri hlut að þessu sinni. Þín er sárt saknað, en við bú- um að fallegum minningum um þig sem verða alltaf með okkur. Elsku afi, þú hefur misst mikið, ekki bara maka þinn heldur einnig þinn besta félaga. Elsku Bogga, Dísa, Geiri, Gummi og aðrir ástvinir. Guð varðveiti ykkur öll á þessum erf- iðu tímum. Barnabörnin á Húsavík. Elsku systir, mágkona og frænka. Þá er þinni þrautagöngu lokið. Lengi héldum við að þú kæmir aftur til okkar eftir veikindi þín í haust en þrek þitt var á þrotum. Okkur er ofarlega í huga hjálp- semi og sú mikla hlýja sem þú sýndir okkur. Allan þinn aldur bjóstu á Húsavík, þínum heimabæ sem þú kunnir svo vel að meta. Þar kynntist þú þínum elskulega eiginmanni, Jóni Árnasyni, og þar óluð þið upp börnin ykkar fjögur sem öll hafa verið ykk- ur til sóma og ánægju. Þér og þinni fjölskyldu ber að þakka þá miklu umhyggju sem þið sýnduð Kristínu móður þinni og ömmu Önnu Helgu sem bjuggu á heimili ykkar Jóns frá þeim tíma sem þið hófuð búskap. Þú hafðir gaman af því að fylgjast með og taka þátt í þjóðfélagsumræð- unni og hafðir alltaf þínar skoðanir á hreinu. Vel varstu að þér í ættfræð- inni og hafðir mikla ánægju af að lesa þér til í þeim fræðum og er við strönduðum varð okkur oft að orði „Förum til Helgu, hún veit þetta“. Margar skemmtilegar stundir átt- um við fjölskyldurnar saman sem bjuggum svo til á sama blettinum. Mörg voru afmælisboðin og jólaboð- in sem allir biðu eftir. Margar voru ferðirnar sem við fórum með nestið og nutum náttúrunnar og samver- unnar. Upp að Botnsvatni, í Skrúð- garðinn, Aðaldalshraun, Mývatns- sveit og Ásbyrgi. Ekki má svo gleyma öllum berjaferðunum. Er árin færðust yfir fluttuð þið Jón í minna húsnæði. Alltaf var jafn snyrtilegt í kringum ykkur. Heim- ilislegt var að koma til þín þegar þú varst að baka. Uppskriftirnar fullar af alúð og nostri og afraksturinn var ljúffengur, s.s. heimsins bestu klein- ur og randalína með sveskjusultu sem allir féllu fyrir. Vandvirkni var þér í eðli lögð. Þessa hæfileika hafa börnin ykkar Jóns öll fengið í vöggugjöf. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsan og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristi krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Alúðar þakkir fyrir samfylgdina. Höskuldur, Hólmfríður og börn. HELGA SIGURGEIRSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, NÍELS FRÍMANN SVEINSSON, Kirkjuteigi 23, er látinn. Hjördís Konráðsdóttir, Svava Níelsdóttir, Árni Árnason, Jenný Níelsdóttir, Guðni Páll Birgisson, Hjördís Árnadóttir, Þorsteinn Viðarsson, Hjalti Freyr Árnason, Níels Árni Árnason, Birgitta Svava Pálsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, BETTÝ MARSELLÍUSDÓTTIR, Ásbyrgi, Hofsósi, lést á Landspítalanum í Reykjavík miðvikudaginn 15. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurjón Magnússon. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, HREINN ELÍASSON listmálari, Jörundarholti 108, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 15. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Rut Sigurmonsdóttir og börn. Móðurbróðir okkar, MAGNÚS EGGERT PÁLSSON, Ásvallagötu 17, lést miðvikudaginn 23. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þrúður Pálsdóttir, Gerður Berndsen, Margrét Berndsen, Sólveig Berndsen, Jóhanna Sigríður Berndsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.