Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 77
MINNINGAR
heimildir og fara svo rétt með, sem
verða mátti. Þannig hélt hann til
haga ýmsu sem betur er geymt en
gleymt. Þar kom að nóg efni var
komið í heila bók. Hana gaf hann út
nú í haust og jók hana nokkrum þátt-
um eftir foreldra sína, einkum Kol-
bein. Þeir vitna um hvert Magnús
sótti þennan hæfileika. Bókina kall-
aði hann Engjafang og vísaði með
því til hins forna siðar að skilja eftir
heyfang á teignum í heyskaparlok,
þakkarfórn til gjöfullar náttúru.
Magnús Kolbeinsson var ham-
ingjumaður í lífinu. Erfðir og upp-
eldi bjuggu hann þeim eiginleikum
sem gerðu honum auðveld öll sam-
skipti við aðra. Því átti hann hvar-
vetna vini og varð þokkasæll öllum
sem honum kynntust. Hann eignað-
ist góða fjölskyldu, eiginkonu og
fjögur börn og bjó þar við gagn-
kvæmt ástríki. Óþrotleg var um-
hyggja hans við Þórunni eftir að hún
missti heilsu og varð að flytjast á
elliheimili. Ættaróðalið sat hann
með prýði og skilaði í góðar hendur.
Síðast en ekki sízt fékk hann að
skilja við heiminn án þess að þurfa
að verða örvasa áður en yfir lyki.
Það er eigingirni okkar að hafa viljað
hafa hann lengur hjá okkur. Og þó
tómlegt sé eftir hann genginn, er þó
þakklætið efst í huga, fyrir samfylgd
og vináttu sem engan skugga ber á.
Með innilegri samúðarkveðju til
fjölskyldunnar.
Ragnheiður og Magnús,
Gilsbakka.
Vinur minn Magnús Kolbeinsson í
Stóra-Ási er fallinn frá. Í nærri sjö
áratugi höfðum við með einum eða
öðrum hætti átt samleið, sem aldrei
bar skugga á þótt tíu ár skildu að í
aldri. Þegar ég var sex ára gamall
höfðu foreldrar mínir tryggt mér
sumardvöl hjá vinafólki þeirra í
Stóra-Ási í Hálsasveit, hjónunum
Helgu Jónsdóttur og Kolbeini Guð-
mundssyni bónda og fjölskyldu
þeirra, en Magnús var eitt af fimm
börnum þeirra hjóna.
Þótt vegalengdirnar séu næstum
þær sömu í dag og í júní 1938 þótti
foreldrum mínum, sem ferðuðust
með mér, rétt að hafa næturgistingu
í Reykholti á leiðinni í Hálsasveitina,
enda ætlað að þangað yrðum við sótt
daginn eftir og farið á hestum það
sem eftir var leiðarinnar að Stóra-
Ási. Sá sem kom með reiðskjótana
og sótti okkur í Reykholt var einmitt
Magnús. Á því ferðalagi tókst með
okkur vinátta og gagnkvæmt traust
sem aldrei féll skuggi á. Þegar í
Stóra-Ás var komið var mér tekið
þar opnum örmum af fjölskyldunni.
Hjá því góða fólki dvaldist ég síðan í
níu sumur.
Jón Magnús, sem var fullt nafn
vinar míns, var fæddur að Þorvalds-
stöðum í Hvítársíðu þar sem foreldr-
ar hans bjuggu sín fyrstu búskap-
arár 1918–1924. Þau fluttust síðar að
Stóra-Ási í Hálsasveit og hófu bú-
skap á föðurleifð móður hans þar
sem Magnús ólst upp ásamt systk-
inum sínum. Að Magnúsi stóðu
sterkir ættbogar í Borgarfirði sunn-
an og norðan Hvítár, dugmikið og
framsýnt bændafólk.
Magnús hóf snemma störf við bú-
skap foreldra sinna. Hann vildi ekki
verða eftirbátur forfeðra sinna tæki
hann síðar við búsforráðum í Stóra-
Ási. Hann var mjög áhugasamur um
ræktunar- og útivistarstörf auk þess
sem hann hafði mikinn áhuga á
íþróttum. Arnarvatnsheiðin og Okið
heilluðu hann. Mörg ár tók hann þátt
í leitum á Arnarvatnsheiði og þá
gjarnan í lengstu leitinni í Jökul-
krók. Minnist ég þess hve vel móðir
hans útbjó hann þegar fara skyldi í
leitirnar á haustin.
Skíðaíþróttin heillaði Magnús og
var hann góður skíðamaður. Sótti
hann nokkur skíðanámskeið, m.a.
þar sem norski skíðakappinn Birger
Ruud var leiðbeinandi. Var gaman
að heyra hann lýsa snilli norska
skíðakappans.
Þegar Magnús var um tvítugt
fannst honum rétt að afla sér fram-
haldsmenntunar. Ákvað hann að
koma til Hafnarfjarðar til náms við
Flensborgarskóla og þaðan lauk
hann gagnfræðaprófi 1946. Á þeim
árum var hann heimagangur á heim-
ili foreldra minna og við vorum sam-
tímis við nám í Flensborgarskóla.
Aftur hvarf Magnús til bústarfa
með foreldrum sínum. Árið 1954
keypti hann ásamt Helga bróður sín-
um jörðina Stóra-Ás með öllum kost-
um og gæðum. Störfuðu þeir bræður
saman að búskap um fimm ára skeið,
en þá hvarf Helgi til annarra starfa
sem hann hafði hlotið menntun til.
Hinn 24. júní 1955 kvæntist
Magnús eiginkonu sinni, Þórunni
Andrésdóttur frá Kollslæk, og hófu
þau búskap í Stóra-Ási. Bjuggu þau
þar með börnum sínum fjórum,
Andrési, Kolbeini, Jóni og Höllu þar
til næsta kynslóð, sonur þeirra Kol-
beinn og kona hans Lára Gísladóttir
frá Hofsstöðum, tóku við búskapn-
um1989.
Þegar þau Magnús og Þórunn
hófu búskap voru búskaparhættir í
landinu mjög að breytast. Dugnaður
og hagsýni varð að vera í fyrirrúmi.
Þórunn stjórnaði heimili sínu með
myndarbrag. Þar var gjarnan margt
um manninn og mikill gestagangur.
Magnús fylgdist vel með, hvort held-
ur var á sviði ræktunar eða tækni-
væðingar því að tryggja skyldi æv-
inlega sem arðbærastan búskap.
Þannig hafði það verið hjá þeim sem
á undan höfðu búið í Stóra-Ási og
þannig skyldi það vera áfram.
Það var út af fyrir sig ærið starf
fyrir ungan bónda að sinna búskapn-
um, en samfélagið kallaði einnig á
starfskrafta hans og undan því varð
ekki komist. Magnús sat í hrepps-
nefnd Hálsahrepps yfir aldarfjórð-
ung og var oddviti sveitarstjórnar
1956–1982 auk þess sem hann tók
drjúgan þátt í félagslífi sveitunga
sinna, m.a. í ungmennafélaginu
Brúnni á sínum yngri árum og var
einn af stofnendum og driffjöður í
karlakórnum Söngbræðrum.
Þegar Magnús hætti búskap gafst
honum gott tækifæri til þess að
sinna þjóðlegum fróðleik sem hann
hafði ætíð mikinn áhuga á. Hann hóf
að rita endurminningar sínar svo og
áhugverðar staðar- og mannlýsing-
ar, sem hann sendi mér gjarnan til
aflestrar. Hann trúði mér fyrir því
fyrir nokkuð löngu að bæði hann og
vinir hans, sem aðstoðað höfðu hann
við ritunina, hefðu áhuga á því að
hann gæfi afraksturinn af ritsmíðum
sínum út í bók. Hann ákvað að gera
það og honum tókst að ljúka við út-
gáfu bókarinnar sem hann nefndi
Engjafang og er nú komin í bóka-
verslanir. Hvort hann hafði tilfinn-
ingu fyrir því að þetta væri hans síð-
asta verkefni í þessu lífi get ég ekki
sagt um, en það síðasta sem við töl-
uðum saman um var „Engjafangið“
hans.
Þegar nú vinur minn Magnús Kol-
beinsson er látinn er mér efst í huga
þakklæti til hans fyrir vináttu og
tryggð við mig og mitt fólk. Við biðj-
um fyrir eiginkonu hans á erfiðum
tímum og fjölskylda mín sendir
henni, börnum þeirra og fjölskyld-
unni allri samúðarkveðju.
Megi Guðs blessun fylgja Magn-
úsi Kolbeinssyni á landi lifenda.
Matthías Á. Mathiesen.
Með fáeinum orðum langar mig að
kveðja bóndann, fræðimanninn og
rithöfundinn Magnús Kolbeinsson
að Stór-Ási.
Kynni okkar Magnúsar geta víst
ekki talist löng, en Magnúsi kynntist
ég fyrst árið 1999 er ég gekk til liðs
við þann ljúfa hóp karla er nefna sig
Söngbræður og starfa í Borgarfirði,
heimahéraði Magnúsar. Hópur þessi
hefur það að markmiði að koma sam-
an vikulega á vetrarkvöldum, æfa
söng, njóta návistar og félagsskapar
hver annars. Komið hefur þó fyrir að
bræður þessir hafi gert víðreist bæði
hérlendis og erlendis og leyft öðrum
að njóta afraksturs vetrarstarfsins.
Magnúsi var þessi félagsskapur er
hann var stofnandi að afar kær og
brýna ástæðu þurfti til þess að hann
væri ekki mættur í stöðu sína hvort
sem um var að ræða æfingu eða tón-
leika.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að hafa þennan ljúfa og góða söng-
mann næstan mér á vinstri hlið þau
ár er ég hef starfað í kórnum, og víst
er að frá honum hef ég notið leið-
sagnar og styrks í starfi.
Ekki er ég fær um að fjalla um ævi
Magnúsar, en þó veit ég það að hann
var ötull bóndi, mannvinur og sann-
kallaður heiðursmaður.
Kæri vinur og söngbróðir, sæti
þitt verður vandskipað. Ég kveð þig
með virðingu, kærleika og söknuði.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Eiginkonu og fjölskyldu Magnús-
ar Kolbeinssonar votta ég mína
dýpstu samúð.
Sigurgeir Þórðarson.
Þeir koma með misjöfnum hætti
inn í líf manns, samferðamennirnir:
Sumir með gusti og fyrirferð. Aðrir
af hógværð svo vart merkist er þeir
slást í för. Þannig snertust leiðir
okkar Magnúsar í Stóra-Ási. Hann
var ekki margmáll, en hafði afar
góða nærveru, mjög hógvær. Ég fór
að inna hann eftir fróðleik um upp-
haf tæknialdar í sveit hans. Bað
hann skrifa sem hann þó mjög færð-
ist undan í fyrstu. Stuttu síðar kom
hann með pistil. Ég las hann. Bað
um fleiri. Þeir komu; urðu meðal
minna bestu kvöldlestra: fræðandi,
lifandi að máli og stíl, spennandi og
mann langaði að lesa meira. Því var
það ávallt ánægjustund er Magnús
leit við og laumaði í orðfárri hóg-
værð að mér smávelktu umslagi.
Innihaldið vakti mér tilhlökkun.
Dag einn í haust hringdi Magnús
og var honum venju fremur niðri
fyrir; kvaðst þurfa að hitta mig.
„Mig langar til að færa þér þetta,“
sagði hann kominn og rétti mér gljá-
andi bók: Engjafang, stóð á kápunni.
Ég vék að bókartitlinum. Magnús
benti mér á formálann: „Þegar búið
var að binda síðustu sáturnar á hey-
bandslestina við heyskaparlok var
skilið eftir heyfang við teiginn. Oft
mun hafa verið gengið þannig frá því
að það myndaði krossmark. Það átti
að tákna þakkarfórn til almættisins
fyrir heyfeng sumarsins“, og Magn-
ús segir þar bókina þakklætisvott
sinn „til samferðafólksins á langri
leið og til landsins sem fóstraði okk-
ur og geymir ræturnar“. Formáls-
orðin lýsa hugsun og verkum höf-
undarins. Þarna voru pistlarnir hans
ágætu komnir á einn stað.
Fundum okkar bar síðast saman
við messu í Reykholti nú í aðventu-
byrjun. Mér þótti hann hafa hraðar á
hæli en venjulega. Grunaði þó síst að
fundir yrðu ekki fleiri. Þó fór svo.
Magnús hefur bundið sína síðustu
sátu og gengið frá engjafanginu:
Fáum auðnast að hverfa sælli frá
verki.
Ég sakna Magnúsar frá Stóra-Ási.
Fræðandi og fölskvalaus kunnings-
skapur við hann var mér mikils virði.
Fyrir þann dagamun og minn-
inguna, sem eftir situr, er nú þakk-
að. Fjölskyldu Magnúsar færi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Bjarni Guðmundsson.
Enginn flýr sitt endadægur, þó
það sé hverjum og einum vísast af
öllu í þessum heimi. Samt er óvænt
og sárt þegar náinn kær vinur kveð-
ur, vinur sem alltaf hefur verið til.
Báðir vorum við fæddir á Þorvalds-
stöðum í Hvítársíðu, með fjögurra
ára millibili. Þegar foreldrar Magn-
úsar fluttust frá Þorvaldsstöðum að
Stóra-Ási fluttu foreldrar mínir að
Þorvaldsstöðum. Þegar foreldrar
mínir fluttu aftur að Bjarnastöðum,
árið 1930, myndaðist elskulegt ná-
grenni við Ás-fólkið sem hefur varað
án þess að skugga bæri nokkru sinni
á. Þó að Hvítá skipti löndum var hún
okkur vinunum enginn farartálmi
eftir að aldur og þrek dugði til þess
að róa ferjunni yfir ána. Á lognkyrr-
um dögum mátti vel greina manna-
mál og jafnvel grunsamlega þrálátt
hanagal á milli bæjanna. Já, við
brölluðum margt saman vinirnir um
dagana, hvorum megin árinnar sem
við vorum og hvar sem leiðir okkar
lágu.
Eftir því sem árin liðu treystust
böndin. Traustari vin var ekki að
finna, hann bjó yfir þeim mannkost-
um sem ekki verða taldir upp hér, en
skilja eftir minningar sem dýrmæt-
ari eru en frá verði greint. Það gæti
ekki samrýmst hógværð Magnúsar
að skrifa langa lofgrein í minningu
hans. Þó verður ekki komist hjá því
að nefna hin augljósu einkenni hans
sem voru hjálpfýsi, tryggð og vinátta
sem hann veitti okkur til síðasta
dags. Þegar við komum heim mun-
um við örugglega horfa yfir að Ási,
við okkur blasir ævistarf þeirra sem
okkur þótti eins sjálfsagður hluti af
tilverunni og Okið, ofanvið Ás-bæ-
inn. Þau Magnús og Þórunn kona
hans hafa af miklum myndarskap
búið á þessari kostajörð og nú eru af-
komendur þeirra teknir við. Um leið
og við Edda þökkum áralanga vin-
áttu sendum við Þórunni og öllu Ás-
fólkinu innilegar samúðarkveðjur.
Páll Jónsson.
Í dag kveð ég góðan vin, Magnús
Kolbeinsson frá Stóra-Ási eða
Magga eins og hann var jafnan kall-
aður. Ég man ekki hvenær ég kom
fyrst í heimsókn að Stóra-Ási á
heimili þeirra Magga og Doddu, en
sumarið 1963 fékk ég að vera þar í
nokkrar vikur. Sumardvalir mínar í
Stóra-Ási urðu síðan átta. Vina-
tengsl föðurfjölskyldu minnar við
fjölskylduna í Stóra-Ási hófust þó
miklu fyrr eða um 1910 þegar föð-
urafi minn Árni Matthías kom þang-
að í fyrsta sinn í sveit. En síðan þá
hefur fjölskylda mín og margt af
frændfólki mínu dvalið sumarlangt í
Stóra-Ási, nú síðast Erna dóttir mín,
sem naut þess að vera nokkur sumur
í sveit hjá Kolbeini sem þá hafði tek-
ið við búinu af föður sínum.
Það vinarþel og sú umhyggja sem
ég naut hjá þeim hjónum hefur vafa-
lítið verið hvati þess að alltaf langaði
mig að koma aftur. Nú á seinni árum
hefur vinskapurinn styrkst eftir að
við Sigrún Ósk komum okkur upp
sumarhúsi í landi Stóra-Áss. Síðan
þá hafa oftar gefist tækifæri til að
koma við í Stóra-Ási og ávallt eins og
löngum hefur verið þar til siðs er
boðið að koma inn, þiggja veitingar
en ekki síst að spjalla saman. Spurt
var frétta af fjölskyldunni eða sagt
frá fyrri tímum þegar eftir því var
leitað. Ég mun ávallt minnast með
hlýhug samverustundanna og þeirr-
ar vináttu sem mér var sýnd í Stóra-
Ási. Með þeim orðum vil ég minnast
Magga og sendi öllum frá Stóra-Ási,
Doddu, Andrési, Kolbeini, Jóni,
Höllu og fjölskyldum þeirra, innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans og ykk-
ur öll.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkstu þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Árni Sveinbjörn Mathiesen.
Árið 1958 þá átta ára fór ég í sveit
eins og títt var um krakka á þeim
tíma. Fólkið á bænum var ekki með
öllu ókunnugt því móðir mín þekkti
vel til og vissi að ég yrði í góðum
höndum hjá Magga og Doddu en svo
voru þau kölluð Magnús Kolbeins-
son bóndi í Stóra Ási og Þórunn
Andrésdóttir kona hans. Mér var
strax vel tekið og skapaðist vinátta
sem hefur haldist gegnum árin.
Maggi var þá ungur, kraftmikill
bóndi með stórt heimili og lét verkin
tala. Á þessum tímum réðst hann í
stórframkvæmdir, hann byggði 1000
hesta hlöðu og 32 kúa fjós sem þótti
stórt og er enn. Þá réðst hann í hita-
veituframkvæmdir og var lagt heitt
vatn sunnan úr laugum tveggja kíló-
metra leið heim í bæ, sem nýttist svo
frekar og opnaði mikla möguleika
þegar á leið.
Maggi var blíður maður og hafði
einstakt lag á bæði mönnum og
skepnum, hann var hagur bæði á tré
og járn og var unun að sjá hann
smíða skeifur og annað sem til féll í
eldsmiðjunni. Maggi var úrræðagóð-
ur og hjálpsamur, hann var víðlesinn
og áhugamaður um íþróttir hvers
konar og hafði lag á að kveikja áhuga
okkar yngri á málefnum líðandi
stundar. Þær gleymast mér aldrei
stundirnar sem við áttum saman á
hestbaki, í smalamennskum, eða í
girðingarvinnu, þar sem hann sýndi
mér kennileiti, kenndi mér örnefni,
að hnýta hnúta, kveðast á og yfirleitt
allt það sem einn strákur þarf að
kunna.
Þau urðu níu sumrin sem ég var í
Stóra-Ási. Vera mín hjá þeim hjón-
um Magga og Doddu hefur verið
mér góð undirstaða fyrir lífið og fæst
seint fullþökkuð.
Núna þegar komið er að leiðarlok-
um þakka ég Magga fyrir vináttu
hans og hlýhug til mín og fjölskyldu
minnar.
Elsku Dodda, Addi, Kolli, Halla
og Jón og fjölskyldur, innilegustu
samúðarkveðjur. Megi minningin
um góðan dreng lifa.
Árni M. Sigurðsson
og fjölskylda.
Magnús í Stóra-Ási var sómamað-
ur, heiðarlegur, vinur dýra og barna
og greiðvikinn jafnt við ríka sem fá-
tæka. Hann var framfarabóndi og
stóð í vel stöðu sinni í félagsmálum
sem öllu öðru sem hann tók sér fyrir
hendur.
Hann var næstelstur fimm systk-
ina sinna, fæddist á Þorvaldsstöðum
í Króki en fluttist að Stóra-Ási í
Hálsasveit þegar hann var að verða
þriggja ára. Foreldrar hans voru
þau hjónin Kolbeinn Guðmundsson
frá Kolsstöðum og Helga Jónsdóttir
frá Stóra-Ási. Þau voru víðkunn
greiðahjón. Kolbeinn lærði járn-
smíði í Reykjavík, hefði hann getað
stundað þá iðn þar eftir það, en kaus
að gerast bóndi. „Hugur minn
stefndi til moldarinnar,“ sagði hann í
bréfi til vinar síns. Hann fór að búa á
Þorvaldsstöðum, sem er friðsæll af-
kimi í Hvítársíðuhreppi, en svo fór
að óskað var eftir því að þau hjón
tækju Stóra-Ás, mikla kirkjujörð á
krossgötum. Þar léttir aldrei gesta-
gangi nótt né nýtan dag. Búa verður
stórt til að standa undir opnum skála
um þjóðbraut þvera eins og segir í
Íslendingasögum.
Þarna ólst Magnús upp, þar er
ungmennafélagshúsið og varð hann
vinsæll félagi. Stóra-Áss systkinin
voru eins og englar í þeim hópi, aðrir
höfðu hærra og voru ráðríkari, en
engir voru geðbetri og skemmti-
legri.
Þegar gömlu hjónin hættu búskap
þrotin að heilsu höfðu þau lokið ein-
stökum ferli framfara og dugnaðar í
Stóra-Ási. synirnir Helgi og Magnús
tóku við búinu. Helgi var hneigður til
að vinna við vélar, lærði bifvélavirkj-
un og hvarf frá búskap en Magnús
hélt áfram vinnu við búfé og mold
eins og faðir hans, bætti jörð og
byggði hús. Hann kvæntist konu
sem var það sem kallast að vera
dugnaðarforkur. Hún er úr sveitinni,
frá næsta bæ, Kollslæk, og heitir
Þórunn Andrésdóttir og hefur hún í
hvarvetna verið sér og öðrum til
blessunar og sóma.
Erill og áhyggjur búskapar fara
illa með heilsu fólks. Kolbeinn og
Helga hættu búskap farin að heilsu.
Þegar elli nálgaðist þau Magnús og
Þórunni fór heilsan að bila og næsta
kynslóð tók við. Dugnaðarforkurinn
Kolbeinn, næstelstur barna þeirra,
tók við búi, Magnús og Þórunn
byggðu sér bæ, Áskot, setur til að
una á í ellinni. Heilsa Þórunnar
þraut og hún fór á vistheimili, Magn-
ús var einn eftir í Áskoti. Meðal ann-
arra góðra eiginleika hafði Magnús
tekið í arf hæfileikann til að setja á
blað minningar og hugsanir sínar, og
svo frábært langminni. Nú fór hann
að skrifa niður það sem hann hafði
safnað í minni sitt á langri ævi. Þetta
hafði Kolbeinn faðir hans líka gert.
Rétt eins og óviljandi voru þessi
skrif Magnúsar orðin næg til að fylla
væna bók. Vinir hans studdu hann
og hvöttu til að láta prenta greinar
sínar og nú kom út bók, Engjafang, í
haust með ritgerðum eftir Magnús
og Kolbein föður hans. Hefur bók
þessi hvarvetna fengið lof fyrir
skemmtilegan stíl og sérlega sanna
frásögn. Gamlir menn sem muna það
sem Magnús segir frá vitna að þar
skakki engu frá því sem þeir muna.
Gagnrýnandi sem las bókina hældi
henni og sagði að hún bæri höfundi
sínum gott vitni, þar skrifaði góður
maður sem vildi vel mönnum og
skepnum og mæti hæst þær dyggðir
sem dýrmætastar eru.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Fleiri minningargreinar
um Magnús Kolbeinsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Hösk-
uldur, Anna Sólrún og Kristleifur
Darri í Stóra-Ási.