Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 81 FRÉTTIR RUSLAN Ponomariov (2.704) var á átjánda ári þegar hann varð heimsmeistari FIDE í skák árið 2001. Þessi ungi Úkraínumaður átti í kjölfarið að tefla einvígi við Kasp- arov í því augnamiði að sameina skákheiminn um einn viðurkenndan heimsmeistaratitil. Ekkert varð af einvíginu og Ruslan missti að lokum titil sinn án þess að tefla um hann. Eins og sagan hefur sýnt getur skákpólitík farið illa með margan skákmanninn og því er lofsvert að Ruslan hefur einbeitt sér aftur al- farið að skák og teflir nú til úrslita um sigurinn í heimsbikarkeppni FIDE gegn hinum 23 ára Levon Ar- onjan (2.724) frá Armeníu. Fyrsta skák þeirra félaga fór jafntefli og spennandi verður að fylgjast með hvor mun bera sigur úr býtum. Þó að framganga þeirra beggja hafi vakið athygli jafnast hún ekki á við það fjölmiðlakastljós sem beinst hef- ur að hinum 15 ára Magnus Carlsen (2.570). Þetta norska undrabarn er engu líkt. Hann teflir hratt, vel og ná- kvæmt. Þekking hans á byrjunum er yfirgripsmikil og reiknigetan er mikil. Hann lét það ekki á sig fá þó að hann hafi beðið lægri hlut fyrir rússneska stórmeistaranum Evgeny Bareev (2.675) í 16 manna úrslitum. Enn var að miklu að keppa þar sem tíu efstu sæti mótsins gáfu keppn- isrétt í áskorendakeppni heims- meistaramóts FIDE. Magnus hóf keppni skákmannanna átta sem dottið höfðu úr leik í 16 manna úr- slitum með því að leggja franska stórmeistarann Joel Lautier (2.679) að velli, 1½-½. Í næstu umferð gegn rússneska stórmeistaranum Vladim- ir Malakhov (2.670) stóðu leikar jafnir 1-1 eftir tvær kappskákir. Rússinn stýrði hvítu mönnunum í fyrri atskákinni og vann hana örugglega. Magnus varð því að vinna næstu skák til að eygja von um sætið góða í áskorendakeppn- inni. Hvítt: Magnus Carlsen Svart: Vladimir Malakhov 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 a6 5. e3 g6 6. Be2 Bg7 7. 0–0 0–0 8. Db3 dxc4 9. Bxc4 b5 10. Be2 Rbd7 11. e4 Rb6 12. Bf4 Be6 13. Dc2 Bc4 14. Hfd1 Hc8 Sjá stöðumynd 1. Miðborðspeð hvíts standa traust- um fótum og erfitt er fyrir svartan að brjóta peðastöðuna upp með c6- c5 eða e7-e5. Hvítur teflir framhald- ið af mikilli skynsemi og í samræmi við kenningar rússneska skákskól- ans um stöðubaráttu. 15. Hac1 Bxe2 16. Dxe2 Dd7 17. h3! Db7 18. Bg5 Hfe8? Hér var nauðsynlegt að leika 18. … c5 þar eð eftir næsta leik hvíts getur svartur sig lítið hrært. 19. e5! Rfd5 20. Re4 Rd7 21. Dd2 Db8 22. Bh6 Bh8 23. h4! Rf8 24. Rc5 Da7 25. h5 Rc7 26. hxg6 hxg6 Hvítur hefur teflt eins og herfor- ingi og næsti leikur hans sýnir hversu mikinn skilning hann hefur á stöðunni. Sjá stöðumynd 2. 27. Bxf8! Snjöll uppskipti sem liðka fyrir sókn hvíts og tekur besta varnar- manninn frá svörtum. 27. … Hxf8 28. Dh6 Bg7 29. Dh4 f6 30. Dg4! Kh7 31. Rh4 g5 32. Dh5+ Kg8 33. Rf5 Re8 Það er afar lærdómsríkt hvernig hvítur skapaði hverja veiluna á fæt- ur annarri í stöðu svarts. Hvítur getur valið nú á milli margra leikja til að gera út um skákina en eins og oft áður velur Carlsen þann besta. Sjá stöðumynd 3. 34. Dg6! og svartur gafst upp þar sem eftir 34. … fxe5 35. De6+ fellur svarti hrókurinn. Undrabarnið lét kné fylgja kviði og lagði rússneska stórmeistarann að velli í hraðskákeinvígi. Með þeim sigri tryggði Carlsen sér rétt til að tefla um níunda sætið á mótinu gegn bandaríska stórmeistaranum Gata Kamsky og í fyrri kappskák þeirra þurfti Rússinn fyrrverandi að lúta í lægra haldi. Óháð því hvernig ein- vígi þeirra lýkur þá hefur undra- barnið unnið sér rétt til að taka þátt í fyrrnefndri áskorendakeppni. Norskir fjölmiðlar hafa bent á að með þessu sé Carlsen yngsti skák- maður sögunnar til að tryggja sér þátttökurétt í áskorendakeppninni í skák. Carlsen varð 15 ára á meðan heimsbikarkeppninni stóð en Fisc- her var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tryggði sér slíkan þátt- tökurétt árið 1958. Þetta er þó ekki að öllu leyti hæft til samanburðar þar sem fyrirkomulag heimsmeist- arakeppninnar í skák hefur verið mjög á reiki undanfarin ár og alls- endis óvíst að af fyrirhugaðri áskor- endakeppni verði. Eigi að síður er árangur Carlsens stórkostlegur og samsvarar hann 2736 stigum. Héðinn lenti í 8.–10. sæti í Búdapest Alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson (2435) gerði níu jafn- tefli í tíu skákum á alþjóðlegu móti sem lauk nýverið í Búdapest í Ung- verjalandi. Eins og fjöldi jafntefl- anna gefur til kynna tefldi Héðinn vandað og traust sem er skynsam- legt í ljósi þess að hann hefur teflt á fáum kappskákmótum undanfarin ár. Sigurvegari mótsins, ungverski alþjóðlegi meistarinn Viktor Erdos (2.522) náði áfanga að stórmeistara- titli á mótinu. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess, www.firstsaturday.hu. Carlsen slær rækilega í gegn SKÁK Khanty-Mansyisk í Rússlandi HEIMSBIKARMÓT FIDE 26. nóvember–18. desember 2005. Carlsen lagði Malakhov að velli og tryggði sér þátttökurétt í næstu áskorendakeppni HM. Aronjan og Ponomariov tefla til úrslita í heimsbik- arkeppninni. Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Auka ber viðskiptafrelsi í sölu landbúnaðarvara EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu vegna skýrslu Samkeppniseftirlits um verð- lag á matvælum: „Niðurstöður sem fram koma í nýrri nor- rænni skýrslu Samkeppniseftirlitsins stað- festa að meginástæða þess að verð á mat- vælum er verulega hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópu eru ríkjandi innflutnings- hömlur á búvörur og verndarstefna í ís- lenskum landbúnaði. Þarna er staðfest að málflutningur SVÞ á undanförnum árum um þessi mál er réttur, en samtökin hafa ítrek- að krafist breytinga á þessu kerfi og hvatt stjórnvöld til að feta sig í ákveðnum skref- um út úr verndartollum, innflutningskvótum og framleiðslustyrkjum, – hinir síðasttöldu eru þeir hæstu í veröldinni. Mikilvægt er að innlendar búvörur fái að spreyta sig í samkeppni við innfluttar vörur og framleiðsluhættir hér á landi að mótast í takt við reynslu sem yrði til við frelsi í við- skiptum með þessar vörur. Reynslan af af- námi innflutningstolla af grænmeti sýndi ótvírætt að þetta skilaði sér fljótt og vel til neytenda og innlend framleiðsla hefur ekki borið hnekki vegna þess. Samkeppnisstofnun ályktaði í febrúar 2002 að leggja bæri niður miðstýringu á heildsöluverði mjólkurafurða, sk. sexmanna- nefnd, sem væri andstæð hagsmunum neyt- enda og anda samkeppnislaga. Þar með tók stofnunin þá og aftur síðar undir málflutn- ing SVÞ um sama efni. Þessar ályktanir samkeppnisyfirvalda og áskoranir SVÞ hef- ur landbúnaðarráðuneytið hundsað til þessa dags. Nú staðfestir skýrsla Samkeppniseft- irlitsins málflutning forvera síns, Sam- keppnisstofnunar. Í sama streng taka hags- munasamtök atvinnulífs og launþega og nú hefur myndast öflugur samhljómur í þjóð- félaginu um að nú verði að taka á málum og breyta kerfinu. SVÞ hafna því að fákeppni á matvöru- markaði sé ástæða fyrir hærra verði mat- væla hér en í öðrum löndum. Ekki verður ekki séð af niðurstöðum skýrslunnar að herða þurfi eftirlit með samþjöppun á mat- vörumarkaði, eins og Samkeppniseftirlitið boðar, því aðstæður á þeim markaði eru ekki frábrugðnar því sem gerist í saman- burðarlöndunum og raunar er samþjöppunin minni hér en víða í Skandinavíu. Í skýrslunni kemur fram að samkeppni á matvörumarkaði hafi verið sambærileg hér og á hinum Norðurlöndunum þegar könn- unin var gerð, árið 2004. Í byrjun árs 2005 hófst verðstríð á matvörumarkaði á Íslandi sem hefur staðið meira og minna allt árið og sýnt svo ekki verður um villst að mjög hörð samkeppni er á þessum markaði. Þarna virðist sem sjónum sé beint í ranga átt. Ef til vill eru viðbrögð Samkeppniseft- irlitsins á þennan veg vegna þess að úrræði eftirlitsins ná ekki til stjórnvalda sem standa vörð um verndarstefnu innlendra landbúnaðarvara. Samkeppnislög mega sín lítils í samanburði við verndarreglur land- búnaðarvara, en nú kallar þjóðin á kerf- isbreytingu og vonandi sinnir löggjafinn, Al- þingi, því kalli. Vísast mun verðlag ætíð verða hærra hér en í núverandi ESB-löndum vegna áhrifa legu landsins og lítils markaðar, en tuga prósenta lækkun má sækja með afnámi verndarstefnunnar sem leggur helsi á alla neytendur og er jafnframt sem drómi fyrir þá aðila í landbúnaði sem framleiða góða vöru á hagkvæman hátt og geta að fullu mætt samkeppni við innflutning. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins og hinna norrænu samkeppnisstofnanna gefur sterkar vísbend- ingar um að auka beri viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur. Það yrði síst til að draga úr eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðar- vörum. SVÞ hvetja til þess að stjórnvöld taki höndum saman við hagsmunaaðila atvinnu- lífs og neytenda við að lækka verð á mat- vælum hér á landi.“ FRJÁLSÍÞRÓTTAKONAN Ásdís Hjálms- dóttir var annað árið í röð valin íþróttamað- ur Ármanns í hófi í tilefni af 117 ára afmæli félagsins. Júdómaðurinn Birgir Páll Óm- arsson var valinn efnilegastur, en hann varð á árinu meðal annars Íslands- og Norður- landameistari unglinga. Meðal afreka Ásdís- ar á árinu var Íslandsmet kvenna í spjótkasti og þá varð hún tvöfaldur Smáþjóðaleika- meistari og margfaldur Íslandsmeistari. Aðrir íþróttamenn sem tilnefndir voru eru Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfubolti, Mar- grét Bjarnadóttir, júdó; Auður Anna Jóns- dóttir, taekwondo; Steinn Sigurðsson, skíði; Gísli Kristjánsson, lyftingar; Anton Heiðar Þórólfsson, fimleikar; Berglind Hlín Að- alsteinsdóttir, sund; Stefán Pétur Gunn- arsson, glíma. Ásdís Hjálmsdóttir, íþróttamaður Ármanns annað árið í röð, og Snorri Þorvaldsson formaður. Íþróttamaður Ármanns valinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.