Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 82
82 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LAGT er til að komið verði á fót al- þjóðlegri rannsóknarstofnun á sviði jarðkerfisfræða, með sérstakri áherslu á loftslagsbreytingar og af- leiðingar þeirra, í skýrslu starfs- hóps sem gerði úttekt á fýsileika þess að stofna slíka stofnun hér á landi. Hópurinn segir Ísafjörð heppilegan stað fyrir slíka stofnun. Jarðkerfisfræði leitast við að tengja mismunandi vísindagreinar; eins og jarðfræði, haffræði, lofts- lagsfræði og líffræði; með það að markmiði að skilja betur tengsl hinna ýmsu þátta jarðríkisins og skilja heildarsamhengið. Leggur starfshópurinn til að helstu áherslur slíkrar stofnunar gætu snúið að rannsóknum á loftslags- breytingum, orsökum og afleiðing- um þeirra. Til að mynda mætti ein- beita sér að myndun djúpsjávar í norðurhöfum, flæði ferskvatns í ám og myndun hafíss. „Við vitum að ef loftlagsbreyt- ingar eru komnar í gang, eins og við höldum, þá eru sennilega engar vísindarannsóknir mikilvægari fyrir Íslendinga heldur en rannsóknir á loftlagsbreytingum og afleiðingum þeirra. Af þeim sökum höfum við áhuga á að setja á fót stofnun sem er helguð slíkum rannsóknum. Það er okkur í hag að fylgjast betur með loftlagsbreytingum og taka virkan þátt í rannsóknum á þeim,“ segir dr. Haraldur Sigurðsson, pró- fessor við Graduate School of Ocea- nography sem er stofnun við Há- skólann á Rhode Island í Bandaríkjunum, en Haraldur er einn skýrsluhöfunda. Djúpsjávarmyndun N-A af landinu Skýrsla starfshópsins var kynnt á Ísafirði á mánudag. Þar er bent á að staðsetning Ísafjarðar sé að mörgu leyti heppileg fyrir stofnun af þessu tagi, m.a. vegna þess að djúpsjávarmyndun fer fram í hafinu norðvestan við landið, í nágrenni Ísafjarðar. „Þannig má segja að það sé stutt á miðin, þ.e. vísindamiðin,“ segir Haraldur og bendir á að einn- ig sé flæði djúpsjávar um Græn- landssund mikilvægt rannsóknar- efni. Staðsetning Ísafjarðar geri þannig sýnatöku og rannsóknir á þessum fyrirbærum aðgengilegri. „Mikill áhugi er meðal heima- manna á hugmyndum um stofnun alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði jarðkerfisfræða og við endur- skoðun á skipulagi í neðsta hluta Ísafjarðarkaupstaðar gera bæjaryf- irvöld ráð fyrir svæði fyrir háskóla með tilheyrandi þjónustu og íbúða- svæði. Þar er gert ráð fyrir að rannsóknarstofnunin geti verið til húsa í framtíðinni sem hluti af þekkingarþorpi,“ segir í skýrslunni. Rekstur slíkrar stofnunar myndi kosta um 100–120 milljónir króna á ári, miðað við að þar starfi átta vís- indamenn, nemendur og einn rekstraraðili, og er gert ráð fyrir því að fjármögnun geti að mestu orðið í gegnum rannsóknarstyrki, þó byggja þurfi starfsemina upp áð- ur en það verði að veruleika. Und- irbúnings- og stofnkostnaður gæti numið um 30–40 milljónum króna, og er reiknað með að hann verði greiddur af opinberum aðilum eða sjóðum. „Við erum ennþá á undirbúnings- stigi, en viðbrögð bæði yfirvalda og stjórnenda á Ísafirði hafa verið mjög góð, þó enn hafi ekki verið tekin nein formleg ákvörðun um framhaldið. Við höfum hins vegar lagt til að þessi stofnun verði fram- lag Íslands til Pólarársins sem stendur yfir 2007-2008,“ segir Har- aldur og útskýrir að Pólarárið feli í sér samvinnu allra þjóða sem eiga land að pólnum, bæði norður- og suðurpólnum, á sviði vísindarann- sókna sem og könnun á svæðunum tveimur. Samráð við aðrar vísindastofnanir Stofnunin yrði hrein viðbót við rannsóknarsamfélag landsins, og yrðu meginmarkmið hennar að þjóna bæði íslenskum heildarhags- munum og alþjóðlegum rannsókn- armarkmiðum til lengri tíma. Stofn- unin myndi hafa náið samráð við erlenda háskóla og vísindastofnanir, innlendar sem erlendar, sem koma að loftslagsrannsóknum. Lagt til að rannsóknarstofnun á sviði loftslagsbreytinga verði komið á fót Heppilegt að staðsetja slíka stofnun á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var viðstaddur kynninguna en starfshópurinn var styrktur af ráðuneytinu. TENGLAR .............................................. Sjá nánar á www.mbl.is/itarefni ÍSLANDSKYNNING var nýlega haldin í Mílanó, fyrir ferðaskrifstofufólk og blaðamenn og fór fram í þekktri, gamalli villu meðan í Mílanóborg kyngdi niður snjó. Viðstaddur var Guðni Bragason frá nýopnuðu sendiráði Íslands í Róm og ávarpaði hann gesti og lýsti helstu atriðum í samskiptum landanna og áherslum í landkynningu á erlendri grund. Að kynningunni stóð ferðaheildsalinn Island Tours með þátttöku ýmissa ferðaþjónustuaðila á Íslandi. Guðrún Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri Island Tours kynnti landið í máli og mynd- um og einnig talaði Helgi Már Björgvinsson, stöðvarstjóri Icelandair í Suður-Evrópu, um mikilvægi þessa markaðar. Gestir fengu líka að hlýða á íslenska tónlist tengd jólunum og Hanna Friðriksdóttir sópr- ansöngkona sagði ýmsar sögur þeim tengdar. Aðalnúmerið var þó frumflutningur á nýrri Ave Mariu, sem Egill Gunnarsson, sem nemur tón- smíðar í Mílanó, samdi. Að lokum var boðið upp á kvöldverð þar sem íslenskur matur var í aðalhlutverki, allt frá reyktum og gröfnum laxi og endaði með 10 teg- undum af smákökum sem ítölsku gestirnir kunnu vel að meta. Á myndinni er Hanna Friðriksdóttir að flytja nýju Ave Mariu og til hliðar standa Guðrún Sig- urðardóttir frá Island Tours og Helgi Már Björg- vinsson frá Icelandair. Íslandskynning í Mílanó Hellvar í Suðsuðvestri OPNUN verður í dag kl. 17 í sýning- arrýminu Suðsuðvestur í Keflavík. Að þessu sinni ætlar hljómsveitin Hellvar að gera sig heimakomna þar. Hellvar er lítil hugmynd sem óx og óx og er nú orðin að veruleika. Upphaflega varð Hellvar til þegar Heiða og Elvar rugluðu saman reyt- um sínum og komu fram á Innipúk- anum 2003, þá í Iðnó, en nafnið var þá skrifað á plaggöt með einu elli, Helvar, og sú prentvilla hefur fylgt hljómsveitinni síðan. Þau hafa nú lagt í það verkefni að halda svokallaða „opna vinnustofu“, en þau ætla að fylla sýningarrýmið SSV af græjum og semja þar splunkunýtt efni, eins og andinn ber þeim í brjóst á þessum nýja og fram- andi stað. Eina reglan sem þau ganga inn með er að ekkert má nota af hugmyndum sem nú þegar eru fæddar en ekki er búið að vinna úr. Verkið verður því innsetning um leið og um gerð hljómdisks verður að ræða, og ekkert er vitað um út- komuna, (sjálfan diskinn) fyrr en ferlinu, (sem er sýningin sjálf), lýk- ur. Sýningin hefur fengið heitið Hellvar – ekki Helvar. Hún verður opin allar helgar að deginum til, og 2 virk kvöld í viku, en síðasti dagur sýningarinnar er föstudagurinn 6. janúar þegar Hellvar heldur loka- partí og býður fólki að kaupa verkið á geisladiski. Myndlistarkonan Sunna Guðmundsdóttir ætlar að setja upp eigin verk á meðan á sýn- ingu stendur. Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík. Markáætlunin náði yfirlýstum markmiðum NÝLEGA lauk menntamálaráðu- neytið úttekt á markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál. Verkefni markáætlunarinnar voru styrkt af Rannsóknarráði Íslands árið 1999 og lauk flestum nú í ár. Markáætlunin hafði til ráðstöfunar 580 milljónir króna og voru sam- þykktir styrkir til 95 verkefna. Árangur og ávinningur verkefn- anna var skoðaður af þriggja manna nefnd sem mennta- málaráðherra skipaði síðastliðið vor. Markmið úttektarinnar beind- ist að viðfangsefnum og fram- kvæmd markáætlunarinnar. Helsta niðurstaðan er sú að markáætlunin náði yfirlýstum markmiðum um að efla þekkingargrunn. Hún stuðlaði að auknu samstarfi vísindamanna innanlands og aukinni þátttöku í al- þjóðlegu samstarfi. Nefndin telur markáætlanir eiga rétt á sér í rannsóknum á Íslandi. Henni þykir æskilegt að hafa bæði opna rannsóknarsjóði sem styrkja rannsóknir á öllum sviðum og markáætlanir með skýr pólitísk markmið. Nefndin setti fram fjórtán ábend- ingar til stjórnvalda sem lúta að út- hlutun, framkvæmd og eftirfylgni markáætlunar þar sem meðal ann- ars er lagt til að veita færri og stærri styrki og auka áherslu á al- þjóðlegt samstarf. Útskriftar- nemar sýna MYNDLISTARSÝNING útskrift- arnema myndlistardeildar Listahá- skóla Íslands verður opnuð í dag kl. 17.00 í Gallerí Gyllinhæð (nem- endagallerí LHÍ), Laugavegi 23. Þátttakendur í sýningunni eru: Ingibjörg Birgisdóttir, Arna Gunn- arsdóttir, Kjartan Sigtryggsson, Gunnar Helgi Guðjónsson, Júlía Embla Katrínardóttir, Soffía Jó- hannsdóttir, Berglind Jóna Hlyns- dóttir, Klara Þórhallsdóttir, Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jeann- ette Castioni og Bjarki Bragason. Þema sýningarinnar er jólin og vinna þátttakendurnir með hug- takið á mismunandi hátt. sýningin verður opin á eftirfarandi tímum í des, 18.: 14–18 21.: 14–18 22.: 14–18 23.: 14–22 29. og 30.: 14–18. Hvers vegna hlýnar hraðar norðarlega? FRAM kemur í skýrslu um fýsileika rannsóknarstofnunar í jarðkerf- isfræðum að margar rannsóknir bendi til þess að hlýnandi loftslag og bráðnun íss geti leitt til breytinga á hafstraumum, hækkandi yfirborðs heimshafana og dregið úr seltu sjávar. Skýrsluhöfundar segja nokkur at- riði verða til þess að það hlýni hraðar við norðurskaut en á suðlægari breiddargráðum:  Þegar heimskautasnjór og ís bráðnar koma dökk þurrlendi og haffletir í ljós. Þeir draga í sig meira af orku sólar, sem eykur hlýnun.  Hærra hlutfall aukaorku sem myndast við yfirborðið af völdum þétt- ingar gróðurhúsalofttegunda fer beint í að hita andrúmsloftið. Í hita- beltinu fer hærra hlutfall í uppgufun.  Það lag andrúmsloftsins sem þarf að hitna til að valda hlýnun yfirborðs- lofts er mun þynnra við norðurskaut en í hitabeltinu sem leiðir til meiri hlýnunar við norðurskaut.  Hafið losar meira af þeim sólarhita sem það dregur í sig á sumrin aftur út í andrúmsloftið á veturna eftir því sem hafís bráðnar, sem leiðir til hærri lofthita.  Þar sem hiti færist til norðurskauts með andrúmsloftinu og hafinu getur breyting á flæði hafstrauma aukið hlýnun við norðurskaut.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.