Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 83
FRÉTTIR
!" #!"
"$
!
%&' ())
"#$% &'() * +
#,% , - ** $ #..+
$
!"#$
T
!"
#$=
>
?% # !! &!!$
T! ' !(!U
%
' #
#
)*+,-+*./)V0 /
-+1$
)*+,-1-./)V0 2
+11$
( )* ! *+
/V3+V
+11$
/)V3+V /
111$
)4+,-+*.//V0 +
111$
/+,-+*./+V0 4
+11$
//V3-V 5
111$
/+V3-V )
111$
, - ! %*
'(&
T
4
6 ,!! !(!7!! !'$
.
Jólaskákmót
KB banka
ÁRLEGT jólaskákmót KB banka
fer fram í dag, laugardaginn 17.
desember, í aðalútibúi bankans,
Austurstræti 5, og hefst kl. 15. Með-
al þátttakenda eru stórmeist-
ararnir Helgi Ólafsson, Helgi Áss
Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og
Henrik Danielsen. Yngsti keppand-
inn er Hjörvar Steinn Grétarsson,
12 ára.
Jón Emil Magnússon, útibússtjóri
KB banka, setur skákmótið.
Ný stjórn
Íslensk-ameríska
félagsins
NÝ stjórn var kosin á aðalfundi Ís-
lensk-ameríska félagsins, en hana
skipa: Þórður S. Óskarsson formað-
ur, Jónatan Þórmundsson, Þórunn
Jónsdóttir, Árni G. Sigurðsson og
Magnús Bjarnason. Í varastjórn
voru kosnir: Sigurjón Ásbjörnsson
og Magnús Bergsson.
Undanfarin ár hefur megin-
starfsemi félagsins falist í umsjón
með og veitingu styrkja til náms-
manna, listamanna og kennara sem
fara til frekara náms í Bandaríkj-
unum. Þessir styrkir eru Thors
Thors-styrkir til námsmanna sem
hyggja á framhaldsnám, Haystack-
styrkur til listiðnanáms og styrkur
til kennara til að sækja sumarnám-
skeið við Luther College í Iowa.
Auk þessa hefur félagið haft milli-
göngu um starfsþjálfun íslenskra
ungmenna í Bandaríkjunum. Styrk-
ir félagins verða auglýstir í árs-
byrjun 2006, segir í fréttatilkynn-
ingu.
VR og SFR sam-
einast um vinnu-
markaðskönnun
TVÖ stéttarfélög, Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur og SFR –
stéttarfélag í almannaþjónustu,
munu í byrjun næsta árs standa
sameiginlega að könnun á ánægju,
starfsskilyrðum og líðan fólks á
vinnustað. Alls mun hún ná til um
30 þúsund starfsmanna hjá fyr-
irtækjum og stofnunum og verður
umfangsmesta könnun á íslenskum
vinnumarkaði sem farið hefur fram
að því er segir í frétt frá félögun-
um.
Með könnuninni er leitast við að
kortleggja aðbúnað og ánægju
fólks á vinnumarkaði. „Kannað er
viðhorf til átta lykilatriða, þ.e. trú-
verðugleika stjórnenda, launa-
kjara, vinnuskilyrða og sveigj-
anleika í vinnu, spurt er um
möguleika starfsmanna á sjálf-
stæðum ákvörðunum í starfi, starfs-
andann á vinnustaðnum, ímynd og
stolt starfsmanna af fyrirtæki sínu
eða stofnun sem og hversu sátt
starfsfólk er með álag í vinnunni og
þær kröfur sem gerðar eru til
þess,“ segir einnig í fréttinni.
VR hefur í áratug staðið fyrir
könnuninni „Fyrirtæki ársins“ sem
náði í fyrstunni eingöngu til fé-
lagsmanna en fyrirtæki hafa í
auknum mæli boðið öllum starfs-
mönnum aðild, óháð stéttarfélagi.
Senda á út spurningalista í lok jan-
úar og verða niðurstöður birtar í
maí. Veitt verður viðurkenningin
fyrirtæki ársins 2006 og stofnun
ársins 2006.
Hjólhýsi og
húsbílar í lest
LEST hjólhýsa og húsbíla sem færð
hafa verið í hátíðarbúning, skreytt
slaufum og ljósum, leggur af stað
frá Víkurverki, Tangarhöfða 1, og
heldur sem leið liggur niður í bæ í
dag, laugardaginn 17. desember.
Ekið verður eftir Miklubraut og af
Rauðarárstíg niður Laugaveg kl.
14. Lestin mun staldra þar við
stutta stund en síðan halda áfram
um höfuðborgarsvæðið.
Jólalög munu hljóma úr húsunum
og ekki er útilokað að jólasveinar
verði með í ferðinni og hver veit
hvað þeir sveinar hafa í pokahorn-
inu, segir í fréttatilkynningu.
Jólapakkamót
Hellis
STÆRSTA unglingaskákmót ársins,
jólapakkamót Taflfélagsins Hellis,
fer fram á morgun, sunnudaginn 18.
desember, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þátt taka um 150–200 krakkar á
grunnskólaaldri, bæði stelpur og
strákar, og allir sterkustu skák-
krakkar landsins. Borgarstjórinn í
Reykjavík, Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, setur mótið og leikur
fyrsta leik þess.
Skráning fer fram á heimasíðu
Hellis, www.hellir.com.
HUGUR hf., hugbúnaðarfyrirtæki, veitir árlega fjárstyrk
að upphæð 250.000 kr. til góðgerðar- eða líknarmálefnis í
stað þess að senda jólakort til viðskiptavina fyrirtækisins.
Í ár var ákveðið að styrkurinn skyldi renna til Gigtar-
félags Íslands. Styrkurinn er veittur til eflingar styrktar-
og minningarsjóði Þorbjargar Björnsdóttur, sem er í
vörslu Gigtarfélagsins, en tilgangur sjóðsins er að
styrkja ungt fólk með gigtarsjúkdóma til náms.
Undanfarin ár hafa árlegar styrkveitingar úr sjóðnum
numið u.þ.b. 200.000 krónum. Veitt hefur verið úr sjóðn-
um 13 sinnum frá árinu 1992. Stuðningur sjóðsins hefur
tengst námi í framhaldsskóla, ýmsum hefðbundnum há-
skólagreinum, tónlist og myndlist, hérlendis og erlendis,
segir í fréttatilkynningu.
Myndin var tekin þegar styrkurinn var afhentur í ár-
legu jólaboði Hugar hf. Á henni sést Páll Freysteinsson,
framkvæmdastjóri Hugar, afhenda Einari S. Ingólfssyni,
formanni Gigtarfélags Íslands, viðurkenningarskjal
vegna styrksins.
Hugur styrkir Gigtarfélagið
CARITAS á Íslandi, góðgerð-
arsamtök kaþólsku kirkjunnar,
efndu til styrktartónleika í þágu
fatlaðra barna í Kristskirkju við
Landakot sunnudaginn 20. nóv-
ember og voru það 12. styrkt-
artónleikar Caritas. Að þessu
sinni var ágóðinn ætlaður Grein-
ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Formaður Caitas á Íslandi, Sig-
ríður Ingvarsdóttir, afhenti Stef-
áni Hreiðarssyni, forstöðumanni
Greiningarstöðvar, 650.000 kr.
eða allan ágóða tónleikanna. Við
það tækifæri tilkynnti Stefán að
féð mundi renna í styrktarsjóð
Greiningarstöðvar sem stofnaður
var til minningar um Þorstein
Helga Ásgeirsson sem lést árið
1995, þá tæplega fimm ára gamall.
Markmið styrktarsjóðsins er að
styrkja fagfólk til framhalds-
menntunar og rannsóknarstarfa
og hefur starfsfólk Greining-
arstöðvar forgang að styrkveit-
ingum úr sjóðnum, segir í frétta-
tilkynningu.
Á myndinni eru Stefán Hreið-
arsson frá Greiningarstöð, Sigríð-
ur Ingvarsdóttir, Caritas, og Ás-
geir Þorsteinsson, formaður
styrktarsjóðs Greiningarstöðvar. Morgunblaðið/Ásdís
Caritas styrkir
Greiningarstöðina
Styðja
hugmyndir um
menntaskóla
EFTIRFARANDI ályktun hefur
borist frá Samfylkingarfélagi
Borgarfjarðar:
„Almennur fundur í Samfylking-
arfélagi Borgarfjarðar, haldinn í
Borgarnesi 7. desember sl., lýsir
yfir fullum stuðningi við fram-
komnar hugmyndir um stofnun
Menntaskóla Borgarfjarðar. Fund-
urinn skorar á menntamálaráð-
herra að veita skólanum nú þegar
starfsleyfi þannig að skólastarf
geti hafist haustið 2006. Fund-
urinn leggur jafnframt áherslu á
að jafnrétti til náms verði tryggt
óháð efnahagslegri getu og að
skólagjöld íþyngi ekki nemendum
umfram það sem er í ríkisreknum
skólum.“
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra hefur skipað starfshóp með
fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnu-
markaðarins til að undirbúa aðgerð-
aráætlunina „Einfaldara Ísland“.
Meginmarkmið áætlunarinnar, sem
kynnt var í stefnuræðu forsætisráð-
herra nú í haust, verður einföldun
laga og reglna, ekki síst til þess að
auka samkeppnishæfni íslensks at-
vinnulífs. Er starfshópnum ætlað að
gera tillögur um hvernig best sé að
standa að slíkri einföldun á meðan
ábyrgð á því að hrinda áætluninni
sjálfri í framkvæmd verður fyrst og
fremst verkefni einstakra ráðu-
neyta.
Formaður starfshópsins er Páll
Þórhallsson, lögfræðingur í forsæt-
isráðuneytinu. Aðrir í starfshópnum
eru Anna Guðrún Björnsdóttir,
sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, Baldur Pétursson, skrifstofu-
stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu, Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri Alþýðusambands
Íslands, Ingvi Már Pétursson, lög-
fræðingur í fjármálaráðuneytinu,
Katrín Pétursdóttir, framkvæmda-
stjóri Lýsis hf., Kristinn Hugason,
stjórnsýslufræðingur í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, og Sigríður A. Arnar-
dóttir, skrifstofustjóri í umhverfis-
ráðuneytinu.
Starfshópnum er ætlað að skila til-
lögum fyrir mitt ár 2006.
Starfshópurinn verður ólaunaður.
Nefnd skipuð til að skoða
einföldun laga og reglna