Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 87
Nýlistasafnið | Snorri Ásmundsson til 19.
desember.
Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir –
Gegga. Málverkasýning sem stendur til
áramóta.
Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist-
inn E. Hrafnsson – Stöðug óvissa. Jón Lax-
dal – Tilraun um mann. Út desem-
bermánuð. www.safn.is
Skaftfell | Rúna Þorkelsdóttir – Postcards
to Iceland.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð
| Jólasýning Lóu og Hulla er myndlistasýn-
ing með jólaþema. Hér eru tveir mynda-
söguhöfundar af krúttkynslóðinni að krota
á veggi.
Sundlaugin í Laugardal | Ólafur Elíasson
sýnir olíulandslagsmyndir til jóla. Árni
Björn Guðjónsson sýnir í anddyri sundlaug-
arinnar fram yfir jól.
Yggdrasil | Tolli til 25. jan.
Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til
áramóta.
Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni
Matur og menning í Þjóðmenningarhúsinu
eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson.
Hjörtur kallar sýninguna Myndir frá liðnu
sumri.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós-
myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós-
myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20.
febrúar.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga nema mánudaga í
vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn,
margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Vel-
komin. www.gljufrasteinn.is
Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja-
safnið – svona var það, Fyrirheitna landið –
fyrstu Vesturíslendingarnir; mormónar
sem fluttust til Utah, Bókasalur – bók-
minjasafn, Píputau, pjötlugangur og dig-
gadaríum – aldarminning Lárusar Ingólfs-
sonar, og fleira. Veitingastofa, safnbúð.
Þjóðmenningarhúsið | í tilefni þess að 50
ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni
til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn
sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenning-
arhússins. Sjá má sjálfan Nóbels-
verðlaunapeninginn, kjólinn sem Auður
Laxness klæddist við afhendingarathöfn-
ina, borðbúnað frá Nóbelssafninu í Svíþjóð
ofl.
Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af ár-
angri fornleifarannsókna sem njóta stuðn-
ings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í and-
dyri Þjóðmenningarhússins.
Rannsóknirnar fara fram á Skriðuklaustri,
Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti,
Gásum, Kirkjubæjarklaustri og Skálholti.
Auk þess eru kumlastæði um land allt
rannsökuð.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni
Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu
og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár-
legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar
og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka
og miðla þekkingu á menningararfi Íslend-
inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 11–17.
Bækur
Á næstu grösum | Sigríður Jónsdóttir les
úr ljóðabók sinni Einnar báru vatn á veit-
ingastaðnum Á næstu grösum, Laugavegi
20b, 17. des. kl. 18.30–19.30. Þetta er
fyrsta bók skáldkonunnar.
Debenhams | Í dag kl. 16 ætlar Elma Lísa
Gunnarsdóttir leikkona að lesa upp úr bók-
inni Draumaveröld kaupalkans.
Maður lifandi | Upplestur úr bókum. Versl-
anirnar eru opnar frá kl. 10. Í Hæðasmára á
milli kl. 13 og 14. Þar mun Árelía Eydís Guð-
mundsdóttir lesa upp úr bók sinni Móti
hækkandi sól. Í Borgartúni 24, á milli kl. 14
og 15 mun Birgitta Jónsdóttir Klasen
kynna bók sína frá því í fyrra Læknum með
höndunum nútíma þrýstimeðferð.
Þjóðmenningarhúsið | Einn af öðrum tín-
ast höfundarnir í Þjóðmenningarhúsið dag-
ana fyrir jól og skjóta áhlýðendum skelk í
bringu með hrollvekjandi upplestri úr nýj-
um verkum sínum: Í dag kl. 12.15; Hreinn
Vilhjálmsson les úr bók sinni Bæjarins
verstu. Rauðrófusúpa á veitingastofunni.
Allir velkomnir.
Dans
Broadway | Dansleikur með Á móti sól frá
miðnætti. 1000 kr. inn.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson sem
spilar.
Café Aroma | Drengirnir í hljómsveitinni
Menn ársins skemmta í kvöld. Aðgangur
ókeypis.
Gaukur á stöng | Hljómsveitin Bermuda
heldur ball.
Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og
hljómsveit kl. 23.
Sjallinn, Akureyri | Sálin hans Jóns míns
með tónleika í kvöld.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér-
sveitin leikur, frítt inn til miðnættis.
Uppákomur
Bókabúð Máls og menningar | Gerður
Kristný og Telma Ásdísardóttir kynna og
árita bókina Myndin af pabba, kl. 13.30,
Brynhildur and the BBQ́s, kl. 14.30, Mug-
ison kl. 15 og Hjálmar kl. 16.
Lækjartorg | Aygo og Toyota á Íslandi
halda hátíð kl. 22–24 á Lækjartorgi þar
sem hljómsveitirirnar Brain Police og Dikta
skemmta. Aygo hjólhýsið á staðnum og
heitt á könnunni og bakkelsi með.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Litlu
jólin hjá VG-R verða haldin í hátíðarsal
flokksins, Suðurgötu 3, kl. 14–16. Björk Vil-
helmsdóttir flytur jólahugvekju og rithöf-
undarnir Þráinn Bertelsson, Guðjón Frið-
riksson og Guðrún Eva Mínervudóttir lesa
úr verkum sínum. Hin árlega smáköku-
keppni verður haldin í annað sinn.
Fyrirlestrar og fundir
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist og samnefnd bók
eru afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu
Hrafnhildar Schram listfræðings. Sýningin
fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru
fæddar á síðari hluta 19. aldar. Leiðsögn
Hrafnhildar er um sýninguna í dag og á
morgun. kl. 15.
Fréttir og tilkynningar
Hafnarfjörður | Jólaþorpið verður opið kl.
12–18 í dag.
Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins
17. desember er 7744.
Skógræktarfélag Íslands | Helgina 17. og
18. des. verða skógræktarfélögin með sölu
á jólatrjám á eftirftöldum stöðum: Í Höfð-
askógi hjá Selinu, lau, kl. 10–18, sun. kl. 10–
16, í Hamrahlíð í Úlfarsfelli kl. 10–16, í Daní-
elslundi kl. 11–16, í Kjarnaskógi kl. 10–18, í
Eyjólfsstaðaskógi kl. 12–16, í Heiðmörk, lau.
kl. 11–15, í Haukafelli lau. kl. 11–16, í anddyri
Grunnskólans í Stykkishólmi kl. 11–16.
Skógræktarfélag Kópavogs | Jólatrjáa-
sala að Fossá í Hvalfirði. Síðasta söluhelgi
er 17. og 18. des kl. 11–15. Verð trjánna fer
eftir stærð. Nánari upplýsingar veita Sig-
ríður, sími 8998718, og Pétur, sími
8693276.
Börn
Þjóðminjasafn Íslands | Íslensku jólasvein-
arnir í Þjóðminjasafninu. Jólasveinarnir
koma alla daga 12.–24. desember kl. 11
virka daga (og á aðfangadag) en kl. 14 um
helgar.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 87
DAGBÓK
Einar Örn Einarsson heldur eins ogmargir aðrir eins konar dagbók ábloggsíðu sinni um það helsta semhann er að gera. Einar er spænsku-
mælandi og vann um sex mánaða skeið í Mexíkó-
borg. Áður hafði hann verið skiptinemi í Venes-
úela. Hann tjáir sig í stuttum pistlum um málefni
líðandi stundar en birtir einnig greinar og at-
hyglisverða tengla sem hann hefur rekist á. Ný-
lega efndi Einar til uppboðs á bloggsíðu sinni á
ýmsum eigum sínum, gömlum DVD-diskum,
tölvuleikjum, fótboltatreyjum og CD-diskum,
þurrkara og rauðvínsflöskum. Allur hagnaðurinn
rennur óskiptur til fátækra barna í Mið-
Ameríku.
„Ég hef mjög lengi verið að sanka að mér
DVD-diskum og ýmsu drasli sem maður hefur
keypt eins og óður maður,“ sagði Einar Örn.
„Þetta gaf manni ekki neitt. Maður horfði á
myndina einu sinni, síðan lá þetta bara einhvers
staðar niðri í skúffu. Ég hef ferðast mikið um
Mið- og Suður-Ameríku og hef séð alla fátæktina
og eymdina sem er þar á vissum stöðum. Núna í
haust var ég í Mið-Ameríku og ég ákvað að gera
eitthvað í málinu og nota netið.“
– Þú býður fólki að bjóða í hlutina sem þú gef-
ur. Leggja einhverjir fleiri hluti í þetta?
„Nei, ég hef verið einn um það. En það er al-
veg mögulegt að það breytist, áðan hafði strákur
samband við mig og vildi gefa tölvuspil. Sjálfur
hef ég boðið upp eldgömul Nintendo-spil, sumir
vilja kannski rifja upp æskuna! Þetta yrði svo
miklu meiri vinna ef ég væri með hluti frá öðr-
um, það er heilmikil vinna að halda utan um
þetta eins og það er. Ég á eftir að koma þessu
öllu frá mér og innheimta peninginn.“
– Nú er stundum ríkjandi tortryggni vegna
safnana. Hvernig tryggirðu að allt fari rétt
fram?
„Fólk getur séð hæstu tilboðin á síðunni
minni, það fer ekkert á milli mála hver ég er.
Þegar ég afhendi peningana mun ég tilkynna hve
mikið safnaðist og ég legg náttúrulega heiður
minn að veði. Þegar ég fór af stað vissi ég ekki
hvað þetta yrði mikið, mér datt ekki í hug að fólk
myndi kaupa gamlar Liverpool-treyjur af mér!
Það er til mikið af litlum hjálparsamtökum
sem vinna í smábæjum í t.d. Gvatemala í Mið-
Ameríku við ýmis verkefni, sum styðja fátæka
foreldra svo að börnin geti stundað skóla en
þurfi ekki að vinna allan daginn. Ef maður gefur
þessum minni samtökum eitthvað hefur maður
meiri tilfinningu fyrir því hvert peningarnir fara
en ef það eru stórar, alþjóðlegar stofnanir. En ég
ætla ekki að ákveða hvaða samtök fá þetta fyrr
en söfnun er lokið,“ sagði Einar Örn Einarsson.
Söfnun | Safnar fé með uppboði á bloggsíðunni handa fátækum börnum í Mið-Ameríku
Ákvað að gera eitthvað í málinu
Einar Örn Einarsson
er fæddur í Reykjavík
17. ágúst 1977 en alinn
upp í Garðabæ. Hann
útskrifaðist með
hagfræðigráðu frá
Northwestern-háskóla í
Evanstown í Illinois ár-
ið 2002 og býr nú í
Reykjavík. Einar vinnur
sem markaðsstjóri hjá
innflutningsfyrirtækinu
Danól en á auk þess
ásamt vini sínum veitingastaðinn Serrano í
Kringlunni. Einar heldur úti bloggsíðu, http://
www.eoe.is/, og safnar þar fé til stuðnings fá-
tækum börnum í Mið-Ameríku. Stendur söfn-
unin fram yfir helgi.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Kíktu við, skoðaðu dagskrána,
líttu í blöðin og láttu þér líða vel yfir
aðventuna t.d. í morgunkaffinu hjá
okkur alla virka daga. Nokkrir miðar
til á Vínarhljómleikana 6. jan. 2006.
Munið Þorláksmessuskötuna! Uppl.
588 9533
Félag eldri borgara, Reykjavík | Að-
stoð verður veitt við útfyllingu tekju-
áætlunar Tryggingastofnunar ríkisins
á skrifstofu Félags eldri borgara,
uppl. í síma 588 2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16
opin myndlistarsýning Sólveigar Eg-
gerz. Kl. 14.15 syngur Gerðuberg-
skórinn undir stjórn Kára Friðriks-
sonar í göngugötunni í Mjódd. Á
mánud. 19. des. er jólahlaðborð í há-
deginu og miðvikud. 21. des. er
skötuveisla í hádeginu. Fimmtud. 22.
des. kl. 14 er jólahelgistund í sam-
starfi við Fella- og Hólakirkju.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Kíktu inn, líttu í blöðin, fáðu þér
kaffisopa, skoðaðu dagskrána og
láttu þér líða vel á aðventunni í Betri
stofunni í hjá okkur. Jólatréð okkar
er verulega fallegt. Munið skötuna á
Þorláksmessu. Sími 568 3132.
Kirkjustarf
Íslenska Kristskirkjan | Íslenska
Kristskirkjan, Fossaleyni 14 verður
með „Friðarkvöld á aðventu“ kl. 20–
21. Þar verður ritningarlestur, íhug-
un, ljóðalestur, jólasaga og ljúf tónlist
við kertaljós. Kaffi og smákökur á
eftir.
EDDA útgáfa og veitingastað-
urinn Apótekið hafa staðið fyr-
ir bókabröns á laugardögum í
desember. Apótekið hefur boð-
ið upp á sérstakan jóladisk og
gestir hlýtt á nokkra af helstu
rithöfundum þjóðarinnar undir
borðum. Þetta hefur mælst af-
skaplega vel fyrir og gestir far-
ið saddir og sælir út í jólaösina
eftir notalega stund á Apótek-
inu, segir í kynningu.
Nú fer hver að verða síð-
astur að njóta kræsinga undir
skemmtilegum lestri því í dag
er síðasti bókabrönsinn. Að
þessu sinni les Þórarinn Eld-
járn úr ljóðabók sinni Hættir
og mörk og Marta María Jón-
asdóttir og Þóra Sigurðardóttir
úr skáldsögunni Djöflatertan.
Dagskráin hefst klukkan 14.00.
Síðasti bóka-
brönsinn
70 ára afmæli. Í dag, 17. desem-ber, er sjötug Ásta Sigríður
Gísladóttir ljósmóðir, Brunnum 25,
Patreksfirði.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Fréttasíminn
904 1100
Meindl
Colorado GTX
Jólatilboð
kr. 14.990.-
verð áður kr. 17.990.-