Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 90
90 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Í HÁSKÓLABÍÓI í dag verða út-
skrifaðir nemar af fjórðu önn Kvik-
myndaskóla Íslands.
Sýnt verður sameiginlegt loka-
verkefni nemenda, Kraftaverkamað-
urinn, sem er 13 mínútna stuttmynd
sem byggð er á smásögu eftir Daniil
Kharms. Aðalpersóna myndarinnar,
sem Magnús Jónsson leikur, er mis-
lukkaður rithöfundur sem dag einn
situr uppi með lík heima hjá sér.
Önnur hlutverk í myndinni eru leikin
af Kristbjörgu Kjeld, Guðrúnu
Gísladóttur og Elmu Lísu Gunn-
arsdóttur.
Leikstjóri er Valdimar Ármann og
framleiðendur eru Díana C. Karls-
dóttir og Lilja Jónsdóttir. Aðstoð-
arleikstjóri er Helga Völundardóttir.
Kvikmyndataka, ljós og grip var í
höndum Guðmundar Heimsberg, Jó-
hönnu Söru Kristjánsdóttur, Jóns
Ragnars Daðasonar og Ævars Páls
Sigurðssonar. Atli Már Erlendsson
sá um hljóðvinnslu. Um leikmynd og
búninga sáu svo Þorsteinn Gunnar
Bjarnason, Eiríkur Kr. Júlíusson og
Jóhanna Sara Kristjánsdóttir en
Ævar Páll Sigurðsson klippti mynd-
ina.
Þá verða sýnd tíu einstaklings-
verkefni nemenda sem eru átta mín-
útna kvikmyndaverk þar sem nem-
andi sér sjálfur um alla þætti
vinnslunnar. Flest verkefnin eru
leiknar stuttmyndir og koma þar
fram margir af þekktustu leikurum
þjóðarinnar.
Athöfnin fer sem fyrr segir fram í
Háskólabíói í dag milli klukkan 13 og
16 og eru allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Kvikmyndagerðarfólk framtíðar
Á dögunum var þess minnstvíða um heim að 25 ár eruliðin síðan Mark Chapman
vék sér að John Lennon og skaut
hann til bana fyrir framan Dakota-
bygginguna í New York. Tímamót-
anna var minnst með ýmsum hætti
víða um heim
Meðal þeirra sem minntust þessa
örlagaríka dags var Neil nokkur
Harrison sem sinnir því heldur
sérstæða starfi að herma eftir Len-
non sjálfum.
Það var fyrst snemma árs 1980,
nokkrum mánuðum áður en Len-
non var myrtur, sem Harrison fór
fyrst að reyna fyrir sér í hlutverki
Lennons. Hann fer meðal annars
fyrir sveitinni Bootleg Beatles þar
sem hann hefur fengið í lið með sér
þrjá menn sem svipar óneitanlega
til þeirra Paul, George og Ringo.
Saman troða þeir félagar upp og
hafa gert í áratugi.
Þó Harrison noti sér ekki útlitið
til að villa á sér heimildir, enda
kannski erfitt þar sem fyrirmyndin
er komin undir græna torfu, segir
hann það þónokkuð oft hafa komið
fyrir að fólk hafi ruglast á hljóm-
sveitinni og Bítlunum sjálfum.
Héldu þeir einu sinni tónleika í
Rússlandi þar sem hann fullyrti að
fjöldi manns hefði keypt sig inn á
tónleika með Bítlunum, frægustu
hljómsveit allra tíma. Einnig
greindi hann frá því að þeim fjór-
menningum hefði eitt sinn verið
boðið til veglegrar veislu við komu
á einhvern flugvöllinn þar sem
kampavínið flæddi og hvergi var
til sparað. Var það þá eftirnafn
Harrisons sem var orsök misskiln-
ingsins, en eins og flestum er
kunnugt er það hið sama og
George bar meðan hann lifði. Mót-
tökur veisluhaldara breyttust að
sögn skyndilega þegar upp komst
að þarna væru á ferð eftirlíkingar
af Bítlunum.
Harrison sagði að eftirsókn eftir
þeim fjórmenningum til að troða
upp hefði aukist til muna eftir
morðið á Lennon þegar útséð var
um að hinir upprunalegu Bítlar
kæmu saman aftur.
„Ég hef verið John Lennon leng-
ur en Lennon sjálfur,“ segir
Harrison meira að segja en á þá
væntanlega við dvalartíma Lenn-
ons í sviðsljósinu.
Eftir að hafa lesið viðtal viðNeil Harrison fór ég að velta
fyrir mér þeirri staðreynd að um-
talsverður slatti fólks vinnur fyrir
salti í grautinn með því að vera í
hlutverki þekktra persóna. Hér á
ég ekki við starf leikarans eða eft-
irhermunnar heldur fólk sem lifir
og hrærist sem George W. Bush,
Marilyn Monroe, Elvis Presley eða
Elísabet Bretadrottning. Það er
nefnilega staðreynd að fjöldi fólks
hefur lifibrauð af því að líkjast
þekktum einstaklingum og koma
fram við hin ýmsu tækifæri.
Það er auðvelt að sjá fyririr sér
Elvisa í stórum stíl, uppáklædda
karlmenn og stundum konur, í
glansgalla að hætti Vegas-tíma
kóngsins. Enda eru það ófáir ein-
staklingar sem koma fram sem
Elvis enn þann dag í dag.
Þau Peter Hugo og JeanetteCharles hafa það að atvinnu
að herma eftir mæðginunum Karli
Bretaprins og Elísabetu drottn-
ingu. Hafa þau bæði komið fram í
fjölda kvikmynda og sjónvarps-
þátta sem fyrirmyndirnar. Hugo
greindi fyrir nokkrum árum í við-
talið við Morgunblaðið frá starfi
sínu sem Karl prins, en því hefur
hann gegnt frá árinu 1981.
„Ég varð þreyttur á því að allir
væru að tala um hversu líkir við
værum án þess að ég hefði nokkuð
uppúr því,“ sagði Hugo og kvaðst
hlakka mikið til að fyrirmyndin
yrði konungur, þá myndi hagur
hans væntanlega vænkast talsvert.
Starf eftirhermunnar er þó óum-
flýjanlega háð fyrirmyndinni og
hvað er að gerast í hennar lífi.
Hugo sagði meðal annars að tals-
vert hefði hægst um hjá sér eftir
dauða Díönu prinsessu. Hann hafi
verið atvinnulaus í fjóra mánuði og
orðið af 2 milljónum króna vegna
afbókana.
„Fráfall Díönu kom þó verr nið-
ur á þeim 15 Díönum sem ég hef
leikið á móti í gegnum tíðina,“
sagði hann en bætti við að hann
hefði eingöngu unnið með tveimur
Camillum um ævina.
„Það er líka varla hægt að
ímynda sér meiri móðgun en að
labba upp að konu og segja henni
að hún sé lifandi eftirmynd
Camillu!“ fullyrti Hugo jafnframt.
Árlega er haldin eftirherm-ukeppni í Flórída í Bandaríkj-
unum þar sem skeggjaðir karl-
menn keppa innbyrðis um hver
líkist mest Ernest Hemingway.
Hefur þessi keppni verið haldin ár
hvert á afmælisdegi skáldsins, 21.
júlí.
Úrslitin í umræddri keppni
koma þó trúlega ekki eins mikið á
óvart og þegar Charlie Chaplin
sjálfur tók þátt í keppni um hver
líktist honum mest en komst ekki í
úrslit!
Við leit á vefnum kemur í ljós aðí Bandaríkjunum er að finna
fjöldann allan af umboðs-
skrifstofum þar sem hægt er að
panta eftirhermur ýmissa stjarna
við öll möguleg og ómöguleg tæki-
færi.
Það er þó ekki einungis til gam-ans sem fólk hefur af því at-
vinnu að líkjast öðrum. Til er starf
sem á ensku nefnist „political
decoy“, og myndi útleggjast póli-
tísk tálbeita. Viðkomandi er not-
aður sem staðgengill fyrir þekktan
framamann í stjórnmálum í
áhættusömum aðstæðum. Adolf
Hitler hafði að sögn sex stað-
gengla fyrir sig sem hann nýtti sér
í hinum ýmsu aðstæðum. Einn
þeirra, Gustav Weler, var myrtur í
misgripum fyrir Hitler. Það er því
hreint ekki alltaf tekið út með
sældinni að líkjast þekktum ein-
staklingum.
Fyrirmyndirnar sjálfar getalíka lent í vandræðum vegna
eftirhermanna enda ekki allir sem
nýta sér líkindi með stjörnunum til
góðs. Þannig þurfti leikarinn Rob-
in Williams á sínum tíma að höfða
mál gegn Michael nokkrum Clayt-
on sem hafði villt á sér heimildir
og haft uppúr því dágóðan skild-
ing.
Svo geta stjörnurnar líka gert
eftirhermunum óleik. Paul Mansl-
ey kvartaði sáran yfir því á sínum
tíma að fyrirmynd hans, David
Beckham, skyldi fá alla athyglina
fyrir að flétta einhverju sinni hár
sitt. Mansley fullyrti að hann hefði
verið með þá hárgreiðslu á und-
an …
Manni finnst það heldur sér-kennilegt ævistarf að vera
þekktur fyrir að líkjast ein-
hverjum frægum og hafa af því all-
ar sínar tekjur. Hvernig ætli Peter
Hugo fylli út eyðublöð? Nafn: Pet-
er Hugo. Atvinna: Karl Bretaprins.
Frægð og frami stjarnanna sem
hermt er eftir hlýtur þó að vera
þungamiðja þess sem hermir eftir.
Það er trúlega til lítils að líkjast
föllnum stjörnum. Ekki get ég
ímyndað mér að eftirspurn eftir
Michael Jackson klónum hafi verið
mikið á þessum síðustu og verstu
tímum í lífi Jacksons.
Það telst því trúlega nokkuð
öruggt að vera líkur einhverjum
konungbornum, kóngafólk fæðist
inn í sviðsljósið og neyðist til að
eyða þar ævinni hvort sem því lík-
ar betur eða verr. Elísabet Bret-
landsdrottning verður alltaf þekkt
um heim allan en frægðarsól Tom
Cruise gæti hinsvegar hnigið til
viðar. Meira er að gera hjá Brent
Mendenhal þessi misseri en hann
bregður sér í gervi George W.
Bush með góðum árangri. Hann er
þó líklega ekki á gullinni grein það
sem eftir er þar sem Bush verður
ekki forseti nema þrjú ár í viðbót.
Frægðin er því fallvölt, ekki
bara fyrir stjörnurnar sjálfar held-
ur einnig þau sem fara með hlut-
verk þeirra við óhefðbundnari að-
stæður.
Atvinna: Karl Bretaprins
Hér má sjá Brent Mendenhal og fyrirmyndina George W. Bush.
Hljómsveitinni Bootleg Beatles
svipar óneitanlega til fyrirmynd-
arinnar.
Reuters
’Það er líka varla hægtað ímynda sér meiri
móðgun en að labba upp
að konu og segja henni
að hún sé lifandi eft-
irmynd Camillu!‘
AF LISTUM
Birta Björnsdóttir
Jeanetta Charles hefur haft það að atvinnu undanfarna áratugi að líkjast
Elísabetu Bretlandsdrottningu.
birta@mbl.is