Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 61

Fréttablaðið - 20.12.2003, Page 61
Nonni „Ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar, gerði það síðasta mánudag. Ég er í þannig vinnu að það verður brjálað að gera og ég varð að klára þetta áður en jólatörnin byrjar.“ Ertu búinn að kaupa jólagjafirnar? 61LAUGARDAGUR 20. desember 2003 Rauði krossinn: Úthlutar notuðum fötum fyrir jólin Deildir Rauða kross Íslands umallt land hafa varið um níu milljónum króna til aðstoðar ein- staklingum í mikilli þörf nú fyrir jólin. Alls hafa um 20 milljónir farið í slíka aðstoð á þessu ári. Til viðbótar er notuðum fatnaði úthlutað til hundruða manna. Rauði krossinn hefur að undan- förnu lagt aukna áherslu á fata- flokkun og nýtingu fatnaðar, sem er vandaður og heill, til aðstoðar þeim sem á þurfa að halda. Suðurnesjadeild er með fata- úthlutun á föstudögum milli klukkan 13 og 16.30. Deildin fékk 250.000 króna styrk frá Verslun- armannafélagi Suðurnesja og veitir aðstoð í formi matarmiða. Yfirleitt njóta um 200 einstakling- ar aðstoðar Rauða krossins á Suð- urnesjum fyrir jólin. ■ Jólalegt í Grímsey: Eyjarskeggjar iðnir við að hittast Ljósaskreytingar njóta sínóvíða betur en í Grímsey, þar sem dagurinn er hvað stystur á okkar landi um þennan tíma árs. Þar er auð jörð og hefur varla fest snjó í allan vetur að sögn Áslaug- ar Helgu Alfreðsdóttur, húsfreyju þar á staðnum. Hún kveðst heldur kjósa snjó á þessum árstíma en bóndi hennar, Garðar Ólason, sé henni ekki sammála. Gæftir hafa verið þokkalegar í desember en nú eru allir bátar komnir í land og sjómenn í jólafrí en unnið verður í saltfiskinum út þessa viku. Í versluninni Grímskjör er orðið jólalegt og þar geta eyjarskeggjar fengið alls kyns varning. All- nokkrir fara upp á land yfir hátíð- arnar en aðrir halda notaleg jól í eyjunni og fá jafnvel til sín aðra úr fjölskyldunni. Kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn Grímur sam- einuðu krafta sína og efndu til glæsilegs jólahlaðborðs í sam- komuhúsinu Múla nýlega. Að sögn Áslaugar Helgu eru Grímseying- ar duglegir að hittast. „Hér hafa verið haldin spilakvöld, handa- vinnukvöld og bingó, fyrir utan veislur af öllum mögulegum til- efnum,“ segir hún. Að sjálfsögðu verður jólamessa og jólaball í Grímsey og meira að segja ára- mótadansleikur. ■ KIRKJAN Í GRÍMSEY Sr. Magnús Gunnarsson, prestur á Dalvík, sér um helgihaldið. FÖT FYRIR SKJÓLSTÆÐINGA Í fataflokkunarstöð Rauða krossins að Akralind í Kópavogi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.