Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2004, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 17.04.2004, Qupperneq 27
Á alheimsþingi matreiðslumanna í Dublin á Írlandi komu saman á fjórða hundrað matreiðslumenn frá um 75 löndum. Á þinginu var skipst á skoðunum og hagsmuna- mál greinarinnar rædd, meðal annars voru ýmiss konar sýnikennsla á sviði og var þar bryddað upp á nýjungum í matar- gerð. Á þinginu voru kjörnir fulltrú- ar í alheimsstjórnina, eftir heims- álfum. Gissur Guðmundsson, for- seti Klúbbs matreiðslumeistara og forseti Norðurlandasamtaka mat- reiðslumeistara, var einn þeirra sem kjörnir voru í alheimsstjórn- ina. „Seta Gissurs í alheimsstjórn- inni getur haft mikla þýðingu fyr- ir faggreinina og einnig kynningu landsins út á við,“ segir á heima- síðu Klúbbs matreiðslumeistara. ■ Laugardagur 17. apríl 2004 5 Opið hús Garðyrkjuskólans: Markaðstorg með garðyrkju- afurðir Sterk hefð hefur skapast fyrir því að hafa opið hús í Garðyrkjuskól- anum á Reykjum á sumardaginn fyrsta. Í ár eru það starfsmenn skólans sem standa fyrir þessum degi. Almenningi er boðið að heimsækja skólann milli klukkan 10 og 18. Meðal annars mun sérfræðingar skólans svara spurningum almennings um ræktun- armál, starfrækt verður markaðstorg með garðyrkjuafurðir og fyrirtæki í græna geiran- um kynna starfsemi sína. Hátíðardagskrá hefst í garðskálanum klukkan 14. Þar mun Guðni Ágústsson af- henda Garðyrkjuverðlaunin 2004 og forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, um- hverfisverðlaun Hveragerðisbæjar. ■ Gnótt matar er ávallt betri kostur en of lítið, einkum þegar kemur að nesti. Fólk verður brjálæðislega hungrað eftir útivist og í ferðalögum, og einhvern veginn virðist góð máltíð alltaf klárast strax, jafnvel þótt maturinn virðist yfirdrifinn í byrjun. Auk þess, ef nestið er gott í eftirmiðdag eða að kvöldi, verður það alveg jafn gott í morgun- mat eða hádegishressingu. Útbúðu því ríku- legt nesti; kjarngott, hollt og ljúffengt undir tönn. „Sigurður Demetz er ekki bara góður söng- kennari. Hann er líka matgæðingur og kenndi mér til dæmis að elda frábæran ítalskan rétt sem er ekta piparsveinamáltíð. Ég bý hann stundum til þótt ég sé enginn piparsveinn lengur,“ segir Sigurður Bernhöft, söngvari og bjór- og víninnflytjandi. Sigurður var í Piacenza á Ítalíu um tíma að læra söng. Borgin sú er á svæði sem heitir Emilia-Romagna og er á milli Mílanó og Parma. Þar er mikil matarmenning að sögn Sigurðar, eins og reyndar alls staðar á Ítalíu. „Hvert hérað hefur sína sérstöðu í matar- hefðum og auðvitað heldur hver með sínu svæði. Fyrir aðkomumann er samt erfitt að gera upp á milli því allt er svo gott sem Ítalir bera á borð. Í Parma er kúastofninn sérstakur og þar þykir mjólkin best. Enda er parmesan- osturinn ættaður þaðan og Parmaskinkan líka. Hún er af svínum sem hafa verið alin á mjólk- inni. Ítalir hafa í gegn- um tíðina lært að finna út hvað best hentar í hverju héraði. Það fer eftir gæðum landsins á hverjum stað. Á Suður- Ítalíu er mjög heitt og því hafa verið erfið- leikar á geymslu mjólkur þar, enda er þar mun minni mjólkurframleiðsla og þróun mjólkurafurða en norður frá.“ Sigurður verður dreyminn á svip þegar hann hugsar um Ítalíu og matinn og vínin sem þar er boðið upp á. „Ítalir gera allt af svo mikilli tilfinningu,“ segir hann og heldur áfram. „Það er eitt sem ég lærði þar, það er að blanda ekki hafinu og fjallinu saman. Þeir vilja hafa þetta alveg aðskilið og njóta hvers hráefnis eins og það er. Þeir borða til dæmis ekki kartöflur með mat eins og við heldur gera sérstaka kartöflurétti. Í lokin var Sigurður beðinn að snara fram þessum auðvelda piparsveinarétti sem hann minntist á í upphafi og því tók hann vel. Upp- skriftin er svona Piparsveinaspaghettí Hálfur til einn hvítlaukur 1 1/2 dl Virgin ólífuolía Spaghettí, soðið passlega (farið eftir leiðbeiningum á pakkanum) Olían er snarphituð í potti. Hvítlauknum skellt út í og hann steiktur en þó ekki brúnaður. Olían á að fljóta yfir laukinn að mestu. Henni er síðan hellt yfir spaghettíið á diskinum og parmesanosti stráð yfir. Hann gegnir lykil- hlutverki. Þessum ágæta rétti er svo skolað niður með týpísku Toscana víni. Matreiðslumenn þinga: Gissur í alheimsstjórnina Martini Asti er frísklegt freyðivín með múskatkeimi ásamt léttu og seyðandi ávaxtabragði. Er í sætari kantinum með gott jafnvægi milli sykurs og sýru. Afar ilmríkt vín vegna þess að í framleiðsluferlinu nær fram- leiðandinn að koma náttúrulegum marg- breytileika þrúgunnar í vínið. Martini Asti freyðivín var fyrst sett á markað árið 1863. Asti varð fljótt vinsælt utan Ítalíu, þótti exó- tískt og frábrugðið öðrum freyðivínum. Mart- ini Asti er framleitt á Asti svæðinu úr mosca- to bianco þrúgunni og berin eru sérvalin. Martini Asti hefur lengi verið eitt mest selda freyðivín á Íslandi enda frábært sem for- drykkur og gómsætt með ávaxtadesertum, kökum og súkkulaðieftirréttum. Verð í Vínbúðum 790 kr. Martini Asti: Sætur Ítali Ítalskir dagar Gissur Guðmundsson Í alheimsstjórn Samtaka matreiðslumanna. Mmmmmm Ilmurinn indæll og bragðið eftir því. Ítalskar hefðir í matargerð: Blanda ekki hafi og fjalli Sigurður Bernhöft Leggur tilfinningu í matargerðina eins og ekta Ítali. Parmesanosturinn Gegnir lykilhlutverki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.