Tíminn - 21.12.1972, Side 58

Tíminn - 21.12.1972, Side 58
58 TÍMINN JOLABLAÐ 1972 Kynningadeild Deildarstjóri: SIGURÐUR AAAGNÚSSON-Starfsmannafjöldi: 3 Sigurftur Magnússon — Kynningadeild. plötum, o.þ.h. Héðan höfum við flutt ýmsan varning, t.d. ullar- vöru, gærur og matvöru. Mjög stór hluti þess, sem við flytjum frá meginlandi Evrópu til New York eru franskir ostar. bá flytj- um við einnig mikið á þessari leið af vefnaðarvöru alls konar vara- hlutum og fatnaðarvöru t.d. mikið af tölum frá Hollandi. Frá Bandarikjunum flytjum við mikið af vélahlutum og rafmagnstækj- um og einnig mjög mikið af lyfjum. Þetta eru helztu vöru- flokkarnir, sem fluttir eru með flugi i dag, þ.e. varahlutir, véla- hlutir, ýmiss konar rafmagns- vörur tilbúinn fatnaður og fata- efni. Sumt af þessum varningi, eins og fatnaður, er að mestu kominn út i flugið, vegna þess að hann er þess eðlis, að hann þolir enga bið. Þetta er tizkuvarn- ingur, sem þarf að komast á markaðinn án tafar, elleg- ar er hann litils virði. Það verður einnig æ algengara, að jafnvel fyrirtæki á heimsmæli- kvarða skipuleggi vörudreifingu sina eingöngu með hliðsjón af flugi. Er þaö m.a. gert til að ein- falda dreifingakerfið. Nefna má, að bandariska stórfyrirtækið Fannywell, sem framleiðir hita- stilla o.fl., lagði f; 'r fjórum árum niður allmargar vöru- skemmur sinar, er þeir sneru sér alveg að fluginu, þeir breyttu sem sagt dreifingakerfi sinu alger- lega, sitja ekki lengur uppi með stóran lager, heldur framleiða beint upp i pantanir. ,,The Total Cost Concept" — Varðandi kostnaðinn við flutninga með flugvélum annars vegar og með skipum hins vegar vil ég ennfremur segja þetta, það er til aðferð i sambandi við það að selja flugfragt, sem á ensku nel'n- ist „The Total Cost Consept” eða þegar lilifr er á máliö i heild. heildardreifingarkostnaöinn. t honum felst vörugeymslukostn- aður, vextir meðan verið er að flytja vöruna, binding fjármagns i vörunni, meðan á flutningi stendur, pökkunarkostnaður, sem i mörgum tilfellum er miklu lægri með flugvélum en skipum, vátryggingakostnaður er einnig lægri, skemmdir og þjófnaður minni með flugvélum o.s.frv. Ef einnig er tekið inn i myndina, hve timamunurinn er mikill á þessum tvenns konar flutningum, frá nokkrum dögum upp i allt að 2 mánuði, þá sést hvilikt hagræði er að flugfragt. Svo eitt dæmi sé nefnt þessu til skýringar, þá getum við litið á vél, sem send er með flugvél frá framleiðanda til kaupanda, hún getur eftir nokkra daga eða jafnvel klukkutima verið komin i notkun. Það er hraði, sem gildir i allri þjónustu i dag, og þvi einnig vöru- flutningum. Má vænta þess, að flugfragt færist mjög i vöxt i framtiðinni, og munu Loftleiðir reyna að hasla sér völl á þvi sviði. t dag er hagnaður sumra flugfé- laga, t.d. hins hollenzka KLM, af vöruflutningum allt aö 25% af heildarveltu þeirra. Sem stendur er þetta hlutfall miklu lægra hjá Loftleiðum, en það mun hækka verulega i framtiðinni. — Hlutverk Kynningadeildar er, eins og nafnið ber með sér, að veita almennar upplýsingar um Loftleiðir. Það er einnig i verka- hring hennar að kynna inn á við, hvað félagið er að gera, þ.e. veita starfsmönnum félagsins upplýs- ingarum starfsemi þess. Má þvi i rauninni segja, að hlutverk deildarinnar sé tviþætt, annars vegar að reyna að efla gott sam- starf innbyrðis okkar i milli starfsmannanna, bæði heima og erlendis, og hins vegar að veita þær upplýsingar út á við um fé- lagið, sem við teljum nauðsynlegt að koma á framfæri eða ef eftir er leitað. Þær upplýsingar, sem veittar eru um Loftleiðir, eru venjulega mjög samofnar almennri kynn- ingarstarfsemi um lsland. Menn hafa lakmarkaðan áhuga á þvi að skrifa um félagið eitt saman , þótt saga þess sé mjög sérstæð og for- vilnileg. Af þeim sökum leggjum við mikið kapp á að kynna tsland, til þess um leið að geta vakið at- hygli á starfsemi félagsins. Þess vegna er það, að mikill hluti þess fjár, sem Loftleiðir verja til al- mennrar kynningarstarfsemi, bæði beinna auglýsinga og annars þess, er felagið lætur i lé, rennur og einnig til almennrar, islenzk- rar landkynningar. Þessu til sönnunar get ég nefnt fjölda dæma, en ef til vill er nær- tækast að benda á tvö eintök af nýrri kvikmynd, sem liggja hér á borðinu. Gerð þessarar myndar er nýlokiö, og mætti fremur kalla hana endurgerð en frumsmið, þvi að hér er um að ræða kvikmynd, sem er að hluta úr mynd, sem áður var gerð á kostnað Loftleiða um ísland, en er að öðru leyti ný. Var hún gerð af Bandarikja- manninum Villiam Keith en hljómlist samin af Magnúsi Bl. Jóhannssyni. Þetta er 28 minútna litkvik- mynd og fylgir henni texti á aII- mörgum tungumálum. Er búið að gera 80 eintök af henni og fara flest þeirra til dreifingar i Banda- rikjunum, en einnig verða send eintök til Evrópu og viðar. — Við dreifum einnig kynning- arritum um ísland, sem við kaup- um eða gefum út, og reynum þannig að vekja athygli á Islandi bæði til þess aö kynna það sem ferðamannaland, og um leið i þvi skyni að vekja athygli á starfsemi I^oftleiða. Ég held, að vart verði frá þessu skýrt án þess að minnast á það, að árið 1963 hófu Loftleiðir svo- kölluð viðdvalarboðhér á tslandi. Var byrjað með sólarhringsdvöl, en hún var siðan lengd upp i tvo og loks þrjá sólarhringa. Reynslan hefur orðið sú á undan- förnum árum, að þeir, sem hafa þegið þessi viðdvalarboð hafa verið fjórðungur þeirra erlendu gesta, er sótt hafa tsland heim. Þetta hefur orðið mjög vinsælt og við teljum, að með þessu sé unnin mikil kynningastarfsemi. Margt af þvi fólki, sem átt hefur hér viðdvöl á leið austur eða vestur yfir hafið, hefur komið hingað aftur siðar og dvalið þá lengur. Hvers viröi eru uppiýsingar um ísland i erlendum blöð- um og timaritum — Við bjóðum hingað oft er- lendum fréttamönnum og aðstoð- um þá blaðamenn, er hingað koma. Nokkuð er breytilegt frá ári til árs, hve margir blaðamenn eru hér á yegum Loftleiða, að ein- hverju eða öllu ieyti. Það sem af er þessu ári höfum við t.d. boðið hingað tveim hópum blaða- manna, öðrum frá Ameriku og hinum frá Frakklandi. En auk þess eru hér einstakir blaðamenn um lengri eða skemmri tima, oft einhver næstum daglega. Við at- hugun nýlega sáum við, að þessir menn hafa verið alls um 120, þar sem af er þessu ári, og eru þá ekki taldir með þeir blaðamenn, er voru hér i sumar vegna Skák- mótsins, en að sjálfsögöu skrifuðu þeir ekki aðeins um mótið, heldur einnig um tsland almennt. Vil ég nota tækifærið og þakka Skák- sambandi tslands fyrir mótið, sem hefur áreiðanlega orðið til meiri islenzkrar landkynningar, en við höfum áður fengið. — Hvers virði það er að fá þannig upplýsingar um tsland birtar i erlendum blöðum og timaritum, er oft ekki auðvelt að meta. En ef til vill skilur maður gildi þessa betur við samanburð á auglýsingaverði i erlendum blöð- um annars vegar, og það rými, er þau hafa varið til Islandskynn- ingar. I þessu sambandi má geta þess, að svart-hvit heilsiðuauglýsing i Ncw York Timeskostar 776.000.00 isl. kr. t bandariska vikuritinu LIFE kostar svart-hvit heilsiðu- auglýsing 3,2 milj., en 4,7 milj, ef hún er i litum. Þar að auki eru forsiður timarita og blaða yfir- leitt ekki til sölu. Þannig er það, að grein, er birt- ist um tsland i viökunnu timariti, er landinu mjög mikils virði i kynningarskyni. — Það fer allmikill timi hjá okkur i það að hafa samb. við farþega, sem skrifa okkur bréf, annað hvort til að þakka góða fyrirgreiðslu, eða þá til að kvarta undan þvi, er þeim þykir miður fara. Ef rannsókn leiðir i ljós, að um misfellur hafi verið að ræða, þá eru tafarlaust gerðar ráðstaf- anir til úrbóta, og þannig reynt að strjúka hnökrana af þræðinum. Við reynum að kanna það með ýmsu móti, hvaða hug farþegar bera til félagsins. T.d. dreifum við með vissu millibili spurninga- listum til farþega og gerum svo yfirlit um þau svör, sem þeir góð- fúslega gefa okkur. Reynum við þannig að gera okkur grein fyrir þvi, sem færa mætti til betri veg- ar, hvað fyrirgreiðslu félagsins snertir. Sambandiö innbyrðis við starfsfólk félagsins, heima og er- lendis, reynum við að efla, eins og ég hef áður sagt, m.a. með þvi að gefa mánaðarlega út fréttabréf á islenzku, ætlað islenzku starfs- fólki félagsins, og annan hvern mánuð fréttabréf á ensku (NEWSLETTER), ætlað öllu starfsfólki, utanlands og innan. — Þetta held ég, að sé það helzta, er segja má i stuttu máli um starfsemi þessarar deildar. Við vinnum hér þrjú að þessum málum. Beinar auglýsingar eru ekki lengur i okkar verkahring, en þær voru settar i umsjá sölu- deildanna fyrir tveim, þrem ár- um. Aftur á móti er það hin ó- beina kynningastarfsemi, sem við erum ábyrg fyrir. Rætt viö Helgu Ingólfsdótt- ur i Kynningadeild — Fyrsta raunhæfa viöleitnin — Eftir að hafa hlustað á Sigurð Magnússon skýra hér frá verkefnum þessarar deildar, al- mennt séð, tel ég vart þörf á þvi að hafa þar um fleiri orð, enda var þar skýrt og skilmerkilega greint frá. Mig langar þó að drepa á örfá atriði, er kunna að þykja nokkuð fróðleg og skemmtileg. í sambandi við viðdvalaráætlun okkar, er hófst árið 1963, hefur Lúðvik Hjálmtýsson formaður Ferðamálaráðs Islands sagt, að hún hafi verið fyrsta raunhæfa viðleitnin á Islandi i þá átt að lengja ferðamannatimabilið og láta það standa allan ársins hring. Svo vikið sé nánar að þess- ari áætlun, þá er farið á hverjum einasta degi allt árið i þrjár ferðir frá Hótel Loftleiðum með svo til eingöngu viðdvalargesti félags- ins. Ein hefst klukkan tiu a morgnana og felur i sér 2 1/2 tima kynnisferð um borgina. önnur kynnisferð hefst klukkan tvö eftir hádegi, og er einnig þá farið um borgina. Þriðja ferðin er klukkan tvö, á veturna, og er farið austur i Hveragerði. En á sumrin. þegar vegirnir eru góðir, er farið að Gullfossi og Geysi, og er þá lagt af stað klukkan 9 að morgni og komiö aftur klukkan sjö að kvöldi. En þvi miður er þetta aðeins i fáa mánuði. Við erum að biða eftir þvi, að vegirnir verði bættir þannig að hægt verði að lengja þetta timabil a.m.k. tvo mánuði, og að það standi þá frá mai til loka september. Skrifstofur okkar erlendis hafa lagt geysilega áherzlu á, að við lengjum þetta timabil, en það er afar vinsælt meðal ferðamanna að koma á staði eins og Geysi, Gullfoss og Þingvöll . Það er svo undarlegt með Amerlkumennina, sem hingað koma, að þeir spyrja mest um islenzku fossana og hverina. Sigurður gat um, hvers virði Skákeinvigið hefði verið fyrir Is- land. Við höfum séð, hvernig fréttir af Skákeinviginu og þá um leið frá Islandi hafa borizt út um allan heim. Þarf ekki að draga i efa, hve mikilvæg sú landkynning er fyrir Island. Og mig langar til að geta þess til gamans i þessu sambandi, að meðal blaðamanna, sem viðstaddir voru skákeinvig- ið, var Bandarikjamaður nokkur, er skrifaði fyrir blað i Miami. Hann lýsti áhrifum Skákmótsins fyrir Islendinga á þá leið, að það væri mikilvægasti atburður, sem orðið hefði i allri sögu tslands, frá þvi er Leifur Eiriksson var og hét, eða eins og hann orðaði það á sinni tungu: — „The Chess Tournament in Iceland is the greatest thing that has happened to Iceland since Leif Erikson dis- covered America”. — Sigurður talaði um, að við hefðum veitt aðstoð 120 erlendum blaðamönnum, það sem af er þessu ári, og gat þess, að af þeim fjölda hefðu verið tveir hópar, franskur og ameriskur. Mig langar til að geta þess, að slikir hópar komu algjörlega i boði Loftleiða og við höfum vissa dagskrá fyrir þá. Þeir dvelja hér i fimm daga eða svo, og höfum við reynt að kynna þeim landið sem bezt, farið með þá norður til Akureyrar og viðar. Aðrir blaða- menn, sem hingað koma að ein- hverju leyti á vegum Loftleiða eru kynntir fyrir okkur af skrif- stofum félagsins erlendis, og enn aðrir hafa beint samband við okkur hér heima meðan á dvöl- inni stendur, og við veitum þeim þá fyrirgreiðslu, sem þeir þurfa. Við komum þeim I samband við innlenda blaðamenn, fólk, sem starfar að ferðamálum eða aðra, sem þeim leikur forvitni á að finna að máli, og leysum úr spurningum þeirra eftir* þvi sem við bezt getum. Við látum þeim i té mynda- og upplýsingarit um Island og Loftleiðir, þar sem i er að finna ýmsan fróðleik, sem þeir geta svo notað til uppistöðu i rit- smiðar eða vegna erindaflutn- ings. Helga Ingólfsdóttir — Kynningadeild.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.