Tíminn - 21.12.1972, Síða 67

Tíminn - 21.12.1972, Síða 67
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 67 Hvítir þróunarpostular þvinga Nýju Guineu: FRÁ STEINÖLD TIL STEINSTEYPUALDAR Næst (ii-ænlandi cr Nvja Ouinea stærsta eyja jarðar. Vestari hluti lieniiar lýtur ludónesiu, eu eystri lilutiun Ástralíu. ibúarnir eru nálægt þreni niilljónum. Nýja Guinea er ef til vill eitt rikasta land jarðarinnar frá nátt- úrunnar hendi og jafnfranit i tölu þeirra vanþróuðustu. ibúarnir þar eru á steinaldarstigi. En hviti niaðurinn vill leiða þá inn i heim siðnienningarinnar og það skal gerast l'ljótt. En hvi ekki að leyfa þcim innfæddu sjálfum að ráða framtið sinni? Guinea var einu sinni óþekkt land öðrum en mannætum og paradisarfuglum sem þar höfðust við. Nú er létt verk að telja bæði mannæturnar og paradisarfugl- ana. I staðinn er komið dynamit, vélskóflur og steypuvélar, sem hviti maðurinn notar til þess,sem hann kallar þróunarhjálp i eyj- unni. En mistökin liggja i þvi, að þetta á að gerast i einu vetfangi. Leiðina frá steinöld til nútima — þjóðfélags er Papúunum ætlað að stiga i einu skrefi. Við getum þegar greint afleið- ingarnar, óróa og örvæntingu meðal hinna innfæddu. Hið hæg- fara uppbyggingarstarf, sem fram á miðan siðasta áratug ein- kenndi stjórn Ástraliu á eyjunni, hefur breytzt i eitthvað,sem likist æði. Astandið minnir á Belgisku Kongo um það leyti.sem hún fékk sjálfstæði. Hættan á,að harmleik- urinn þar endurtaki sig i Guineu er yfirvofandi. Of snemmt í febrúar s.l. gengu Papúarnir til þingkosninga i þriðja sinn sið- an 1964. Nokkrir stórir flokkar; PANGU, sem er verkamanna- flokkur, og UNITED PARTY, flokkur plantekrueigenda, buðu fram og að auki litill flokkur og nokkrir óháðir frambjóðendur. PANGU bar sigur úr býtum i kosningunum, en gat aðeins myndað stjórn með aðstoð óháðra og nú litur út fyrir, að hinum ihaldssinnaða flokki plantekru- eigenda sé að takast að skapa óeiningu innan stjórnarinnar vegna sjálfstæðismálsins. Stjórnin hefur ákveðið.að landið skuli fá sjálfstæði innan tólf mán- aða, en sterk andstaða er gegn þvi,sem kallað er „ótimabært sjálfstæði". Papua — Nýja Guinea, eins og hið nýja riki mun heita, hefur enn ekki á að skipa umtalsverðum fjölda menntaðs fólks og landið er mjög háð Ástra- liu efnahagslega. Rétt er að nefna i þessu sam- hengi þá samvinnu, sem hófst fyrir alvöru á sjötta áratugnum. F"vrir hennar tilstilli hafa margir papúar hlotið menntun og þannig orðið færir um að sinna stjórnar- störfum a.m.k. heima fyrir. Þessi þjóðlega samvinna hefur vaxið með árunum og nær nú til flestra greina atvinnulifsins einkum þó landsnytja. Eitt af þvi,sem nú er hvað ákaf- ast unnið að i sambandi við upp- byggingu efnahags landsins, er ræktun Pyrethrum jurtarinnar. Pyrethrum , sem tilheyrir Chrysantemum ættinni, hefur gjörbreytt lifsháttum hjá þeim Papúum, sem búa i 1800-2500 m hæð, þar sem slik héruð eru ekki sérlega vel fallin til ræktunar annarra landbúnaðarvara. Pyrethrum jurtin er nefnilega mjög eftirsótt sótthreinsunar- meðal, sem heimurinn hefur miklu meiri þörf fyrir en kaffi og hrágúm, sem markaðurinn er þegar mettaður af. En hið stóra vandamál er enn til staðar. i landinu eru aðeins nokkrir tugir innfæddra með háskó'lamenntun. Sundrungin meðal hinna innfæddu er ógn- vekjandi. Hálf önnur milljón manna talar sjö hundruö tungumál.sem skiptast i yf.ir 2000 mállýzkur. Og hygmyndaheimur steinaldarinnar er hvarvetna rikjandi. Eitt litið atvik, sem hendir i einu þorpinu, óvænt dauðsfall eða bara það.að svin hverfur, getur orðið kveikja að striði milli ættflokka. Það getur jafnvel leitt til áralangs ófriðar- ástands. Þannig þarf aðeins litinn neista til að tendra ófriðarbálið. Raunar eru nú i dag slikir árekstrar á ferðinni, svo að hin nýja Papúa-Nýja Guinea virðist standa á heldur ótraustum grunni. sem þorri ibúanna veit nánast ekkert um það haf, sem umlykur landið, hvað þá um það, sem handan þess er. 90% eyjar- skeggja eru sér þannig algerlega óvitandi um umheiminn.og heyri þetta fólk einhvern tima i hinni opinberu útvarpsstöð,sem sendir út á 40 tungumálum,þá yrðu þeir engu nær þótt þar væri talað um Nixon og Kosygin, VietNam eða BanglaDesh. Fyrir meirihluta hinna innfæddu er Amerika ein- hvers staðar i næsta héraði eða allt eins vel handan mánans. Aukinni skólagöngu og auknu samneyti við hina hvitu fylgja vitaskuld meiri upplýsingar um umheiminn, en það er sjaldgæft, að hinir eldri Papúar trúi þvi,sem skólafólkið segir þeim, ef það er gegn þeirra eigin sannfæringu. Þrýstingur utan frá 1 höfuðstaðnum, Port Moresby, sitja nú hvitu mennirnir og vinna að skýrslum og áætlunum.sem miða að þvi að koma á einingu i hinu nýja riki. Reynt er að skapa þjóðernistilfinningu og samheldni meðal Papúanna. Áróðursspjöld eru prentuð á mörgum málum með áletrunum eins og ,,Við erum öll meðlimir einnar stórrar ætt- ar”, o.þ.u.l. Meiningarlaus orð, sem á engan hátt megna að brjóta niður viðteknar hefðir Papúanna. Þessi einingarviðleitni kemur þannig utan frá. Hún veldur hin- um innfæddu aðeins leiðindum. Baráttan kemur ekki ,,að neðan” frá fólkinu.sem á að tileinka sér innihald hennar. Hviti maðurinn.sem fyrir tiu árum kallaðist vinur eða ,,andi frá mánanunrTog var talinn guða- ættar, er nú grýttur og skorinn i stykki. Fyrir tiu árum gátu hvitir starfsmenn stjórnarinnar farið einsamlir i rannsóknarleiðangra vitt og breitt um landið, gátu verið vissir um að mæta vinsemd hvarvetna. Ég fór sjálfur i slikan leiðangur i byrjun siðasta áratugs, óvopnaður. Nú getur enginn hvitur maður hætt á slikt. Hvers sök er það? „Uppbyggingarstarfsemin” hefur farið inn á rangar brautir, ekki hvað sizt vegna þess, að henni hefur átt að hraða fram úr öllu hófi. Þar bera Sameinuðu þjóðirnar stóra sök. Þær hafa alla tið siöan i lok sjötta áratugsins rekið Ástraliustjórn til umfangs- mikillar þróunarstarfsemi, um- fangsmeiri en samanlögð aðstoð Sviþjóðar við þróunarlöndin, kristniboð og efnahagsaðstoð með talin. Nýja Guinea er land Papúanna sjálfra.og þeir einir hafa rétt til að ákveða framtið sina á sama hátt og aðrar þjóðir. Hvaða rétt hefur utanaðkomandi fólk til að rifa 2,5 milljónir manna upp úr steinaldarveru sinni og þvinga upp á þá framandi menningu? Og þetta á allt að gerast á 1/3 úr mannsaldri. Ef við tökum dæfhi af Afriku þá gerðist það á þrem öldum.sem nú á að berja i gegn i Guineu. Fyrirmyndarhegðun Ekki einu sinni það landsvæði, sem eyjarskeggjar sjálfir eiga, má selja öðrum en stjórninni. Þetta er raunar skynsamleg ráð- stöfun,sem vafalaust hefur forðað frá mörgum árekstrum. En jafn- vel á þessu sviði hefur hallað und- an fæti. Hér hefur stjórnin ekki heldur þekkt sinn vitjunartima. Ástralska stjórnin og þróunar- hjálpan á eyjunni hefur vakið upp meðal Papúanna kröfur og eftir- væntingu og þurrkað út hina l'ornu undirgefni. En samt er haldiðfast við n.k. „fyrirmyndar- hegðun”, sem er viðlika forkast- anleg og hin patrialska innræting, sem hinir hvitu nýlenduherrar i Afriku ástunduðu. I Papúa-Nýju Guineu ræður stjórnin sjálf markaðsverðinu, kaupir vörurnar og dreifir þeim með álitlegum hagnaði. Borgar- búarnir fá aðeins mjög litinn hluta kökunnar i sinn hlut. Nú er þetta kerfi orðið uppspretta mik- illar óánægju. Völd eru nú æ oft- ar með i spilinu. Þess ber hér að geta, að eignarhlutföll eru mjög ólik innan hinna ýmsu ættahópa. Núverandi markaðskerfi gæti þvi verið hið eina ráð til aðkomasthjá óeirðum. En i stað þess er það nú kveikja að óerðum. Á árinu 1969 greip stjórnin til þess ráðs að beita valdi til að tryggja.að lögin um markaðssölu væru haldin. Ein ættin á eyjunni hafði þá hafið mótmælaaðgerðii; vegna þess að stjórnin bauð allt of lágt verð fyrir landsvæði,sem er auðugt af kopar. Námufélagið Conzinc Riotinto hafði fengið augastað á svæðinu. Fyrirtækið var reiðubúið til að tvöfalda verðið, en það var stjórnarinnar að semja fyrir hönd eyjarskeggja. Með vopnaskaki og táragassprengjum voru þeir hraktir af sinu eigin landi. Bylgja uppþota skall siðan yfir nærliggj- andi svæði. Vaxtarverkir Listann yfir vandamálin, sem við er að striða, mætti lengja að mun, vandamálin, sem varpa skugga á framtiðina. Stærstu bæirnir hal'a fengið vaxtarverk. Þegar ég kom hið fyrsta sinni til höfuðstaðarins. Port Moresby,voru ibúarnir tiu þúsund. Nú eru þeir um sextiu þúsund. Þetta er mjög likt þvi sem undanfarið hefur verið að gerast i rómönsku Ameriku. Fóik flykkist til bæjanna frá öllum landshorn- um til að leita að atvinnu og peningum, svo að það geti öðlazt hlutdeild i lifsgæðum hvita mannsins. En flestir falla i gryfju atvinnuleysis og yfirþyrmandi aðlögunarvandkvæða i hinu nýja umhverfi. Siðast en ekki sizl þeir, sem fá vinnu, komast fljótlega að þvi,að launin eru ekki i samræmi við það, sem vænzt var, og peningarnir hrökkva ekki til mik- ils. Afleiðingin verður óánægja, uppþot, handtökur og réttarhöld. Óánægja snýst svo oftast upp i hatur i garð hvita mannsins.og þegar ég i vor heimsótti Port Moresby,gat ég ekki gengið einn um göturnar að kvöldi til án þess að stofna mér i hættu. Lögregluaögeröir Þannig snerist þessi óánægja og óvissa upp i óeirðir við Airport Hotel i Mount Hagen eitt febrúar- kvöld á þessu ári. Ég var þá ný- kominn frá landsvæði þvi, sem Huria ættflokkurinn byggir. Um tuttugu Huriar höföu drukkið út launin sin á bar hótels- ins og hófu mótmælaaðgerðir á sinn hátt. Fljótlega höfðu þeir umkringt hótelið og striðsöskur þeirra eiga ekki eftir að mást mér úr minni. Þessir Huriar höfðu komið tveim vikum áður til Mount Hag- en i atvinnuleit. Þeir fundu sig brátt hlunnfarna, fengu ekki þau laun, sem þeim hafði verið lofað, þau hrukku ekki fyrir meiru en vini. Þeir höföu hins vegar komið i leit að allsnægtum i heimi hvita mannsins.Búnir höfuðskrauti sinu, fjöðrum páfugla og paradisarfugla, gengu þeir út úr DC 3 vélinni, sem flutti þá á áfangastað. Sumir höfðu boga og örvar. Þetta febrúarkvöld voru her og lögregla kvödd á vettvang. Allir báru stálhjálma og höfðu skildi i höndum. Ljóskastarar skáru náttmyrkrið, og ég heyrði skot- hvelli. Þegar allt var dottið i dúrialogn á ný.gekk ög út og sá hópi innfæddra staflaö upp á vörubilspall. Siðan var þeim ekið burt. Asteitingarsteinar Ástralia hefur gert mikið fyrir þetta land.og það er þess vegna hállu átakanlegra, að allt er að fara úrskeiðis. Ásteitingarsteinarnir i Papua- Nýju Guineu eru margir og hroll- vekjandi. Við höfum andstæðurn- ar milli hins nýja og gamla, yfir þúsund óskilgreinanlegar mál- lýzkur. Oft á tiðum er um að ræða eins konar táknmál sem gildir að- eins fyrir afmörkuð svæði og af- markaða hópa. Við rekumst lika á eitt vanda- mál meðal æskufólks, eituráhrif menntunarinnar, þar sem aðeins l'áir útvaldir la vinnu við sitt hæfi, að ekki sé minnzt á framhalds- menntun af einhverju tagi. Þrátt fyrir að „þróunin” hafi gengið með ofsahraða siðasta áratuginn, lifir þó ennþá meirihluti ibúanna i hugmynda- heimi ættarsamfélagsins. Allt ber þetta að sama brunni. Varla er unnt annað en bera ugg i brjósti um framtið Nýju Guineu. Þýttog endursagt. JGK. Vandaðar vélar borga sig Hin góðkunna € J HEUmRHEL bezt hefur 6 lindahjól, hæði snýr og rakar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.