Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 28
Krúsir Kakó er svo sannarlega drykkur í kuldann en það er ekkert gaman að drekka hann úr litlausum krúsum. Fjárfestu í flottu og litríku leirtaui til að lífga upp skammdegið. Þú sérð ekki eftir því.[ Er sennilega gömul sál Hanna María Karlsdóttir leikkona hefur alltaf hrifist af gömlum húsum, gömlum húsgögnum og gömlu fólki. Hanna María með ensku eðalstólunum. Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona lands- ins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleik- hússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. „Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskap- lega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?“ segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu. brynhildurb@frettabladid.is Ljós og ilmur er fallegt nafn á nýrri verslun sem opnuð var síðastliðinn laugardag á Bílds- höfða 12. Þar er áherslan lögð á ljós og ilm eins og vænta má og þá einkum olíulampa, kerti og reyk- elsi. Um vandaðar amerískar vör- ur er að ræða, til dæmis eru olíu- lampaglösin heilblásin og gefur það birtunni af þeim fagran blæ. Eldsneytið á lampana er vandað og kemur hvorki af því sót né lykt. Ilmkerti eru hinsvegar til í öllum litum og hefur framleiðandi þeir- ra verið útnefndur sá hæfasti í Ameríku fimm ár í röð. Kristvin Guðmundsson er framkvæmdastjóri í nýju búðinni og segir úrvalið rétt forsmekkinn af því sem koma skuli. Hann hlær þegar hann er spurður hvort Bíldshöfðinn sé ekki sérkennileg- ur staður fyrir svona sérverslun og svarar því til að trafíkin fyrstu dagana bendi ekki til þess. „Ef- laust fengi ég enn fleiri inn á gólf til mín ef ég væri við Laugaveginn en þeir sem gera sér ferð hingað vita hvað þeir vilja,“ fullyrðir hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrir þá sem vita hvað þeir vilja Vandaðar amerískar vörur sem veita ljós og ilm fást á Bíldshöfða 12. Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Hafnarstræti 19 S.551-1122 glerlist ullarvörur leirlist hreindýraskinn íslensku jólaveinarnir mokkavörur Deco Art Garðatorgi Full búð af föndur- og gjafarvörum. Ráðgjöf og leiðbeiningar á staðnum. Sími 555-0220 LISTASMIÐJAN KERAMIK OG GLERGALLERÍ MIKIÐ ÚRVAL AF JÓLAKERAMIKI OG FÖNDURVÖRUM OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA Opið föndurkvöld alla fimmtudaga frá kl. 18-22 t.d. fyrir keramikmálun, korta- og lampagerð Kothúsum, Garði Vandaðar heimilis og gjafavörur Kringlunni - sími : 533 1322 Jólamatarstell og jólaglös komin ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Olíulamparnir eru í ýmsu formi. Reykelsin sem eru handgerð hafa slegið í gegn um allan heim. Kristvin með sýnishorn af söluvörunni. 28-29 heimili ofl (02-03) 17.11.2004 14:27 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.