Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 60
Sigfús Bjartmarsson ljóðskáld á sérmargar hliðar. Ein þessara hliða,og kannski sú sem er hvað undar- legust, er áhugi hans á íslenska verð- bréfamarkaðinum en Sigfús er óhrædd- ur við að deila á hann í nýjasta verki sínu Andræði. „Ég er áhugamaður um þetta fyrir- brigði og hef gaman af því að fylgjast með markaðinum. Ég á samt enga pen- inga til að gera þetta að atvinnu,“ segir Sigfús. „Áhuginn stafar ekki síst af því að þetta er ungt og nýtt fyrirbrigði hérna sem segir manni margt um kap- ítalismann. Markaðurinn segir heldur ekki bara til um efnahag heldur menta- litetið sem þar ríkir. Þar starfar meðal annars nýja valdastéttin okkar sem hefur framkvæmt gríðarlega mikla strúkturbreytingu á íslensku valdakerfi. Þeir átu til að mynda Kolkrabbann.“ Ljóðskáldið kynntist verðbréfa- markaðinum fyrir nokkrum árum, þegar hann liðsinnti félaga sínum sem var að stofna lyfjafyrirtæki. „Ég fékk smá hlut í fyrirtækinu fyrir. Þetta var lítill hlutur en félagi minn er klár bisnessmaður og fyrirtækið stækkaði og var síðar selt. Þá eignaðist ég í fyrsta skipti á ævinni pening,“ segir Sigfús sem vill ekki láta kalla sig verðbréfa- gutta enda ekki stórtækur í verðbréfa- braskinu. „Ég er ekki dvergur í þessum bransa heldur maur. Ég hef aðallega starfað sem verktaki síðustu ár og á engan lífeyrissjóð. Ég reyni því að á- vaxta þennan lífeyrissjóð minn.“ Hlutafjáreldi Sigfús segir verðbréfabraskið vera áhugamál og að hann selji og kaupi þegar hann hafi tíma til að hugsa um markaðinn. Hann gat þó lítið sinnt áhugamálinu þegar hann var að vinna að ljóðabókinni Andræði, sem kom út fyrir skömmu og hefur selst vel. „Ég hafði áhuga á að vita hvernig þessir stórlaxar fara að þessu, sérstaklega þegar verið er að móta svona lítinn markað. Ég kalla þetta oftast hlutafjár- eldi,“ segir Sigfús. „Fjármálaeftirlitið segist hafa áhyggjur af eignatenglsum á markaði en það er í raun að segja að það sé verið að manipulera markaðinn. Úr- valsvísitalan hækkaði til dæmis um 80 prósent á fyrstu tíu mánuðunum og það er ekki vexti eða hagnaði fyrirtækjanna að þakka heldur eitthvað allt annað. Það er verið að búa til peninga og ég vil bara kalla þetta rétta nafninu.“ Sigfús segir erfitt að læra inn á verð- bréfamarkaðinn. „Það veit enginn hvort hann kann inn á markaðinn eður ei. Hann er óútreiknanlegur. Það er jafn vonlaust að læra inn á hann eins og ís- lenska bókamarkaðinn.“ Fer vel saman Sigfús segir að hlutabréfamarkaðir og ljóðagerð fari vel saman. „Það er hægt að hafa hvaða sett af áhugamálum saman við skriftir,“ segir Sigfús. „Ég þurfti að hugsa svolítið út frá samfélags- nótum vegna bókarinnar og því fer þetta vel saman. Þessir markaðir eru eitt af því sem skiptir mestu máli í sam- félaginu á þessum frjálshyggju tímum. Fjármálaheimurinn er ein aðal upp- spretta goðsagna. Aðalhetjurnar nú eru ekki heimspekingar heldur fjárafla- menn. Það er ólíkt því sem var þegar ég var ungur því þá voru til dæmis skip- stjórar hetjur, en þeir eru ekki hetjur nú heldur bankamenn.“ ● F2 26 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Eiginkonuvandræði Þannig er mál með vexti að ég á yndis- lega konu, og við eigum tvö æðisleg börn saman. Þú mátt ekki misskilja mig, mér finnst hún alveg frábær. Þannig er hins vegar með máli vexti að hún er ekkert sérstaklega hirðusöm, finnst ekki gaman að klæða sig upp og er frekar „óheppin“ í útliti. Þegar það eru til dæmis óvissuferðir í vinnunni þá lýg ég bara að makar séu ekki leyfð- ir því mér finnst óþægilegt að taka hana með. Hvernig get ég leyst þetta vandamál? Ég þori ekki að segja þetta við hana. BÓV, Reykjavík Það sem konur vilja er að geta upplif- að sig sérstakar. Þær vilja vera þær einu á svæðinu. Slepptu því að fara í þessa óvissuferð með vinnunni en farðu frekar í óvissuferð með frúna. Bókaðu tíma hjá aðilum sem getað frískað upp á fölnaðan æskuljómann og bjóddu henni svo á fáfarinn stað þar sem enginn sér til ykkar. Þá þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að skammast þín fyrir konuna þína, þú ert búinn að friða samviskuna fyrir næstu ferð og hún fær að upplifa það sem allar konur dreymir um. Að vera sérstök. Og allir græða. Tengdó er að gera mig brjálaða Þannig er mál með vexti að ég er gift tengdamömmu minni. Ég reyndar hélt að ég væri að giftast manninum sem ég elska, en nú er tengdamamma búin að taka völdin. Hún kemur við oft í viku og setur fínlega út á allt sem ég geri. Það er gjörsamlega vonlaust að gera henni til geðs. Maðurinn minn verður algjör rola þegar hún kemur og segir bara já og amen.Hvað get ég gert? KMF, Kópavogi Ohh, þvílík pest! Segðu tengda- mömmu þinni í eitt skipti fyrir öll að skipta sér ekki af því sem henni kem- ur ekki við! Ef hún tekur ekki söns- um bjóddu henni að taka við heimil- inu og gerðu í staðinn eitthvað geggj- að fyrir sjálfa þig. Spurning um að leita á önnur mið meðan karlinn er í vinnunni og finna alvöru karldýr en ekki svona volandi mömmustrák. Meðan eiginmaðurinn sér ekki hvað ástandið er absúrd verður aldrei friður í hjónasæng- inni. Þetta er jafnvel spurning um að slá tvær flugur í einu höggi og losa sig við bæði í einu. Fröken Freyja leysir vandann Sendið fyrirspurnir og vandamál til fröken Freyju, F2, Skaftahlíð 24, 105 Rvk eða sendið henni tölvupóst í netfangið frkfreyja@frettabladid.is. Nöfn sendenda verða ekki gefin upp í blaðinu. Eldað fyrir elskuna sína Þegar kemur að þáttastjórnun eru þessir þrír bara dágóðir í sínu fagi, en þeir eru ef til vill færri sem vita það að þeir búa yfir þeim hæfileikum að geta töfrað fram ljúffenga máltíð við hvers kyns tækifæri, til dæmis fyrir konurnar í lífi sínu. Villi Naglbítur eldar humar „Ég er rosaleg- ur nautnamað- ur á mat. Ef það eru 100 gr. af smjöri, smá salt og gott kjöt, þá getur þetta ekki klikkað. Ef ég ætti hinsvegar að elda góðan mat handa elskunni minni, þá myndi ég elda humarhala.“ segir grillmeistarinn og bingóstjórnandinn Villi. Gísli Marteinn elskar pasta „Ég er rosalega hrifinn af hvers konar pastaréttum. Ef ég ætti að elda rómantískan máls- verð handa kon- unni minni yrði það einhver góður pastaréttur frá norður Ítalíu“ segir þáttastjórnandinn góðkunni. Simmi vill „haf og haga“ „Mér finnst ís- lenskt lambakjöt alveg rosalega gott og skemmti- legast að elda það. Ef ég ætti að elda góðan mat handa elskunni minni, hef ég náð rosalega góðum tökum á því að elda „haf og haga“, lambakjöt og humar, „ segir Idol stjórnandinn. Sigfús Bjartmarsson Íslenski verðbréfamarkaðurinn er eitt af áhugamálum hans á milli þess sem hann yrkir ljóð og skrifar. Sigfús Bjartmarsson á sér margar hliðar Ljóðskáld í verðbréfabraski 26-27-F2 17.11.2004 13:50 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.