Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR ÞRÓUN FRIÐARGÆSLUNNAR Fjallað verður um þróun friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, upphaf hennar og framtíðarhorfur í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Skaftahlíð 24 klukkan 17. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 18. nóvember 2004 – 316. tölublað – 4. árgangur ● velgjörðarsendiherra á leiðinni Heilsar upp á Gísla Martein Harry Belafonte: ▲ SÍÐA 51 STÓREFLT EFTIRLIT Stjórnarflokkarnir hafa ákveðið að stórefla samkeppniseftirlit. Verulega auknu fjármagni verður varið til þessa málaflokks að sögn Valgerðar Sverris- dóttur viðskiptaráðherra. Sjá síðu 2 HÓTA AÐ SNIÐGANGA KOSNING- AR Stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn úr röðum súnnímúslima hótuðu því í gær að sniðganga kosningarnar í janúar til að mót- mæla árásum Bandaríkjahers. Sjá síðu 4 TVEIR MILLJARÐAR Í SNJÓ- MOKSTUR Vegagerðin ver milljarði króna í snjómokstur á þessu ári og Reykja- víkurborg yfir 200 milljónum. Sjá síðu 18 VINDORKAN BEISLUÐ Nú stendur yfir rannsókn á möguleikum á nýtingu vindafls. Undirlendi Suðurlands og Bláfjöll eru meðal hentugustu svæða. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 46 Tónlist 38 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 32 Sjónvarp 48 ● tíska ● heimili ● tilboð Elskar söng- konuslæðuna Ingveldur Ýr Jónsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS 18-49 ára Me›allestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal sjónvarpsáhorfs.* Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 67% 44% 42% Skjár 1 MBLFBL ÍSKALT OG ÉL FYRIR NORÐAN Bjartviðri með köflum sunnan og vestan til. Talsvert frost á landinu, einkum til landsins. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ...í miðju blaðsins F2 LANDKYNNING „Þetta er rosaleg landkynning, líklega ein sú mesta sem hefur verið,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Flug- leiða. Tilefnið er fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar af Amazing Race raunveruleikaþættinum, sem tekinn var upp á Íslandi í sumar, og sýndur var í bandarísku sjónvarpi í fyrrakvöld. „Það eru alltaf einhverjar land- kynningar í gangi og maður kipp- ir sér ekki upp við það en þetta er það mesta sem ég hef séð,“ segir Steinn Logi sem líkir þessu helst við leiðtogafund Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov á sínum tíma og telur þetta meira virði en þegar Good Morning America var sendur út héðan. Fyrsti þátturinn var tvöfalt lengri en venjulega, tveir tímar í stað eins og allur tileinkaður Ís- landi. Í honum hófst kapphlaup sem teygir sig víða um heim þar til eitt par stendur uppi sem sigur- vegari. Þættirnir voru teknir upp þegar veðurblíðan var hvað mest og því mátti meðal annars sjá fólk í stuttermabolum uppi á jökli í þættinum. - bþg Ísland var í brennidepli í tveggja tíma þætti af Amazing Race: Ein mesta landkynning sögunnar Karphúsið: Þétt dagskrá sáttasemjara KJARAMÁL Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir samninga- viðræður kennara og sveitar- félaganna langt frá því að vera þær erfiðustu sem hann hafi fengist við. „Ég er hér í stöðu sáttasemjara en ekki sem samn- ingsaðili og það er allt önnur að- koma,“ sagði Ás- mundur í eldhúsi Karphússins þar sem samningan- efndir kennara og sveitarfélag- annna gæddu sér á vöfflum. Ásmundur væntir ekki rólegri stunda í Karphúsinu: „Mjög marg- ir hópar eru að hefja sínar við- ræður og sumir reyndar hér í húsi.“ - gag Evrópusambandið: Bókhaldið í ólestri BELGÍA, AP Tíunda árið í röð hafa endurskoðendur Evrópusam- bandsins neitað að votta reikninga þess. Ástæðan er líkt og undanfar- in ár sú að ekki er nógu vel staðið að framkvæmd fjárlaga, útborgun- um og bókhaldi. Gagnrýnin beinist hvort tveggja að Evrópusamband- inu og aðildarríkjum þess. Útgjöldum er illa stjórnað og yfirsýn ekki nægilega góð, segir í skýrslu Endurskoðendaréttar Evr- ópusambandsins. Þar segir einnig að ekki hafi verið nóg að gert til að bregðast við vandamálum sem hafi lengi þekkst í starfsemi sam- bandsins. Fjárlagagerð framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins er eitt af því sem sætir gagnrýni. Síð- ustu þrjú ár hafa útgjöld verið sjö til fimmtán prósentum minni en gert hafði verið ráð fyrir. Það hef- ur leitt til þess að meira en sautján þúsund milljarðar króna hafa safn- ast upp í fjárhirslum Evrópusam- bandsins, að því er fram kemur á vefnum EUObserver. Það jafngild- ir tveggja ára rekstri. ■ FORMENN TAKAST Í HENDUR Í KARPHÚSINU Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélaga, tókust í hendur í Karphúsinu í gær eftir langar og strangar samningaviðræður. KJARAMÁL Kennarar fá tæplega 25 prósenta launahækkun í þrepum til ársins 2008 samþykki þeir kjara- samning sem samninganefndir þeirra og sveitarfélaganna rituðu undir á sjötta tímanum í gær. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, áætlar að samningurinn hækki launakostnað sveitarfélag- anna vegna grunnskólakennara um þrjá milljarða út samningstímann: „Þetta eru dýrir samningar en þess virði.“ Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélag- anna í viðræðunum, segir samn- inganefndirnar hafa verið orðnar illa knúnar til að ná samningi. Lög Alþingis hafi beygt báðar nefndirn- ar til að finna lausn sem þær geti unað við: „Ég tel að við séum hér á tæpasta vaði en vonast samt til að þetta gangi.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að horft hafi verið á þau atriði sem mest óánægja stóð um í miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara og agnú- arnir sniðnir af. Hann segir að yngstu kennararnir geti betur sætt sig við sinn hlut en miðlunartillagan hafi boðið. Kennarar haldi einnig óbreyttum verkstjórnartíma skóla- stjórnenda frá tillögunni. Það megi túlka sem sigur út frá þeim for- sendum að staðan hafi verið þröng: „Við teljum að samningurinn sé lík- legri til að skapa okkur tækifæri í framtíðinni heldur en að fá dóm á þeim forsendum sem þar voru.“ Unnur Kristjánsdóttir situr í samninganefnd kennara. Hún segir stöðu kennara á aldrinum 55 til 60 ára leiðrétta frá síðasta kjarasamn- ingi: „Núna loksins í þessari síðustu útgáfu samningsins eru réttindin komin til baka eins og þau voru fyrir síðasta kjarasamning. Þetta fólk er mikið betur statt með nýjum samningi,“ segir Unnur: „Ég geri fastlega ráð fyrir að hann sé mikið skárri en ef farið væri fyrir gerðar- dóm.“ Samningurinn fer í kynningu. Kennarar sem og launanefndin eiga eftir að kjósa um hann. Birgi Björn segir segir afstöðu launanefndar- innar til samningsins ekki liggja fyrir: „Samninganefndin hér undir- ritar þetta í þeirri trú að niður- staðan sé ásættanleg fyrir sveitar- félögin.“ - gag KAPPHLAUP FRÁ CHICAGO TIL GRINDAVÍKUR Í Amazing Race takast ellefu hópar á um hverjir séu fljótastir á milli staða og glúrnastir að leysa þrautir. Fyrsti leggurinn var frá Chicago til Grindavíkur. Samið var um 25 prósenta hækkun Kennarar sömdu um tæplega 25 prósenta launahækkun til ársins 2008. Þeir segja samningana skárri kost en ef deilan við sveitarfélögin færi fyrir gerðardóm. Bæjarstjóri Kópavogs segir samninginn dýran en þess virði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ÁSMUNDUR STEFÁNSSON 01 Forsíða 17.11.2004 21.20 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.