Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 38
Undanfarinn áratug eða svo hafa húðflúr komið sérkyrfilega fyrir í meiginstraumi tískunnar. Sjómennhafa fyrir löngu misst þá stöðu að vera sú stétt sember flest húðflúr. Nú má ekki sjá á milli hverjir eru þéttar veggfóðraðir rokkararnir, rappararnir eða íþróttahetj- urnar. Trendin í þessum efnum sveiflast eins og önnur tíska og að sögn Fjölnis Bragasonar, hjá JP Tatto, eru húðflúr nú orðin persónulegri en þau voru áður. Í stað tribal tákna er fólk frekar að láta flúra á nöfn barna sinna eða maka eða annað í þá áttina. „Þessa dagana er ég að til dæmis að vinna að stóru húðflúri á bak á stráki og það er mynd af nýlátinni móður hans.“ Að sögn Fjölnis tilheyrir það löngu liðinni fortíð að menn láti húðflúra sig á fylleríi. „Hérna áður fyrr voru menn að láta húðflúra sig í annarlegu ástandi. Þetta þekkist ekki í dag.“ segir hann og bætir því við að menn fái ekki að setjast í stól- inn hjá honum nema vera fullkomlega meðvitaðir um það sem þeir eru að gera. Fjölnir bætir því við að kröfur heilbrigð- iseftirlitsins mjög strangar og farið sé eftir þeim til hins ýtrasta. „Húðflúramenningin er að breytast, hún er að verða stærri og litmeiri og svo eru japönsku og pólýnesku húðflúr- in líka í tísku,“ segir Svanur Jónsson hjá Tattoo og Skart og tekur undir orð Fjölnis að menn séu að láta húðflúra á sig persónulegri myndir. „Ég húðflúraði til dæmis mynd á strák eftir látinn vin hans.“ Hann segir engan stað líkamans vinsælli en annan, en í þau fáu skipti sem fólk er í- trekað spurt hvort það vilji ekki hugsa sig um er þegar það vill láta húðflúra sig á handar- bakið. „Fólki er gert grein fyrir endingu húðflúrsins og að þó að Íslendingar séu frekar frjálslyndir þá geti þessi staðsetning hamlað fólki erlendis.“● Frá borginni minni Fetar í fótspor Maradona Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögfræðingur og fyrrum vinstri bakvörður Þróttar og Fram, er búsettur ásamt unnustu sinni á suður-Ítalíu, nánar tiltek- ið í Napólí, þar sem meðal annars knattspyrnukappinn Maradona gerði garðinn frægan. Vilhjálmur er tíð- ur gestur á heimavelli Napólí liðsins en þetta forn- fræga félag má nú muna sinn fífil fegri og leikur í 3. deild. Að sögn Vilhjálms kemur það þó ekki í veg fyrir að í kringum 50.000 manns mæti að jafnaði á völlinn. Vilhjálmur segir að úrval veitingastaða sé frábært í borginni. „Einn af okkar uppháldsveitingastöðum hér í Napólí er staður sem heitir Taverne Dell Arte. Hann býður upp á hefðbundinn napólískan mat. Þegar við komum þangað fáum við okkur ansjósur í forrétt. Aðalrétturinn er svo kjötbollur með kartöflum sem síðan er skolað niður með Chianti rauð- víni. Betra getur það varla verið.“ Kenya Emilíudóttir syngur eitt aðal- hlutverkið í sýningunni The Platters sem er nú í fullum gangi á Hótel Borg og verður yfir öll jólin. Kenya er auk þess að vinna að sinni fyrstu plötu og semur hún lög og texta sjálf. Kisan mín: „Hún Iza mín er átta mánaða. Ég get ekki sofið án hennar og alltaf þegar ég er stressuð eða eirðarlaus þá er nóg fyrir mig að halda á henni. Hún er litli jarðarsegullinn minn. Hún heldur samt að hún sé hundur því hún hlýðir öllu og þar á meðal nafn- inu sínu.“ Maltöl: „Það er langbest í heimi og mér líður rosalega vel af malti. Ég hugsa að ég drekki það á hverjum degi. Maltið er samt best úr gleri, ferskt og gott. Ég uppgötvaði maltið nú bara fyrir hálfu ári síðan og varð frekar pirruð að hafa ekki uppgötvað það fyrr.“ Listir: „Heimurinn minn samanstend- ur aðallega af listum og væri litlaus og grár ef ekki væri fyrir þær. Það er sama hvort það er ritlist, myndlist eða tónlist því ég skrifa, sem tónlist og mála og þetta er það sem heldur mér gangandi dagsdaglega.“ F2 4 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Arnar Grant bar sigur úr býtum á Ís- landsmeistaramótinu í Galaxy Fitness um helgina. Arnar er ekki ókunnur íþróttinni og hefur stundað hana frá árinu 1999 og unnið alls sex fitness- mót. Lukkuhringurinn: „Ég er alltaf með þennan hring og hann hefur reynst mér vel. Hann gerir mig jákvæðari fyrir öllum hlutum og hjálpar mér að trúa því að allt sem gerist hafi góð áhrif og tilgang. Þetta er lukkuhringur sem ég hef mikla trú á.“ Íþróttaskórnir: „Þeir eru alveg ómiss- andi. Koma mér í gegnum daginn og þegar ég stend varla í lappirnar af þreytu þá munar miklu að vera í góðum skóm. Þetta eru Adidas- skór og þeir eru mér bráðnauðsyn- legir.“ Klósettpappír: „Mér finnst skipta miklu máli að klósettpappír sé góður. Ég vil hafa hann mjúkan og góðan og ég kaupi alltaf kló- settpappírinn í appelsínugulu umbúðunum með hvolpinum framan á. Ég þoli ekki að fara á klósettið einhvers staðar og manni er boðið upp á einhvern sandpappír.“ Hilmir Snær á þýsku Hilmir Snær Guðnason leikur að-alhlutverkið í myndinni Erbsenauf Halb 6 eða Baunir klukkan hálf sex sem nú er sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Þar fer hann með hlutverk Jakobs Magnussonar sem er virtur leikstjóri sem missir sjónina í bílslysi. Í fyrstu bregst hann við með af- neitun en eftir að hin blinda Lilly kemur inn í líf hans tek- ur hann að skynja til- veruna í nýju ljósi. „Hann er á barmi sjálfsmorðs eftir slysið en kynnist svo þessari konu og þau ferðast saman yfir hálfa Evrópu. Þetta er í rauninni saga af manni sem finnur lykilinn að lífinu aftur í gegnum blindu sína,“ segir Hilmir Snær „Það er búið að sýna hana í Þýska- landi og Austurríki og hún er að seljast víðar. Núna verður hún svo sýnd að minnsta kosti fjórum sinnum á hátíð- inni hérlendis.“ Frammistaða Hilmis Snæs í mynd- inni hefur vakið mikla athygli og þar fer hann lýtalaust með þýskuna. „Ég þurfti að æfa framburðinn töluvert þó svo að ég hafi áður leikið í þýskri mynd. Reyndar er persónan mín ekki hreinræktaður Þjóðverji svo það var fyrirgefanlegt ef einhver hreimur greindist. Þetta var heilmikil áskorun fyrir mig. Ég var auðvitað ekki ein- ungis að leika þýskan mann heldur blindan líka.“ Myndin hefur fengið góðar viðtökur þýskra gagnrýnenda og hlaut meðal annars þýsku kvikmynda- verðlaunin fyrir tónlist. Maltöl og klósettpappír Kenya Emilíudóttir söngkona og Arnar Grant fitnesskappi tíndu til hluti sem þau geta ekki verið án. Contrasexual konur Eltast ekki við drauma- prinsinn Á morgun verður nýja Bridget Jones myndin The Edge of Reason frumsýnd. Bridget Jones er ennþá að telja kalóríurnar, leitandi að sannri ást og berjast við óör- yggi sitt á gamansaman hátt. Og það voru konurnar á síðustu öld að gera. Í dag er nefnilega komin fram ný kynslóð kvenna sem hefur fengið f r æ ð i h e i t i ð Contra Sexual upp á engilsax- nesku (contrary to to the female stereotype). Þó að þær séu enn í minnihluta spá fræðimenn því að þeim eigi eftir að fjölga um helming á næstu tíu árum. En hverjar eru þessar konur sem gefa Bridget greyinu langt nef og trúa ekki á róman- tík og sanna ást? Samantha Jones, kyn- bomban úr Beðmálum í borginni virðist hafa tekið við krúnunni af Bridget, fulltrúi kvenna okkar tíma. Samantha gengur allt í haginn í vinnu sinni og er fjárhagslega sjálfstæð. Sam- antha á marga bólfélaga og gáfur þeirra skipta ekki höfuðmáli. Karlmenn sem komast í tæri við hana geta gleymt hjónabands- draumnum, því Samantha tekur lostann fram yfir ást á hverju kvöldi, og er stolt af því. Bridget Jones „Er hún kona gærdagsins?“ Samantha Jones Fulltrúi nýrrar kynslóðar kvenna? Hilmir Snær Guðnason Leikur þýskan og blindan mann í myndinni Erbsen auf Halb 6. Húðflúrtískan að verða persónulegri Með mömmu á bakinu 04-05-F2 17.11.2004 13:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.