Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 56
Blómlegur búkur Það er bráðnauðsynlegt að eiga skrúbb- hanska, sturtusápu og húðskrúbb til að fjarlægja dauðar húðfrumur og halda húðinni silkimjúkri. Að skrúbba húðina er líka gott ráð til að halda appelsínu- húð í skefjun. Margar konur detta þó í þá gryf- ju að nota bæði húðskrúbb og skrúbbhanska í einu. Það er alls ekki nógu gott því þá verða kornin í húð- skrúbbnum eftir í hanskanum og gera því ekkert gagn. Betra er því að bera á sig húðskrúbbið eitt og sér með höndunum en nota þess á milli skrúbbhanskann með sturtusáp- unni. Í þessu felst líka sparnaður þar sem sturtusápa er yfirleitt mun ódýrari en húðskrúbbin sjálf. Föstudagurinn 12. nóvembervar stór dagur í sögu sænskuverslunarkeðjunnar Hennes ogMauritz. Þann dag var fatalína Karl Lagerfeld frumsýnd í öllum betri H&M verslunum um heim allan. Fyrir utan H&M á Strikinu í Kaupmanna- höfn, beið fólk með eftirvæntingu eftir að verslunin opnaði. Á slaginu tíu ruddist fólkið inn í verslunina og myndaðist ógurlegur múgæsingur þegar konurnar byrjuðu að slást um flíkurnar. Eflaust átti að skapa notalega stemningu með kampavíni og öðru fíneríi en viðskiptavinirnir höfðu engan áhuga á því og kusu frekar að ríf- ast um flíkurnar sem eftir voru. Svo mynduðust 100m langar raðir fyrir framan mátunarklefana. Þær allra hörðustu nenntu náttúrlega ekki að bíða í röð heldur plöntuðu sér fyrir framan spegla verslunarinnar og byrj- uðu að máta. Á tímabili var þetta ástand frekar skoplegt, tugir kvenna á brjóstahöldurum einum fata að taka út tísku Karl Lagerfeld. Það þarf þó engan að undra að kvenpeningurinn hafi misst sig yfir fatalínu Karl Lagerfeld því hún er ákaf- lega vel heppnuð. Herra Lagerfeld hannaði reyndar ekki bara fyrir konur því herralína hans var einnig frumsýnd þennan sama dag. Strákarnir voru samt ögn rólegri en stelpurnar og slepptu því að fara í röð fyrir utan. Herra- og döm- ulínurnar eru nátengdar og hafa þær F2 22 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR svipað yfirbragð. Í dömulínunni ber mest á svörtu, hvítu, vínrauðu og dauf- bleiku en herralínan er nánast öll svart- hvít ásamt gráu. Í dömulínunni eru siffonefni mjög áberandi ásamt tafti og satínefnum. Sniðin eru kvenleg og alveg í takt við ráðandi tískustrauma. Buxurnar eru niðurmjóar, bæði úr gallaefni og svörtu buxnaefni og svo var hægt að fá „hot pants” úr satínefni og þá mælir herra Lagerfeld með því að konur séu í gammósíum innanundir. Karl Lagerfeld línan í Hennes & Mauritz: Siffon og pallíettur Ég vildi að ég hefði... Fundið upp rennilásinn „Ég vildi óska þess að ég hefði fundið upp rennilásinn því hann er hið mesta þarfa- þing,“ segir Helga Rós Hannam fata -og búningahönnuður sem fékk Edduna á dögunum fyrir búningana í Svínasúp- una. „Rennilás er gjörsamlega ómiss- andi hlutur við saumaskap þó það séu náttúrlega til rennilásalausar flíkur. Tjald væri til dæmis ekki tjald ef það væri ekki með rennilás.“ Á slaginu tíu ruddist fólkið inn í verslunina og myndaðist ógurlegur múgæsingur þegar konurnar byrjuðu að slást um flíkurnar 22-23-F2 17.11.2004 13:19 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.