Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 91
Íslandsvinirnir í TV on the Radio
unnu Shortlist Music-verðlaunin í
Los Angeles í fyrrakvöld. Mikil-
vægir innherjar í tónlistarbrans-
anum eins og Beck, Perry Farrell
og Josh Homme tilnefna hljóm-
sveitir og tónlistarmenn til verð-
launanna og eru þau því mikil við-
urkenning fyrir sigurvegarana.
„Þessi verðlaun taka tillit til
hæfileika og sérstöðu tónlistar-
mannanna og jafnvel væri hægt
að líkja þeim við Mercury-verð-
launin að vissu leyti,“ sagði
Dizzee Rascal, sem einnig var til-
nefndur. Söngvari TVOTR, Tunde
Adebimpe, sagðist enn vera að
átta sig á þessum mikla heiðri:
„Þetta er mjög skrítið“, sagði
hann. „Við hittum ?uestlove og
hann sagðist hafa tilnefnt okkur
fyrir verðlaunin og við trúðum
því varla! Guð minn góður, ?uest-
love veit hverjir við erum! Við
fríkuðum gjörsamlega út og ég er
svo rosalega ánægður með að
hafa unnið.“
Aðrir sem voru tilnefndir til
verðlaunanna voru Loretta Lynn,
The Killers, Franz Ferdinand, The
Streets og Wilco. Adebimpe var
einnig ánægður með að vera til-
nefndur ásamt Dizzee Rascal.
„Hann er brjálaður. Í alvörunni.
Barnabörnin ykkar eiga eftir að
hlusta á Dizzee Rascal og vera
betri manneskjur vegna hans! Það
er frábært að vera tilnefndur í
þessum góða hópi.“
Hljómsveitin fær einnig tíu
þúsund dollara í verðlaun og seg-
ist Adebimpe vera með nokkrar
hugmyndir um hvernig þeim skuli
eytt. „Ég ætla að borga leigu,“
sagði hann og hló. „Ég ætla að
fara með kettina mína til dýra-
læknisins. Ég er búinn að vera að
spila stanslaust á tónleikum í
fjórtán mánuði og vil tryggja að
þeir verði á lífi næstu árin.“ ■
47FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004
SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is
FRÁBÆR SKEMMTUN
HHHH
kvikmyndir.is .
HHH
H.J. mbl. . . l.
Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL.
Sálfræðitryllir af bestu gerð
sem fór beint á toppinn í
Bandaríkjunum!
Sýnd kl. 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.40, 8.30 og 10.40 B.I. 14
Forsýnd kl. 8 Sýnd kl. 8 og 10:15
Sýnd kl. 6 m/ísl. tali
Ein besta spennu-
og grínmynd ársins.
Stórskemmtileg rómantísk gaman-
mynd um öskubuskuævintýrið sem þú
hefur aldrei heyrt um!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 B.I.16 Sýnd kl. 6 og 10.10
Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer
Lopez og Susan Sarandon í aðalhlutverki.
Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur!
Shall we Dance?
TWO BROTHERS SÝND KL. 5.50
Búið ykkur
undir að
öskra.
Stærsta opnun á
hryllingsmynd frá
upphafi í USA.
Miðaverð 500 kr.
Sýnd kl. 8 og 10.10
KONUNGLEGT BROS SÝND KL. 6
STJÓRNSTÖÐIN SÝND KL. 6
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Sýnd kl. 8 og 10DÍS SÝND KL. 6
Frábær gamamynd
með Billy Bob Thornton
... þú missir þig af hlátri
FRUMSÝNING
Loksins mætast frægustu skrímsli
kvikmyndasögunnar í mögnuðu
uppgjöri!
Sýnd kl. 8 og 10 B.I. 12
Sýnd kl. 8 og 10.10 B.I. 14
Sálfræðitryllir af
bestu gerð sem fór
beint á toppinn í
Bandaríkjunum!
Hvað ef allt sem þú hefur
upplifað...væri ekki raunverulegt?
■ TÓNLIST
■ TÓNLIST
Breska hljómsveitin The Fall
ætlar að halda óvænta aukatón-
leika á Grand Rokk í kvöld. The
Fall er þekkt fyrir að spila á fjöl-
breyttum stöðum og var það sér-
stök ósk Mark E. Smith, for-
sprakka sveitarinnar, að fá að
spila á litlum aukatónleikum.
Hljómsveit Dr. Gunna sér um
upphitun. Miðaverð er 1.000
krónur og fylgir óvæntur glaðn-
ingur með hverjum miða. The
Fall, sem er að spila hér á landi í
þriðja sinn, hélt tónleika í Aust-
urbæ í gærkvöld við fínar undir-
tektir. ■
Eitthvað var ég búinn að finna
fyrir þessari útgáfu áður en hún
kom inn á borð til mín. Man ekki
hvort ég las eitthvað um hana, eða
hvort einhver hafi bent mér á að
tékka á þessu. Swan Lee er popp-
dúett frá Danmörku sem er að
reyna að fara bakdyramegin inn í
sviðsljósið. Platan er gefin út af
litlu fyrirtæki, og allt útlit er
mjög listrænt og flott.
Svo þegar platan er sett á fón-
inn eru lagasmíðar mjög svipaðar
því sem heyrist á Bylgjunni. Mjög
fínt og áreynslulaust popp. Oftast
er bara stuðst við rafmagnslaus
hljóðfæri í útsetningum og söng-
konan skilar sínu bara alveg
ágætlega.
Lögin Love Will Keep You
Warm og Find My Way Home eru
fínar poppsmíðar, og í öðrum út-
setningum gæti maður ímyndað
sér Faith Hill eða einhverja álíka
söngkonu syngja svona lög. Það er
þess vegna ótrúlega ánægjuleg
tilbreyting að heyra söngkonu
sem stundar ekki raddfimleika,
flytja svona lög.
En vegna þess að það er ekki
róið á rétt mið efast ég um að
Swan Lee nái upp á yfirborðið.
Þetta er aðeins of slípað og fín-
pússað fyrir krúttgrúskarana og
Bylgjan á aldrei eftir að gefa
þessu séns, þar sem þetta kemur
frá smáfyrirtæki sem Smekk-
leysa dreifir. Þannig að ef þú ert
persóna sem kann að meta vel
samda popptónlist og ert kom-
in(n) með smá leið á Kalla Bjarna
væri ekki svo galið fyrir þig að
tékka á þessari plötu úti í búð.
Hún gæti komið þér á óvart.
Mig grunar að ef maður ætlar
að beisla galdurinn á þessari sveit
þurfi maður að sjá hana spila á
tónleikum. Er einhver á leiðinni
til Kaupmannahafnar?
Birgir Örn Steinarsson
Danskt Bylgjupopp
SWAN LEE
SWAN LEE
NIÐURSTAÐA: Danski poppdúettinn Swan Lee
á líklegast eftir að missa af lestinni, þrátt fyrir
að hafa gefið út alveg ágætis frumraun. Of
mikið popp fyrir grúskarana, og kemur úr of
undarlegri átt fyrir Bylgjupopparana.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
TVOTR vinnur Shortlist Music Awards
TV ON THE RADIO Eru afar ánægðir með nýju verðlaunin sín.
Aukatónleikar á Grand Rokk
THE FALL Hljómsveitin The Fall heldur
aukatónleika á Grand Rokk í kvöld.
90-91 bíósíða (46-47) 17.11.2004 18.28 Page 3