Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 6
6 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Hugmynd þýsks þingmanns veldur hörðum deilum: Vilja ekki íslamskan helgidag ÞÝSKALAND, AFP Hugmynd eins þingmanna Græningja um að lög- festa íslamskan helgidag sem þjóðarfrídag hefur mætt harðri gagnrýni í Þýskalandi. Jürgen Trittin, umhverfisráðherra flokksins, sem lýsti sig opinn fyrir umræðu um hugmyndinni, fékk að kenna á því og söluhæsta dagblað Þýskalands, Bild, sagði hann hafa tapað glórunni. Þýski þingmaðurinn Hans- Christian Ströble setti hugmynd- ina fram fyrstur þingmanna og stakk upp á því að tekinn yrði upp íslamskur helgidagur, til dæmis við lok Ramadan, í stað kristilegs helgidags. Síðar sagði hann upp- töku íslamsks helgidags ekki þurfa að koma í stað kristilegs helgidags. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa lýst sig andvíga hugmyndinni. Marieluise Beck, fulltrúi Græningja í þingnefnd um aðlögun innflytjenda, vísaði henni á bug á þeirri forsendu að hvergi í Þýskalandi væru múslim- ar í meirihluta. Otto Schily innan- ríkisráðherra setti sig upp á móti henni og sagði nóg af hátíðisdög- um fyrir. „Með fullri virðingu og umburðarlyndi, Þýskaland er land með vestrænar og kristnar ræt- ur,“ sagði Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata. Sjálfsvíg í íslenskum fangelsum fátíð Sjálfsvíg í fangelsi hafði ekki verið framið í sex ár þegar kona svipti sig lífi í vikunni. Forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi ráðherra bréf þar sem segir að núverandi ástand gagnvart geðsjúkum föngum sé óásættanlegt. FANGELSISMÁL Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að ekki hafi legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálf- víg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af af- plánuninni. Í fang- elsunum séu ein- staklingar í lang- tímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. En Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðis- ráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangels- isyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðir- inn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgar- viðbrögð föðurins en segir jafn- framt að tæki séu í hverjum ein- asta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjör- lega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráð- herra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðun- andi með öllu gagnvart sjúkling- unum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. „Geðsjúk- ir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufær- ir og hafa slæm áhrif á andrúms- loftið innan veggja fangelsanna,“ segir í bréfinu. Mat Fangelsis- málastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjón- ustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er þar starfandi sálfræðing- ur í 80 prósenta starfi. hrs@frettabladid.is 82 ára kona: Réðst með öxi á makann JAPAN, AP 82 ára gömul japönsk kona réðst með öxi á áttræðan eig- inmann sinn vegna þess að hana grunaði að hann héldi framhjá sér. Konan réðist á eiginmann sinn þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu og hjó hann nokkrum sinnum í höfuð- ið með öxinni. Dóttir hjónanna vaknaði við öskur móður sinnar. Þegar hún sá föður sinn liggja blóðugan í rúminu hringdi hún og bað um sjúkrabíl. Faðir hennar var fluttur á sjúkra- hús og liggur þar meðvitundarlaus. Eiginkonan viðurkenndi verkn- aðinn. Hún sagðist hafa fyllst hatri og viljað drepa mann sinn. ■ STJÓRNARHERMAÐUR Tugir hafa látist í óeirðum á Fílabeins- ströndinni síðustu daga. Fílabeinsströndin: Bann við vopnasölu FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt bann við vopnasölu til stjórnvalda á Fílabeinsströndinni. Samþykkt öryggisráðsins fylgir í kjölfar árása stjórnarhermanna á franska hermenn sem voru við friðargæslu í landinu. Öryggis- ráðið hótaði einnig að beita landið viðskiptaþvingunum ef stjórnvöld og uppreisnarmenn í norðurhluta landsins hefja friðarferli sitt ekki aftur innan mánaðar. Stjórnvöld á Fílabeinsströnd- inni brugðust illa við og sökuðu Sameinuðu þjóðirnar um að taka afstöðu með fyrrverandi nýlendu- herrum Fílabeinsstrandarinnar, Frökkum. ■ ,,Í fangels- unum eru einstakling- ar í lang- tímavistun sem virki- lega þurfa á geðdeild- arvistun að halda og hefðu feng- ið hana á undan kon- unni. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað voru framleiðendur Hafsinsdæmdir til að greiða háar skaðabætur vegna brunans í frystihúsinu í Neskaup- stað? 2Hvað hét stjórnandi hjálparsamtak-anna CARE sem tekin var af lífi í Írak? 3Hversu hátt er útsvarið orðið íReykjavík? Svörin eru á bls. 50 GÓÐUR NEMANDI Hilmar Konráðsson, aðaleigandi Verktaka Magna, sagði Valgerði Sverrisdóttur, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hafa verið fljóta að læra á gröfuna sem hún notaði við skóflustunguna. Bensín: Atlantsolía í Reykjavík VIÐSKIPTI Fyrsta skóflustunga að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík var tekin í gær. Stöðin mun rísa á lóð Sprengisands við Bústaðaveg. Það var Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem tók skóflu- stunguna. Alls verða 35 bensín- stöðvar starfræktar í Reykjavík þegar þessi verður risin. „Við erum þakklát borgaryfir- völdum,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. „Sér- staklega Þórólfi Árnasyni borgar- stjóra fyrir framgöngu hans í málinu. Það er ljóst að Reykvík- ingar hafa beðið eftir Atlantsolíu, enda hefur verðmunur á milli Reykjavíkur og nágrannabæjar- félaga oft verið talsverður.“ - ghg ■ ASÍA MARGRA BÍLA ÁREKSTUR Sex létu lífið í margra bíla árekstri nærri Jakarta á Indónesíu. Áreksturinn varð þegar lögregla stöðvaði um- ferð á vegamótum svo bílalest Susilo Bambang Yudhoyono for- seta kæmist óhindrað í gegn. Lög- reglu var fyrst kennt um árekstur- inn en síðar rútubílstjóra sem þótti aka óvarlega. VÍGAMAÐUR FELLDUR Íslamskur vígamaður, sem yfirvöld í Karachi grunar að hafi átt þátt í ráni og morði bandaríska blaðamannsins Daniel Pearl í Afganistan, féll í skotbardaga við lögreglu í Karachi. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA VIÐ HELLU Ungur öku- maður velti jeppabifreið heilan hring um hálf átta í gærmorgun á Suðurlandsvegi vestan við Hellu til móts við Lyngás í Holtum. Ökumaður slasaðist ekki alvar- lega, að sögn lögreglu á Hvols- velli. Hann var fluttur með sjúkrabíl. Bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Fljúg- andi hálka og strekkingshliðar- vindur úr norðri var á slysstað. MÚSLIMAR VIÐ SKÓLA Múslimar í Þýskalandi telja þrjár og hálfa milljón. Hugmynd um frídag þeim til handa veldur deilum. edda.is Ferðasögur Einars Einar Kárason Einar Kárason sýnir á sér nýja hlið í þessari skemmtilegu og óvenjulegu bók. Einar Kárason les úr bók sinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! M YN D H AL LD Ó R KO LB EI N S FRAMKVÆMDIR Þessa dagana fer fram útboð vegna niðurrifs húsa á Norðurbakka í Hafnarfirði og for- val vegna sölu byggingarréttar. Á svæðinu mun rísa bryggjuhverfi með um 440 íbúðum á sex fjöl- býlishúsalóðum og hefst uppbygg- ing strax næsta vor. Þá er að hefj- ast bygging á u.þ.b. 2.000 fermetra atvinnuhúsnæði í miðbæ Hafnar- fjarðar með verslunum á jarðhæð og skrifstofum og íbúðum á efri hæðum. Hafin er uppbygging 89 íbúða í fjölbýli á Rafhareitnum í Hafnarfirði og eiga þær að verða tilbúnar 2006. Samtals fjölgar íbú- um í miðbænum um allt að 1.500. Þá er verið að endurskipuleggja Thorsplan í hjarta bæjarins. Framkvæmdirnar í miðbæ Hafnarfjarðar eru í samræmi við niðurstöður íbúaþings sem haldið var í Hafnarfirði í október. Þar kom fram að íbúum er umhugað um að áfram þrífist þjónusta og mannlíf í miðbænum og telja þeir að til þess þurfi markvissar að- gerðir. Þeir kölluðu eftir aukningu á opinberri þjónustu, t.d. pósthúsi og sýsluskrifstofu eins og áður var og vildu fleiri græn og opin svæði. - ghs Hafnarfjörður: Útboð vegna bryggjuhverfis FRAMKVÆMDIR Í HAFNARFIRÐI Miklar framkvæmdir fara fram í miðbæ Hafnarfjarðar. Verið er að undirbúa byggingu bryggjuhverfis og svo er verið að byggja atvinnuhúsnæði. KVENNAFANGELSIÐ Í KÓPAVOGI Fangelsismálastjóri segir öfluga gæslu vegna sjálfsvíga vera í fangelsunum. Nýlega hafi allir fangaverðir verið á námskeiði til að greina og bregðast við einkennum fólks í sjálfsvígshugleiðingum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K 06-07 fréttir 17.11.2004 20.04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.