Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 41
Ný Playstation tölva Hvað á að vera í harða pakkan- um? Tölvuleikjafíklar og aðrir áhugamenn um tölvuleiki eru væntanlega komnir í startholurnar þó að enn sé rúmur mánuður til jóla. Ekki seinna vænna, enginn vill verða útundan þegar kemur að nýjungum og nýjum tölvuleikjum sem hreinlega eru rifnir út þegar þeir ber- ast. Hér eru nokkrir gripir sem gætu verið ofarlega á mörgum óskalistum fyrir þessi jól. Nýja Playstation tölvan er 75 prósentum minni en sú gamla og er á stærð við geislaspilara. Hún er með innbyggt netkort þannig að nú þarf bara að stinga í samband og þá er hægt að spila eftirlætis- leikina á netinu. Hún gefur stærri tölvunni ekkert eftir hvað varðar vinnslu og er hljóðlátari. Headset: Gerir mönn- um kleift að tala við sam- herja og móðga mótherja á netinu. Tilvalið fyrir þá sem spila mikið á net- inu. Eye toy stand alone: Myndavél sem gerir manni kleift að setja sjálfan sig inn í ákveðna tölvuleiki. Vegleg aukagjöf væri Karókí leik- urinn þar sem hljóðnemi fylgir með, þannig væri hægt að taka upp sjálfan sig, með mynd og hljóði, ekki leiðinlegt aðfanga- dagskvöld það. Og fyrir þá sem þegar eiga Playstation tölvur eru leikir alltaf vel þegnir, þar ber hæst að nefna Grand Theft Auto: San Andre- as en samkvæmt sölumanni hjá ELKO kemur leikurinn í skömmtum sem klárast jafnharðan svo vinsæll er hann. Fótboltafíklum væri til- valið að gefa FIFA 2005 og Pro Evolution Soccer svo að hægt sé að keppa í fótbolta langt fram eftir nóttu. F27FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 Það er ýmislegt sem ég hef áhyggj- ur af og víða er pottur brotinn. Alvar- legast af öllu þykir mér þátttaka Ís- lendinga í stríðinu í Írak. Það er óbæri- legt að vera aðili að þessum ósköpum. Þarna er verið að slátra saklausu fólki í hundrað þúsunda tali og enginn deplar auga. Kennaradeilan er mér einnig ofarlega í huga. Ástand í mál- efnum barna hér á landi er ekki bein- línis glæsilegt og óskiljanlegt að ekki hafi verið komið í veg fyrir það fyrir löngu síðan. Kennarar hafa verið samningslausir síðan í vor og það er hörmulegt að sjá þessa stétt niður- lægða, reiða og sára, og sæta hnútu- kasti frá ólíklegasta fólki sem ætti að skilja hvað er mikilvægt að kennarar geti stundað vinnuna sína glaðir og ánægðir. Eitt af því sem veldur mér nokkurri undrun er þróun umræðunnar um olíusamsærið. Ég vil varpa fram þeirri spurningu hvort Þórólfur Árnason hafi verið þar eini þátttakandinn. Allur þróttur virðist úr umræðunni eftir að búið er að koma honum frá. Ég horfi í kringum mig og mér finnst ég sjá upprisið óhugnanlegt of- beldi í þessu landi. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Menn tala um undirheima og lögmál- in þar, rétt eins og við búum á Sikiley. Að lokum vil ég gjarnan minnast á flóttann frá landsbyggðinni. Umræða um slíkt hljómar kannski eins og gömul lumma en ég sé ekki annað en stórir hlutar landsins muni leggast í eyði. Þetta er það sem ég hef áhyggjur af í bili og mér finnst eiginlega alveg nóg um. Til umhugsunar Guðrún Helgadóttir „...hörmulegt að sjá þessa stétt niðurlægða, reiða og sára...“ Niðurlægð kennarastétt FR ÉT TA B LA Ð IÐ :Þ Ö K Mest seldu bílarnir Íslendingar eru mikil bílaþjóð. Þetta eru mest seldu tegundirnar hjá topp fimm umboðunum. 1. sæti Toyota Sá bíll sem er mest seldur hjá Toyota er Yaris, og er verðið frá: 1, 3 milljón kr. 2. sæti Volkswagen Golfinn er vinsælasta týpan hjá Volkswagen og silfurgrár er í tísku. Verðið er frá 1,8 milljón kr. 3. sæti Honda Honda CRV er vinsælasti bíllinn hjá Honda. Verðið á honum er frá 2,9 milljón kr. 4. sæti Ford Focus bíllinn er mest selda tegund- in hjá Ford umboðinu. Verðið á honum er frá 1,6 milljón kr. 5. sæti Subaru Legacy er vinsælasta tegundin frá Subaru. Verðið þar er frá 2,6 millj- ón kr. ! 06-07-F2 17.11.2004 13:14 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.