Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 18
18 HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Ég vona að þeir hafi náð góðu sam- komulagi,“ segir Magni Kristjánsson, skipstjóri, bæjarfulltrúi og menning- arforkólfur í Neskaupstað, um fund Davíðs og Powells í fyrradag. „Ég hef nú ekki mikið vit á þessum málum er en hlynntur veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og tel að það sé nauðsynlegt að hafa einhverjar varnir í landinu.“ Magni segist eiga erfitt með að meta það persónulega hvort núverandi styrkur liðsins sé nægur eða hvort nauðsynlegt sé að efla það, „enda treysti ég ráðamönnum í þeim efnum“. Óvissa hefur ríkt um framtíð varnarmálanna og hefur Magni trú á að Davíð, flokksbróðir hans, geti lent þeim farsællega. „Hann er að minnsta kosti einna lík- legastur til að geta gert það.“ Fylgjendur veru varnarliðsins hafa ýmist nefnt öryggisrökin eða at- vinnurökin máli sínu til stuðnings. Magni segist skilja sjónarmið Suður- nesjamanna í þeim efnum en þau séu ekki ofarlega í hans huga hvað varðar framtíð liðsins á Íslandi. „At- vinnumálin eru ekki aðalatriðið hjá mér, varnirnar eiga að vera fyrir hendi og það styrkar.“ ■ MAGNI KRISTJÁNSSON Vill styrkar varnir FUNDUR DAVÍÐS OG POWELLS SJÓNARHÓLL „Verslunarmenn gerðu kjarasamninga í vor og þeir koma ekki til endurskoðun- ar fyrr en næsta haust,“ svarar Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Lands- sambands íslenskra verslunarmanna, spurð frétta af kjaramálum á hennar bæ. Hún viðurkennir að blikur séu á lofti og forsendur samninganna jafnvel komnar að ystu mörkum. „Þetta lítur í það minnsta út fyrir að vera í stór- hættu,“ segir hún og vísar til verðbólg- unnar. Þegar samningurinn var gerður töldu Ingibjörg og hennar fólk hann góðan en eins og gengur getur margt breyst á stuttum tíma. Hún er þess annars fegin að standa ekki í samningamálum þessa dagana og má greina á henni að slíkt stúss sé heldur leiðingjarnt. Þrátt fyrir það fylgist hún grannt með gangi mála og hefur vitaskuld áhyggjur af efnahagsþróun- inni. „Það er til dæmis mikilvægt að fólk sýni aðgát í þessu mikla lánafram- boði og gæti sín á að nota ekki lánin í hefðbundna neyslu.“ Ingibjörg fagnar því engu að síður að fólk geti fengið lán til langs tíma á lægri vöxtum en lengi tíðkuðust en óttast að einhverjir reisi sér hurðarás um öxl. Hún hefur annars hlaupið af einum fundinum á annan síðustu daga og vik- ur enda nóvembermánuður annasamur í verkalýðshreyfingunni. „Það er mjög fundaglatt á þessum tíma, erlent sam- starf nær hámarki um þetta leyti árs og eins er mikið fundað innan Alþýðusam- bandsins,“ segir Ingibjörg, sem færir all- ar sínar áætlanir inn í lófatölvu og veit vart hvert hún er að fara án þess að kíkja í hana. ■ Kjarasamningar í stórhættu HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? INGIBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR, FORMAÐUR LÍV 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Mörg hundruð milljónir í snjómokstur á árinu Þegar snjó festir fara allra handa tæki af stað til að ryðja vegi, götur, stíga og plön. Vegagerðin ver milljarði króna í snjómokstur á þessu ári og Reykjavíkurborg yfir 200 milljónum. Kostnaður annarra sveitarfélaga, fyrirtækja og húsfélaga bætist svo ofan á. SNJÓMOKSTUR Það kostar sitt að losna við snjóinn. Ætla má að sam- félagið greiði samanlagt hátt í tvo milljarða króna í snjómokstur á ár- inu 2004 og er það meira en ráð var fyrir gert, í það minnsta stefnir í að Reykjavíkurborg verji yfir 30 milljónum króna meira til verksins en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. „Það er ljóst að við förum eitt- hvað fram úr því sem áætlað var,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík. „Það kom erfið- ur kafli um ára- mótin sem eyk- ur kostnaðinn en annars er þetta að mestu fastur kostnað- ur þar sem við erum með fast- an mannskap í þessu sem gengur vaktir, sama hvernig viðrar.“ Sá góði hópur manna fylgist vita- skuld grannt með veður- spánni og er ávallt tiltækur þegar snjókoma er í aðsigi. Þegar betur viðrar og enginn er snjórinn reynir Sigurður að finna mannskapnum eitthvað annað að gera. Í áætlun Vegagerðar ríkisins fyrir árið var rúmum milljarði króna varið til svokallaðrar vetrar- þjónustu, sem að langmestu er snjómokstur. Búist er við að sú áætlun standi. Það stendur upp á Vegagerðina að ryðja vegi landsins en sveitarfélögin sjá um mokstur innan bæjarmarka. S n j ó m o k s t u r s k o s t n a ð u r Reykjavíkurborgar er miklu meiri en annarra sveitarfélaga og til samanburðar má nefna að í áætlun- um Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 var gert ráð fyrir að snjó- mokstur og hálkueyðing kostaði samanlagt tæpa 21 milljón króna. Erfitt er að slá á kostnað einka- aðila við snjómokstur en ljóst er að hann er talsverður. Bílaplön versl- ana og fyrirtækja þurfa að vera hrein og fín svo viðskiptavinirnir sveigi ekki í burtu enda leiðinlegt að arka skaflana til að ná sér í mjólkurpott eða sokkabuxur á börnin. Viðmælendum Fréttablaðs- ins úr mokstursheimum sögðu ómögulegt að slá á meðalverð, kostnaðurinn færi algjörlega eftir plönum. Þau eru enda miserfið, sum lögð eyjum sem þarf að fara varlega í kringum en önnur renni- slétt og þægileg. Svo spilar inn í hvort margir bílar standi á þeim meðan mokstur fer fram en slíkt kallar auðvitað á enn meiri var- kárni. Að öllu sögðu má slá á að snjó- mokstur á árinu 2004 nemi samtals vel yfir einum milljarði króna og teygi sig líklega hátt í tvo milljarð- ana. Einhverjum kann að finnast blóðugt að horfa á eftir öllum þess- um peningum í að moka burtu mjöll næturinnar en víst er að ekki er hægt að láta snjóinn bara bráðna, slíkt getur jú tekið margar vikur og jafnvel mánuði. bjorn@frettabladid.is GÖNGUSKÍÐI, BINDINGAR, STAFIR OG SKÓR FYRIR BYRJENDUR KOSTA UM 20.000 KRÓNUR. Miðað er við verð í nokkrum skíðabúðum víðs vegar um land. Davíð í Bandaríkjunum: Hittir Clint- on í dag FERÐALAG Davíð Oddsson utanrík- isráðherra verður viðstaddur opn- un forsetasafns Bills Clinton í heimabæ hans Little Rock í Ark- ansas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Þar verður eitt og annað til sýnis sem tengist forsetaferli Clintons, auk persónulegra muna. Fyrir- mennum úr heiminum öllum er boðið til hátíðarinnar og líklegt að kátt verði á hjalla. - bþs Í GARÐINUM HJÁ DAVÍÐ Clinton-hjónin komu til landsins fyrr á ár- inu og sóttu meðal annars Davíð og Ástríði heim í Skerjafjörðinn. Í dag hittir Davíð Clinton í hans gamla heimabæ, Little Rock. FLUGMÁL „Það er töluverð starf- semi hjá okkur,“ segir Arngrímur Jóhannsson um hið 68 ára gamla Flugmálafélag Íslands en hann var endurkjörinn forseti félagsins á þingi þess fyrir skemmstu. „Þetta er grasrótarhreyfing og við snúumst í öllu sem við kemur flugi. Félagið á aðild að alþjóða- samtökum og nú eru aðalmálin breyttar reglur um læknisskoðan- ir og ábyrgða- og skírteinamál fyrir einkaflugmenn.“ Áhugi Arngríms á flugi og flugmálum ríður ekki við einteyming og vart hefur annað komist að í lífi hans. Sem polli varði hann dögunum við flugvelli og fylgdist með vélunum koma og fara. Þessu er öðruvísi háttað í dag. „Fjórtán ára strákur fer ekki lengur út á Reykjavíkurflugvöll til að skoða flugvélar. Öryggis- málin verða sífellt stífari og stíf- ari og áhugamönnum er haldið frá flugvöllum,“ segir Arngrímur heldur óhress með þróun mála því þetta bitnar óneitanlega á áhugan- um. „Það er synd að gráu hárun- um fjölgar á þessu áhugamanna- liði, það er ekki næg endurnýjun.“ Auk þess að flugvellirnir eru nú rammgerðari en fyrr viður- kennir Arngrímur að sportið sé dýrt og því ekki á allra færi að stunda það. Þrátt fyrir nokkurn vilja á Flugmálafélagið ekki at- hygli Arngríms óskipta, enn er hann stjórnarformaður Atlanta auk þess sem hann flýgur fyrir félagið og þjálfar flugmenn þess. Arngrímur hlær þegar hann er spurður hvort sé skemmtilegra: „Það er voða lítið spennandi að sitja við skrifborð,“ segir hann og stekkur upp í flugvél á leið til Ak- ureyrar. Á mánudaginn eru svo áfangastaðirnir Dubai og Kúala Lúmpúr. - bþs Arngrímur Jóhannsson, stjórnarformaður Atlanta, endurkjörinn forseti Flugmálafélagsins: Gráum hárum flugáhugamanna fjölgar ARNGRÍMUR JÓHANNSSON „Það er voða lítið spennandi að sitja við skrifborð.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI MOKAÐ AF BÍLASTÆÐUM BREIÐHYLTINGA Samson Jóhannsson er klár í slaginn þegar á þarf að halda. SIGURÐUR SKARP- HÉÐINSSON GATNAMÁLA- STJÓRI „Við förum eitthvað fram úr því sem áætl- að var.“ SELTJARNARNESIÐ HREINSAÐ Hreinn Sigurjónsson leggur bæjarstarfsmönnum á Nesinu lið við snjómoksturinn þegar mikið liggur við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 18-19 (24 klst) 17.11.2004 17.59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.