Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 45
Glæsilegt og fjölbreytt apparat Stendur undir útlitinu Snillingarnir í Sony ætla ekki að láta sitt eftir liggja í samkeppninni um miðstöð heimilisins. Þann fyrsta nóvem- ber hleypti Sony af stokkunum nýrri vöru, ofurtækinu Waio PCV W700G sem er sambyggt sjónvarp, hljómflutn- ingstæki, venjuleg borðtölva, dvd spilari og dvd upptökutæki sem gerir mönnum kleift að taka upp sjónvarpsefni á dvd disk. Waio er óneitan- lega glæsilega hönnuð og ekki er hún plássfrek því hægt er að skella lyklaborðinu upp þegar ekki er verið að nota hana. Waio er líka með þráðlausa tengingu þannig að ekki fer mikið fyrir snúrunum sem er óneitanlega mikill kostur. Þar að auki er græjan með innbyggðan brennara. Harði diskurinn er ekkert slor eða 200GB. Sony Waio Stássleg ekki satt? Og stendur við fyrirheitin sem er ekki verra.Vertu meistarakokk- ur með gaseldavél Eldað yfir bláum loga Margir vilja meina að gaselda-vélar séu það sem koma skal.Áður en rafmagnseldavélarn- ar komu til sögunnar eldaði fólk á gasi. Svo komu rafmagnseldavélarnar og gaseldavélarnar hurfu nánast úr eldhúsi einkaheimilanna. En sagan fer í hringi og það á líka við um eldhúsið, því Ís- lendingar eru í auknum mæli farnir að fjárfesta í gaseldavélum. Að sögn Guð- rúnar Jóhannesdóttur, verslunarstjóra hjá Kokku hefur hún orðið vör við þessa þróun. „Fólk er að leita eftir þess- ari snerpu sem gasið býr yfir og svo finnst fólki skemmtilegra að elda á gasi,“ segir Guðrún og bætir við að þótt nýjar gerð- ir venjulegra rafmagnseldavéla séu að verða snarpari finnist fólki að það sé meiri stemning yfir eldamennsku á gasi. „Það er þessi blái logi sem býr til einhverja stemningu.“ Guðrún bendir á að þegar gaseldavélin sé tengd sé best að fá fag- mann til verks, þar liggi í raun mesta hættan, að einhverjir fari að garfa í þessu sjálfir og tengi hlutina vitlaust. Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, bakari og ókrýndur hirð- kokkur Íslands um þessar mundir, er með gaseldavél heima hjá sér og lætur vel af því. „Það er meiri „action” í kring- um eldamennsku á gasi, og hún er fyrir vikið skemmtilegri,“ segir Jói glaðbeitt- ur. „Hitinn er fljótari að koma og mað- ur ræður betur við hann á gasinu. Mað- ur getur ekki treyst tölunum 1 - 6 á raf- magnseldavélunum,“ segir hann og bætir við að eldamennskan sé sneggri á gasinu. „Þegar maður er að elda ferskan mat, sem á að vera snöggsteiktur, þá er betra að vinna á gasi“. Jói segir að fólk verði einmitt að passa sig á þessari snerpu þegar það er að byrja að elda yfir gasi, til dæmis tek- ur tvær til þrjár mínútur að glæra lauk á rafmagnseldavél, en hann geti brunnið á 20 sekúndum á gasinu. „En þetta er bara ákveðin þjálfun sem er fljót að koma,“ segir hann. Jóhannes segir að margir séu hræddir við að vera með gaseldvélar inni á heimilum sínum þar sem þeir óttist að börnin fikti í þeim. „Sá ótti er þó algjörlega óþarfur. Það þarf að halda inni hnöppum og kveikja með öðrum. Maður þarf að nota báðar hendur til þess að gasið fari að virka“. ● F211FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 Jói Fel „Þegar maður er að elda ferskan mat, sem á að vera snöggsteiktur, þá er betra að vinna á gasi“ 10-11-F2 17.11.2004 14:01 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.