Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 52
Ljós úr smiðju danska
hönnuðarins Louis Poulsen eru
mörg hver orðin að nútíma klassík,
svo sem PH loftljósin, sem Poul Henningsen
hannaði. Eitt það nýjasta er Enigma, sem
kom á markað fyrir rétt rúmu ári, en þykir nú
þegar eitt það flottasta sem völ er á.
Hönnuðurinn er japanskur, Shoichi Uchiyama,
en hann vann ein þekktustu hönnunarverðlaun heims fyrir
ljósið á síðasta ári. Enigma er fáanlegt í húsgagnaversluninni Epal
í Skeifunni og kostar um 45 þúsund krónur.
Hönnun baðherbergja hefur tekið miklum stakkaskipt-um á undanförnum árum og er úrvalið af vöskum,blöndunartækjum, baðkerum, sturtum og innrétting-
um orðið mun fjölbreytilegra en áður.
Efnisval og litaframboð á handlaugum er nú nær óendan-
legt og einskorðast ekki lengur við hvítt. Stórir, kantaðir
vaskar úr hvítu postulíni eru vinsælir, en einnig kringlótt-
ir vaskar úr gleri eða stáli, sem jafnvel eru látnir
sitja ofan á borðplötu líkt og um þvottaskál sé
að ræða.
Eins eru komin fram á sjónarsviðið salerni
sem bera vott um nýstárlega og vandaða hönn-
un. Algengasta efnið í salernin er enn postulín
þó svo að einnig sé hægt að fá salerni úr stáli.
Þá eru til ótal útgáfur af baðkerum úr alls
kyns efnum, en auk postulíns er hægt að baða
sig í keri úr gleri, stáli eða viði.
Hönnuðir keppast jafnframt við að hanna
blöndunartæki sem gleðja augað, því ekki er
notagildið lengur það eina sem huga þarf að.
Flísar og gler eru þau efni sem hvað mest
eru notuð í hönnun baðherbergja um þessar
mundir. Hreinar línur og hvöss horn eru alls-
ráðandi og mínimalisminn er í fyrirrúmi.
Jarðarlitir eru vinsælir enda gefa þeir rýminu
aukinn hlýleika og skapa afslappað andrúms-
loft. Leyfilegt er að blanda saman litum og efn-
um, og flísalagnir eru ekki lengur einskorðaðar
við að hafa eina gerð flísa á gólfum og aðra á
veggjum. Nú er algengt að flísalagt sé úr sömu
flísum á gólf og upp á veggi. Ef fleiri en ein teg-
und flísa er notuð á baðherberginu, er það til að
mynda gert til að ná fram dýpt, eða jafnvel til
þess að afmarka rýmið á einhvern hátt.
Baðkör eru nú oft steypt og flísalögð með
sömu flísum og notuð eru á gólf. Þá eru þau
jafnvel niðurgrafin í gólf þannig að rýmið virki
sem stærst og sem mestur heildarsvipur náist á
herbergið.
Töluvert minna er um það nú en áður að
fólk fái sér staðlaðar innréttingar í baðherberg-
in, heldur láti sérsmíða og nái þannig fram
þeim stíl sem sóst er eftir.
Þeir sem vilja fara óhefðbundnar leiðir geta
sótt sér innblástur í alþjóðlegar hönnunarsýning-
ar erlendis þar sem sjá má mörg dæmi um baðherbergi
þar sem ímyndunaraflinu hefur verið gefinn laus taumur.
Dæmi eru um baðherbergi þar sem flísalagt er hólf í gólf með
flísum með áprentuðum, litríkum myndum og mynstrum úr
öllum áttum. Til eru fyrirtæki erlendis sem sérframleiða flís-
ar með áprentuðum myndum að eigin
vali. Hægt er með þeim að skapa hvaða stemningu sem er í
baðherberginu. Þá er skemmtilegt að segja frá því að fram-
leiddur hefur verið baðherbergisvaskur úr gleri sem nýta má
einnig sem fiskabúr, eins og sýnt er hér á mynd. ●
F2 18 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Allt
leyfilegt í
baðherbergjum
Skrautlegir litir og villt
munstur Þeir sem eru orðnir
þreyttir á ljósum, dempuðum litum
og almennt þeirri miklu naumhyggju
sem hefur tröllriðið innanhúshönnun
undanfarin ár geta tekið gleði sína á
ný. Skrautlegir litir og villt munstur er
það sem koma skal. Fyrir vikið hafa
óvenjuleg og sérdeilis litrík munstur
austurríska arkitektsins og húsgagna-
hönnuðarins Josefs Frank gengið í
endurnýjun lífdaga en hann skildi eft-
ir mikla arfleið af vefnaðarvöru og
veggfóðri með myndum af öllu milli
himins og jarðar, allt frá blómum og
fuglum til skýjalínu Manhattan. Frank
flúði Austurríki á fjórða áratug síð-
ustu aldar og settist að í Stokkhólmi.
Þar varð hann aðalhönnuður innan-
hússverslunarinnar Svenskt Tenn.
Munstur hans birtast í ýmsu formi á
lampaskermum, gardínum, borðdúk-
um eða sófaáklæði og fyrir þá allra
bröttustu sem veggfóður. Sjá
www.svenkttenn.se
18-19-F2 17.11.2004 13:24 Page 2