Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 33
7FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til
að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf-
urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
HRUND Heildsöludr.
sími: 554 4025
Glycerodermine Allra fóta
Allra handa áburður
Nýjasta gínutískan í New York-borg
í Bandaríkjunum er kærkomin fyrir
þær konur sem hafa almennilega
rassa og læri. Gínur eru farnar að
líkjast meira Jennifer Lopez og
Beyoncé en þær eru þekktar fyrir
að hafa stærri afturenda en góðu
hófi gegnir í poppbransanum þó
lítill sé.
Jennifer Lopez var sú fyrsta
sem boðaði að stórir rassar væru
flottir og rapp- og hiphoptón-
listin hefur ítrekað það að konur
með almennilega rassa og
mjaðmir geta hreyft sig flottar.
Fyrirtækið EckoRed byrjaði
á þessari nýju gínutísku fyrir
tæpum tveimur árum og hefur
sala á þeim þrefaldast. Fleiri
fyrirtæki hafa fylgt fordæmi
EckoRed og hafa hafið fram-
leiðslu á gínum sem nota allt frá
stærðum 14 og upp í 28. ■
Í byrjun mánaðarins voru bresku
tískuverðlaunin (British fashion
awards) veitt við hátíðlega athöfn
í Victoria and Albert Museum í
London. Titillinn „Tískuhönnuður
ársins“ féll þetta árið í skaut hinni
31 árs gömlu Phoebe Philo sem
hefur verið aðalhönnuður tísku-
hússins Chloé frá árinu 2001.
Það var bítladóttirin Stella Mc-
Cartney sem áður hafði sinnt
starfinu og Phoebe var hennar að-
alaðstoðarmanneskja, en þær hafa
fylgst að síðan þær voru saman við
nám í hinum virta hönnunarskóla
Central Saint Martins í London.
Það kom fáum á óvart að hin
unga Phoebe, sem á von á sínu
fyrsta barni í næsta mánuði,
skyldi hreppa titilinn í ár en hún
hefur hlotið mikið lof tísku-
spekúlanta alveg síðan hún sýndi
sína fyrstu línu vorið 2002.
Aðrir verðlaunahafar þetta
kvöld voru til dæmis Alexander
McQueen fyrir bestu herralínuna,
en hann hefur fimm sinnum verið
kosinn tískuhönnuður ársins,
Giles Deacon sem var valinn besti
nýliðinn og Mulberry sem fékk
verðlaun fyrir flottustu fylgi-
hlutina. ■
Tískuhönnuður ársins
Phoebe Philo hlaut bresku tískuverðlaunin.
Gínur með rassa vinsælar
Gínurnar stækka í tískuborginni.
Þó að rassinn á Jennifer Lopez teljist
stór í Hollywood er hann ansi flottur og
góð fyrirmynd.
Ilmkertið er á 2.185 krónur, ilmm-
molarnir á 1.425 krónur og pomander
á 4.370 krónur.
Nýr ilmur
Nýjungar L’Occitane
Í ár er jólaþemað í versluninni
L’Occitane Ilmsölumaðurinn, sem
tengist sögu um ilmsölumann sem
fór í árlegar ferðir um Provence-hérað
í Frakklandi stuttu fyrir jól. Hann fyllti
körfur sínar af ilmandi blómum, jurt-
um og ýmsum ilmandi varningi og
bauð þeim sem hann hitti.
Í ár kemur mikið af nýjum ilmvörum í
verslunina L’Occitane og eru þær
bæði fyrir heimilið og líkamann. Það
sem er nýtt um þessar mundir er ilm-
kerti, ilmmolar og svokallað pomand-
er til að láta ilmmolana í. Verslunin er
við Laugaveg 76 í Reykjavík.
32-33 tíska ofl (06-07) 17.11.2004 14:49 Page 3