Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 84
40 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Ef ég mun einhvern tímann verða svo heppinn að hitta sænsku tón- listarkonuna Stinu Nordenstam mun ég neyðast til þess að höggva af mér höndina til að færa henni að gjöf. Þessi yndislega stúlka hefur gefið mér svo mikið í gegn- um árin að ég skulda henni ein- hverja gjöf sem er nægilega tákn- ræn til þess að hún átti sig á því hversu mikil áhrif hún hefur haft. Og hún er ekkert hætt að gefa, því nú skilar hún af sér sinni sjöttu breiðskífu og er enn að bæta perlum í safnið. Stina hefur í gegnum árin lagt sig alla fram við að breyta um stíl með hverri plötu, en núna í fyrsta skiptið slakar hún á þeirri kröfu sinni. Út- setningum og áferð svipar mjög til meistarastykkis hennar, And She Closed Her Eyes, og það gæti ekki verið sjálfsagðara. Á þeirri plötu, sem og þessari, er Stina al- gjörlega í sínum eigin hljóðheimi sem enginn hefur náð að endur- skapa. Sigur Rós gerði þó ágætis tilraun til þess í laginu Ný batterí. Einkennismerki Stinu er barnaleg röddin og raddútsetning- ar hennar, djassrætur hennar, melankólískar lagasmíðarnar og smekklegar útsetningarnar. Lögin eru vanalega smíðuð utan um eitt hljóðfæri og rödd, oftast raf- magnsgítar eða píanó. Hér og þar kíkja svo einfaldir strengir í heimsókn, eða einmanaleg blást- urshljóðfæri. Á þessari plötu er lítið um trommur og hin hljóð- færin öll mjög vingjarnleg og bíta ekki. Enda fer það Stinu sérstak- lega illa að urra. Það væri eins og að sjá hænuunga með hundaæði. The World Is Saved er ótrúlega sterk heild og einfaldlega besta plata Stinu í mörg ár. Það eru stór orð, þar sem hún hefur aldrei gert lélega plötu á sínum ferli. Það eina sem er að þessari sérvitru sænsku snót er það að hún er svo lokuð í sinni eigin skel að hún kemur aldrei fram á tónleikum eða gefur viðtöl. Hún tjáir sig þó opinskátt í gegnum texta sína, að þessu sinni um ástarsamband þar sem hún var augljóslega hin kon- an. Æi, ég er búinn að röfla um þessa konu í mörg ár, treystið mér bara... tékkið á þessari plötu. Birgir Örn Steinarsson Lengi lifi skammdegið STINA NORDENSTAM: THE WORLD IS SAVED NIÐURSTAÐA: Sænska skammdegisdrottningin Stina Nordenstam skilar af sér sinni bestu plötu í mörg ár. Ekki láta þessa renna framhjá ykkur. ■ TÓNLIST ■ FÓLK [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Í kvöld verður keppt til úrslita í tónlistarkeppninni The Global Battle of the Bands sem Tónlistar- þróunarmiðstöðin stendur fyrir. Þær fimm hljómsveitir sem keppa til úrslita eru: A Living Lie, Pan, Lights on the Highway, The Telepathetics og Benny Crespo’s Gang. Sú hljómsveit sem stendur uppi sem sigurvegari vinnur ferð til London þann 30. nóvember og keppir fyrir Íslands hönd í heimsúrslitum keppninnar í London Astoria-tónleikahöllinni. Heimsmeistara hljómsveita bíða svo litlar sjö milljónir króna í verðlaunafé. Hljómsveitin 200.000 naglbítar tók þátt í heimsúrslitunum í fyrra en tókst ekki að sigra. Í dómnefnd í kvöld eru Smári Jósepsson (Fréttablaðinu), Arnar Eggert Thoroddsen (Morgunblað- inu), Einar Kristjánsson (12 tón- um), Ólafur Páll Gunnarsson (Rás 2) og Andrea Jónsdóttir (Rás 2). Keppnin hefst stundvíslega klukkan 19.00. ■ Jamie Kennedy er orðinn góð- kunningi íslenskra sjónvarpsá- horfenda úr þættinum Jamie Kennedy Experiment sem hefur verið sýndur á Skjá einum við miklar vinsældir. Þessi heims- frægi grínisti er nú væntanlegur hingað til lands og mun hann stíga á stokk á Broadway og skemmta okkur með sínu víðfræga uppi- standi. Þetta er stærsti uppistandar- inn sem kemur hingað til lands síðan Jerry Seinfeld kom fyrir nokkrum árum. Aðeins eru 800 miðar í boði en til samanburðar má nefna að þegar Seinfeld skemmti seldist upp á fjórar sýn- ingar eða alls 4.000 miðar. Jamie eyðir vanalega miklum hluta uppistandsins í að segja frá hrak- förum sínum við að reyna að „meika það“ og munu Íslendingar líklegast fá forvitnilega sýn inn í harðan heim Hollywood. Næsta hlutverk Jamie er í tölvuteiknuðu grímyndinni „Ro- bots“ frá 20th Century Fox og höf- undum „Ice Age“. Þar leikur hann á móti stórstjörnum eins og Halle Berry, Ewan McGregor, Mel Brooks og Robin Williams. Uppi- standið fer fram 30. desember og ætlar Jamie alls ekkert að flýta sér af landi brott. Hann hyggst dvelja á Íslandi til 4. janúar og mun því upplifa ekta íslenskt gamlárs- og nýárskvöld. Upplýs- ingar um miðasölu verða tilkynnt- ar fljótlega og líklegast mun hún hefjast fyrir lok mánaðarins. ■ 200.000 NAGLBÍTAR Hljómsveitin keppti í heimsúrslitum The Global Battle of the Bands á síðasta ári. Sæti á HM í húfi Jamie Kennedy til landsins JAMIE KENNEDY Mun heilsa upp á Ís- lendinga í desember og fær að kynnast ís- lenskum áramótum. 84-85 auka fólk (40-41) 17.11.2004 19.29 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.