Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 6

Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 6
6 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Hugmynd þýsks þingmanns veldur hörðum deilum: Vilja ekki íslamskan helgidag ÞÝSKALAND, AFP Hugmynd eins þingmanna Græningja um að lög- festa íslamskan helgidag sem þjóðarfrídag hefur mætt harðri gagnrýni í Þýskalandi. Jürgen Trittin, umhverfisráðherra flokksins, sem lýsti sig opinn fyrir umræðu um hugmyndinni, fékk að kenna á því og söluhæsta dagblað Þýskalands, Bild, sagði hann hafa tapað glórunni. Þýski þingmaðurinn Hans- Christian Ströble setti hugmynd- ina fram fyrstur þingmanna og stakk upp á því að tekinn yrði upp íslamskur helgidagur, til dæmis við lok Ramadan, í stað kristilegs helgidags. Síðar sagði hann upp- töku íslamsks helgidags ekki þurfa að koma í stað kristilegs helgidags. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa lýst sig andvíga hugmyndinni. Marieluise Beck, fulltrúi Græningja í þingnefnd um aðlögun innflytjenda, vísaði henni á bug á þeirri forsendu að hvergi í Þýskalandi væru múslim- ar í meirihluta. Otto Schily innan- ríkisráðherra setti sig upp á móti henni og sagði nóg af hátíðisdög- um fyrir. „Með fullri virðingu og umburðarlyndi, Þýskaland er land með vestrænar og kristnar ræt- ur,“ sagði Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata. Sjálfsvíg í íslenskum fangelsum fátíð Sjálfsvíg í fangelsi hafði ekki verið framið í sex ár þegar kona svipti sig lífi í vikunni. Forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi ráðherra bréf þar sem segir að núverandi ástand gagnvart geðsjúkum föngum sé óásættanlegt. FANGELSISMÁL Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að ekki hafi legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálf- víg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af af- plánuninni. Í fang- elsunum séu ein- staklingar í lang- tímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. En Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðis- ráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangels- isyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðir- inn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgar- viðbrögð föðurins en segir jafn- framt að tæki séu í hverjum ein- asta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjör- lega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráð- herra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðun- andi með öllu gagnvart sjúkling- unum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. „Geðsjúk- ir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufær- ir og hafa slæm áhrif á andrúms- loftið innan veggja fangelsanna,“ segir í bréfinu. Mat Fangelsis- málastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjón- ustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er þar starfandi sálfræðing- ur í 80 prósenta starfi. hrs@frettabladid.is 82 ára kona: Réðst með öxi á makann JAPAN, AP 82 ára gömul japönsk kona réðst með öxi á áttræðan eig- inmann sinn vegna þess að hana grunaði að hann héldi framhjá sér. Konan réðist á eiginmann sinn þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu og hjó hann nokkrum sinnum í höfuð- ið með öxinni. Dóttir hjónanna vaknaði við öskur móður sinnar. Þegar hún sá föður sinn liggja blóðugan í rúminu hringdi hún og bað um sjúkrabíl. Faðir hennar var fluttur á sjúkra- hús og liggur þar meðvitundarlaus. Eiginkonan viðurkenndi verkn- aðinn. Hún sagðist hafa fyllst hatri og viljað drepa mann sinn. ■ STJÓRNARHERMAÐUR Tugir hafa látist í óeirðum á Fílabeins- ströndinni síðustu daga. Fílabeinsströndin: Bann við vopnasölu FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt bann við vopnasölu til stjórnvalda á Fílabeinsströndinni. Samþykkt öryggisráðsins fylgir í kjölfar árása stjórnarhermanna á franska hermenn sem voru við friðargæslu í landinu. Öryggis- ráðið hótaði einnig að beita landið viðskiptaþvingunum ef stjórnvöld og uppreisnarmenn í norðurhluta landsins hefja friðarferli sitt ekki aftur innan mánaðar. Stjórnvöld á Fílabeinsströnd- inni brugðust illa við og sökuðu Sameinuðu þjóðirnar um að taka afstöðu með fyrrverandi nýlendu- herrum Fílabeinsstrandarinnar, Frökkum. ■ ,,Í fangels- unum eru einstakling- ar í lang- tímavistun sem virki- lega þurfa á geðdeild- arvistun að halda og hefðu feng- ið hana á undan kon- unni. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað voru framleiðendur Hafsinsdæmdir til að greiða háar skaðabætur vegna brunans í frystihúsinu í Neskaup- stað? 2Hvað hét stjórnandi hjálparsamtak-anna CARE sem tekin var af lífi í Írak? 3Hversu hátt er útsvarið orðið íReykjavík? Svörin eru á bls. 50 GÓÐUR NEMANDI Hilmar Konráðsson, aðaleigandi Verktaka Magna, sagði Valgerði Sverrisdóttur, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hafa verið fljóta að læra á gröfuna sem hún notaði við skóflustunguna. Bensín: Atlantsolía í Reykjavík VIÐSKIPTI Fyrsta skóflustunga að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík var tekin í gær. Stöðin mun rísa á lóð Sprengisands við Bústaðaveg. Það var Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem tók skóflu- stunguna. Alls verða 35 bensín- stöðvar starfræktar í Reykjavík þegar þessi verður risin. „Við erum þakklát borgaryfir- völdum,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. „Sér- staklega Þórólfi Árnasyni borgar- stjóra fyrir framgöngu hans í málinu. Það er ljóst að Reykvík- ingar hafa beðið eftir Atlantsolíu, enda hefur verðmunur á milli Reykjavíkur og nágrannabæjar- félaga oft verið talsverður.“ - ghg ■ ASÍA MARGRA BÍLA ÁREKSTUR Sex létu lífið í margra bíla árekstri nærri Jakarta á Indónesíu. Áreksturinn varð þegar lögregla stöðvaði um- ferð á vegamótum svo bílalest Susilo Bambang Yudhoyono for- seta kæmist óhindrað í gegn. Lög- reglu var fyrst kennt um árekstur- inn en síðar rútubílstjóra sem þótti aka óvarlega. VÍGAMAÐUR FELLDUR Íslamskur vígamaður, sem yfirvöld í Karachi grunar að hafi átt þátt í ráni og morði bandaríska blaðamannsins Daniel Pearl í Afganistan, féll í skotbardaga við lögreglu í Karachi. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA VIÐ HELLU Ungur öku- maður velti jeppabifreið heilan hring um hálf átta í gærmorgun á Suðurlandsvegi vestan við Hellu til móts við Lyngás í Holtum. Ökumaður slasaðist ekki alvar- lega, að sögn lögreglu á Hvols- velli. Hann var fluttur með sjúkrabíl. Bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Fljúg- andi hálka og strekkingshliðar- vindur úr norðri var á slysstað. MÚSLIMAR VIÐ SKÓLA Múslimar í Þýskalandi telja þrjár og hálfa milljón. Hugmynd um frídag þeim til handa veldur deilum. edda.is Ferðasögur Einars Einar Kárason Einar Kárason sýnir á sér nýja hlið í þessari skemmtilegu og óvenjulegu bók. Einar Kárason les úr bók sinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! M YN D H AL LD Ó R KO LB EI N S FRAMKVÆMDIR Þessa dagana fer fram útboð vegna niðurrifs húsa á Norðurbakka í Hafnarfirði og for- val vegna sölu byggingarréttar. Á svæðinu mun rísa bryggjuhverfi með um 440 íbúðum á sex fjöl- býlishúsalóðum og hefst uppbygg- ing strax næsta vor. Þá er að hefj- ast bygging á u.þ.b. 2.000 fermetra atvinnuhúsnæði í miðbæ Hafnar- fjarðar með verslunum á jarðhæð og skrifstofum og íbúðum á efri hæðum. Hafin er uppbygging 89 íbúða í fjölbýli á Rafhareitnum í Hafnarfirði og eiga þær að verða tilbúnar 2006. Samtals fjölgar íbú- um í miðbænum um allt að 1.500. Þá er verið að endurskipuleggja Thorsplan í hjarta bæjarins. Framkvæmdirnar í miðbæ Hafnarfjarðar eru í samræmi við niðurstöður íbúaþings sem haldið var í Hafnarfirði í október. Þar kom fram að íbúum er umhugað um að áfram þrífist þjónusta og mannlíf í miðbænum og telja þeir að til þess þurfi markvissar að- gerðir. Þeir kölluðu eftir aukningu á opinberri þjónustu, t.d. pósthúsi og sýsluskrifstofu eins og áður var og vildu fleiri græn og opin svæði. - ghs Hafnarfjörður: Útboð vegna bryggjuhverfis FRAMKVÆMDIR Í HAFNARFIRÐI Miklar framkvæmdir fara fram í miðbæ Hafnarfjarðar. Verið er að undirbúa byggingu bryggjuhverfis og svo er verið að byggja atvinnuhúsnæði. KVENNAFANGELSIÐ Í KÓPAVOGI Fangelsismálastjóri segir öfluga gæslu vegna sjálfsvíga vera í fangelsunum. Nýlega hafi allir fangaverðir verið á námskeiði til að greina og bregðast við einkennum fólks í sjálfsvígshugleiðingum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K 06-07 fréttir 17.11.2004 20.04 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.