Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 6
HJÁLPARSTARF Margir þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Fjölskuldu- hjálp Íslands nú fyrir jólin er ungt fjölskyldufólk sem hreinlega nær ekki endum saman á laununum sínum, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskyldu- hjálparinnar. „Það er síaukin þörf fyrir aðstoð af þessu tagi,“ sagði hún og sýndi blaðamanni tölvupóst og bréf sem Fjölskylduhjálpinni höfðu borist víðs vegar frá. Þar var undan- tekningalaust verið að biðja um aðstoð til handa þeim sem hvorki áttu fjármuni fyrir mat né fatn- aði. Í sumum tilvikum var beðið um aðstoð fyrir ættingja sem ekki höfðu komið sér til að hafa sam- band sjálfir. Tiltekin félagsþjón- usta hafði meira að segja sent er- indi inn þar sem beðið var aðstoð- ar við fólk í sveitarfélaginu, sem átti tæpast málungi matar eftir hörmungar í einkalífinu en „var fyrir ofan mörk“ eins og það var kallað. „Það vill til að Fjölskylduhjálpin á marga velunnara og stuðningsað- ila, þannig að við getum sinnt þessum beiðnum,“ sagði Ásgerður Jóna,“ því þörfin er víða afar brýn.“ - jss 6 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Skjólstæðingar Mæðrastyrksnefndar: Nær þriðjungur af asískum uppruna HJÁLPARSTARF Nýjum Íslendingum af asískum uppruna sem leita sér aðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd hefur farið stórfjölgandi að undanförnu, að sögn Ragnhildar Guðmundsdóttur, formanns nefndarinnar, „Í þau fjögur ár sem ég hef verið hér hefur þeim farið stöðugt fjölgandi og nú er svo komið að þeir eru nær þriðjungur þeirra sem hingað koma,“ sagði Ragn- hildur. Hún kvaðst hafa miklar áhyggjur af þessari þróun, því oft reyndist fólkið vera skilríkjalaust, tala lítið, stundum ekkert, í ís- lensku og greinilega eiga í erfið- leikum. Sem dæmi má nefna föður sem kom með dóttur sinni meðan Fréttablaðið staldraði við. Hann hafði komið áður að sögn Ragn- hildar, skilríkjalaus, talaði ekki orð í íslensku en dóttirin, sem tal- aði hrafl, túlkaði fyrir hann. „Ég hef miklar áhyggjur af þessum hópi, sem stöðugt fer stækkandi,“ sagði Ragnhildur. „Ég hef áhyggjur af því hvernig líf þessu fólki er boðið upp á hér. Mér finnst að stjórnvöld þurfi að fylgj- ast betur með því og við hvaða kjör og aðstæður það býr. Við hljótum að hafa metnað til að láta fólkinu líða vel hér þegar það er einu sinni flutt til landsins.“ - jss Ungt fólk var í miklum meirihluta þeirra sem leituðu aðstoðar Mæðrastyrksnefndar og Fjöl- skylduhjálpar í gær. Einnig voru þar öryrkjar og eldri borgarar. All- ir áttu það sameiginlegt að fá úthlutað fatnaði og matvælum fyr- ir jólin. Þetta voru þöglir hópar, gjörsneyddir þeirri spennu sem alla jafna einkennir velmegandi landsmenn fyrir jólin. Fréttablaðið heimsótti bæki- stöðvar þessara tveggja hjálpar- samtaka á þessum síðasta úthlutun- ardegi fyrir jól. Áberandi voru ungar mæður sem voru að fá matvæli og ná sér í fatnað fyrir börnin sín. Fólkið var hreint og snyrtilegt, en fátæktin greinilegur fylgifiskur þess. Það valdi fatnað af kostgæfni og var sýnilega ekki að taka meira heldur en það vantaði. Eftirtektarverð var ung móðir með barn á handlegg. Hún var að leita að skjólfatnaði fyrir barnið sitt. Og mikil var gleðin í svipnum þegar hún fann góðan vatteraðan kuldagalla fyrir veturinn. Það snart. Síðan fór hún og náði í matar- skammtinn sinn og hvarf síðan út í aðventurökkrið. Hjá Mæðrastyrksnefnd var stöð- ugur erill. Auk þeirra fjölmörgu sem voru að leita sér aðstoðar streymdu inn sendingar frá einstak- lingum og fyrirtækjum, ýmist mat- væli, bækur eða fatnaður. Flosi Ólafsson Skruddumaður sendi tvo fulla bókakassa, Hagkaup sendu all- ar stærðir af nærfötum, hringt var frá fyrirtæki sem ætlaði að leggja inn peningaupphæð og einhver hafði skilið eftir hlass af glænýjum flauelsbuxum fyrir utan. Enginn vissi hver það var, en þær voru greinilega vel þegnar. Hjá Fjölskylduhjálp Íslands stóðu margir tugir fólks í biðröð í rigningu og hráslaga, þegar Frétta- blaðið bar að garði. Ósköp venjuleg- ir borgarar á öllum aldri, en yngra fólkið í meirihluta. Framlögin höfðu streymt inn, meðal annars frá þjón- ustuveri Íslandsbanka, sem lagði fram matvæli fyrir á 7. tug þúsunda króna. Ólafur Jóhann Ólafsson rit- höfundur kom færandi hendi í gær með fullan kassa af Sakleysingjun- um, nýjustu bókinni, og hafði hann áritað hvert einasta eintak. Þá hafði hann rétt Fjölskylduhjálpinni 250 þúsund krónur fyrir um hálfum mánuði. Þeim var varið til kaupa á kjöti, meðan annars stöflum af ham- borgarahrygg sem úthlutað var í gær. jss@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða ríki var fellt úr flokki frjálsraríkja á dögunum? 2Hver voru valin besta knattspyrnufólkársins af FIFA? 3Hver mun hita upp fyrir grínistannJamie Kennedy þegar hann kemur hingað til lands? Svörin eru á bls. 54 Einar Már Guðmundsson „Skemmtilestur“ „Bráðskemmtileg og fjörug bók.“ Þorsteinn Már, kistan.is „Konan mín hélt að ég væri að verða eitthvað skrítinn. Ég hló svo mikið.“ Gunnar Þórðarsson, tónlistarmaður „Mikið vor og glettni í þessari bók ... Einar Már beitir hér kunnuglegum aðferðum, blandar saman minnum há- og lágmenningar ... skemmtilestur.“ Gauti Kristmannsson, RÚV „Skáldið er í ham ... Bítlaávarpið er skemmtileg saga, stráksleg og gosaleg í sprúðlandi stílnum.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV 8. sæti Skáldverk Félagsvísindastofnun 7. – 13. des. 2. prentun uppseld 3. prentun á þrotum 1. prentun uppseld Fischernefndin: Fundað í hádeginu SAMKOMUR Haldinn verður fundur um Bobby Fischer í Iðnó í Reykja- vík í hádeginu í dag þar sem sagt verður frá ævi bandaríska skák- snillingsins, sem varð heims- meistari í „einvígi allra tíma“ í Reykjavík árið 1972. Á fundinum á að segja frá ávinningnum sem einvígið hafði í för með sér fyrir landið. - óká FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS FYLGST MEÐ ÚTHLUTUN HJÁLPARSAMTAKA TIL FÁTÆKRA NÝIR ÍSLENDINGAR Algengt er að nýir Íslendingar af asískum uppruna sem leita til Mæðrastyrksnefndar tali litla sem enga íslensku. JÓLAAÐSTOÐIN Þeir voru margir sem sóttu jólabjörgina í bú til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands á síðasta úthlutunardegi, sem var í gær. VERNDARENGILLINN Ásgerður Jóna Flosadóttir segir að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sé sannkall- aður verndarengill Fjölskylduhjálparinnar. Á myndinni eru hún og annar starfsmaður Fjölskylduhjálparinnar við hluta af ham- borgarhryggjunum sem hann gaf. Skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar Íslands: Fólk sem nær ekki endum saman NÁUNGAHJÁLP Framlögin streymdu til hjálparsamtakanna í gær í formi matvæla, peninga og jóla- gjafa. Meðan starfsfólk Mæðrastyrksnefnd- ar tók upp ný nærföt í öllum stærðum frá Hagkaupum, stormaði inn maður með bókakassa frá Skruddu, útgáfufélagi Flosa Ólafssonar. Öryggisvörður: Grunaður um íkveikju LÖGREGLA Öryggisvörður er grun- aður um að hafa kveikt í lyftara við Rúmfatalagerinn á Smára- torgi í Kópavogi aðfaranótt laug- ardags. Maðurinn tilkynnti sjálf- ur um eldinn og slökkti hann, en myndir úr eftirlitsmyndavél urðu til þess að maðurinn er grunaður um verknaðinn. Björgvin Björgvinsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Kópavogi, staðfesti að maðurinn hefði legið undir grun en hann vildi ekki segja til um hvort öryggisvörður- inn sæist beinlínis kveikja í lyft- aranum á eftirlitsmyndunum. Hann segir manninn neita sök en málið er enn í rannsókn. - hrs Ungt fólk í sárri neyð leitar hjálpar Það var fjölmennt í bækistöðvum Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands í gær, á síðasta úthlutunardegi fyrir jól. Í meirihluta var ungt fólk að fá úthlutað matvælum og ná sér í föt á börnin sín. Ungt fólk, sýnilega í sárri fátækt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.