Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 14

Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 14
14 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR SNJÓR Í KÍNA Fyrsti snjór vetrarins féll til jarðar í Peking á dögunum. Veturinn hefur verið óvenju hlýr þar eystra og það var ekki fyrr en í vikunni að menn þurftu að taka fram loð- húfurnar sínar. Kuldakastið kemur þó ekki í veg fyrir að laga og reglna sé gætt. Guantánamo: Fleiri ásakanir um pyntingar WASHINGTON, AP Bandaríska varn- armálaráðuneytið rannsakar um þessar mundir nýjar ásakanir um að fangar í Guantánamo-her- stöðinni séu pyntaðir og að her- menn villi á sér heimildir við yfir- heyrslur. Bandarísku frelsissamtökin hafa sýnt tölvupóst frá Alríkislög- reglunni þar sem fram kemur að FBI misbjóði að hermenn í Guantánamo villi á sér heimildir við yfirheyrsur og þykist vera alríkislögreglumenn til að nýta sér tengsl sem FBI hefur myndað við suma fangana. Tölvupósturinn gefur líka í skyn að fangar séu beittir harð- ræði í yfirheyrslum og að það sé gert með samþykki Bandaríkja- forseta, en bandarísk stjórnvöl hafa ávallt neitað því. Frelsissam- tökin komust yfir tölvupóstinn í krafti upplýsingalaga. Fangabúðirnar í Guantánamo hafa verið í kastljósinu um skeið en fyrrverandi fangar þar full- yrða að þeir hafi verið pyntaðir. Varnarmálaráðuneytið fullyrðir að varðhaldið í Guantánamo sé mannúðlegt og segist munu kom- ast til botns í málinu. ■ Svava í Sautján: Falsanir koma upp öðru hvoru VERSLUN Svava Johansen, kaup- maður í Sautján, segist verða tölu- vert vör við að fölsuð merkjavara sé flutt inn og seld hér á landi, t.d. þegar fólk reyni að skipta slíkum vörum í verslunum NTC. Þetta komi alltaf upp öðru hvoru og sé leiðinlegt því um svik séu að ræða. Sem betur fer sé tekið al- varlega á þessum innflutningi og í nágrannalöndunum sé tekið mjög harkalega á honum. „Við höfum séð ýmislegt fals- að, t.d. Diesel-vörur. Eitthvað hefur verið stöðvað en eitthvað hefur líka farið inn á markaðinn. Innflutningur á Stussy-vörum var á sínum tíma stöðvaður. Svo er líka mikið um falsaðar töskur frá Prada og Luis Vuitton,“ segir Svava. „Ég þekki vörurnar og sé að töluvert kemur frá Ameríku. Sum vara hefur aldrei verið framleidd hjá Gucci eða Luis Vuitton, samt er fölsuð vara komin á markað undir þekktum merkjum. Svo eru falsararnir líka að búa til ná- kvæmlega eins vörur og merkja- varan er,“ segir hún. Ekki er vitað hvar fölsuð merkjavara er seld. - ghs Morð á hjúkrunarkonum: Tveir hand- teknir PARÍS, AP Franska lögreglan handtók í gær tvo fyrrverandi vistmenn á geðsjúkrahúsinu í Pau í Suður- Frakklandi. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt tvær hjúkrunarkonur á hrottalegan hátt á laugardag. Önnur konan var afhöfðuð og höfði hennar stillt upp á sjónvarpstæki. Alls hafa átta menn verið hand- teknir vegna málsins, þar af nokkr- ir fyrrverandi vistmenn en sex hefur verið sleppt. Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur fordæmt glæpinn og segir hann lýsa villi- mennsku af hálfu gerendanna og vill að þeir sæti hámarksrefsingu þegar þeir eru fundnir. - bs Jólagjöf til þín Það er sælla að gefa en þiggja, þess vegna höfum við hjá Ömmubakstri ákveðið að bæta við einni flatköku í pakkana hjá okkur yfir jólin, þannig að þegar þú opnar flatkökupakka næst, þá færðu fimm flatkökur í staðinn fyrir fjórar. Svo viljum við óska öllum landsmönnum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsælls komandi árs. Starfsfólk Ömmubaksturs VIRKJANAFRAMKVÆMDIR „Verulegur áhugi og eindreginn vilji er meðal stjórnvalda til að einfalda umsókn- arferli fyrir virkjanaframkvæmd- ir,“ segir Helgi Bjarnason, skrif- stofustjóri orku- og stóriðjumála. Horft er til Noregs þar sem ein- ungis er sótt um eitt leyfi. Öllum upplýsingum er safnað saman af þeim sem endanlega veita leyfið. „Stefnan og tilhneigingin hefur verið sú að reyna að einfalda leyfisveitingar, stytta ferlið og koma í betri farveg,“ segir Helgi. Of margir hafi komið að því að veita leyfin. Helgi segir ekki ráðið hvenær ferlinu verði breytt en málin hafi oft verið rædd við önnur ráðuneyti og sveitarfélög sem komi að mál- um. Ásgeir Margeirsson, aðstoðar- forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, gagnrýnir að mörg ár geti tekið að afla þeirra nær tuttugu leyfa sem þurfi til að hefja virkjanafram- kvæmdir. Helgi segir að komið sé inn á málefnið í frumvarpi um breytingu á mati á umhverfisáhrifum sem liggur fyrir Alþingi. - gag Umsóknarferli virkjanaframkvæmda: Vilji til að stytta ferlið Lánasjóður landbúnaðarins: Kjöt í stað jólakorta HJÁLPARSTARF Lánasjóður landbún- aðarins hefur í ár ákveðið að verja hluta fjármuna sem ætlaður var til jólaundirbúnings, til kaupa á matvælum til styrktar hjálpar- og líknarstarfi Mæðrastyrks- nefndar og Hjálpræðishersins. Stjórnarmenn lánasjóðsins, Hjálmar Árnason þingmaður og Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur, útdeildu í gær 110 kílóum af kjöti frá Sláturfélagi Suðurlands, en sjóðurinn leitaði til félagsins um samstarf. „Brást félagið hratt og vel við og lagði sitt af mörkum til að gera framlagið myndarlegra en það annars hefði orðið, segir í tilkynningu. - óká Eldur kom upp í hlöðu á Vorsabæjarhóli: Náðu fljótt tökum á eldinum BRUNI Eldur kom upp í hlöðu á bænum Vorsabæjarhóli í Gaul- verjabæjarhreppi um klukkan ellefu í fyrrakvöld. Eldurinn logaði í heyi í hlöðunni sem er áföst fjósi. Hvorki mönnum né skepnum var meint af og gekk slökkvistarf vel. Kristján Einarsson, slökkvi- liðsstjóri hjá Brunavörnum Ár- nessýslu, segir vind hafa verið hagstæðan því hann hafi staðið af fjósinu en fyrsta verk slökkviliðsins var að reykræsta fjósið með yfirþrýstingsblásara til að tryggja öryggi skepnanna sem þar voru. Líklegt þykir að eldurinn hafi kviknað út frá vinnuljósi sem fallið hafði í hey- ið þótt það hafi ekki verið stað- fest. Kristján segir mikinn reyk hafa komið frá heyinu. Heykvíslar voru notaðar til að færa heyið til og vatni var sprautað á logann. Að sögn Kristjáns tók ekki nema tuttugu mínútur að ná góðum tökum á eldinum. Hlaðan og fjósið skemmdust ekki og tókst að bjarga stórum hluta af heyinu. Kristján segir að miklu hafi munað um að bóndinn sprautaði vatni á eldinn þar til slökkviliðið kom á staðinn. - hrs HLIÐIN AÐ FANGABÚÐUNUM Fyrrverandi fangar í Guantánamo-búðun- um fullyrða að þeir hafi verið pyntaðir. SVAVA JOHANSEN Svava segist hafa orðið vör við ýmsar falsanir, t.d. á Diesel, Prada og Luis Vuitton. Slíkt sé kært þegar það komi upp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.