Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 22
22
TÆP 11 PRÓSENT LANDSINS ERU HRAUN
Heimild: Hagtölur landbúnaðarins
SVONA ERUM VIÐ
„Verslun fyrir jólin hefur enn sem fyrr
vakið áhuga. Það sem vakti athygli
mína var fréttaflutningur um að jóla-
sveinninn gerði upp á milli barna,“
segir Marín Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri þjónustufyrirtækisins
Practical. Svo virðist sem umtal um
aukna verslun landsmanna fyrir jólin,
bæði hér heima og erlendis, hafi
hrundið af stað fréttaflutningi sem
hvetji fólk til að eyða minna.
„Að vissu leyti er verið að ýta undir að
fólk leiðbeini jólasveininum að kaupa
ekki of dýrar vörur fyrir börnin,“ segir
Marín. Foreldrarnir verði að hugsa um
börnin og hvernig þau beri saman
skógjafirnar þegar komið sé í skólann:
„Jólasveinninn verður að fara varlega.“
Marín segir verslun erlendis fyrir jól
afleiðingu ódýrra samgangna. „Heim-
urinn er alltaf að minnka þar sem
auðveldara er að ferðast á milli landa.
Í dag eru Íslendingar ekki bundnir við
að versla innanlands,“ segir Marín: „Í
rauninni er aðalmálið að fólk sé ekki
að eyða um efni fram.“ ■
MARÍN MAGNÚSDÓTTIR
Jólasveinninn
fari varlega
VERSLUN FYRIR JÓLIN
SJÓNARHÓLL
„Það eru fjölskyldusöguleg tímamót hjá
mér,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon
sagnfræðingur og vísar til kaupa danska
málningarvöruframleiðandans Flugger á
Hörpu-Sjöfn.
„Fjölskylda mín keypti sig inn í Hörpu-
Sjöfn árið 1961 og karl faðir minn
stjórnaði því til ársins 1991. Þá tók
bróðir minn við af honum en hann læt-
ur af störfum í janúar. Ég man aldrei
eftir sjálfum mér öðruvísi en í tengslum
við þetta fyrirtæki og rek það meðal
annars í bók minni Fortíðardraumar
þegar ég stend við borðröndina hjá föð-
ur mínum og horfi á hann skrifa bréf.
Margt fólk í Hörpu-Sjöfn hefur verið þar
í áratugi og aðrir eigendur hafa verið
viðloðandi það síðan 1936. Þetta er því
sannkallað fjölskyldufyrirtæki og mjög
tilfinningaleg tímamót.“
Sigurður Gylfi er annars að jafna sig
eftir lítilsháttar meiðsli og notar tímann
til að lesa jólabækurnar. „Ég hef verið
að þræða mig eftir stórvirkjunum þessi
jól. Ég er ákaflega hrifinn af Vélum tím-
ans eftir Pétur Gunnarsson. Pétur er
snjall stílisti en fyrir okkur söguáhuga-
fólk er áhugavert að sjá hvernig hann
lítur á fortíðina sem efnivið sem hann
mótar, en ekki fasta stærð eins og er al-
gengt hjá þeim sem skrifa sögulegar
skáldsögur.“
Sigurður Gylfi segir að þá marki ævi-
saga Héðins Valdimarssonar eftir Matth-
ías Viðar Sæmundsson tímamót;
uppbygging og frásagnarháttur séu
djarfari en menn eigi að venjast. „Mín
bíður líka Halldór eftir Halldór Guð-
mundsson og ég hef heyrt að hún sé
afar vel unnin.“ ■
Þræði mig eftir stórvirkjunum
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON SAGNFRÆÐINGUR
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
Les jólakveðjurnar
í síðasta sinn
„Ég er að hætta því ég hef unnið
svo lengi og ætla að njóta þess að
vera til meðan ég held haus og
heilsu,“ segir Gerður G. Bjark-
lind. Hún heyrði auglýst starf á
auglýsingadeild Útvarpsins í há-
degi á sínum tíma og var komin til
starfa um hálf fjögur þann sama
dag.
Síðar æxluðust mál þannig að
Gerði bauðst að gerast þulur. „Jón
Múli fór í háskóla og það þurfti
einhvern til að leysa hann af.
Guðmundur Jónsson, sem þá var
framkvæmdastjóri Útvarpsins,
spurði hvort ég vildi taka þetta að
mér en mér leist ekkert á það og
spurði hvort hann væri orðinn vit-
laus. Hann sagði að ég gæti gert
þetta alveg eins og hinir svo ég
fór og prófaði og hef sum sé verið
að í 30 ár.“
Gerður lætur vel af vistinni í
Ríkisútvarpinu og er þakklát fyrir
tímann þar. „Hér svífur svo góður
andi yfir vötnunum. Ég hef átt dá-
samlega samstarfsmenn og unnið
með ótrúlega mörgu fólki. Það er
eitthvað við þennan stað sem ger-
ir það að verkum að maður vill
vera hér. Þótt maður sé alveg
hundóánægður með kaupið þá ein-
hvern veginn finnst manni samt
svo gott að vera hér. Ætli það stafi
ekki af öllu þessu góða fólki.“
Gerður segir ekki alveg skilið
við Ríkistúvarpið því hún mun
áfram stýra Óskastundinni, óska-
lagaþættinum á Rás 1 á föstudags-
morgnum. „Ég er mjög þakklát
fyrir að fá að vera áfram með
Óskastundina því mér finnst það
svo skemmtilegt. Það er gaman að
vera í sambandi við fólk og fara
hér í safnið og leita að gömlum
lögum.“ Einstaka sinnum leikur
Gerður lög Bítlanna í Óskastund-
inni. Henni eru þeir kærir því hún
sá þá á hljómleikum í Lundúnum
1964. „Það var mikil upplifun.
Þvílíkt arg og garg. Megnið af
tónleikagestunum voru konur frá
fjórtán ára og upp úr og þær
grétu og góluðu alla tónleikana.“
Sjálf hélt Gerður sig á mottunni.
„Ég missti bara málið og hugsaði
hvurslags villidýr þetta væru.“
Gerður G. Bjarklind er lífsglöð
með eindæmum og lítur björtum
augum til framtíðar. „Það er svo
margt sem ég ætla að gera. Til
dæmis eigum við sumarbústað og
getum nú verið þar heila og hálfa
sumarið. Svo ætlum við til Spánar
eftir áramót og koma heim með
farfuglunum.“
bjorn@frettabladid.is
DV RÆÐIR VIÐ LOFT
JENS SEM BANAÐI MANNI
FYRIR RÚMRI VIKU
„ÆTLA AÐ
HALDA
JÓLIN MEÐ
KONUNNI OG
MÍNUM
NÁNUSTU”
– hefur þú séð DV í dag?
Bókasafnið á Akranesi:
Lok, lok
og læs á
háannatíma
Bókasafninu á Akranesi var lokað
á laugardaginn og opnar ekki aft-
ur fyrr en á mánudag. Skipta þarf
um gólfefni í anddyri og útlána-
sal, en sama filtteppið hafði verið
á gólfunum í 32 ár. „Framleiðand-
inn hefði mátt vera stoltur af
endingunni,“ segir Halldóra
Jónsdóttir, bæjarbókavörður á
Akranesi, en fátítt er að filtteppi
dugi svo lengi. Á stöku stað voru
þó komin göt í teppið og var það
hreinlega hættulegt gestum og
starfsfólki safnsins.
Halldóra samsinnir að slæmt
sé að þurfa að loka einmitt þegar
jólabækurnar eru nýkomnar í
hús. „Auðvitað er hræðilegt að
þurfa að loka á þessum tíma en
það var ekki annað að gera.
Reyndar voru allar nýjustu bæk-
urnar þegar komnar í útlán.“
Safnið opnar aftur 27. desem-
ber og ætti fólk sem ekki fékk
óskabókina sína í jólagjöf að geta
nálgast hana á milli hátíða. „Svo
er mest að gera í janúar og þá
verður allt fínt og gott á nýja
gólfinu,“ segir Halldóar bæjar-
bókavörður og nefnir Ólöfu eski-
móa og bækur Þráins Bertelsson-
ar og Einas Más sem dæmi um
vinsælar bækur fyrir þessi jólin.
„Annars er reyndar beðið um nán-
ast allar nýjar bækur.“ - bþs
Gerður G. Bjarklind er
að hætta sem þulur hjá
Ríkisútvarpinu eftir 30
ár í starfi. Hún hóf feril-
inn hjá þar árið 1961 og
vann á auglýsingadeild-
inni í þrettán ár áður en
hún settist í þularstól-
inn. Gerður mun áfram
stjórna hinni geisivin-
sælu Óskastund á föstu-
dagmorgnum. Hún er
einn fárra Íslendinga
sem séð hafa Bítlana á
hljómleikum.
DIMMT YFIR REYKJAVÍK
Vetrarsólstöður voru í gær. Sól kom upp í Reykjavík laust fyrir hálf tólf og sólarlag var hálf fjögur. Reyndar sást aldrei til sólar því skýjað
var yfir borginni og rigning bróðurpart dags. Nú tekur daginn að lengja og framundan er bjartari tíð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
GERÐUR KVÖDD
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri færði
Gerði þakklætisvott þegar hann kvaddi
hana formlega á mánudag og þakkaði góð
störf.
GERÐUR G. BJARKLIND
„Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera áfram með Óskastundina því mér finnst það svo
skemmtilegt.“