Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 29
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 9 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 51 stk. Keypt & selt 40 stk. Þjónusta 33 stk. Heilsa 9 stk. Heimilið 18 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 10 stk. Atvinna 4 stk. Tilkynningar 4 stk. Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 22. des., 357. dagur ársins 2004. Reykjavík 11.22 13.27 15.31 Akureyri 11.38 13.11 14.44 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Hátíð fer að höndum ein er uppáhaldsjóla- sálmurinn minn. Það er svo rosalega sterk stemning í því lagi,“ segir Sigfríður Björns- dóttir kennari og þarf ekki að hugsa sig um þegar hún er spurð. Hún segir þó enga ein- staka minningu tengda þessum sálmi held- ur hafi hann fylgt henni lengi. „Maður er náttúrlega búinn að syngja hann með börn- um sem kennari í gegnum árin og hlusta á hann í útvarpinu. Þetta er íslenskt og þjóð- legt lag sem setur mann í svona ... ekki helgislepjuskap... heldur færir mann ná- lægt kjarnanum,“ segir hún. Sigfríður er framkvæmdastjóri Tón- verkamiðstöðvarinnar og kveðst hafa verið að rifja upp þennan uppáhaldssálm nýlega með samstarfskonum sínum sem allar eru tónlistarmenntaðar. „Ég er svo heppin að vera með fiðlu-, fagot- og sellóleikara hérna hjá mér. Sjálf glamra ég á píanó og fæ að vera með,“ segir hún hlæjandi og ljóstrar því upp að þær stöllur ætli að troða upp á næstu dögum. „Hér í húsinu eru nokkur fyrirtæki saman og við ætlum að spila fyrir starfsfólkið að gamni okkar. Það skapar jólaanda.“ Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að helgum tíðum. Gerast mun nú brautin bein, bjart í geiminum víðum. Ljómandi kerti' á lágri grein líður að helgum tíðum. Heimsins þagna harmakvein, hörðum er linnir stríðum. Læknast og þá hin leyndu mein, líður að helgum tíðum. Hátíð fer að höndum ein Uppáhaldssálmur Sigfríðar Björnsdóttur kennara sem ætlar að spila hann á næstu dögum með samstarfskonum sínum. tilbod@frettabladid.is Fyrirtækið Innnes ákvað að færa Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd matvæli handa skjólstæðingum sínum að verðmæti 800.000 krónur í stað þess að senda út jólakort og jólagjafir í ár. Sú ráðstöfun kemur sér svo sannarlega vel fyrir þá aðila sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Jólakortavefur Menntagáttar geymir mörg falleg jólakort eftir nemendur í leik-, grunn- og framhalds- skólum landsins. Þar geta lands- menn farið inn á vefsíð- una www.menntagatt.is og val- ið úr ótal kortum til að senda vinum sínum og ættingjum. Margar myndanna eru teiknað- ar, sumar teknar á stafrænar vélar og enn aðrar unnar í myndvinnsluforritum á tölvu, eða jafnvel öllum þessum að- ferðum blandað saman. Jólapósthús Íslandspósts eru í Kringlunni, Smáralind, Mjódd- inni, Firði í Hafnarfirði og á Glerártorgi á Akureyri í des- ember. Jólapósthúsin eru opin samkvæmt verslunar- tíma. Íslandspóstur er jafn- framt með póstafgreiðslu í Nóatúnsverslunum á höfuð- borgarsvæðinu, Hagkaup við Garðatorg og Nettó í Mjódd og þar er opið alla daga frá morgni til kvölds. Fylgifiskar við Suðurlandsbraut eru með sérstakan hátíðamat- seðil á Þorláksmessu og milli jóla og nýárs. Þar kemur eðal- sjávarfang við sögu, svo sem humar, tígrisrækjur, túnfiskur, síld og lax. Fylgifiskar selja líka fínar sósur eins og kryddjurta- koníakssósu og humar- saffransósu og salöt og súpur eru seldar út, ásamt mörgu öðru. Verslunin Fylgifiskar er opin á Þorláksmessu frá 11.30- 18.30 en lokað er á aðfanga- dag. Sigfríður er komin í jólaskap. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU fyrir jólin FASTEIGNIR HEIMILI JÓLIN KOMA HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Eru það bara óþekku dýrin sem eru í búrum? SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Kóramót í mið- borginni í kvöld Tíu kórar á Austurvelli og rífandi jólastemning Í kvöld klukkan 20.00 munu tíu kórar safn- ast saman á Austur- velli og syngja jóla- lög. „Kórarnir er úr ýmsum áttum og hafa að undanförnu gengið um miðborgina og sungið, vegfarendum til ómældrar ánægju,“ segir Ólafur Þórðarson, sem stendur að uppákom- unni. „Það er sjálf- sagt einsdæmi að svo margir kórar komi saman úti við í miðbænum á þessum árstíma, en kórarnir munu syngja jólalög og jólasálma sem allir kunna og borg- arbúar eru hvattir til að taka þátt í söngnum. Hefð hefur skapast fyrir því að kórar og sönghópar séu á ferð í miðbænum fyrir jól, en mig langaði að gera meira úr þessu,“ segir Ólafur. „Af hverju ekki að skapa líka hefð fyrir því að kórar safnist saman daginn fyrir Þorláks- messu og syngi saman? Ég vona að okkur takist að festa þetta í sessi og að sem flestir komi í miðbæinn og taki þátt.“ Verslanir í miðborginni eru opnar til klukkan 22.00 í kvöld og til klukkan 23.00 á Þorláksmessu, en þá verða meðal annars ýmis brassbönd á ferð um miðbæinn. Á að- fangadagsmorgun eru verslanir opnar til hádegis. ■ Miðbæjarstemningin fyrir jólin er engu lík. Í kvöld verða tíu syngjandi kórar á Austurvelli til að gleðja vegfarendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.