Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 22.12.2004, Qupperneq 38
Sveppi verður látinn fljúga í hlutverki Kalla á þakinu í leik- stjórn Óskars Jónas- sonar. Viðræður standa yfir við Borgarleikhúsið um uppfærslu verksins eftir páska. Óskar Jónas- son leikstjóri vinnur nú að undirbúningi að uppfærslu á Kalla á þakinu í samvinnu við Árna Þór Vig- fússon. Sveppi mun fara með hlutverk Kalla og Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland, leikur annað aðalhlutverk í sýningunni. Óskar og Árni Þór eru í viðræðum við Borgarleikhúsið um uppfærslu á sýningunni. Að sögn Guðjóns Peder- sen, leikhússtjóra Borgarleikhússins, hefur ekki verið gengið frá samningum en sýningin yrði sett á svið eftir páska. Að sögn Árna er leikgerðin sænsk og unnin eftir samnefndri bók Astrid Lindgren sem kynslóðir Íslendinga hafa lesið sér til skemmtunar. Davíð Þór Jónsson þýddi og staðfærði leik- gerðina. Óskar mun leikstýra verkinu og Árni Þór verður framleiðandi sýning- arinnar. Árni Þór var framleiðandi söngleiksins Fame sem sýndur var í sumar en þar fóru Sveppi og Ragn- hildur einnig með hlutverk. Eins og aðdáendur Kalla á þakinu muna úr bókunum er eitt helsta sér- kenni Kalla það að hann getur flogið. Spennandi er að sjá hvernig leikstjór- inn mun leysa það verkefni að láta Sveppa fljúga á sviðinu. Sveppi er hins vegar ekki óvanur því að takast á loft, því eins og margir eflaust muna var honum kastað í dvergakastskeppni sem fram fór síðasta sumar. Það á eftir að koma í ljós hvort reynsla hans af flugi muni nýtast honum í hlutverki Kalla á þakinu. Ensk hefð með íslensku ívafi Á Englandi er gríðarlega rík hefð fyrir því að fara á völlinn á hinum svokall- aða Boxing day, eða öðrum degi jóla. Angi þessarar menningar hefur teygt sig víða og meðal annars náð að festa rætur sínar hér á landi. Sportbarinn Ölver býður fótboltafíklum í veislu á annan í jólum og hefjast herlegheitin klukkan ellefu um morgunin, þegar Íslendingaliðin Reading og Watford mæt- ast í ensku fyrstu deildinni. Stanslaus dagskrá af gæðaleikjum er síðan langt fram eftir degi, sem lýkur á leik WBA og Liverpool klukkan sex. Að sögn þeir- ra hjá Ölveri verður jólagjöfin í ár fólgin í því að ekkert hátíðarálag verður lagt á hamborgaratilboðið víðfræga. Fótboltafíklarnir geta því sloppið undan einhverjum hluta jólahaldsins með enska boltann sem afsökun. F2 4 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Morgunmatur Drykkjarjógurt er hollur morgunmatur sem hægt er að afgreiða snögglega nú þegar enginn hefur tíma til neins. Leikhús Öxin og jörðin er sýning þar sem einhverjir hausar fá að fjúka. Svo sannarlega alvöru fjöl- skyldudrama. Geisladiskurinn Sálmar með Ellen Kristjánsdóttur, frábær hátíðardiskur fyrir þá sem eru orðnir hundleiðir á poppjólalögunum. Kvöldhressing Heitt kakó með þeyttum rjóma og piparkökum er kvöldhressing sem allir á heimilinu geta fengið sér. Afþreying Singstar- leikurinn er tilvalin skemmtun yfir jólin, þú þarft ekki að vera frábær söngvari til þess að vinna. Sjónvarp Nói Albínói í Ríkissjónvarpinu á ann- an í jólum. Frábær íslensk kvikmynd sem ætti að gleðja augu og eyru. Kvöldgangan Að ganga í kringum Tjörnina í Reykjavík er bæði róman- tísk og heilsusamleg hugmynd. Síðdegiskaffi Kaffi og með því á Súffistanum í bókaversluninni Mál og menning í reyklausu umhverfi Íþróttir Enski boltinn fer ekki eins og aðrir í frí yfir jólin. Hvað er betra en að liggja á meltunni og horfa á fótbolta á Skjá einum? Myndbandið Þegar allt er lokað, og þú ert orðinn of gamall fyrir barnaefn- ið, þá ertu orðinn nógu gamall til þess að horfa á allt Tar- antino-safnið. Algjör skyldueign fyrir kvik- myndafíkla. velurF2 F2 er vikurit sem fylgir Fréttablaðinu á fimmtu- dögum. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Kristján Hjálmarsson, Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Marta María Jónasdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal, Einar Logi Vignis- son, Ólafur Brynjólfsson. Forsíðan Eva María, Eva Bergþóra og Sirrý, sjá viðtal bls. 10 Ljósmynd Stefán Karlsson Þetta og margt fleira 06 Pólsk kjörbúð í Hafnarfirði. 08 Göturnar í lífi Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu. 10 Viðtal: Konur verða að standa saman Sigríður D. Auðunsdóttir skrásetti samræður sjónvarpskvennanna Evu Bergþóru, Sirrýar og Evu Maríu. 14 Úttekt Aðgát höfð í nærveru sálar Jólin eru tími fjölskyldunnar, gleði og friðar en líka söknuðar og sorgar þeirra. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við fimm sálusorgara um starf þeirra. 16 Jóhanna kristjánsdóttir segir frá matargerðarlist Arabíu. 18 3 dagar: Þorláksmessufjör og jólamessur. Út að borða á aðfangadag ■ Pólsk kjörbúð í Hafnarfirði Göturnar í lífi Tinnu Gunnlaugsdóttur ■ Arabískur matur ■ Jólamessurnar F27. TBL. 1. ÁRG. 22. 12. 2004 Sálusorgarar um jólin Stöndum saman stelpur Eva María, Sirrý og Eva Bergþóra Hvernig væri að fara með eigin-konuna og börnin í óvissuferð áaðfangadagskvöld. Vertu kom- inn út í bíl fimm mínútur fyrir sex svo þið náið messunni í útvarpinu. Eftir messuna er tilvalið að snæða hátíða- kvöldverð á Hótel Sögu eða á Nordica Hótel. Veitingastaðurinn Vox á Nor- dica Hótel er opinn alla daga ársins, þar á meðal yfir hátíðarnar. Boðið er upp á sérstakan jólamatseðil sem stát- ar af síld, bjór og snafs, kaldreyktum laxi sem borinn er fram volgur með sítrónukrydduðum humarhala, sellerí- rótarmauki, stökku brauði og silunga- hrognum. Í aðalrétt er salvíukrydduð kalkúnabringa í parmaskinkuhjúp með sætum kartöflum, kremuðum kastan- íuhnetum, steiktum villisveppum og marsalasósu eða villigæsabringur með steiktum eplum, pistasíum og rauðkáli. Framreitt með tímian, krydduðum rjóma og bláberjasósu. Í eftirrétt er súkkulaðifrauð og jólaglöggshlaup með rúsínum, möndlum, appelsínum, piparkökucrumble og rjómaostsfroðu. Í fyrra var í fyrsta skipti opið á Nordica yfir hátíðarnar. Þá snæddi aðeins einn Íslendingur á staðnum. Hann var þó ekki aleinn því staðurinn var þéttskip- aður útlendingum, mest af Bretum og Bandaríkjamönnum. Nordica er þó ekki eini staðurinn sem hefur opið því boðið er upp á jólahlaðborð á Hótel Sögu og þar verður opið til tíu um kvöldið. Eftir matinn er málið að fara heim og taka upp pakkana og hafa það kósí fram eftir kvöldi í faðmi fjölskyld- unnar. Þetta er líka góð leið til að kenna ung- viðinu biðlund og þol- inmæði og sýna þeim að aðfangadagur er svo miklu meira en bara endalausar gjafir. Fyrir þá sem ekki eiga upp- þvottavél er þetta alveg kjörið. Það er ekkert eins ósjarmerandi eins og að standa yfir vaskinum hálft aðfangadagskvöld og sofna um kvöldið með rús- ínuputta og upp- þvottalögslykt í vitunum. Sveppi sem Kalli á þakinu Jólamaturinn á Nordica og Hótel Sögu Stemmningin á Ölveri er engri lík Sveppi Eins og aðdáendur Kalla á þakinu muna úr bókunum er eitt helsta sérkenni Kalla það að hann getur flogið. Áhorfendur sýningarinnar mega því búast við því að fá að sjá Sveppa takast á loft. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Óskar Jónason leikstjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.