Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 42
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
Tinna Gunnlaugsdóttir,
verðandi Þjóðleikhússtjóri,
bar út Vísi í sínu hverfi, og
kynntist sérþörfum sumra
viðskiptavina sinna mjög vel.
Leifsgata
Ég fæddist á Leifsgötunni en man lítið
eftir þeirri götu, hún var hluti af hinum
stóra heimi sem maður hætti sér ekki út
í. Ég man meira sérstaklega eftir bak-
garðinum, en fyrir aftan húsið okkar var
róla og þar lékum við okkur systurnar.
Á lóðarmörkunum þar sem okkar garð-
ur mætti næsta bakgarði voru tré og
runnar og síðan steingirðing, myrkt
svæði og dularfullt. Þarna týndi ég upp-
áhaldsdúkkunni minni þegar ég var að
leika með hana inni í runnaþykkninu
og láta hana labba uppi á steinveggn-
um. Ég missti hana yfir í næsta garð og
þar með hvarf hún að eilífu inn í myrk-
ur hins óþekkta.
Á mörkum Dunhaga og Hjarð-
arhaga
Við fluttum í Vesturbæinn í háhýsi á
gatnamótum Dunhaga og Hjarðarhaga
þegar ég var þriggja til fjögurra ára
gömul. í því hverfi ægði öllu saman,
gömlum bröggum frá stríðsárunum í
bland við minni hús og kofa og síðan
allar nýbyggingarnar. Leiksvæði var
stórt og fjölbreytt og náði frá Gríms-
staðaholtinu og alveg niður í fjöruna
við Ægisíðuna, þar sem gæsirnar og
endurnar bjuggu og grásleppukarlarnir
gerðu að aflanum á vorin.
Á horni Fálkagötu og Tómasarhaga
var mjólkurbúðin, þangað fór maður
með mjólkurbrúsa fjölskyldunnar og
svo var mælt í hann með málum úr
stórum mjólkurbrúsa. Skyrið var í tré-
tunnu og því slett á smjörpappír á vigt-
inni og pakkað í kúpta böggla. Í bak-
húsi við Fálkagötuna var fiskbúðin. Ég
man eftir því að hafa verið send þangað
eftir ýsu í soðið og að hafa komið með
hana heim hangandi á vírspotta. Fljót-
lega opnaði svo Kaupfélag Reykjavíkur
og nágrennis, KRON, verslun á Dun-
haganum. Stóra og nútímalega kjörbúð
eftir þeirra tíma mælikvarða. Þar feng-
ust allar nýlenduvörur, eins og það var
kallað, þar var kjötborð með stórri vél-
sög þar sem kindalærin voru söguð
samkvæmt óskum viðskiptavinanna á
staðnum, meðan þeir biðu. Mjólk og
brauð var selt í sérverslun í sömu bygg-
ingu, eða samstæðu, og þar var einnig
fiskbúð og verslunin Perlon, sem seldi
ýmsa smávöru. Í Perlon var gert við
sokkabuxur, fallnar lykkjur prjónaðar
upp aftur og þangað vorum við sendar
með nælonsokka mæðra okkar. Þar var
líka hægt að kaupa teygju í teygjutvist-
ið, sem var mikið stundað, gott ef það
var ekki hægt að fá húlla-
hopp hringi þar líka. Í fisk-
búðinni réð Dóri ríkjum,
maður Jósefínu spákonu á
Holtinu. Hann seldi manni
ekki fisk á vírkrók, hann
pakkaði honum inn í dag-
blaðapappír. Hrognin og
lifrina setti hann í sérstaka
plastpoka.
Dunhaginn og Hjarðarhaginn voru
malargötur og þar var hægt að stika
parís með spýtu, eða vaða í drullupoll-
um þegar rigndi og búa til vegi og stífl-
ur. Á kvöldin var farið í „yfir“ eða
„brennó“ á róluvellinum.
Á veturna þegar það var snjór, var
Tómasarhaganum stundum lokað fyrir
allri bílaumferð og honum breytt í
sleðabrekku. Þá var mikið fjór í
brekkunni frá gatnamótum Fálkagötu
og Tómasarhaga og niður að gatna-
mótum Tómasarhaga og Dunhaga. Við
áttum bæði magasleða systkinin og
skíðasleða, sem einn ók og annar sat
framan á. Skíðasleðarnir voru forláta
gripir sem eru því miður löngu hættir
að sjást á götum borgarinnar.
Ég bar út Vísi í hverfinu á tímabili,
kynntist þá bakhúsum og skúmaskot-
um, en einnig sérþörfum ýmissa ná-
granna minna. Eldra fólkið í gömlu
húsunum var sumt ekki með bréfalúgu,
þá vildi það fá blaðið á húninn eða inn
um eldhúsgluggann. Sumir vildu jafn-
vel senda mann í mjólkurbúiðna, þegar
þannig stóð á. Jósefína á Holtinu beið
stundum eftir mér með innkaupanetið.
Ég reyndi yfirleitt að lauma blaðinu
varlega inn um bréfalúguna hjá henni,
en það dugði ekki alltaf og þá svipti
hún umsvifalaust upp hurðinni og rétti
mér eldhúsbudduna og innkaupanetið.
Svo kom fyrir að hún var upptekin við
að spá, þá var kannski opið inn til
hennar og forstofan full af
skvísum að túpera sig
meðan þær biðu eftir því
að láta Jósefínu spá fyrir
sér.
Dunhagi, kjallari og
miðhæð
Fyrstu sambýlisár okkar
Egils bjuggum við í kjallar-
anum á háhýsinu á Dunhaganum, síðan
fluttum við upp á miðhæðina og þaðan
á Grettisgötuna. Það má því segja að ég
hafi tekið nokkur tilhlaup að því að flyt-
ja úr götu bernskuminninganna.
Grettisgata
Grettisgatan er löngu orðin mín gata,
hér er ég búin að búa í aldarfjórðung og
festa rætur í yfir 100 ára gömlu timbur-
húsi nálægt hjarta borgarinnar og vil
hvergi annarsstaðar vera.
Göturnar í lífi Tinnu Gunnlaugsdóttur
Leifsgata
Dunhagi
Hjarðarhagi
Grettisgata
Blaðburðarstelpan í hverfinu
Hjátrú og hnífar
Það eru ekki allar jólagjafir sem er einfalt að gefa. Þeir sem ætla til
dæmis að gefa eldhúshníf eða veiðihníf í jólagjöf verða að hafa í
huga að þeir eru að bjóða gamalli hjátrú birginn.
Að sögn Valgarðs Ragnarssonar, verslunarstjóra Veiðibúðar-
innar við lækinn í Hafnarfirði, er ekki mikið um að veiðihnífar séu
gefnir í jólagjöf. „Það er í raun bannað að gefa hnífa, því samkvæmt
hjátrúnni fylgir gefnum hníf ógæfa. Þeir sem ætla að gefa hníf,
verða þá að muna að rukka krónu fyrir hann.“
Að sögn Símonar Jóns Jóhannssonar þjóðfræðings er hér um
aldagamla hjátrú að ræða sem tengist öllum oddhvössum hlutum.
„Það getur verið að þetta sé komið til vegna þess, að sá sem gefur
hnífinn er ábyrgur fyrir því að sá sem fær hnífinn slasi sig ekki á honum. Þegar sá sem fékk hnífinn að gjöf, er búinn að
borga eitthvað fyrir hann, þá er hann búinn að aflétta þeirri ábyrgð.“ Sú skýring hefur einnig verið lífseig að það verði að
borga krónu fyrir hnífinn til þess að koma í veg fyrir að kutinn skeri á vináttuböndin.
Þungur hnífur
„ Það er ekki vandalaust að gefa hníf.“