Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 47

Fréttablaðið - 22.12.2004, Síða 47
Eva Bergþóra: „Ástandið er jafnvel enn verra í sumum löndum í kringum okkur. Vinkona mín í Bretlandi, sem átti eigið fyrirtæki, seldi það þegar hún ákvað að eignast börn og hætti að vinna og er heima með börnunum sínum. Það var það eina sem kom til greina. Nú er hún algjörlega háð eiginmanninum og upp á hann komin og hefur því misst ákveðið sjálfstæði.“ UPPRÆTA ÆTTI HUGMYNDIR UM GÓÐA SKAFFARANN Eva María: „Íslenskar konur myndu aldrei sætta sig við að þurfa að velja á milli starfsframa og þess að eignast börn. Það er þó mjög stutt síðan al- gengt var að konur sem gengu í hjónaband hættu að vinna úti. Hins vegar getum við Íslendingar ekki leyft okkur þetta því við þurfum á öllu vinnandi fólki að halda. Við getum heldur ekki gert börnunum okkar að vera þær fyrirmyndir sem eru alltaf heima og til þjónustu reiðubúnar.“ Sirrý: „Ég hef reyndar tekið viðtöl við karlmenn sem kvarta undan því að konurnar þeirra ætlist til þess að þeir séu aðalskaffarar heimilisins. Að laun eiginmannanna séu til að sjá heimil- inu farborða en konurnar noti launin sín fyrir sjálfar sig. Sem stráka- mömmu finnst mér þetta áhyggju- efni. Ég vil ekki að það sé hreinlega gert ráð fyrir því að þeir verði fyrir- vinnur.“ Eva Bergþóra: „Og að þeir þurfi ef til vill að velja sér nám með það eitt fyrir augum að þurfa að skaffa vel, en ekki vegna þess sem þá langar til að læra.“ Eva María: „Það mætti hver og einn reyna hjá sjálfum sér að reyna að upp- ræta þessar hugmyndir um góða skaffarann. Karlmenn eru í raun að upplifa ákveðin gæði með því að geta umgengist börnin sín en þeir vita það ekki ef þeir fá ekki að reyna það á eig- in skinni. Þess vegna þurfum við á fæðingarorlofslöggjöfinni að halda. Mikilverðast er að foreldrar taki alltaf jafna ábyrgð á börnum sínum. Ef það væri gert væri þetta ekki svona mikið mál. Annars verð ég að fá að deila með ykkur einni reynslusögu um það hvernig ég iðkaði sjálf kynjamisrétti. Ég auglýsti eftir heimilishjálp og fékk gríðarleg viðbrögð, þar á meðal frá fjölmörgum karlmönnum. Hins vegar fannst mér fjarstæða að fá karlmann til þess að þrífa hjá mér. Mér fannst líklegra að kona myndi þrífa eins og ég vildi. Ég uppgötvaði þá hvað það er auðvelt, þegar maður er að ráða í ein- hverja stöðu, að ráða þann sem er lík- astur manni sjálfum. Ef þú ert karl- kyns bankastjóri að ráða einhvern í vinnu, ræður þú þá ekki einfaldlega einhvern sem er nokkuð líkur þér?“ Eva Bergþóra: „Karlar eiga miklu auðveldari framgang en konur. Þeir geta verið ómenntaðir en samt flogið upp metorðastigann. Konur fara hins vegar út og ná sér í öll prófin, gera allt sem á að gera, en komast síðan kanns- ki ekkert áfram.“ Eva María: „Já, þær fara síðan í at- vinnuviðtalið og eru spurðar hvað þær séu með mörg börn. Karlmenn eru aldrei spurðir að því.“ Eva Bergþóra: „Ég veit um mann sem rak lögmannsstofu og stærði sig af því að hann réði helst bara ófríðar konur sem væru komnar úr barnseign og væru ekki með manni. Þær væru besti vinnukrafturinn, því þær hefðu ekkert annað en vinnuna.“ AÐRAR KRÖFUR TIL KVENNA EN KARLA Á VINNUSTAÐ Sirrý: „Kona hefur spurt mig að því hvernig ég ætlaði að haga barnapössun ef ég myndi taka að mér tiltekið krefj- andi verkefni. Það var ótrúlegt að upplifa það. Eins þykir það sjálfgefið að karlmaður sé yfirmaður þegar kon- ur og karlar vinna saman, jafnvel þótt konan sé reyndari og gegni í raun yf- irmannsstöðunni. Þetta eru viðhorfin í samfélaginu.“ Eva María: „Stundum finnst mér eins og það sé ætlast til þess að ég stingi upp á einhverjum „kvennamálum“ á þeim fjölmiðlum sem ég hef unnið á. Ég veit að konur þurfa oft að berjast á fréttastofum fyrir því að fá einhverja feita bita. Ég veit um konur sem hafa hreinlega spurt að því hvort þær þurfi að vera með tippi til að fá að fjalla um ákveðin mál. Og jafnframt hvort það sé nauðsynlegt að fréttamaður sé með brjóst ef hann eigi að fjalla um mýkri mál.“ Eva Bergþóra: „Það virðist einnig vera þannig að þó svo að maður reyni að leita að kvenkyns viðmælanda vegna frétta eru konur oft ekki tilbúnar til þess að tjá sig og benda oft á einhvern karlmann sem þær telja að væri betur til þess fallinn að tjá sig um málið. Konan telur oft að hún sé eitthvað að trana sér fram og hún eigi ekki að vera að því.“ Eva María: „Ég hef einmitt verið að lesa bókina hennar Jóhönnu Kristjónsdóttur, Arabíukonur. Þar kemur fram að ljótasti ágalli kvenna sé að vera sérframtrönuleg- ur. Það eimir svakalega eftir því hjá okk- ur. Sérframtrönuleg kona er bara skass.“ Sirrý: „Ég hef aldrei upplifað það að það sé erfitt að fá konur í viðtal.“ Eva Bergþóra: „Það er ótrúlega erfitt að fá konur til þess að koma í fréttaviðtal, jafnvel í málum sem snúa beinlínis að þeim. Ég hef meira að segja lent í því með Bríetarnar að þær vildu ekki tjá sig um ákveðið mál sem varðaði jafnrétti.“ Sirrý: „Það þykir hins vegar alltaf merki- legra ef karlmenn eru að tjá sig um jafn- réttismál en konur.“ Eva Bergþóra: „Konur mættu standa betur saman og reynast hver annarri betur.“ Eva María: „Gagnrýni kvenna í garð annarra kvenna tengist eflaust einhverri frumhvöt þar sem konur þurftu að keppa um besta karlinn. Það er hins vegar engin góð ástæða fyrir henni nú.“ Eva Bergþóra: „Það eru yfirleitt konur sem hringja upp á Stöð 2 og kvarta und- an framkomu kvenna í sjónvarpinu ef þær þykja til að mynda hafa spurt of harðra spurninga. Þá er kvartað undan einhverju sem karlmenn hefðu aldrei hlotið gagn- rýni fyrir.“ Eva María: „Við erum hálfgerðir arabar ennþá. Konur mega ekki vera ákveðnar og aggressífar. Þær eiga bara að vera huggu- legar og indælar og mjúkar og þægilegar.“ Eva Bergþóra: „Já, og brosa og spyrja fallega.“ Sirrý: „Ég held við mættum gera meira af því að nafngreina konur. Gerður Kristný benti eitt sinn á það opinberlega að karlar eru mun oftar nafngreindir í fjölmiðlum en konur. Ef vitnað er í grein eftir karlmann í öðrum fjölmiðli er höf- undur greinarinnar yfirleitt nefndur á nafn. Ef höfundurinn er kona þykir nóg að nefna fjölmiðlinn sem greinin birtist í. Við verðum að gera það sama og karl- arnir gera, að nafngreina hver aðra. Þannig styrkjum við sjálfar okkur og aðrar konur.“ Eva María: „Já, Sigríður Arnardóttir, takk fyrir það. Ég styð ykkur, stelpur. Það verða mín lokaorð.“ Sirrý: „Okkur hverjar? Þú verður að nafngreina okkur.“ Eva María: „Já, auðvitað. Ég styð ykkur stelpur, Sigríði Arnardóttur og Evu Bergþóru Guðbergsdóttur.“ F213MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 Sirrý, Eva María og Eva Bergþóra segjast vita til þess að konur á fréttastofum hafi hreinlega spurt hvort þær þurfi að vera með tippi til að fá að fjalla um ákveðin fréttamál.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.