Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 49

Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 49
verð umræða um áfallahjálp. Lögreglu- embættið fannst að þeir yrðu að fá að- gang að manni sem hefði menntun á þessu sviði innan sinna raða og komu að máli við mig.“ Til þess að koma í veg fyrir mis- skilning þegar slys verða, þá vilji að- standendur fá eins nákvæmar upplýs- ingar um hvað hafi gerst og segir Kjart- an allar vinnulagsreglurnar vera mjög skýrar þegar tilkynna eigi ættingjum um andlát af slysförum. „Lögreglan veitir aðstandendum tækifæri til þess að biðja um prest og er þá oft beðið um sóknarprestinn eða einhvern sem fjöl- skyldan þekkir. Lögreglan kynnir síðan aðstandendum allar kringumstæður, en presturinn fæst við áfallið. Áfallahjálp- in fellst þá í því að hlúa að syrgjendum andlega.“ Kjartan segir það ekki vera auðvelt að koma inn í sorgarhús. „Aðstandend- ur eru oft dofnir eftir þessar fréttir og það er ekki margt sem hægt er að segja. Það er oft heldur ekki ætlast til þess, heldur er það nærveran sem skiptir mestu máli og þær leiðbeiningar sem við veitum syrgjendum um næstu skref.“ Hann segir að í langflestum til- vikum sé einnig haft samband við nána ættingja eða vini til þess að dvelja hjá syrgjendum. Áfallahjálpin er líkt og sálgæsla, hvorki kristin né trúboð, heldur fæst hún fyrst og fremst við sammannlega tilfinningu. „Sorgin er ein hreinasta til- finningin sem til er, vegna þess að hún afhjúpar alla sýndarmennsku. Oft sér maður margt fallegt í sorginni, eins og til dæmis þá samstöðu sem myndast í fjölskyldunni.“ Alvarleg slys eða erfiðar aðstæður geta ekki síður lagst þungt á þá lögreglu- menn sem koma að þeim, og þá sérstak- lega ef börn eiga í hlut. „Lögreglumenn upplifa oft hrikalega hluti í sínu starfi og því er nauðsynlegt fyrir þá eins og aðrar manneskjur að geta tjáð sig um sína líð- an. Þeir séu eins og bráðavakt, sem mætir á vaktina sína án þess að vita í raun hvað hún beri í skauti sér.“ Kjartan segir að ef vakt lendi í erfið- um aðstæðum eða slysum, sé óskað eftir nærveru hans með þeirri vakt. Það sé mikilvægt að sú reynsla sem þeir hafi orðið fyrir fari rétta leið inn í reynslu- bankann. „Í langflestum tilvikum jafna þeir sig, en til þess að koma í veg fyrir andlega vanlíðan þá er mjög mikilvægt fyrir lögreglumenn að geta talað um það hvernig þeim líður eða hvað þeir hafa séð.“ Kjartan segir lögreglumenn oft finna fyrir vanmáttarkennd sinni í húsi sorg- arinnar. „En í vanmættinum gera þeir oft gagn, með því að vera þarna og finna til með syrgjendum. Að ekki gera held- ur bara vera er oft besti stuðningurinn.“ Eiga sér framtíð Lífið getur tekið á sig lykkjur og króka, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þeg- ar örlögin grípa í taumana og aðstæð- urnar renna úr greipum manna geta af- leiðingarnar oft verið hrikalegar. Eng- inn óskar neinum að hann lendi í fang- elsi, en oft haga örlögin því þannig að enginn fær neitt við ráðið því mann- eskjan þekkir ekki sjálfa sig til hlítar. Á Íslandi eru fimm fangelsi, auk réttargeðdeildarinnar á Sogni og áfangaheimilisins Vernd, sem er fyrir fanga sem eru að ljúka afplánun. Séra Hreinn S. Hákonarson fangaprestur segir það skipta miklu máli hversu lengi menn sitji inni. „Það er svolítið öðruvísi að horfa fram á fimm mánaðar afplán- un eða fimmtán ára.“ Hann segir að vegna þess að á Íslandi tíðkist ekki lífs- tíðardómar verði menn að horfa fram á veginn.“ Það er alltaf einhver framtíð að lokinni fangavist. Mitt hlutverk er að vera í góðu sambandi við fangana, fara inn í klefann og ræða við þá sem vilja, um það sem býr þeim í brjósti.“ Í starfi sínu fæst séra Hreinn við sammannlega tilfinningu. „Langflestir fangar finna fyrir því sem við köllum sektarkennd, þeir vita að þeir hafa gert eitthvað sem ekki var löglegt og það er þess vegna sem þeir eru í fangelsi.“ Hann segir sektarkenndina vissulega vera missterka og fari þá eftir eðli af- brotsins. „Ef við tökum sem dæmi mann sem hefur orðið öðrum manni að bana þá er ekki víst að hann átti sig fyrstu dagana hvað hann hefur gert. Í augum flestra er þetta einhvers konar martröð sem þeir hafa gengið í gegnum og trúa því ekki að það hafi gerst. Eftir nokkra daga uppgötva þeir hvað þeir hafa gert og fást við það af nokkurri skynsemi. Hefst þá einhvers konar innra samtal með þeim um glæpinn, hvernig þeir geti lifað með honum og hvernig þeir geti náð innri frið í sál- inni.“ Hreinn segir gæsluvarðhald vera mjög erfiða reynslu sem reyni mikið á andlegt þol brotamannsins. Það sé fyrst og fremst einveran og það, að skorið sé á öll tengsl sem byggð eru á jafnréttis- grundvelli. „Ofan á þetta bætist svo sektarkenndin yfir að hafa framið al- varlegan glæp. Sumir upplifa sig eina í baráttunni og eina gegn heiminum. Þessi tími getur verið mörgum hættu- legur og allskonar ranghugmyndir um stöðu þeirra koma fram sem og sjálfs- vígshugsanir.“ Hreinn segir að einstak- lingur í einangrun ýti sjálfum sér oft til hliðar, og kveljist yfir því sem hann hafi lagt á fjölskyldu sína. „Fjölskyldu- tengslin eru mikil haldreipi fyrir þann sem situr í gæsluvarðhaldi. Það getur verið mikill styrkur fyrir einstakling í gæsluvarðhaldi, ef hann veit að hann er enn hluti af sinni fjölskyldu og að hún standi við bakið á honum, þrátt fyrir glæpinn.“ Þegar komið er inn í fangelsi hefur hin frjálsa ráðstöfun tímans verið tekin af einstaklingnum. „Lífið gengur sinn vanagang innan veggja fangelsisins, og menn reyna að láta tímann líða. Mann- eskjan er félagsvera og samfélag fanga er auðvitað ein tegund samfélags, þar sem allir innan hópsins eiga það sam- merkt að vera undir dómi samfélagsins sem er fyrir utan. En menn upplifa fangelsisvistina mest þegar hurðunum er lokað klukkan tíu á kvöldin. Þá tek- ur við einveran og áleitnar spurningar vakna og menn þurfa að glíma við sjálf- an sig. Fanginn getur þá ásakað sjálfan sig fyrir líferni sitt og dæmt sig en fyrst og fremst reynir hann að leita orsaka fyrir því að lífið fór á þennan veg.“ Hreinn segir á sínum ferli ekki hafa hitt neinn sem standi á sama um gjörð- ir sínar, og eigi það sérstaklega við um þá sem hafa framið alvarlega glæpi. „Flestir fangar sem fremja alvarlegan glæp biðjast fyrirgefningar á gjörðum sínum og biðja fyrir fyrirgefningu að- standenda. Þeir vita af tilfinningum að- standenda og þeir vilja oft biðja að- standendur afsökunar.“ Börn og sorg Áður fyrr þótti eðlilegt að hlífa börn- unum við sorginni. Var það gert í þeirri góðu trú um að rétt væri að vernda þau og hlífa þeim við henni. En þrátt fyrir að börn séu óharðnaðar sálir hafa þau gert sér hugmyndir um lífið og tilveruna. Þær hugmyndir geta verið brothættar og því þarf að með- höndla barn í sorg af sérstakri nær- gætni og hlýju. Sorgin fylgir þeim alla ævi og þau þurfa því að takast á við hana á hverju þroskaskeiði. „Það er grundvallaratriði að taka barn alvarlega og bera virðingu fyrir því sem barni og tilfinningum þess. Undir engum kringumstæðum má gera lítið úr sorg og viðbrögðum barnsins. Hlýja og nánd skiptir það meira máli en nokkuð annað þegar það fæst við sorgina,“ segir séra Sig- urður Pálsson prestur í Hallgríms- kirkju, sem skrifaði bókin Börn og sorg nýverið. „Ef annað foreldrið hef- ur fallið frá, þá er hitt foreldrið oft lamað af sorg. Þeir sem standa barninu næst þurfa þá að vera því athvarf. Besti stuðningurinn sem barn getur fengið er nefnilega kominn frá þeim sem þau þekkja mjög vel og treysta.“ Þó að sorgarferli barns og fullorð- ins sé ekki svo ólíkt þá segir Sigurður það mikilvægt að geta lesið í viðbrögð barnanna. „Börnunum finnst oft þegar þau missa einhvern nákominn að fót- unum sé kippt undan tilveru sinni. Þau geta orðið kvíðin og sá kvíði hleypur niðri í magann. Skyndilegur magaverkur þýðir þá að barninu liggur eitthvað á hjarta. Þau geta orðið skyndilega reið, og þurfa þá að losa um þá reiði án þess að umhverfi þeirra fari í keng. Þau gætu einnig viljað sofa með kveikt ljós, án þess að hafa nokkurn tímann gert það eða að fá að sofa upp í, þrátt fyrir að vera löngu hætt því.“ Sigurður segir bráðnauð- synlegt að láta þessi atriði eftir þeim, svo þau upplifi öryggi en ekki að allt sé hrunið. „Það þarf engan sérfræðing til þess að styðja við barn í sorg. Menn þurfa í raun að hafa fernt í huga, hlýtt hjarta, opin faðm, stór eyru og lítinn munn.“ Gamli hugsunarhátturinn að bera sorg sína í hljóði segir Sigurður vera mjög skaðlegan. „Þó maður eigi ekki að tala um sorgina við hvern sem er, þá er mjög mikilvægt að geta deilt henni með einhverjum. Oft eru fullorðnir hræddir við að sýna sínar tilfinningar í nærveru barns og berjast oft við grát- inn en ég segi oft, tárin eru perlur og kveðjugjöf handa þeim sem er verið að kveðja, til minningar um sameiginleg- an tíma.“ Ungum börnum finnst erfitt að kljást við dauðann og skilja oft ekki endanleika hans. „Það verður að fara varlega í alla orðanotkun í kringum dauðann og börnin. Það að segja að Guð hafi tekið annað foreldrið getur skapað mjög neikvæða afstöðu gagn- vart Guði, vegna þess að þau hugsa: hver er hann þessi Guð sem sýnir þá frekju að taka foreldrið mitt. Þá væri nærtækara að segja það hvíla í faðmi hans. Annað sem okkur hættir oft til þess að segja er að einhver sé farinn við börnin. Börn geta þá lagt þann skiln- ing að hann muni koma aftur. Við verðum alltaf að gefa börnum mjög skýr svör við þeim spurningum sem liggja í augum uppi en líka viðurkenna þegar við höfum ekki nein svör.“ Sigurður segir það mjög mikilvægt að varðveita allar minningar um hinn látna, sama hversu ungt barnið sé. „Það að skapa barninu einhverja minningu, í gegnum myndir eða á annan hátt, getur verið barninu dýr- mætur fjársjóður þegar til lengri tíma er litið.“ F217MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 Séra Hreinn S. Hákonarson Menn upplifa fangavistina mest þegar hurðunum er lokað klukkan tíu á kvöldin. Séra Sigfinnur Þorleifsson Við tökum afstöðu með lífinu. Elfa Dögg Leifsdóttir Hátíðir eins og jólin magna oft upp erfiðar tilfinningar. Séra Kjartan Sigurbjörnsson Áfallahjálp felst í að hlúa að andlegu hliðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.