Fréttablaðið - 22.12.2004, Page 52

Fréttablaðið - 22.12.2004, Page 52
Miðvikudagur... ...ágætt er að kúpla sig út úr jólastressinu og sjá tónlistarhópinn Adapter flytja tónlistargjörninginn 1 mínúta á sýningunni Ný íslensk myndlist í Listasafni Íslands. Gjörn- ingurinn hefst klukkan tvö. ...fyrir þá sem þyrstir í fleiri tóna má benda á að tónleikarnir Jólakötturinn 2004 verða haldnir í Austurbæ í kvöld. Hljómsveitirnar Ókind, Lada Sport, Ísidór og Benny Crespo’s Gang koma fram. Tónleikarnir hefjast klukk- an 21. Fimmtudagur... ...tilvalið er að byrja jólin á tónleik- um með hljómsveitinni Ullarhattar sem kemur fram á Hverfisbarnum og flytur vel valin jólalög í bland við létt popp. Sveitina skipa margir af fremstu tónlistarmönnum landsins; þeir Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Jón Ólafsson, Friðrik Sturluson og Jóhann Klingenberg. ...friðargangan er orðin órjúfanlegur hluti af á Þorláks- messu. Gengið er frá Hlemmi og sem leið liggur niður Laugaveg. Hamrah l íðakór inn leiðir gönguna niður á Ingólfstorg en þar mun Eva Líf Einars- dóttir flytja stutta ræðu. Gangan hefst frá Hlemmi klukkan sex. ...þeir sem eiga leið um Norður- land eða búa fyrir norðan geta skellt sér í friðargöngu á Akureyri. Gengið verður frá Menntaskólanum við Eyrar- landsveg og niður á Ráðhústorg. Embla Eir Oddsdóttir flytur ávarp og kór Ak- ureyrarkirkju syngur. Gangan hefst klukkan 20. Föstudagur... ...aftansöngur er ómissandi á að- fangadag. Í Hallgrímskirkju verður aft- ansöngur klukkan 18.00. Þar mun sr. Sigurður Pálsson prédika og þjóna fyrir altari. Mótettukór Hallgríms- kirkju, Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju og Unglingakór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og Harðar Áskelssonar sem jafnframt verður organisti. Frá klukkan 17.00 verður flutt jólatónlist í kirkjunni. Flytjendur eru Hljómskálakvintettinn og Hörð- ur Áskelsson. Miðnæturguðsþjónusta verður á jólanótt og hefst klukkan 23.30. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Hörður Áskelsson leikur jólatónlist á Klaisorgel kirkjunn- ar í hálfa klukkustund á undan guðs- þjónustunni. ...í Dóm- kirkjunni hefst a f t a n s ö n g u r klukkan 18.00. Að þessu sinni prédikar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. D ó m k ó r i n n syngur og Marteinn H Friðriksson leikur á orgelið. Ásgeir Steingríms- son og Sveinn Birgisson leika á trompet. Miðnæturmessa hefst klukkan 23.30 og þá mun herra Karl Sigur- björnsson biskup prédika við náttsöng. Sr. Hjálmar þjónar fyrir altari. Hamra- hlíðarkórinn syngur undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. ...í Krists- kirkju er miðnæt- urmessa á jóla- nótt. Þar mun biskupinn Jó- hannes Gijsen prédika og þjóna fyrir altari. Organisti er Úlrik Ólason en kór Kristskirkju mun syngja meðan á messu stendur. 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR BÍÓ Teikni- myndin The Incredi- bles verður frumsýnd annan í jólum. Myndin fjallar um ofur- hetjufjölskyldu sem er hætt í ofur- hetjubransanum og farin að safna spiki. Dullarfullir aðilar lokka fjöl- skylduföðurinn aftur í súpergallann með óvæntum afleiðingum. The Incredibles er sjöunda mynd hins stórkostlega fyrirtækis Pixar og kemur á eftir hinni vel heppnuðu Finding Nemo. Leikraddir: Craig T. Nelson, Holly Hunter, Samuel L. Jackson, Wallace Shawn og Jason Lee eru meðal þeirra sem ljá ofurhetjunum raddir sínar en myndin verður bæði sýnd með ís- lensku og ensku tali. Orðspor: Búast má við að The Incredibles sé enn einn smellurinn frá Pixar. Fyrirtækið hefur gert bestu teiknimyndir síðustu ára og má þar meðal annars nefna Toy Story, Monsters Inc. og Finding Nemo. ...Í takt við tímann, sjálfstætt framhald af Stuðmanna- myndinni Með allt á hreinu, verður ein- nig frumsýnd á annan í jólum. Í myndinni er þráðurinn tekinn upp þar sem skilið var við Stinna Stuð, Hörpu Sjöfn, Dúdda og félaga þeirra fyrir 21 ári. Í myndinni eru Stuðmenn orðnir heldur lélegt band en hljómsveitarstjórinn Frímann heldur samt í vonina og er með stór plön í gangi. Leikstjóri: Ágúst Guðmunds- son. Orðspor: Gríðarlegar væntingar eru gerðar til myndarinnar enda er Með allt á hreinu langvinsælasta mynd íslensku kvikmyndasögunnar. Stuðmenn eru þó óhræddir við væntingarnar og sagan segir að nýja myndin gefi þeir gömlu ekkert eftir. Undanfarin tuttugu og fimm ár hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga staðið fyrir friðargöngu í miðri jólaösinni á Þorláksmessu. Auður Karitas Ásgeirs- dóttir, einn skipuleggjanda göngunnar, segir að hún sé orðin fastur liður í jóla- haldinu. „Það eru margir sem komu í þessa göngu sem börn með foreldrum sínum, og taka nú börnin sín með sér þannig að jólin eru fyrst komin þegar þeir hafa tekið þátt í friðargöngunni.“ Auður segir að ákveðin kynslóða- skipti hafi átt sér stað í göngunni en ef til vill sé unga kynslóðin í dag of heimakær. „Það er margt ungt fólk sem er rosalega pólitískt á kaffihúsunum en er ekki jafn duglegt að sýna hug sinn í verki. Það hefur oft verið þörf en nú er nauðsyn,“ segir Auður og bendir á stríðið í Írak og ástandið í Palestínu og Súdan í því sam- hengi. „Gangan tekur þó ekki málstað eins eða neins, eða er að mótmæla einu sérstöku stríði. Hún er einfaldlega að mótmæla því ofbeldi sem stríð er.“ Gangan hefst á Hlemmi klukkan sex en byrjað verður að selja kyndla skömmu fyrir gönguna. „Hún fer niður Laugaveginn og niður á Ingólfstorg. Þar mun Eva Líf Einarsdóttir, nem- andi í verkefnastjórnun á sviði mann- réttinda og menningarmála, flytja stutta ræðu og Hamrahlíðarkórinn syngur nokkur jólalög. Einnig verða friðargöngur frá Menntaskóla Akureyrar klukkan átta og frá Ísa- fjarðarkirkju klukkan sex.” Friður beittasta vopnið Auður Karitas Einn skipuleggjanda friðargöngunnar á Þorláksmessu. Hún segir að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 3 dagar...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.