Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 66
Amerísk kaffiáhrif? Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, afhenti viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins á Grand Hótel í gær. Þar var frumkvöðli ársins veitt verðlaun. Fyrir valinu varð Aðalheiður Héðinsdóttir sem stofnaði Kaffitár fyrir fjórtán árum. Kaffitár hef- ur verið leiðandi í kaffibyltingu á Íslandi sem mun nú teljast til fyrirmyndar hvað kaffi- menningu varðar. Í tilkynningu frá Viðskipta- blaðinu kemur fram að Aðalheiður hefði ákveð- ið að stofna fyrirtæki sem seldi kaffi byggt á þeirri kaffimenningu sem hún hafði kynnst meðal Vesturheimsbúa. Þetta kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir þar sem Bandaríkjamenn eru jafnan taldir búa við fremur takmarkaða kaffimenningu. Á Ítalíu, þar sem kaffi- menningin er hvað fegurst, er það til dæmis álitin sérstök móðgun að biðja um „caffe americano“ á veitingastöðum. Barþjónar sem fá slíka pöntun leggja ekki mikla natni í verkið, hellt er upp á einn espressó og heitu vatni skvett ofan í til útþynning- ar. Þetta er síðan borið fram með fyrirlitningu. En ekki hvað? Titringur á milli Íbúðalánasjóðs og bankanna fer síst minnkandi. Nú um helgina var rifist um það, í kjölfar úttektar í Morgunblaðinu, hvort sjóðurinn gæti tæmst. Þessu vísa forsvarsmenn Íbúðalána- sjóðs, með Hall Magnússon í broddi fylkingar, algjörlega á bug. Um helgina notuðu þeir tækifær- ið og stærðu sig af því að hjá alþjóðlegum matsfyr- irtækjum væri sjóðurinn með betri einkunn en bankarnir. Þetta vekur hvorki aðdáun né öfund hjá bönkunum - enda eru lán Íbúðalánasjóðs ríkis- tryggð og sem betur fer telja matsfyrirtækin engar sérstakar líkur á því að íslenska ríkið fari á hausinn. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.351 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 214 Velta: 2.433 milljónir -0,71% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR… Greiningardeild KB banka gaf í gær út nýtt mat á verðmæti Íslandsbanka. Að mati KB banka er Íslandsbanki 107,3 milljarðar króna eða 9,65 krónur á hlut. Launavísitalan í nóvember var 0,2 prósentustigum hærri en í október. Hún er nú 253,8 stig og hefur hækkað um 5,4 prósent á síðustu tólf mánuðum. KB banki hefur fengið leyfi yfirvalda í Finnlandi til banka- rekstrar þar í landi frá og með áramótum. FTSE vísitalan í Lundúnum hækkaði um 0,14 prósent í gær. DAX í Þýskalandi lækkaði um 0,03 prósent og japanska Nikkei vísitalan hækkaði um 0,20 pró- sent. 34 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðan- leikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 millj- arðar íslenskra króna. Mark- aðsvirði Big Food Group er sam- kvæmt tilboði fjárfesta undir for- ystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bil- inu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrir- tækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakka- varar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóð- legt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvæla- markaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækis- ins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsam- keppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakka- vör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrir- tækið telji batnandi tíð framund- an. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrir- tækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungs- hlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjár- magna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyf- irlýsingu frá alþjóðlegum bönk- um. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 37,50 -0,27% ... Bakkavör 24,30 -1,22% ... Burðarás 11,95 +0,42% ... Atorka 5,87 +1,21% ... HB Grandi 7,90 +5,33% ... Íslandsbanki 11,10 -1,77% ... KB banki 446,50 - 0,56% ... Landsbankinn 11,85 -0,42% ... Marel 48,60 -0,82% ... Medcare 6,05 - ... Og fjarskipti 3,10 - ... Samherji 11,10 - ... Straumur 9,60 -1,03% ... Össur 76,50 -3,77% Geest samþykkir tilboð Bakkavarar Tryggingamiðstöðin7,32% Grandi 5,33% Jarðboranir 5,03% Síminn -9,09% Össur -3,77% Íslandsbanki -1,77% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Vín með jólamatnum Bæklingur í næstu vínbúð Kortavelta eykst MIKIÐ TRAUST Þrír erlendir bankar eru tilbúnir til að lána Bakkavör, undir forystu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, tugi milljarða til kaupa á breska matvælafyrirtækinu Geest. Notkun á greiðslukortum var 19,9 prósentum hærri í nóvember í ár en í fyrra. Velta kreditkorta inn- anlands jókst um 10,3 prósent en debetkortaveltan er 23,8 prósent- um hærri. „Þessi mikla veltuaukning gef- ur til kynna að jólaverslunin sé óvenjumikil í ár og að einkaneysla sé ennþá í mjög miklum vexti,“ segir Ingvar Arnarson hjá grein- ingardeild Íslandsbanka. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kom einnig fram að vöxtur verslunar með debetkort í innlendri verslun sé 27,9 prósent frá því á sama tíma í fyrra. „Heimilin virðast vera í gleðigírn- um og er vöxtur útgjalda þeirra nokkuð umfram vöxt tekna,“ segir í Morgunkorninu. Þetta er sagt benda til þess að bilið milli neyslu- og tekjuaukningar sé brú- að með lántökum. - þk Í GLEÐIGÍRNUM Kortavelta hefur aukist mjög. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtöku á Geest þegar samkomulag náðist um verð fyrir það. Framundan er sex vikna vinna við að kanna rekstur Geest en fátt bendir til annars en að af kaupunum verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.