Fréttablaðið - 22.12.2004, Page 71

Fréttablaðið - 22.12.2004, Page 71
MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 39 Allen Iverson varð fyrsti leikmað-urinn í fjögur ár til að ná því af- reki að skora 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð í fyrrakvöld þegar lið hans, P h i l a d e l p h i a 76ers, mætti Utah Jazz í NBA-körfu- boltanum. Iver- son skoraði 51 stig en það dugði ekki til því Jazz hafði betur í leikn- um, 103-101. Með frammistöðunni varð Iverson sjöundi leikmaður NBA-deildarinnar til að ná þessum áfanga en áður höfðu Rick Barry, Elgin Baylor, Wilt Chamberlain, Bernard King, Michael Jordan og Antawn Jamison leikið sama leik. Forráðamenn Liverpool hafa tjáðstjórn Real Madrid að ekki sé inni í myndinni að skipta á Steven Gerr- ard og Fernando Morientes. Liver- pool hefur hins vegar sýnt því áhuga á að fá Morientes til liðs við sig og gerði Madrid-liðinu til- boð sem hljóðaði upp á 3,5 milljónir punda. Eins og fram hefur komið vill Real Madrid fá 7,5 milljónir punda fyrir kappann. „Mér líst vel á Liverpool og er ánægður með að lið á svo háum staðli vilji fá mig,“ sagði Morientes. Sænski knattspyrnumaðurinnChristian Wilhelmsson segist glaður vilja ganga til liðs við Totten- ham. Wilhelms- son, sem leikur með belgíska lið- inu Anderlecht, hefur einnig verið orðaður við Celtic í skoska boltan- um. Búist er við að kappinn muni kosta um þrjár milljónir punda. „Tottenham myndi henta mér mjög vel. Þetta er gott félag og ég er tilbú- inn að stíga stórt skref á ferli mín- um,“ sagði Wilhelmsson. Ronaldinho, nýkrýndur knatt-spyrnumaður árins 2004, segist hafa engin áform um að segja skilið við Barcelona til að ganga til liðs við Chelsea. „Ég sagð- ist aldrei vilja spila með Chelsea. Ég er haming jusamur þar sem ég er og mig langar að halda áfram þar sem ég er í dag,“ sagði Ronaldinho. Brasilíumaðurinn knái sagði að félag- ið hefði gefið sér meira en hann því og að hann hefði fullan hug á að vera þátttakandi í félaginu sem sann- ur sigurvegari. „Hins vegar finnst mér Chelsea vera að gera frábæra hluti og ég gæti alveg hugsað mér að búa í London á einhverjum tímapunkti.“ Alex Ferguson, knattspyrnustjóriManchester United, hefur varað Chelsea við að liðinu fatist flugið á nýju ári. Chelsea mun mæta bæði Everton og Liver- pool í janúar og United í undanúr- slitum bikar- keppninnar. „Þeg- ar Chelsea kemur norður munuð þið öll sjá hvað ger- ist,“ sagði Fergu- son. „Í mínum huga byrjar deildin fyrst fyrir alvöru eftir áramótin og þá skrifa ég hjá mér hvað er fram undan hjá hverju liði. Það er með ólíkindum hversu ná- kvæmur ég er á hvar stig munu vinn- ast eða tapast.“ Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gerir sér grein fyrir því að liðið muni tapa ein- hverjum stigum en segir það sama verði upp á teningnum hjá keppi- nautunum. Björgvin Björgvinsson skíðakappikláraði fyrri ferð sína á svigmóti í Tékklandi. Björg- vin endaði í 25. sæti en seinni ferðin fer fram í dag. Kristján Uni Óskarsson var einnig þátttakandi á mótinu en hafði ekki erindi sem erfiði, náði ekki að klára fyrri ferðina og féll úr keppni. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Kosið um íþróttamann ársins 2004 á Vísi: Kosningunni lýkur á miðnætti í kvöld ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Fréttablaðið og visir.is standa þessa dagana fyrir kosningu á íþróttamanni ársins 2004 á íþróttavef Vísis. Þar geta íþróttaáhugamenn kosið þann íþróttamann sem þeim finnst hafa skarað fram úr á árinu en sex íþróttmenn eru tilnefndir. Það eru knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sund- konan Kristín Rós Hákonardóttir, sem var valin íþróttakona ársins í Evrópu úr röðum fatlaðra, kylfingurinn Ólöf María Jónsdótt- ir, sem tryggði sér fyrst íslenskra kylfinga þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi, handknatt- leiksmaðurinn Ólafur Stefánsson, sem bar íslenska landsliðið á herðum sér á Ólympíuleikunum í Aþenu, fimleikamaðurinn Rúnar Alexandersson, sem komst fyrstur íslenskra fimleikamanna í úrslit á áhaldi á Ólympíuleikum, og frjálsíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir sem varð í fimmta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu og tvíbætti Íslands- og Norðurlanda- metið . Kosningunni lýkur á miðnætti í kvöld en úrslitin verða kunngjörð 28. desember næstkomandi. ■ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR ÓLAFUR STEFÁNSSON RÚNAR ALEXANDERSSON ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.