Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 73

Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 73
Rokksveitin Pixies, sem hélt tvenna tónleika í Kaplakrika í sumar, hefur lokið tónleikaferð sinni um heiminn. Síðustu tónleikar sveitarinnar voru haldnir í New York um síðustu helgi. Tveir DVD-diskar eru á leiðinni frá Pixies en ekki er vitað hvort þeir komi sitt í hvoru lagi eður ei. Tek- in var upp heimildarmynd á meðan á tónleikaferð- inni stóð, auk þess sem tónleikarnir voru flestir teknir upp. Óvíst er hvort hljómsveitin fari í hljóðver á næst- unni til að taka upp nýja hljóðversplötu, þá fyrstu síðan Trompe Le Monde kom út árið 1991. Frank Black, forsprakki sveitarinnar, ætlar þó að gefa út tvær sólóplötur á næstunni og bassaleikarinn Kim Deal ætlar í hljóðver til að taka upp nýja plötu með hljómsveit sinni The Breeders. Síðasta plata sveitar- innar, Title TK, kom út fyrir tveimur árum. ■ MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 ■ TÓNLIST Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 • Opið aðfangadag til 13.00 TILBOÐ Skata 499kr/kg VESTFIRSK KÆST SKATA Tónleikaferðinni lokið Samband fyrirsætunnar Naomi Campbell og söngvarans Ushers virðist vera í molum. Ástæðan mun vera sú að fylgdarlið söngvarans er of ráðríkt. Campbell finnst Usher og starfsmenn hans búast við of miklu af sér. „Fólkið í kringum Usher er afar frekt og vill að Naomi hegði sér á vissan hátt og geri eins og þau segi. Þar á meðal vilja þau að hún mæti á hvert einasta rauða teppi með honum og stilli sér upp fyrir fram- an myndavélina. Hún var orðin hundleið á þessu. Þau munu þó halda áfram að vera vinir,“ sagði talsmaður fyrirsætunnar, sem vildi þó ekki staðfesta sambandsslit. ■ PIXIES Rokksveitin Pixies hélt tvenna tónleika hér á landi í sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N NAOMI CAMPBELL Er orðin ansi þreytt á frekjunni og yfirganginum í fylgdarliði Ushers. Hætt saman? Hittust á flugvelli Minnie Driver segist hafa hitt nýja manninn í lífi sínu á flugvelli. „Ég er að hitta Ástrala núna. Þið þekkið hann ekki og hann er ekki frægur. En hann er frábær. Við hittumst á flugvelli þegar fluginu okkar var seinkað – afar rómantískt. Hann er menntamaður og ég segi ekki meir,“ sagði Driver. Hún hefur áður verið í sambandi með Matt Damon og Bobby Ginepri. ■ MINNIE DRIVER Kynntist nýja kærastan- um á flugvelli þegar flugi þeirra beggja seinkaði. ■ FÓLK ■ FÓLK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.