Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 80
Rokkið fer í Jólaköttinn 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Sjaldnast hefur það þótt eftir- sóknarvert að fara í jólaköttinn, en nú í ár bregður svo við að fjöldi ungs fólks er staðráðið í að fara beina leið í Jólaköttinn 2004, og það strax í kvöld. Jólakötturinn 2004 er nefnilega heiti á tónleikum sem fjórar ung- ar og sprækar rokksveitir standa fyrir í Austurbæ í kvöld. Hljóm- sveitirnar eru Ókind, Lada Sport, Ísidór og Benny Crespo’s Gang. „Þetta er í fyrsta sinn sem við ráðumst í svona tónleikahald sjálfir,“ segir Steingrímur, söngv- ari og hljómborðsleikari Ókindar. „Við höfum oft spilað á vegum borgarinnar og víðar, en okkur fannst skemmtilegra að drífa í þessu sjálfir frekar en að sitja bara og bíða. Hugmyndin er að brjóta upp þetta tónleikahald fyrir jólin og koma með svolítið öðruvísi jólatónleika.“ Ókind varð í öðru sæti Músík- tilrauna árið 2002 og sendi árið eftir frá sér geisladiskinn Heimsendir 18. Lada Sport hreppti líka annað sætið í Músík- tilraunum nú í ár, og Benny Crespo’s Gang lenti í úrslitum á Battle of the Bands fyrir skömmu. Steingrímur á ekki von á því að mikið verði flutt af jólalögum á þessum tónleikum. Þar mun rokk- ið ráða ríkjum. „Ætli við verðum samt ekki að taka Jólaköttinn,“ segir hann og vísar þar í lag Ingibjargar Þor- bergs sem Björk Guðmundsdóttir flutti um árið. Ókind tekur þetta lag svo gust- ar af á jólaplötunni Stúfur, sem kom á markað fyrir fáeinum vik- um. Ekki er ólíklegt að Ísidór flytji einnig á þessum tónleikum lagið Jóla, jólasveinn, sem er á sömu safnplötu. Tónleikarnir í Austurbæ hefj- ast klukkan 21.00 og aðgangseyrir er 800 krónur. ■ ■ TÓNLEIKAR ■ MYNDLISTARSÝNING STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögum Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - gul kort - UPPSELT Su 9/1 kl 20 - aukasýning - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - rauð kort Su 16/1 kl 20 - græn kort Fö 21/1 kl 20 - blá kort Lau 22/1 kl 20 Lau 29/1 kl 20 Su 30/1 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20 Su 23/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14 Su 9/1 kl 14 Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14 Su 30/1 kl 14 Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudagag og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Mi 29/12 kl 20 - UPPSELT Su 2/1 kl 20 Fö 7/1 kl 20 Fö 14/1 kl 20 Su 16/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 Su 9/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Mi 29/12 kl 20 Fö 14/1 kl 20 Fi 20/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. sun. 26. des kl. 14 SÍÐASTA SÝNING Tosca – Frumsýning 11. febrúar kl. 20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13. febrúar kl. 19.00 3. sýning 18. febrúar kl. 20.00. – FÁAR SÝNINGAR Miðasala á netinu: www.opera.is AUKASÝNING mið. 29.12 kl. 20 Örfá sæti LOKASÝNING fim. 30.12 kl. 20 Uppselt ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Tónlistarhópurinn Adapter flytur tónlistargjörninginn 1 mín- úta á sýningunni Ný Íslensk Myndlist í Listasafni Íslands.  21.00 Hljómsveitirnar Ókind, Lada Sport, Ísidór og Benny Crespo's Gang halda tónleika í Austurbæ undir yfirskriftinni Jólakötturinn 2004. ■ ■ JÓLIN  22.00 Jólavaka verður í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði. Fram koma söngnemarnir Björk Níelsdóttir og Helena Marta Stefánsdóttir, gítarleikarinn Andri Eyjólfsson sem jafnframt er undirleikari ásamt píanóleikaranum Sigurði Marteinssyni. Ennfremur syngur Unglingakór Víðistaðakirkju, Kór Öldutúnsskóla og Karlakórinn Þrestir. Séra Bragi J. Ingibergs- son flytur hugvekju. sendandi: Geir A. Guðsteinsson, blaðamaður Galtalind 1, 201 Kópavogur. vs. 898-5933, hs. 564-5933 skrifst. Borgartúni 33, 105 Reykjavík. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Miðvikudagur DESEMBER HLJÓMSVEITIN ÓKIND Fjórar ungar og sprækar rokksveitir efna til tónleika í Austurbæ í kvöld undir heitinu Jólakötturinn 2004. „Þetta er kannski hálfgerð kaffi- húsasýning,“ segir Sigurrós Stef- ánsdóttir myndlistarmaður um sýningu sína í heilsugæslustöð- inni Hvammi, sem er rétt við Smáralind í Kópavogi. „Þetta eru allt olíumálverk, flest uppstillingar með kaffi- könnum, ílátum og öðrum hlutum sem allir hafa eitthvert hlut- verk.“ Sýningin, sem ber yfirskrift- ina Á aðventu, er í stóru rými á göngum heilsugæslustöðvarinn- ar, þar sem góð aðstaða er til sýn- ingarhalds. Myndirnar bera allar með sér átök litatóna í mjúkum formum. Sigurrós segist hafa heillast af formum og litum úr landslagi þegar hún tók myndir úr flugi fyrir nokkrum árum. „Ég fékk þá alls konar form og hugmyndir sem ég hef unnið út frá síðan. Að vísu eru fáar mynd- ir á þessari sýningu í þeim dúr, en þó geta þessi mjúku form komið þar fyrir.“ Á sýningunni í Hvammi gætir einnig áhrifa frá eyjunni Krít, sem Sigurrós ferðaðist til í sumar. „Þar heilluðu mig þessir bláu og hvítu litir sem eru svo áber- andi. Þarna er hafið blátt og svo eru húsin öll hvít, kannski með rauðar hurðir. Þetta kemur tölu- vert fram í myndunum mínum.“ Sigurrós hefur sett upp sýn- ingar á hverju ári allt frá árinu 1997 þegar hún útskrifaðist úr Myndlistarskólanum á Akureyri. „Ég fór að vísu seint í skóla, það var ekki fyrr en börnin voru komin á legg og farin í fram- haldsnám. Þá bjó ég á Sauðár- króki en leigði mér íbúð á Akur- eyri með dóttur minni sem var í menntaskóla. Svo keyrði ég á milli um helgar.“ Hvatann að myndlistarnáminu má rekja til þess þegar hún kenndi börnum í sex ára bekk á Blönduósi. „Þeim fannst svo gaman í myndlist að þau lærðu hreinlega að lesa í gegnum það. Þá var eins og ég fengi þessa hugljómun.“ ■ Átök lita í mjúkum formum SIGURRÓS STEFÁNSDÓTTIR Myndlistarsýning hennar í Kópavogi stendur væntanlega fram í miðjan janúar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Egilshöll 13. Mars 2005 Lotion Promotion og Viva Art Music kynna með stolti: Ana Maria Martinez Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur - Óperukórinn Eugene Kohn Stjórnandi Miðasala í verslunum Skífunnar og á www.domingo.is Einstök jólagjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.