Fréttablaðið - 18.05.2005, Page 2
2 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Davíð Oddsson ræddi Mannréttindadómstólinn á leiðtogafundi Evrópuráðsins:
Fjalli bara um mannréttindabrot
MANNRÉTTINDI Davíð Oddsson utan-
ríkisráðherra sagði í ávarpi á leið-
togafundi Evrópuráðsins í Varsjá
í gær að brýn þörf væri á umbót-
um á störfum Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í ljósi gífurlegrar
fjölgunar mála sem til hans ber-
ast. Hann sagði að Ísland væri
fylgjandi því að komið yrði á fót
vettvangi þar sem farið yrði yfir
þessi mál. Þar ætti að hafa að leið-
arljósi að Mannréttindadómstóll-
inn veldi mál sín af kostgæfni.
„Dómstóllinn ætti að forðast að
verða áfrýjunardómstóll í öllum
málum sem rísa milli borgaranna
og ríkisvaldsins. Hann á að ein-
beita sér að málum sem snerta
brot á grundvallar mannréttind-
um,“ sagði Davíð. Hann taldi að
aðildarríki Evrópuráðsins gætu
stuðlað að því að draga úr fjölda
umsókna og málafjölda sem dóm-
stólnum berast meðal annars með
því að bæta þekkingu dómstóla
sinna á fordæmisgildi í rétti
Mannréttindadómstólsins.
Á leiðtogafundinum undirrit-
aði utanríkisráðherra þrenna
samninga á vegum Evrópuráðs-
ins, einn gegn hryðjuverkum,
annan sem tekur á fjármögnun
hryðjuverkastarfsemi og í þriðja
lagi samning um aðgerðir gegn
mansali.
- jh
Khodorkovskí-málið:
Dómsuppkva›ningu aftur fresta›
RÚSSLAND, AP Uppkvaðningu dóms-
ins yfir rússneska auðjöfrinum
Mikhaíl Khodorkovskí var fram
haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi
aftur frestað án þess að dómsúr-
skurðurinn sjálfur væri kveðinn
upp. Dómsuppkvaðningin hófst á
mánudag.
Þótt orðalag þess hluta dómsins
sem fram er kominn bendi sterk-
lega til þess að Khodorkovskí
verði sakfelldur töldu verjendur
hans sig merkja vísbendingar í
textanum um að búast mætti við
því að refsingin yrði mildari en sá
tíu ára fangelsisdómur sem
ákæruvaldið hefur krafist fyrir
skattsvik og fleiri glæpi.
Réttarhaldið yfir Khodorkov-
skí – sem var aðaleigandi og for-
stjóri Yukos-olíufyrirtækisins –
hefur grafið undan orðstír rúss-
nesks réttarkerfis og skaðað
traust erlendra fjárfesta á rúss-
nesku viðskiptalífi. Tiltölulega
mildur dómur kann að verða túlk-
aður sem tilraun af hálfu yfir-
valda til að hrekja gagnrýni er-
lendis frá á pólitísk afskipti af
málinu og til að endurheimta
traust fjárfesta.
Stjórnmálaskýrendur halda
því fram að skyndileg handtaka
Khodorkovskís í október 2003 hafi
verið hefnd Vladimírs Pútíns for-
seta fyrir stuðning auðjöfursins
við stjórnarandstöðuflokka – en
þar með hefði hann brotið óskrif-
að samkomulag um að stjórnvöld
leyfðu auðjöfrum landsins að hafa
sitt misjafnlega fengna ríkidæmi
í friði svo lengi sem þeir skiptu
sér ekki af stjórnmálum. ■
ÚSBEKISTAN Sjónarvottar telja að
allt að 745 manns hafi látið lífið
í átökum við stjórnarher Ús-
bekistans um helgina. Formæl-
endur ríkisstjórnarinnar segja
hins vegar að mannfallið hafi
verið mun minna.
Allt var með kyrrum kjörum í
borginni Andijan í austurhluta
Úsbekistans í gær en þar brutust
út mikil mótmæli á föstudaginn
sem enduðu með átökum við
stjórnarhermenn. Í gær sagði
Nigara Khidoyatova, leiðtogi
eins stjórnarandstöðuflokksins,
að allt benti til að hermennirnir
hefðu síðustu daga myrt 745 sak-
lausa borgara í Andijan og í ná-
grannaborginni Pakhtabad.
Fólk úr hópi þeirra ríflega
500 flóttamanna sem komust til
Kirgisistan segir svipaða sögu.
Það kveðst hafa veifað hvítum
dulum og hrópað að það væri
vopnlaust en engu að síður var
skotið á það. Fólkið hafnar því
algerlega að íslamskir öfga-
menn hafi staðið fyrir mótmæl-
unum heldur hafi það aðeins
viljað knýja á um efnahags- og
lýðræðisumbætur. Sjónarvottar
sögðu í samtölum við fréttarit-
ara BBC að hermenn hefðu fjar-
lægt lík barna og kvenna en skil-
ið lík karla eftir á vettvangi til
að breiða yfir dauðsföll sak-
lausra borgara.
Islam Karimov, forseti Ús-
bekistans, og undirmenn hans
vísa ásökunum stjórnarandstöð-
unnar á bug og segja að aðeins
169 manns hafi fallið. „Her-
sveitir okkar skutu einungis á
hryðjuverkamenn,“ sagði Ras-
hid Kadyrov, formælandi ríkis-
stjórnarinnar, við blaðamenn í
gær. Hann sagði auk þess að
mannfall óbreyttra borgara
væri sök hryðjuverkamannanna
sem væru flestir öfgasinnaðir
múslimar og mannfallsáætlanir
stjórnarandstæðinga væru
þvættingur sem villa ætti um
fyrir erlendum fréttamönnum.
Yfirvöld í Moskvu hafa tekið
undir með Karimov og sagt að
ofbeldið væri heittrúuðum
múslimum að kenna. Ekki var
von á öðru enda hafa þau iðu-
lega afgreitt þjóðfrelsisbaráttu
Tsjetsjena sem verk íslamskra
öfgamanna. Bretar hafa hins
vegar fordæmt aðgerðir stjórn-
valda í Taskent svo og Banda-
ríkjamenn þótt margir telji það
gert með hálfum hug. 37 mót-
mælendur voru handteknir í
Lundúnum í gær en þeir höfðu
slett málningu á úsbeska sendi-
ráðið í borginni.
sveinng@frettabladid.is
Sænska þingið:
Flóttafólk
fái hæli
SVÍÞJÓÐ Fimm stjórnmálaflokkar á
sænska þinginu hyggjast leggja
fram þingsályktunartillögu þess
efnis að öllum flóttamönnum sem
komið hafa til Svíþjóðar fram til
síðustu áramóta verði veitt hæli í
landinu.
Flokkarnir sem um ræðir eru
Vinstri flokkurinn, Umhverfis-
flokkurinn, Miðflokkurinn, Kristi-
legir demókratar og Þjóðarflokk-
urinn. Með þessu eru flokkarnir
að taka undir kröfu forystumanna
sænsku þjóðkirkjunnar.
Ef tillagan nær fram að ganga
fá milli 20 og 30 þúsund manns
sjálfkrafa hæli í Svíþjóð. ■
Í VONDUM MÁLUM Mark Whitaker, ritstjóri
Newsweek, er ekki öfundsverður af stöðu
sinni um þessar mundir.
Dýrkeypt mistök:
Newsweek
sæti ábyrg›
KABÚL, AP Afganskir ráðamenn eru
æfir út í bandaríska tímaritið
Newsweek vegna frétta þess um
vanhelgun Kóransins í fangabúð-
unum í Guantanamo sem það síð-
ar dró til baka. 15 manns létust í
uppþotum í landinu eftir að frétt-
ist af hinni meintu vanhelgun.
Talsmaður forseta Afganistan
kvaðst í samtali við blaðamenn í
gær vera þeirrar skoðunar að
draga ætti útgefendur Newsweek
til ábyrgðar fyrir mistökin. Hann
sagði jafnframt að vísbendingar
væru um að erlendir flugumenn
hefðu hleypt illu blóði í mótmæl-
endurna. ■
ÍRAK
KLERKAR MYRTIR Uppreisnar-
menn í landinu eru farnir í aukn-
um mæli að beina spjótum sínum
að múslimaklerkum. Í gær var
klerkur úr hópi sjía skotinn til
bana í Bagdad en jafnframt fund-
ust lík tveggja súnní-klerka sem
hafði verið rænt á dögunum.
Talið er að með þessu vilji upp-
reisnarmenn kynda undir ófriðar-
báli á milli trúarhópa.
SPURNING DAGSINS
Ólafur, er komi› anna› hljó›
í strokkinn?
Já, það er komið gott og bjart hljóð í
hann.
Ólafur M. Magnússon er framkvæmdastjóri
Mjólku, sem er fyrsti framleiðandi mjólkurafurða
hér á landi sem starfar án beinna framleiðslu-
styrkja.
Alltaf hagstætt
www.ob.is
14 stöðvar!
Bílvelta við Kirkjubæjarklaustur:
Beltin
björgu›u
LÖGREGLUMÁL Bíll fór út af Land-
brotsvegi við Kirkjubæjarklaust-
ur í fyrrakvöld og valt þrjá hringi.
Ökumaður og farþegi sem í bíln-
um voru slösuðust lítillega og
voru fluttir á heilsugæslustöð til
aðhlynningar. Bíllinn er að sögn
lögreglunnar í Vík gjörónýtur.
Báðir voru mennirnir í bílbelt-
um en án þeirra hefði ekki þurft
að spyrja að leikslokum, að sögn
lögreglu. - oá
BÍÐUR DÓMS Rússneski auðjöfurinn Mikhaíl Khodorkovskí sést hér fluttur, undir strangri
gæslu, úr dómhúsinu í bíl í Moskvu í gær.
LÁTNIR JARÐSETTIR Þegar er farið að bera þá sem féllu í átökum í Andijan til grafar. Um
nöfn sumra þeirra er ekkert vitað.
DAVÍÐ ODDSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA
Mannréttindadómstóllinn má ekki verða
áfrýjunardómstóll í öllum málum sem rísa
milli ríkisvalds og borgaranna.
fivertaka fyrir mann-
fall óbreyttra borgara
Umfang mannfalls í átökum hermanna vi› mótmælendur í Kirgisistan er
mjög á reiki. Andstæ›ingar Karimovs forseta telja a› 745 manns hafi be›i›
bana en flví vísa stjórnvöld á bug.Bíll í árekstri við bifhjól:
Tveir fluttir á
slysadeild
SLYS Ökumaður og farþegi á bif-
hjóli slösuðust þegar bifhjólið og
bifreið rákust saman á Hring-
braut klukkan hálf átta í gær-
kvöldi. Þeir eru þó ekki alvarlega
slasaðir. Bifreiðin, sem er
kennslubifreið, skemmdist tals-
vert að sögn lögreglunnar og varð
að fjarlægja hana með kranabíl.
Ekki er vitað hvort nemandi var
við akstur. -jse
BIFHJÓL Á SLYSSTAÐ Bifhjólið liggur illa
farið í götunni eftir áreksturinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
VEÐUR
SNJÓAR FYRIR AUSTAN Sumarið
virðist vera tvístígandi í komu
sinni til landsins því það snjóaði
af fullum krafti á Seyðisfirði og
Egilsstöðum í gær. Reyndar festi
snjóinn ekki á jörðu en ekkert lát
var þó á snjókomunni. Að sögn
lögreglu á Egilsstöðum létu flest-
ir Austfirðingar þetta ekki slá sig
út af laginu enda þolinmóðir með
endemum og segja þetta til merk-
is um að gott sumar sé í aðsigi.