Fréttablaðið - 18.05.2005, Side 6

Fréttablaðið - 18.05.2005, Side 6
6 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR BRETLAND AP Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, kynnti í gær áform um uppstokkun á breska velferðar- kerfinu, virka baráttu gegn hryðju- verkum og upptöku persónuskil- ríkja sem Bretar hafa verið án frá því í síðari heimsstyrjöld, í löggjaf- aráætlun ríkisstjórnar hans við upphaf þriðja kjörtímabilsins. Er víst talið að sum löggjafaráformin muni espa innanflokksandstæðinga Blairs til andófs og reynast próf- steinn á forystustyrk hans í flokkn- um, en eins og kunnugt er hefur hann farið þverrandi frá því deil- urnar um Íraksstríðið upphófust. Samkvæmt áætlun stjórnarinn- ar hyggst hún koma 45 lagafrum- vörpum í gegnum þingið á næstu 18 mánuðum. Blair sagði við þingsetninguna að með áætluninni væri staðinn vörður um efnahagslegan stöðug- leika, fjárfestingu í skólakerfi og sjúkrahúsum landsins yrði haldið áfram og „borgararnir verndaðir fyrir hryðuverkum og glæpum“. Um hin umdeildu áform um upptöku persónuskilríkja sagði Blair að nútíminn kallaði á að slíkt kerfi yrði tekið upp í nafni öryggis borgaranna. ■ BORGARMÁL „Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbú- um ljóst hversu alvarleg staða hef- ur skapast undir óstjórn R-listans,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkur- borgar við aðra umræðu borgar- stjórnar um ársreikning borgar- innar fyrir síðasta ár. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orð- um Vilhjálms fælust harðar ásak- anir á alla þá óháðu endurskoðend- ur sem yfirfóru ársreikninginn og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn bentu á að á rúmum tíu árum hafi skuldir sam- stæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 millj- arða á síðasta ári sem eitt og sér sé nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niður- staða skuggaleg. Samkvæmt út- reikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjár- magnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R- listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tæki- færið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeining- um. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgar- innar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi. albert@frettabladid.is Nær FH a› verja Íslands- meistaratitilinn í fótbolta? SPURNING DAGSINS Í DAG: Kemst Ísland í úrslitakeppni Eurovision? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 59,6% 40,4% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ÞINGSETNING Í WESTMINSTER Tony Blair forsætisráðherra og Michael Howard, leið- togi Íhaldsflokksins og stjórnarandstöð- unnar, gengu saman í þingsalinn í gær. rauða húsið Er e s t a u r a n t yrarbakka Eyrarbakka Velkomin til Húsasmiðjan Tandur Gæðafæði Kjörís Íslandsbanki A. Karlsson K. Karlsson Kjarnafæði Árvirkinn Landsbankinn Selfossi Við óskum Rauða húsinu til hamingju Nú er veitingastaðurinn Rauða húsið fluttur í glæsilega endurreist hús að Búðarstíg 4, Eyrarbakka. Verið velkomin að upplifa 19. aldar stemninguna í einu fegursta sjávarþorpi á Íslandi og njóta unaðslegra máltíða í rómantísku umhverfi. Eftir friðsæla göngu í fjörunni, við róandi hljóm af brimi og litríkan fuglasöng bíður þín dúkað borð og girnilegur matseðill í Rauða húsinu á Eyrarbakka. EN D U RR EI SN A RF ÉL A G IÐ Danmarks Radio: Fréttamenn í verkfalli DANMÖRK Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu nið- ur vinnu í samúðarskyni við starfs- félaga sína. Launadeila fréttamanna við yfir- stjórn Danmarks Radio er orsök verkafallsins en fréttamenn saka stjórnendur stofnunarinnar um ítr- £ekaðar tilraunir til að lækka byrj- unarlaun fréttamanna. Fjölmargar einkareknar út- varps- og sjónvarpsstöðvar sjá Dön- um fyrir fréttum í verkfallinu. ■ Segja skuldaaukningu borgarinnar skuggalega Árleg skuldalækkunarlofor› R-listans í borgarstjórn eru hjóm eitt a› mati sjálfstæ›ismanna. Önnur umræ›a um ársreikning borgarinnar fór fram í gær. Borgarstjóri segir stö›una vera samkvæmt áætlunum. TEKIST Á UM FJÁRMÁL BORGARINNAR Sjálfstæðismenn segja óreiðu og upplausn ríkja í stjórnkerfi borgarinnar og benda á niðurstöður ársreiknings fyrir síðasta ár máli sínu til stuðnings. Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Sta›reyndirnar tala sínu máli BORGARMÁL „Viðbrögð mín við ummælum sjálfstæðismanna eru þau að benda almenn- ingi á að lesa ársreikn- inginn því staðreyndirn- ar tala sínu máli,“ segir Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarstjóri. „Ársreikningurinn er yfirfarinn af óháðum endurskoðendum og þeir eru í raun að gefa þeim reikningi sem og fjármálastjórn borgarinnar heilbrigðisvottorð. Ef almenningur vill mynda sér sína eigin óháðu skoðun þá er það hægt með því að fara yfir reikninginn en taka ekki endilega mark á mér eða sjálfstæðismönnum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Fegra allt og fela fyrir borgarbúum BORGARMÁL „Það er ein- kennandi fyrir R-list- ann í þessu máli og reyndar flestum öðrum að þeim hættir til að fegra og fela allt fyrir borgarbúum,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son. „Við höfum nú um árabil heyrt yfirlýsing- ar R-listans sem stand- ast aldrei samanber ársreikninginn. Skuldaauk- ingin er með hreinum ólíkindum þrátt fyrir að stefnan sé á hverju ári að lækka skuldirnar. Al- veg sama er hvar niður er gripið og þetta gerist þrátt fyrir að tekjur borgarinnar hafi aldrei nokkurn tíma verið hærri.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Löggjafaráætlun þriðju ríkisstjórnar Blairs: Prófsteinn á forystustyrk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.