Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.05.2005, Qupperneq 10
ÞINGSETNING Í LONDON Elísabet Eng- landsdrottning brosti sínu breiðasta er hún mætti í þinghúsið í Westminster í gær til að halda drottningarræðuna svonefndu, stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Tony Blair. 10 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Lúðvík Bergvinsson býður sig fram á landsfundi Samfylkingar: Berjast um varaformannsstólinn SAMFYLKINGIN Lúðvík Bergvins- son þingmaður Samfylkingar- innar hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Samfylkingarinnar. Ljóst er því að kosið verður um varaformann á landsfundi Samfylkingarinnar á laugardag en auk Lúðvíks hef- ur Ágúst Ólafur Ágústsson þing- maður Samfylkingarinnar boðið sig fram til embættisins. Lúðvík segir að miklu máli skipti fyrir Samfylkinguna að forystan endurspegli þá breidd sem flokkurinn verði að hafa. „Eftir að hafa starfað sem lög- fræðingur, setið á Alþingi í ára- tug auk þess að gegna starfi bæjarfulltrúa í Vestmannaeyj- um, tel ég mig hafa öðlast þá reynslu og þekkingu að geta lagt Samfylkingunni lið svo hún fái náð því markmiði sem að er stefnt.“ Lúðvík kveðst ekki taka af- stöðu í formannskjöri Samfylk- ingarinnar. „Ég fer fram á eigin vegum og engin sérstök tengsl eru á milli framboðs míns og átaka um formannssætið. „Ég hef unnið ágætlega með Össuri Skarphéðinssyni í formannstíð hans og treysti mér vel til þess að vinna með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,“ segir Lúðvík. - jh Benda á marga meinta sökudólga Bandarísk flingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um flátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun Sfi í Írak. Ásakanir ganga á víxl. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Í skýrslu sem rannsóknarnefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings birti um meinta spillingu í tengslum við hina svonefndu olíu-fyrir-mat- áætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak, eru sakir bornar á franska, breska og rússneska stjórnmála- menn, en einnig bent á að banda- rísk fyrirtæki voru flækt í hin vafasömu viðskipti við ríkis- stjórn Saddams Hussein. Í skýrslunni, sem er sú þriðja um þetta efni sem nefndin hefur látið frá sér fara síðustu daga, er fullyrt að bandarísk stjórnvöld hafi látið sem þau sæju ekki þeg- ar bandaríska olíufyrirtækið Bayoil keypti hráolíu frá Írak, þvert á viðskiptabannið, og seldi hana áfram til olíuhreinsistöðva í Bandaríkjunum. Að því er segir í skýrslunni hefði bandarískum stjórnvöldum – með aðildinni að öryggisráði SÞ – verið í lófa lag- ið að stöðva þessi viðskipti sem gerðu Saddam kleift að raka til sín milljörðum dala, ekki síst með olíusmygli til Jórdaníu, Tyrklands, Sýrlands og víðar. Breski þingmaðurinn George Galloway, sem í skýrslunni er sakaður um að þiggja mútur úr hendi Saddams í formi mjög hag- stæðra kaupréttarsamninga að íraskri olíu, kom fyrir þing- nefndina í gær og vísaði ásökun- unum með öllu á bug. Galloway sakaði þingnefndarformanninn, repúblikanann Norm Coleman, um vísvitandi rógsherferð í sinn garð. „Ég er ekki og hef aldrei ver- ið olíusölumaður, né hefur neinn á mínum vegum verið það,“ sagði Galloway. „Ég var andstæðingur Saddams Hussein þegar ríkis- stjórnir og viðskiptajöfrar Bret- lands og Bandaríkjanna seldu honum byssur og gas,“ lýsti hann yfir. Galloway, sem áður var þingmaður Verkamannaflokks- ins en er nú svarinn andstæðing- ur Tonys Blair, náði kjöri í neðri deild breska þingsins í kosning- unum á dögunum sem frambjóð- andi samtaka sem berjast gegn þátttöku Bretlands í hernaðinum í Írak. - aa Landsfundur: Gunnar í frambo› SAMFYLKINGIN Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnar- firði, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar. „Ég hef ákveðið að taka þessari áskor- un og miðla þeirri reynslu sem til staðar er og ég bý yfir, meðal ann- ars vegna starfa minna innan jafn- aðarmannahreyfingarinnar síðast- liðna áratugi,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið bæjarfull- trúi í Hafnarfirði frá árinu 2002. Hann var fyrsti formaður Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði árið 1999 og er formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar. - mh Morðmál: Mó›ir hengdi son sinn CHICAGO, AP Móðir hefur verið ákærð fyrir að hengja fjögurra ára gamlan son sinn með laki. Konunni sem er 23 ára er gert að sök að hafa reiðst syni sínum fyrir að hafa óhlýðnast henni og farið út að leika sér þrátt fyrir að hafa verið bannað það. Hóf hún þá að berja á drengnum með belti og rak hann svo inn í herbergi. Þegar hann hætti ekki að gráta fór hún inn til hans og vafði laki um hálsinn á honum og hengdi hann. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. ■ ÖNNUR HELFÖR MÖGULEG Ann- ar hver Austurríkismaður telur möguleika á annarri helför gegn gyðingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Í könnun- inni kemur einnig fram að 90 prósent telja það mjög mikil- vægt að fólk sé upplýst um hryllinginn sem átti sér stað á tímum nasismans. LÝÐRÆÐIÐ EFLIST Nelson Mand- ela, fyrrverandi forseti Suður- Afríku, sagði í opinberri heim- sókn sinni til Bandaríkjanna að þróunin væri í lýðræðisátt í Afr- íku. Hins vegar varaði hann við því að ekki væri hægt að þröngva lýðræði upp á þjóðir, raunveru- legt lýðræði kæmi bara til með samþykki heimamanna. Ellý A. Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík, var rangnefnd í frétt um stuðn- ingsbýli Samhjálpar í Fréttablað- inu í gær. JAKOB R. MÖLLER Lögmaður British Amer- ican Tobacco segir óvíst hvort dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur um sýnileika tóbaks í verslunum og birtingu ákveðins upplýsinga- texta um tóbak verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur: Ríki› s‡kna› í tóbaksdómi DÓMSMÁL Á næstu vikum verður tekin ákvörðun um hvort áfrýjað verður dómi Héraðsdóms Reykja- víkur þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum tóbaksframleið- andans British American Tobacco um birtingu kynningartexta um tó- bak og um sýnileika tóbaksvara í hillum verslana. Íslensk tóbaks- varnarlög setja bæði framsetningu og umfjöllun um tóbak skorður. Jakob R. Möller, lögmaður Brit- ish American Tobacco, segir skjól- stæðinga sína ekki enn hafa séð dóminn og því ekki tekið afstöðu til áfrýjunnar. „Fyrst þarf að þýða dóminn sem er 64 síður og kynna hann fyrir forsvarsmönnum fyrir- tækisins,“ sagði hann. -óká/oá AUSTURRÍKI BANDARÍKIN LEIÐRÉTTING FYRIR BÖRN 2 - 12 ÁRA Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600 *A›ra lei› me› sköttum. Börn flurfa a› vera í fylgd me› fullor›num. 5.995 KR. Fullor›insver› frá 7.995 kr. A›ra lei› me› sköttum www.icelandexpress.is * LÚÐVÍK BERGVINSSON Lúðvík og Ágúst Ólafur Ágústsson eru þeir einu sem boðið hafa sig fram í embætti varaformanns Samfylkingarinnar. GALLOWAY VERST Breski þingmaðurinn George Galloway svaraði í gær fullum hálsi ásök- unum sem á hann eru bornar af bandarískri þingnefnd sem rannsakað hefur olíu-fyrir- mat-áætlun SÞ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Erdogan: Í mál vegna skopmyndar ANKARA, AP Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda viku- blaðsins Penguen, sem er ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. Á teikningunum var Erdogan sýnd- ur í líki ýmissa dýra. Þetta er í annað skipti í ár sem Erdogan fer í mál við þá sem birta af honum skopmyndir. Í febrúar stefndi hann teiknara sem hafði teiknað hann sem kött flæktan í garnhnykil. Mörgum finnst skjóta skökku við að Erdogan bregðist svona við því hann sat í fangelsi fyrir að lesa upp ádeiluljóð.■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.