Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 18.05.2005, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN10 G R E I N I. – SÖLUHEIMILD Lengst af var það almenn skoðun hér á landi að jafn fjármagnsfrek starfsemi og síma- þjónusta (fjarskiptaþjónusta) gæti ekki verið á annarra hendi en ríkisins. Litið var á síma- þjónustu sem náttúrulega einkasölu en í því fólst að ekki væri hægt að koma á samkeppni vegna markaðsaðstæðna. Á fyrstu árum tí- unda áratugar varð veruleg þróun í átt til aukins frjálsræðis og takmörkunar ríkisaf- skipta af póst- og fjarskiptaþjónustu í Evr- ópu. Ráðist var í breytingar á rekstrarformi margra opinberra símafyrirtækja í flestum löndum Evrópu. Áhersla var fyrst og fremst lögð á að undirbúa fyrirtækin undir aukna samkeppni en stjórnvöld í löndum EES höfðu á þessum tíma skuldbundið sig til að nema úr gildi einkarétt ríkisins á fjarskiptaþjónustu og innleiða samkeppni. Það sama átti við hér á landi. Þessi umræða leiddi m.a. til þess að árið 1998 var póst- og símaþjónusta aðskilin í tvö hlutafélög, Landssíma Íslands hf. (Sím- ann) og Íslandspóst hf., sem síðan hófu starf- semi. Umræða um sölu hlutabréfa í Símanum hófst af alvöru fljótlega eftir formbreytingu og aðskilnað frá póstinum, samhliða vaxandi samkeppni á ýmsum sviðum fjarskipta. Tækninni á þessu sviði hafði jafnframt fleygt fram sem m.a auðveldaði ýmsum aðilum sam- keppni við Símann. Æ fleiri urðu því þeirrar skoðunar að rekstri Símans væri betur fyrir komið í höndum einkaaðila en ríkisins. Töldu margir jafnframt óeðlilegt í opnu og frjálsu nútímaþjóðfélagi að ríkið hefði með höndum slíkan samkeppnisrekstur og færi á sama tíma með yfirstjórn og ábyrgð þeirra stofn- ana sem ætlað er að sinna eftirlitshlutverki m.a. með samkeppnisaðilum Símans, svo sem Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskipta- stofnum. Sala slíkra ríkisfyrirtækja væri og í anda þeirrar evrópsku löggjafar sem mótuð hefði verið á þessu sviði með aðild Íslands og þeirra sjónarmiða að ríkið ætti ekki að sinna samkeppisrekstri sem aðrir væru færir um að sinna. Hlutverk ríkisins við slíkar aðstæð- ur ætti fyrst og fremst að vera á sviði eftir- lits og að sjá til þess að eðlileg og sanngjörn samkeppni og þjónusta ríkti. Umtalsverð þjóðmálaumræða átti sér stað hér á landi um þessi mál og lauk að segja má í grundvallar- atriðum með setningu laga nr. 75 19. maí 2001. Þau lög heimiluðu sölu á öllu hlutafé ríkisins í Landssíma Íslands hf. óskiptu, þ.e. með netkerfum og öllu sem fyrirtækið var eigandi að. Eftir að sú ákvörðun var tekin má því segja að málið hafi færst yfir á fram- kvæmdastig. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu fer nú með þá framkvæmd í umboði ráðherranefndar um einkavæðingu. II. – ÓBINDANDI TILBOÐ Söluferlið var auglýst 5. apríl sl. bæði á inn- lendum og erlendum vettvangi. Áhugasömum aðilum hefur síðan verið afhent svokölluð upplýsingaskýrsla (e. Information Memorandum) að undirrituðum nauðsynleg- um trúnaðarsamningi. Í þeirri skýrslu er með ítarlegum hætti farið yfir rekstur Símans í fortíð, nútíð og framtíð. Á grundvelli skýrsl- unnar gátu aðilar síðan skilað inn óbindandi verðtilboði (fyrra stig söluferlis) í síðasta lagi í gær, 17. maí. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hef- ur í samráði við Morgan Stanley unnið að nánari útfærslu á söluferli fram að skiladegi óbindandi tilboða. Hefur væntanlegum bjóð- endum verið kynnt hver staða þeirra er við gerð og skil óbindandi tilboða, en hún felst einkum í eftirfarandi: • Kjölfestufjárfestar þurfa a.m.k. að vera þrír á grundvelli hámarks 45% eignar- reglu. • Kjölfestufjárfestir getur verið einstak- lingur. • Ekki er gert að skilyrði að kjölfestufjár- festar myndi með sér hóp áður en skilað er inn óbindandi tilboði, og getur hópamynd- un því átt sér stað á síðara stigi söluferlis. • Ekkert lágmark er á stærð hlutar sem kjöl- festufjárfestir býður í, hvað óbindandi verðtilboð áhrærir, (þó að hámarki 45%), en einungis þeir sem bjóða 10% að lág- marki eiga þess kost að fá frekari trúnað- arupplýsingar um Símann á síðara stigi söluferlis (nema í félagi/hópi við aðra). • Kjölfestufjárfestir getur einungis tekið þátt í einum hópi kjölfestufjárfesta. • Kjölfestufjárfestir getur tekið þátt í síðara stigi söluferlis, þótt viðkomandi hafi ekki verið valinn til síðara stigs á grundvelli óbindandi tilboðs, eða skilað inn óbindandi tilboði. Hins vegar verður meirihluti hóps- ins, í eignarhlutum talið, sem að lokum verður myndaður, að hafa skilað inn óbind- andi tilboði og valist til síðara stigs sölu- ferlis á grundvelli þess. Hefur útfærslan það að augnamiði að tryggja ákveðinn sveigjanleika á þessu fyrra stigi söluferlis og hvetja til samkeppni meðal fjárfesta. Þessum upplýsingum hefur verið komið á framfæri við mögulega fjárfesta í áðurnefndri upplýsingaskýrslu (Information Memorandum) sem Morgan Stanley hefur af- hent hugsanlegum bjóðendum, en einnig með almennum hætti með tilkynningu til Kaup- hallar Íslands þann 18. apríl sl. Alls hafa tæp- lega 50 aðilar undirritað trúnaðarsamning og fengið nefnd gögn. Gefur það til kynna um- talsverðan áhuga á eignarhlut ríkisins í Sím- anum þó að erfitt sé að fullyrða til hversu margra óbindandi og síðar bindandi tilboða slíkt leiðir. Við mat á óbindandi tilboðum verður með- al annars horft til verðs, fjárhagslegs styrks og lýsingar á fjármögnun, reynslu af rekstri fyrirtækja, hugmynda og framtíðarsýnar varðandi rekstur Símans, starfsmannastefnu og þjónustu í þéttbýli og dreifbýli næstu fimm árin, svo og sjónarmiða bjóðenda hvað varðar markmið ríkisins með sölunni. Heild- stætt mat verður lagt á alla þá þætti sem hér um ræðir og gengið úr skugga um að bjóðend- ur uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið af hálfu ríkisins fyrir sölunni. Allmargir þættir koma því hér til mats og skoðunar. Hefur Morgan Stanley kynnt aðilum er fengið hafa útboðsgögn fyrirætlun þessa og hvaða upp- lýsingar þurfi að liggja fyrir. Gera má ráð fyrir að það geti tekið allt að viku að yfirfara óbindandi tilboð. Upplýsingar um fjölda bjóð- enda verða gefnar í dag, daginn eftir að til- boðsfrestur rennur út. Nöfn bjóðenda verða hins vegar ekki gefin upp fyrr en að lokinni yfirferð tilboða. Að lokinni yfirferð óbindandi tilboða verð- ur þeim sem uppfylla almennar kröfur og skilyrði boðið að fá frekari upplýsingar um Símann í gegnum kynningar, heimsóknir og kostgæfnisathuganir (e. due diligence). Á grundvelli þeirra athugana geta aðilar gert bindandi tilboð. Frestur í því efni hefur ekki verið ákveðinn enda ekki unnt að ákveða slíkt fyrr en fyrir liggur hversu margir aðilar halda áfram í ferlinu. III. – BINDANDI TILBOÐ Við mat á bindandi kauptilboðum á síðara stigi söluferlis verður, að því tilskildu að bjóðendur uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið, fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur. Minnst tveimur vikum áður en bindandi til- boð eru lögð fram þurfa bjóðendur að mynda hópa kjölfestufjárfesta, og þurfa þeir aðilar sem ekki voru valdir til síðara ferlis á grund- velli óbindandi tilboða að fallast á framtíðar- sýn og leiðir til að uppfylla markmið ríkisins er tilgreindar voru í óbindandi tilboðum þess/þeirra kjölfestufjárfesta, sem mynda meirihluta hóps og valdir voru á grundvelli mats á óbindandi tilboðum. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna þau bindandi tilboð sem berast í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði aðeins 5%, eða minni, verðmunur á tilboðum hæstu bjóðenda verður viðkomandi aðilum (tveimur eða fleirum eftir atvikum) gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra verðtil- boði síðar sama dag. Verður þess þannig freistað að fá sem hæst verð fyrir Símann. Sem fyrr verða tilboðin opnuð í viðurvist bjóðenda og fjölmiðla síðar sama dag. Berist ekki ný tilboð frá bjóðendum standa upphaf- leg tilboð. Hæstbjóðandi eftir þetta ferli fær síðan fyrstur tækifæri til að undirgangast viðræður um kaup á fyrirtækinu á grundvelli kaupsamnings sem þá þegar mun liggja fyrir og kynntur verður öllum bjóðendum fyrir- fram. Reynt verður að haga málum með þeim hætti að sem stystur tími fari í þann þátt. Takist samningar ekki við þann aðila sem hæstur er verður gengið til viðræðna við þann tilboðsgjafa sem metinn er annar í röð- inni á grundvelli sömu upplýsinga og svo koll af kolli. Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum berist að hennar mati ekki viðun- andi verðtilboð. IV. – TÍMASETNINGAR Söluferlið var upphaflega kynnt þann 4. apríl sl. og auglýst opinberlega þann 5. apríl sl., bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Frestur til þess að skila inn óbindandi tilboð- um var upphaflega ákveðinn til 6. maí en síð- an framlengdur til þriðjudagsins 17. maí. Í dag verður greint frá fjölda þeirra bjóðenda er skiluðu inn óbindandi tilboðum. Nöfn allra bjóðenda verða síðan gerð opinber þegar mati á óbindandi tilboðum er lokið eftir um vikutíma. Þá verður jafnframt tilkynnt hvaða bjóðendur halda áfram í söluferlinu. Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu. Verði þeir margir getur sá skilafrest- ur dregist fram í ágúst. Áætlað er að frágang- ur samnings um kaupin geti tekið eina til tvær vikur. Við það er nú miðað að samning- ar um sölu á eignarhlut ríkisins í Símanum og greiðsla kaupverðs, sem fram fer í einu lagi, verði að fullu lokið seint í júlí eða í fyrri hluta ágústmánaðar. Svo sem rakið er hér að framan hafa verið settar skýrar reglur um söluferli Símans. Öll- um áhugasömum aðilum á að vera auðvelt að vinna eftir þeim. Þar sitja allir við sama borð og jafnræðis er gætt. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur lagt sig fram um að haga öllum söluundirbúningi með faglegum, trú- verðugum og málefnalegum hætti, svo að sala á eignarhlut ríkisins í Símanum geti far- ið fram með opnum, gagnsæjum og sann- gjörnum hætti. JÓN SVEINSSON Söluferli Símans Jón Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, skrifar um söluferli Símans. Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu hefur lagt sig fram um að haga öllum söluundir- búningi með faglegum, trú- verðugum og málefnalegum hætti, svo að sala á eignarhlut ríkisins í Síman- um geti farið fram með opnum, gagnsæjum og sanngjörnum hætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.