Fréttablaðið - 18.05.2005, Page 38

Fréttablaðið - 18.05.2005, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Birkir Kristinsson, starfsmaður eignastýringar Íslandsbanka og knattspyrnugoðsögn, segir mik- ilvægast að borða alltaf hafra- grautinn sinn. Það sé nauðsyn- legt að vera vel nærður áður en tekist er á við verkefni dagsins og hafragrauturinn hafi komið honum í gegnum marga krísuna. ,,Ég reyni alltaf að borða hafragrautinn áður en ég fer út, þó maður nái því nú ekki alltaf. Stundum er maður bara svo mik- ið að drífa sig.“ Birkir, sem tekist hefur vel að sameina boltann og viðskiptin, er enn að spila með ÍBV í Lands- bankadeildinni og lygilegt þykir að maðurinn sé á 41. aldursári. Hann hefur enda alltaf klárað grautinn sinn. En hvort skyldi nú gera betri graut, Birkir eða mamma? ,,Ég hef eitthvað verið að reyna fyrir mér og hef náð athyglisverðum árangri með kanil, grauturinn minn kemst þó ekki í hálfkvisti við hennar mömmu,“ segir Birk- ir léttur í bragði. -jsk B E S T A R Á Ð I Ð D-3 er eining innan Dags Group (áður Skífan) sem varð til þegar móðurfélagið keypti vef- setrið tónlist.is um síðustu áramót. Tónlist.is var að meirihluta í eigu Stefáns Hjörleifsson- ar og fylgdi hann með í kaupunum. Hann skil- greinir D-3 sem efnisveitu og hlutverk þess er að koma afurðum Dags Group inn í staf- ræna framtíð. Það er margt í gangi hjá D3 og segir Stef- án að blómin muni springja út eitt af öðru á næstunni. Framtíðin er afar björt að hans mati, enda stækkar afþrey- ingariðnaðurinn gríðar- lega á hverju ári og þar geti hátæknifyrirtæki eins og D3 gert góða hluti. Sena, sem er önnur eining í eigu Dags Group, er gamla heildsölusvið Skífunnar og dreifir tónlist, kvikmyndum og tölvuleikjum á geisladiskum eða DVD-diskum til sjón- varps og til myndbandaleigna auk þess að reka kvikmyndahúsin Smárabíó og Regnbog- ann. Náið samstarf er á milli Senu og D3. „Okkar verkefni felst í því að dreifa þessu sama efni, og meira efni til, eftir stafrænum dreifileiðum. Við dreifum þessu til stafrænna miðla, hvort sem um er að ræða í netmiðla, ljósleiðara, farsíma eða gagnvirkt sjónvarp,“ segir Stefán. STAFRÆN TUNNA Stefán lýsir kjarnanum í starfseminni sem eins konar stórri tunnu, fullri af stafrænu efni. Markmiðið er að safna efni í sarpinn sem er svo dælt ofan í þessa tunnu og selt til fyrirtækja og einstaklinga. Hann nefnir með- al annars að fjarskiptafyrirtæki gætu séð sér hag í því að óska eftir efni úr gagnagrunnin- um. D-3 mun halda utan um efnið og verja það eftir höfundastöðlum. Félagið hefur gert samstarfssamning við OgVodafone um að dreifa þeirra kvikmyndum eftir þeirra dreifi- kerfum en allt er að renna saman í síma- tækni, efni frá sjónvarpinu og netinu verður komið í símann innan skamms tíma. Stefán segir að starfsemi D3 sé í eðli sínu rannsóknar- og þróunarstarf og tíminn einn muni leiða það í ljós hver niðurstaðan verði. Meðal nýjunga sem D3 vinnur að eru rauntónar fyrir síma sem myndu taka við af gömlu fjöltóna hringitónunum. Um er að ræða lög sem eru í góðum gæðum og mætti til dæmis hugsa sér að fá Eurovison-lagið hennar Selmu í fullri lengd. Einnig er verið að vinna með myndbrot sem hægt verður að senda í síma þegar fram í sækir. NETIÐ BÝR TIL PENINGA Tekjur D3 koma að mestu úr þremur áttum. Í fyrsta lagi frá tónlist.is sem stærsti smásali íslenskrar tónlistar á netinu, og í öðru lagi frá alls kyns sms-þjónustu, leikjum og hringitón- um. Þá rekur D-3 einnig BT-net sem er ódýrasta internet-þjónusta landsins og gerir út á mikinn hraða og ótakmark- að niðurhal. BT-net fór af stað fyrir ári síðan og fór beint í samkeppni við Símann og Og Vodafone. „Við höf- um náð ágætri stöðu á þessum markaði og aukum hlutdeild okkar jafnt og þétt,“ segir Stefán. Einnig sér D3 um að halda úti öllum vefsíðum Dags Group, eins og skifan.is og bt.is, og hannar jafnframt nýjar vefsíður fyrir félagið. D-3 hannaði síðast bio.is fyrir Senu. Stefán leggur mikla áherslu á að starfsem- in verði að skila tekjum, enda liggur mikill kostnaður í þessu þróunarstarfi. Það er mik- ilvægt að halda vel utan um allan kostnað og gera hlutina á sem hagkvæmastan hátt. Vef- setrið tónlist.is var frumkvöðlaverkefni sem var mjög dýrt í uppsetningu. Hann hafði orð- ið var við þá umræðu að ókleift væri að búa til tekjur á vefnum. „Okkur tókst það hins vegar og erum að yfirfæra þá þekkingu hing- að,“ bætir hann við. TÓNLISTARÚTRÁS Stefán neitar því ekki að hann haldi mest upp á tónlist.is, enda er vefsíðan afkvæmi hans. Hugmyndin að vefsíðunni kviknaði í MBA- námi við Háskólann í Reykjavík. Gagnvart neytendum er vefsíðan stærsta sjáanlega ein- ing D-3. Hann telur að tækifærin séu óþrjót- andi með tónlist.is. „Við höfum rétt náð utan um Ísland,“ segir hann og gefur til kynna að útrás sé á næsta leiti. Vefurinn hefur vakið mikla athygli erlendis og er hluti af námsefni MBA-nemenda við kanadískan háskóla. Hann sanni að lítið land sem Ísland hafi mikil tæki- færi á að markaðssetja sína tónlist og geri allt markaðsstarf einfaldara. Stjórnendur D3 hafa mikla trú á áskriftar- módeli við sölu tónlistar á netinu. „Fólk vill vera með einn reikning og borga sínar fimmt- án hundruð krónur á mánuði til að geta feng- ið og notið allrar tónlistar. Það er nú einnig þannig að enginn getur átt alla tónlist. Í stað þess að kaupa 15-20 geisladiska á ári þá geta neytendur fengið aðgang að allri tónlist í gegnum okkur með því að borga það sama fyrir. Við sjáum því fram á að fólk vilji koma sér upp safni af sinni eftirlætis tónlist með því að kaupa það sem það vill hlusta á.“ D3 hefur nú gert samninga við fjölda tölvuleikjaframleiðendur um að nýta tæknina við drefingu tónlistar á netinu við dreifingu tölvuleikja. Þar með getur fólk keypt tölvu- leiki á sams konar forsendum og það kaupir tónlist af tónlist.is. D3 Eigendur: Eining innan Dags Group sem er í eigu Róberts Melax og Sverris Bergs Steinarssonar Framkvæmdastjóri: Stefán Hjörleifsson Fjöldi starfsmanna: 7 Tækifærin eru óþrjótandi D3 vinnur að miklu tilraunastarfi með miðlun tónlistar, kvikmynda, tölvuleikja og svo framvegis á stafrænu formi. Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri D3, segir í spjalli við Eggert Þór Aðalsteinsson að framtíðin sé afar björt, enda er öll tækni að renna saman í eitt. Þar muni farsíminn leika stórt hlutverk. BIRGIR JÓNSSON rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn sem nýr fram- kvæmdastjóri hjá Iceland Express. Hann var áður sölu- og markaðsstjóri fé- lagsins og tekur við af Almari Erni Hilm- arssyni, sem tók við starfi forstjóra Sterl- ing. Birgir er með próf frá University of the Arts í London, MBA-rekstrarhag- fræðigráðu frá University of Westminst- er í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur. STEFÁN HJÖRLEIFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI D3 Stefán skilgreinir D3 sem efnisveitu sem kemur afurðum Dags Group í stafrænt form. D3 rekur meðal annars tónlist.is, alls kyns gsm-þjónustu og BT-net, lággjalda internetþjónustuna. BIRKIR KRISTINSSON STARFSMAÐUR EIGNASTÝRINGAR ÍSLANDSBANKA Segir mikilvægast að borða hafragrautinn og hefur sjálfur verið að gera tilraunir með kanil. Borða hafra- grautinn Fr ét ta bl að ið /H ar i SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað! ÚTVISTUNARFYRIRTÆKI Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri ANZA, og Leópold Sveinsson, framkvæmdastjóri Argusar, handsala samning um að Argus sjái um sölu- og markaðsmál ANZA ásamt þeim Sæberg Sigurðssyni og Lindu B. Haf- þórsdóttur. Sölumálin útvistuð ANZA og Argus – markaðsstofa hafa undirritað samning þess efnis að Argus sjái um öll mark- aðsmála ANZA og hluta sölu- mála. ANZA starfar á sviði tölvu- rekstrarþjónustu og kerfisveitu og sérhæfir sig í rekstri og upp- byggingu tölvukerfa. ANZA byggir starf sitt á þeirri grund- vallarhugmynd að fyrirtæki eigi að einbeita sér að kjarnastarf- semi sinni og útvista því sem aðr- ir geta gert betur. Það var í sam- ræmi við þá stefnu að stjórnend- ur fyrirtækisins tóku þá ákvörð- un að leita til Argusar - markaðs- stofu með allt starf sem krefst sérfræðiþekkingar í markaðs- málum. Argus hefur starfað að auglýs- ingamálum frá árinu 1967 en síð- astliðið haust víkkaði stofan út starfsvið sitt, sem nær nú einnig til markaðs- og sölumála.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.