Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 18.05.2005, Qupperneq 40
Árið 1993 gaf Jeremy Siegel, pró- fessor við Wharton-háskóla, út bókina Stocks for the Long Run. Í bókinni sýndi Siegel fram á að á síðastliðnum 200 árum hefðu hluta- bréf skilað betri ávöxtun en skuldabréf yfir öll 20 ára tímabil og með minni áhættu að teknu til- liti til verðbólgu. Ráðlegging Siegels, eins og reyndar margra annarra, var að fjárfesta í vísitölu- sjóðum hlutabréfa. Hagfræðingurinn Paul Samuel- son skrifaði ákaflega vinsamlega umsögn um bókina sem endaði á því að Samuelson velti fyrir sér hvenær heilræði Siegels yrði sjálfu sér að bráð, ef allir færu að ráðum hans um kaup í vísitölusjóðum án frekari umhugsunar. Bók Siegels varð eins konar biblía hlutabréfasala í hækkun- arfasanum fram til ársins 2000. Árið 1999 var svo komið að Siegel taldi að hugleiðing Samuelson væri að verða að veruleika og skrifaði grein um ofmat tæknifyrirtækja. Tæknibólan árið 1999 til 2000 hefur knúið alla sem fjalla um fjár- festingar til að endurskoða kenn- ingar sínar og er Siegel engin und- antekning hvað það varðar. Vísitöl- ur eru nefnilega ekki hlutlausar. Fyrirtæki eru valin í þær af nefnd og það að fyrirtæki sé í vísitölu hefur áhrif á verð þess. Verðbréfa- sjóðir sem fylgja og líkja eftir S&P 500 vísitölunni eru til að mynda u.þ.b. 10% af markaðsvirði félag- anna í vísitölunni. Því eykst spurn eftir hlutabréfum félaga sem bætt er í vísitöluna. Má sem dæmi nefna að þegar Yahoo var tekið inn í vísi- töluna hækkaði verð hlutabréfa fyrirtækisins um 65% á einni viku. Þó þetta dæmi sé öfgakennt bregð- ur það ljósi á þá staðreynd að í fyr- irtæki sem bætt er í S&P 500 vísi- töluna getur verið fólgið ofmat, þar sem það að vera bætt í vísitöluna hefur vitanlega engin áhrif á rekst- ur fyrirtækisins, einungis spurn eftir hlutabréfum þess. Eitt það undarlegasta við verð hlutabréfa er að til skemmri tíma a.m.k. virðist eftirspurnin aukast eftir því sem verð þeirra hækkar. Þótt markmið fjárfestingar sé góð ávöxtun leita fjárfestar oft frekar skjóls í fjárfestingum sem njóta almennrar viðurkenningar, til að vernda sjálfsmat sitt fyrir handa- hófskenndum sveiflum í verði bréfanna. Þetta er afleiðing af annars vegar hjarðareðli fjárfesta en þó kannski ekki síður því hvaða áhættu þeir sem taka fjárfesting- arákvarðanir vilja lágmarka. Sam- kvæmt fjármálakenningum eiga fjárfestar að vilja hámarka ávöxt- un fyrir hvert stig áhættu og er fjárfestingarárangur þeirra met- inn eftir því. Í raunveruleikanum, þar sem sjóðsstjórar fá greidd laun fyrir að sýsla með annarra fé, er ávöxtun hvers sjóðsstjóra met- in með hliðsjón af ávöxtun ann- arra sjóðsstjóra oft einungis síð- ustu þrjá mánuði. Eignabólur geta vitanlega staðið miklu lengur en þrjá mánuði, jafnvel nokkur ár, en þá stendur sjóðsstjórinn frammi fyrir ákveðnum vanda. Hann getur ákveðið að lágmarka starfs- framaáhættu sína og fjárfest í eign sem hann telur sig vita að sé ofmetin. Hinn möguleikinn væri að fjárfesta í eign sem er hugsan- lega á betra verði en síður vinsæl meðal fjárfesta. Það sem mælir með fjárfestingu gegn sannfær- ingu er óttinn við að skera sig úr fjöldanum. Ef eignin heldur áfram að hækka og ef sjóðssstjórinn fjárfestir ekki í henni er árangur- inn slakur samanborið við aðra, að minnsta kosti til skemmri tíma litið. Ef sjóðsstjórinn hins vegar kaupir eignina og hún lækkar gerir hann a.m.k. jafn vel og aðrir. Nú nýlega gaf Jeremy Siegel út aðra bók með niðurstöðum rann- sókna sinna frá síðustu árum. Niðurstaða hans nú er nánast sú sama og áður með einni mikilvægri undantekningu þó. Siegel er enn bjartsýnismaður en leggur nú áherslu á að það að vera bjartsýnis- maður jafngildi ekki því að vera reiðubúinn að greiða hátt verð fyrir hlutabréf. Það er algeng skoðun að til að ná góðri ávöxtun í fjárfestingum þurfi að finna fyrirtæki sem vaxi hratt og að stór hluti af ávöxtun markað- arins (vísitölu eins og S&P 500) sé vegna þess að ný fyrirtæki bætast við. Siegel tekur saman ávöxtun allra hlutabréfa í S&P 500 vísitöl- inni frá upphafi og skoðar ávöxtun þeirra. Niðurstaða hans gengur al- veg á skjön við það sem hafa verið hefðbundin sjónarmið. Fyrst ber að nefna að arðgreiðslur eru mun mikilvægari þáttur ávöxtunar en menn virðast almennt álíta og fyrirtæki með háar arðgreiðslur skila að jafnaði betri ávöxtun en önnur. Hin niðurstaða Siegels er að það eru ekki fyrst og fremst fyrirtæki í vaxtargreinum sem skila góðri ávöxtun heldur fremur fyrirtæki í atvinnugreinum sem eru að drag- ast saman og svo fyrirtæki með kunn vörumerki. Aðalástæða þess að fyrirtæki í vaxtargreinum eru ekki að skila bestri ávöxtun er sú að það er ekki vöxtur sem slíkur sem skilar um- framávöxtun heldur vöxtur um- fram væntingar markaðarins. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar ofmeti kerfisbundið vöxt tækni- fyrirtækja. Hátt verð tæknifyrir- tækja yfirvegur því á heildina litið góðan rekstrarárangur þeirra fyrir hluthafa. Annað sem stundum gleymist er að það fer auðvitað engan veginn saman að vera bjartsýnismaður og að vilja greiða hátt verð fyrir hlutabréf. Virðisfjárfestar eru bjartsýnismenn sem telja framtíð- arhorfur bjartar og því mikla sam- keppni í vændum sem muni reyna að apa eftir árangur þeirra sem standa sig vel og þannig minnka arðsemi þeirra fyrirtækja sem skara fram úr. Þessa krafta má sjá að verki í Kauphöll Íslands þar sem bankar hafa skilað einna bestri ávöxtun og hafa bankar því sótt sér mikið hlutafé og aukið samkeppni sín á milli. Önnur hlið á þessu er Groupvæðing fyrirtækja á Íslandi og er nú vafalítið svo komið að óvíða heiti jafn hátt hlutfall fyrir- tækja „Group“ og á Íslandi. MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Fyrr eða síðar munu slakir hirðar tvístra hjörðinni í sparisjóðum og kaupfélögum. Rekstrarform fortíðarinnar Hafliði Helgason Kaupfélögin voru merkilegt fyrirbæri á sinni tíð. Fátækt samfélag bast böndum til að byggja upp atvinnu og sinna framfaramálum. Kaupfélögin komu ýmsu góðu til leiðar á sinni tíð og áttu ríkan þátt í uppbyggingu samfélagsins á hverjum stað. Sama gildir um sparisjóði, þar sem samtakamáttur kom á fót ýmsu nýjabrumi og studdi við uppbyggingu samfélagsins. Þessi fyrirbæri lúta ekki lögmálum venjulegs eignarhalds fyrir- tækja eins og það er víðast þekkt. Enginn á í raun kaupfélögin eða sparisjóðina, sem var ekki vandamál meðan reksturinn var í járn- um. Nú er öldin önnur og umtalsverðir fjármunir hafa orðið til í best reknu félögunum. Fé án hirðis, eins og Pétur Blöndal hefur kallað þessa peninga. Kaupfélögin hafa flest hver lagt upp laupana og Sambandið, sem var í hugum margra eilífðarvél í viðskiptalífinu, er farið veg allrar veraldar. Fé án hirðis er ekki alltaf rétt- nefni. Kaupfélag Skagfirðinga er stön- dugt og áhrifamikið félag, þar sem aug- ljóst er að hirðarnir bera hag félagsins fyrir brjósti. Fyrirtæki með dreift eignarhald og samvinnufélög eiga allt sitt undir stjórnendum sem fara með eignir og rekstur félagsins eins og um eigin fyrirtæki sé að ræða. KS er eitt síðasta vígi samvinnurekstrar á Ís- landi. Sem betur fer eru þeir til sem um- gangast annað fé en sitt eigið af til- hlýðilegri virðingu. Hitt virðist þó al- menn tilhneiging, þegar til lengri tíma er litið, að félög án raunverulegs eign- arhalds lendi að lokum í höndum ein- hverra sem ekki hafa tileinkað sér dyggðir ráðdeildar og ábyrgðar með eigeindalausum eignum. Eignirnar verða þá fyrst og fremst tæki til að tryggja stöðu stjórnenda fyrirtækj- anna og ávöxtunarkrafa fjármuna sem bundnir eru í rekstrinum lendir aftar en hagsmunir stjórnendanna. Peningum fylgja völd og í sjóðum sterkra fyrirtækja eru miklir peningar. Flest bendir til þess að Kaupfélag Skagfirðinga verði áfram sterkt fyrirtæki meðan núverandi stjórnarhættir ráða ríkj- um. Sparisjóðir leita nú leiða til þess að losna út úr eignarhaldi sem var forsenda uppbyggingar, en er til trafala í núverandi rekstrar- umhverfi. Núverandi löggjöf um sparisjóði hindrar hagræðingu í fjármála- kerfinu. Eina leið sparisjóðanna nú er að sameinast og reyna að ná nægjanlegum styrk til að standast samkeppni á fjármálamarkaði. Hækkanir á eignaverði hafa borið uppi afkomu sparisjóða og fyrr eða síðar mun hægja á eignaverðshækkunum eða eignaverð lækka. Innleiðing alþjóðlegra reglna um eigið fé fjármálastofnana og sí- fellt ríkari krafa um öflug upplýsingakerfi mun gera smærri bönk- um erfitt fyrir í samkeppni. Besta og sanngjarnasta leiðin til þess að losa sparisjóðina undan eignarhaldi fortíðarinnar er að leyfa þeim að breytast í hlutafélög sem lúta sömu lögmálum og önnur hlutafélög. Aðrar leiðir eru ein- ungis til að tefja óhjákvæmilega þróun og auka líkur á að eignir sjóðanna rýrni. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEF- FANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Gullnu djöflarnir Financial Times | Leiðarahöfundur Financial Times fagnar því að breski milljarðamæringurinn Malcolm Glazer hafi eignast fótboltaliðið Manchest- er United. Blaðið gefur auk þess lítið fyrir andúð stuðningsmanna á yfirtökunni og segir að Glazer sé í raun mjög dæmigerður fyrir stærstan hluta aðdá- enda liðsins – hann hafi til dæmis aldrei stigið fæti á heimavöll Manchester United, Old Trafford. Fin- ancial Times segir að ef andstaðan við Glazer verði mjög mikil geti hann einfaldlega gert hið sama og algengt er í Bandaríkjunum – flutt liðið frá borginni. Financial Times stingur upp á flutningi Manchester United til Lundúna, þar sem stór hluti aðdáenda liðs- ins býr. Ekkert að gerast í Evrópu Wall Street Journal | Leiðarahöfundur Wall Street Journal tekur hagkerfi Evrópu fyrir á sunnudaginn. Brian M. Carney er hreint ekki bjartsýnn á framtíð hagkerfis ríkjanna í Evrópu – einkum þeirra sem notast við evruna sem gjaldmiðil. Hann bendir á að hagvöxtur á þessu svæði hafi lengi verið lélegur og atvinnuleysi sé miklu meira en til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Carney gefur lítið fyrir hið fé- lagslega kerfi sem byggt hefur verið upp í Evrópu á síðustu áratugum, það geri hagkerfunum þar ókleift að keppa við önnur svæði um hagvöxt og hagsæld. Hann bendir á að mikill vöxtur hafi orðið í Evrópu á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöld en á áttunda áratugnum hafi áhersla á félagslega kerfið byrjað að éta upp mögu- leika á framtíðarvexti. Hann segir að árið 1965 hafi hlutur ríkisins í landsframleiðslu Evrópuríkjanna verið um 28 prósent, samanborið við 25 prósent í Bandaríkjunum. Árið 2002 hafi hlutur ríkisins í Evr- ópu farið í 42 prósent á meðan hlutfallið í Bandaríkj- unum sé nánast óbreytt. „Af hverju heldur nokkur maður að kerfi með ríkulegum félagslegum stuðn- ingi, háum sköttum og miklum takmörkunum í mannahaldi fyrirtækja geti staðið undir kröftugu atvinnulífi?“ spyr Carney. U M V Í Ð A V E R Ö L D Besta og sanngjarnasta leiðin til þess að losa spari- sjóðina undan eignarhaldi for- tíðarinnar er að leyfa þeim að breytast í hluta- félög sem lúta sömu lögmálum og önnur hluta- félög. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l thkjart@markadurinn.is Þórður Pálsson Forstöðumaður greiningardeildar KB banka O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Vaxtargildran Eitt það undarlegasta við verð hlutabréfa er að til skemmri tíma a.m.k. virðist eftirspurnin aukast eftir því sem verð þeirra hækkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.