Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 18.05.2005, Qupperneq 46
Samtök verslunar og þjónustu telja að stuðningur við starfsemi sem miði að aukinni nýsköpun og hagvexti ætti að beinast að því sem atvinnulífið er best í, fremur en að þröngum hátæknisviðum sem aðrar þjóðir séu okkur langt- um fremri í. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju fréttabréfi samtak- anna. SVÞ telja að stefnumótun til stuðnings við atvinnulífið sem stjórnvöld hafa kynnt ætti að miða við alla virðiskeðjuna í stað þess að verja 200 milljónum króna til upp- byggingar örtækni og erfðatækni. Bent er á að mesti vöxturinn á undanförnum árum hafi verið í þjónustustarfsemi. Þær stað- reyndir virðast engu breyta. „Áfram er horft í baksýnisspegil- inn og framtíðarstefnan verður að- eins endurtekning á því sem áður hefur verið gert. Slík stefnumótun leiðir ekki til nýjunga,“ segir í fréttabréfinu. Vísað er til þess að á hinum Norðurlöndunum sé mun meiri skilningur á að styrkja þurfi þjón- ustugreinar til jafns við aðrar at- vinnugreinar. SVÞ segja að slíkur vilji sé hjá atvinnulífinu og í áherslum Samtaka atvinnulífsins sé lögð áhersla á stuðning við ný- sköpun í þjónustugreinum til jafns við aðrar greinar. -hh MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Íslendingar eru viljugir til að gerast frumkvöðlar í viðskiptalífinu. Nokk- ur skortur er á áhættufjármagni og hærra menntunarstig frumkvöðla stuðlar að fyrirtækjum sem greiða hærri laun. Í menntakerfinu þarf að huga að því sem örvar frumkvöðla- starfsemi. Einnig þarf að auka hlut kvenna í hópi frumkvöðla. Hafliði Helgason kynnti sér umhverfi frumkvöðlastarfsemi. Undanfarin þrjú ár hafa Íslendingar tekið þátt í svo- kallaðri GEM-rannsókn á umfangi og umhverfi frumkvöðlastarfsemi. Þetta er alþjóðleg stöðluð rannsókn sem gerir þjóðum kleift að bera saman stöðuna í samanburði við aðrar þjóðir. Frumkvöðlastarf hefur afar mikla þýðingu fyrir framtíðarefnahag þjóðar- innar. Þannig eru mörg öflug fyrirtæki í eigu Íslendinga ávöxtur frumkvöðla- starfs fyrri ára. Nefna má fyrirtæki eins og Össur, Bakkavör og Marel, og útrás banka og verslunar- fyrirtækja telst einnig til frumkvöðlastarfsemi. Í EFSTA FLOKKI HÁLAUNAÞJÓÐA Frumkvöðlar eru ekki bara þeir sem stofna fyrir- tæki á nýjum sviðum viðskiptalífsins, heldur allir þeir sem stíga það skref að byggja upp ný fyrirtæki. Frumkvöðlar eru því ekki bara í einum geira at- vinnulífsins, heldur er þá að finna víða í fjölbreyttri flóru fyrirtækja. Rögnvaldur Sæmundsson, lektor við viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík, hefur borið hitann og þungann af íslenska hlutanum af GEM-rannsókn- inni. Við kynningu skýrslunnar í ár sagði hann að í heild megi telja að umfang, einkenni og umhverfi frumkvöðlastarfsemi hefði verið nokkuð stöðugt undanfarin þrjú ár. Skýrslan í ár sýnir ekki miklar breytingar frá fyrri árum. Helstu breytingarnar eru að vonir um fjölgun starfsmanna í frumkvöðlastarfsemi hafa minnkað frá árinu 2002, en þá voru þær mjög mikl- ar. Sú þróun sem er kannski helsta áhyggjuefnið í skýrslunni er að framtaksfjármagn hefur minnkað ár frá ári. Frumkvöðlum gengur því verr að fá áhættufjármagn til starfsemi sinnar. Þótt samanburðurinn við fyrri ár sé gagnlegur, er saga þessara rannsókna hér á landi stutt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af þróun innan- lands. Hins vegar er forvitnilegt að skoða saman- burðinn við önnur lönd. Þegar það er gert kemur í ljós að umfang frumkvöðlastarfsemi hér á landi er mikið. Ísland telst til hátekjulanda og meðaltal þeirra sem stunda fumkvöðlastarf í hátekjulöndum er tæplega sjö prósent. Hér er þetta hlutfall 13,6 prósent eða nær tvöfalt miðað við lönd þar sem tekj- ur á mann eru sambærilegar. Hlutfallið hér er sam- bærilegt við lönd eins og Bandaríkin, Kanada og Ástralíu. KONUR ÞURFA AÐ SÆKJA Á Íslenskir frumkvöðlar eru metnaðarfullir og gera sér miklar vonir um ávinning af starfsemi sinni. Um 60 prósent þeirra sem undirbúa nýja viðskiptastarf- semi gera ráð fyrir því að fá fjárframlag sitt að minnsta kosti fimmfalt til baka. Jarðvegur fyrir frumkvöðlastarfsemi er að flestu leyti góður þegar við berum okkur saman við önnur lönd. Betur má samt ef duga skal og veikleik- ar eru fyrir hendi. Þannig eru karlmenn tvöfalt fleiri en konur í hópi frumkvöðla hér á landi og brýnt að konur nýti í auknum mæli tækifæri sem felast í frumkvöðlastarfsemi. Hlutfall háskólamenntaðra í hópi frumkvöðla hér á landi er helmingi lægra hér en að meðaltali í hátekju- löndum. Það bendir til þess að upp- bygging þekkingariðnaðar sé skemm- ra á veg komin hér á landi en í öðrum hátekjulöndum. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Há- skólans í Reykjavík, bendir á að almennar hug- myndir um menntunarstig þjóðarinnar stangist á við veruleikann. Við getum enn á okkur blómum bætt á því sviði og mikilvægt að auka hlut háskóla- menntaðra í frumkvöðlahópnum því sterkt sam- band er á milli menntunar og launa. Almennt menntunarstig er eitt og þekking sem nýtist við frumkvöðlastarf er annað. Höfundar íslensku skýrslunnar benda á að gera þurfi samræmt átak til að byggja upp árangursríka frumkvöðlamennt- un í skólakerfinu í heild. UPPELDI ÁHÆTTUFJÁRMAGNS Frumkvöðlaandinn er að sönnu reiðubúinn, en stærsti veikleiki frumkvöðlastarfsemi hér á landi er skortur á áhættufjármagni. Í skýrslunni er bent á að ekki sé nóg að auka fjármagnið eitt og sér, heldur þurfi einnig að byggja upp þekkingu og reynslu af áhættufjárfestingum. Sérstök úttekt var gerð á möguleikum til að auka áhættufjármagn og nýta það sem best í skýrslu sem Rögnvaldur vann ásamt fleirum í fyrra. Þar er bent á að hægt sé að byggja upp sérhæfða sjóði í frum- kvöðlafjárfestingar sem njóti hagstæðra kjara hjá ríkinu, en séu í einkaeigu og krafa gerð um eigið framlag. Slíkir sjóðir hafa starfað í Bandaríkjunum í hálfa öld með góðum árangri. Að mati skýrsluhöf- unda geta stjórnvöld eflt frumkvöðlastarfsemi með slíkri lausn, auk þess sem uppbygging menntakerf- is sem eflir frumkvöðlastarf er á þeirra könnu. M Á L I Ð E R Frumkvöðla- starfsemi Hvað er frumkvöðlastarfsemi? Í GEM rannsókninni er frum- kvöðlastarfsemi skilgreind sem sérhver tilraun til þess að hefja sjálfstæða viðskiptastarfsemi, t.d. með stofnun fyrirtækis. Þannig teljast þeir einstakling- ar stunda frumkvöðlastarfsemi sem undirbúa stofnun fyrirtæk- is eða hafa ný- lega stofnað fyrirtæki. Hvað einkennir frumkvöðla? Rannsakendur hafa lengi leitað að persónuein- kunnum sem ein- kenna þá ein- staklinga sem stunda frum- kvöðlastarfsemi en án árangurs. Of beinist at- hyglin að þeim einstaklingum sem mest fer fyrir og persónu- einkenni þeirra gerð að einkunn- um hins dæmi- gerða frumkvöð- uls. Raunin er hins vegar sú að margir vinna ár- angursríkt frum- kvöðlastarf án þess að mikið beri á því. Því má segja að það sem einkennir frumkvöðla er það sem þeir gera, þ.e. að hrinda í fram- kvæmd nýrri viðskiptastarf- semi. Hvaða máli skiptir frumkvöðla- starfsemi fyrir samfélag? Hún skiptir miklu máli því frumkvöðlastarfsemi er eitt mikilvægasta hreyfiafl efna- hagslífsins. Ný fyrirtæki eru mikilvægur vettvangur nýsköp- unar og breytinga í efnahags- lífinu auk þess sem þau hafa veigamikil áhrif á atvinnu- sköpun. Hvernig standa Íslendingar sig í frumkvöðlastarfsemi? Nokkuð vel. Íslendingar stunda mikla frumkvöðlastarfsemi í samanburði við aðrar þjóðir og eru gjarnan metnaðarfullir fyrir hönd sinna fyrirtækja. Við vitum hins vegar ekki hvort þeir ná betri eða verri árangri í frumkvöðlastarfsemi en aðrar þjóðir. Hvað getum við gert betur í frumkvöðlastarfsemi? Í augnablikinu er þrennt sem við getum bætt og þurfum að bæta. Við getum bætt aðgang að fjármagni, sérstaklega fyrir fyrirtæki sem eru mjög ný- skapandi. Við getum eflt frum- kvöðlastarfsemi meðal kvenna og við getum aukið frumkvöðla- starfsemi háskólamenntaðra. Hvernig förum við að því? Það eru ýmsar leiðir til þess að bæta aðgang að fjármagni fyrir nýskapandi fyrirtæki sem not- aðar hafa verið með góðum ár- angri erlendis. Það er í raun og veru mjög auðvelt að leysa ef viljinn er fyrir hendi hjá stjórn- völdum. Að efla frumkvöðla- starfsemi meðal kvenna getur tekið lengri tíma. Þar þarf að eyða hindrunum sem konur mæta í umhverfinu, t.d. í bönk- um, og breyta viðhorfum kven- na til frumkvöðla- starfsemi. Hægt er að ná árangri á báðum sviðum með öflugri frum- kvöðlamenntun á grunn- og fram- haldsskólastigi. Hvað varðar frumkvöðlastarf- semi háskóla- menntaðra þá virðist vandamálið fyrst og fremst snúast um skort á háskólamenntuðu fólki. Á Íslandi þá er fólk með meiri menntun líklegra að stunda frum- kvöðlastarfsemi en fólk með minni menntun og hlut- fall háskólamennt- aðra á vinnumark- aði er lægra en gerist í saman- burðarlöndum. Hvaða leiðir eru bestar til þess að laða fjárfesta að frumkvöðla- starfsemi? Ég held að aukin reynsla og þekking fjárfesta á frum- kvöðlastarsemi sé besta leiðin til þess að laða þá að fjárfest- ingum í frumkvöðlastarfsemi. Svonefndir framtaksfjárfestar sem sérhæfa sig í fjárfesting- um í ungum og vaxandi fyrir- tækjum leggja ekki bara fjár- magn til fyrirtækjanna heldur hjálpa þeim á ýmsa aðra vegu líka. Þannig geta þeir haft mikil áhrif á það hvort fyrirtækin nái árangri eða ekki. Fjárfestar á Íslandi hafa, í samanburði við aðrar þjóðir, ekki mikla reynslu af fjárfestingum í nýskapandi frumkvöðlafyrirtækjum og mjög fáir sérhæfa sig í þessum fjárfestingum. Aðrar þjóðir hafa byggt upp þessa reynslu á löngum tíma og við erum rétt að byrja. Hvernig sérðu framtíð frum- kvöðlastarfsemi hér á landi? Ég held að hún sé að mörgu leyti björt. Fólk á Íslandi hefur viljann til þess að sækja sér menntun og hefur viljann og kjarkinn til þess að stofna til nýrrar viðskiptastarfsemi. Þau vandamál sem við eigum við að etja eru í raun sáraeinföld í samanburði við vandamál margra annarra þjóða, en þau tengjast oft almennu áhuga- leysi. Vandamálin okkar leysast þó ekki af sjálfu sér þannig að ef við viljum nýta þann kraft sem býr með þjóðinni þá verð- um við að taka til hendinni. Frumkvæði stjórnvalda er mikilvægt til þess að koma okkur af stað í rétta átt. Viljinn og kjarkur- inn fyrir hendi T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Rögnvaldar J. Sæmundsssonar lektors við Háskólann í Reykjavik Þjónusta einnig nýsköpun Meira fé og meiri menntun STJÓRNVÖLD OG FRUMKVÖÐLAR Halldór Ásgrímsson ávarpaði fundarmenn þegar GEM-skýrsla um frumkvöðlastarf á Íslandi var kynnt. Í henni er að finna tillögur til stjórnvalda sem eru fallnar til þess að örva frumkvöðlastarf í atvinnulífinu. Íslenskir frumkvöðlar eru metnaðarfullir og gera sér miklar vonir um ávinning af starfsemi sinni. Um 60 prósent þeirra sem undirbúa nýja viðskiptastarfsemi gera ráð fyrir því að fá fjárframlag sitt að minnsta kosti fimmfalt til baka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.