Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 60
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Miðvikudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 KV og Hrunamenn mætast á KR-velli í VISA-bikar karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Fylkir-KR á Sýn. Endursýndur leikur.  16.45 Olíssport á Sýn.  18.00 Sporting Lissabon-CSKA Moskva á Sýn. Bein útsending frá úrslitaleik UEFA-keppninnar  20:45 Enski boltinn Ipswich-West Ham á Sýn.  22.20 Formúlukvöld á Rúv.  22.25 Olíssport á Sýn. 20 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við undrumst ... ... hversu hljótt er orðið í Garðabænum eftir komu Tites Kalandadze og Rolands Eradze. Það átti víst bara að vera byrjunin en í stað tíðra frétta af nýjum leikmönnum ræður þögnin ríkjum í Garðabænum. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... körfuknattleiksdeild KR sem ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð en þeir lönduðu Fannari Ólafssyni í gær eftir harða baráttu við Grindavík um þjónustu leikmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætla Vesturbæingar ekki að láta þar við sitja og er von á fleiri leikmönnum í Vesturbæinn von bráðar. KR-ingar styrkjast Körfuknattleikslið KR sýndi í gær að Vesturbæingar ætla sér að berjast á toppnum næsta vetur. Til þess þarf góðan mannskap og þeir fengu aldeilis góðan liðsstyrk í gær þegar landsliðsmaðurinn Fannar Ólafsson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið en hann hefur leikið erlendis síðustu ár. LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild kvenna BREIÐABLIK–VALUR 4–1 1–0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (21.), 2–0 Tesia Koslowski (28.), 3–0 Edda Garðarsdóttir, víti (31.), 3–1 Dóra María Lárusdóttir (32.), 4–1 Guðlaug Jónsdóttir (77.). ÍBV–ÍA 12–2 1–0 Hólmfríður Magnúsdóttir (1.), 2–0 Hólm- fríður Magnúsdóttir (3.), 3–0 Elín Anna Steinars- dóttir (6.), 4–0 Elín Anna Steinarsdóttir (7.), 4–1 Anna Þorsteinsdóttir (8.), 5–1 Hólmfríður Magnúsdóttir, víti (25.), 6–1 Bryndís Jóhannes- dóttir (29.), 7–1 Bryndís Jóhannesdóttri (42.), 8–1 Elín Anna Steinarsdóttir (49.), 9–1 Bryndís Jóhannesdóttir (72.), 10–1 Bryndís Jóhannes- dóttir (77.), 10–2 Bára Rúnarsdóttir (79.), 11–2 Telma Sigurðardóttir (84.), 12–2 Elín Anna Steinarsdóttir (90.). KEFLAVÍK–FH 2–0 1–0 Ólöf Helga Pálsdóttir (40.), 2–0 Ólöf Helga Pálsdóttir (79.). Það fór eins og margir héldu – Guðjón Þórðarson var í gær formlega kynntur sem nýr knattspyrnustjóri enska 3. deildar-liðsins Notts County, aðeins fjór- um dögum eftir að hann rifti samningi sínum við lið Keflavíkur í Landsbanka- deildinni hér heima. Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og kveðst hann ætla sér stóra hluti með liðið. „Fyrir mér er þetta félag mun neðar í deildarkeppninni en það á að vera. Mitt markmið er einfalt – að koma félaginu á þann stall sem það á heima,“ sagði Guðjón eftir að hafa handsalað samninginn við Notts County. Guðjón sagði við Fréttablaðið að ráðning hans hjá Notts County ætti engin tengsl að rekja við brotthvarf hans frá Keflavík á föstudag og að hlutirnir hefðu gerst hratt um helgina. „Ég talaði við aðila í Englandi seinni partinn á föstudaginn og skýrði þeim frá minni stöðu á Íslandi. Mér var ráðlagt að drífa mig út strax því ég gæti þurft að hitta ákveðna að- ila sem fyrst,“ segir Guðjón sem um helgina ræddi við fulltrúa Millwall, Gillingham og áð- urnefnds Notts County. „Ég var búinn að heyra af áhuga Notts County en vissi aldrei í hverju hann fólst. Ég hafði ekki heyrt í neinum frá félaginu áður en ég rifti samningnum við Keflavík. Ég hef áður sagt að það var vegna vanefnda og það stendur enn,“ sagði Guðjón. Honum líst vel á það verkefni sem bíð- ur hans í Nottingham, en Notts County er elsta félagið í ensku knattspyrnunni, stofnað árið 1862 og oft sagt vera elsta félagslið í heimi. Aukinheldur var félag- ið eitt af þeim sem átti þátt í að setja ensku deildarkeppninna á laggirnar. „Hér er mikil saga og liðið á ekki heima í 3. deildinni. Það þarf að styrkja leik- mannahópinn og það verður mitt fyrsta verk,“ sagði Guðjón. Aðspurður um hvort hann myndi horfa til Íslands í þeim efnum svaraði hann að bragði: „Af hverju ekki? Það væri gaman.“ KNATTSPYRNUÞJÁLFARINN GUÐJÓN ÞÓRÐARSON: EKKI LENGI AÐ FINNA SÉR NÝTT FÉLAG Hlutirnir ger›ust hratt um helgina Landsbankadeild kvenna: Óvæntur Blikasigur FÓTBOLTI Breiðablik vann óvæntan, en sanngjarnan, sigur á Íslandsmeisturum Vals í Lands- bankadeild kvenna í gær. Blikastúlkur mættu mikið mun grimmari til leiks og uppskáru þrjú mörk á fyrsta hálftímanum. Það jók ekki á sigurlíkur Vals að á sama tíma fékk Ásta Árnadóttir að líta rautt spjald fyrir að brjóta á Gretu Mjöll. Nokuð jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik enda voru Blikastúlkur með vænlega stöðu og þær gáfu mjög fá færi á sér. Þær voru samt betri og skoruðu eina mark seinni hálfleiks og kórónuðu þar með frábæran, óvæntan en fyllilega sanngjarnan sigur. GLEÐI, GLEÐI, GLEÐI Blikastúlkur fögnuðu vel og innilega í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.