Fréttablaðið - 06.07.2005, Síða 6
6 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Íraskir uppreisnarmenn taka upp nýjar aðferðir:
Rá›ist á sendiherra
íslamskra ríkja
BAGDAD, AP Uppreisnarmenn í
Írak hafa fundið sér ný skotmörk
í baráttu sinni, erindreka ann-
arra múslimaríkja sem starfa í
landinu. Þeir hyggjast þar með
fæla trúbræður sína frá því að
mynda tengsl við ríkisstjórn
Íraks sem starfar í skjóli banda-
rískrar herverndar.
Í gærmorgun særðist Hassan
Malalah al-Ansari, fulltrúi ríkis-
stjórnar Barein í Írak, þegar
skotið var á hann á leið til vinnu
í Bagdad. Síðar um daginn varð
Mohammed Younis Khan, sendi-
herra Pakistans í Bagdad, fyrir
skotárás nokkurra byssumanna
en hann slapp ómeiddur. Stjórn-
völd í Islamabad hafa þegar kall-
að Khan heim.
Skemmst er að minnast ráns-
ins á Ihab al-Sherif, sendiherra
Egyptalands, á sunnudag. Ekkert
hefur til hans spurst síðan þá.
„Markmiðið er skýrt, að skapa
ótta,“ sagði formælandi Íraks-
stjórnar á blaðamannafundi í
gær. Hann bætti því við að mark-
mið árásanna væri að hrekja aðr-
ar erlendar sendinefndir frá
landinu.
Barein er dyggur bandamaður
Bandaríkjanna en á eynni hefur
fimmti flotinn höfuðstöðvar sín-
ar. Pakistönsk stjórnvöld hafa
stutt Bandaríkjamenn í stríðinu
gegn hryðjuverkum en voru lítt
hrifin af innrásinni í Írak. ■
Lýður sem ógn stendur af, segir héraðsdómur:
Dæmdur fyrir hasssmygl
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður
var dæmdur í níu mánaða fangelsi
í Héraðsdómi Reykjaness í gær
fyrir að hafa í apríl og maí í fyrra
staðið að innflutningi á rúmlega
2,5 kílóum af hassi frá Danmörku.
Hassið var falið í leikfangatraktor
sem sendur var í pósti.
Þá var ákært fyrir húsbrot og
líkamsárás þegar maðurinn rudd-
ist inn á heimili 17 ára drengs í
byrjun síðasta árs, undir því yfir-
skyni að vera að innheimta skuld.
Í látunum meiddist móðir piltsins.
Maðurinn var sýknaður af líkams-
árásinni en húsbrotið talið honum
til refsiþyngingar. Með í för var
hópur félega hans og voru nokkr-
ir þeirra handteknir á staðnum.
Dómurinn segist líta mjög alvar-
legum augum á þegar hópur rýfur
heimilisfrið fólks með hótunum
um ofbeldi. „Af slíkum lýð stend-
ur varnarlausu fólki mikil ógn,“
segir í dómnum. - óká
Brown varar vi›
of mikilli bjarts‡ni
Lei›togafundur G8-ríkjanna hefst í Skotlandi í dag. Forystumenn Afríkuríkja
skora á starfsbræ›ur sína á Vesturlöndum til a› standa vi› yfirl‡singar sínar
en Gordon Brown varar vi› of mikilli bjarts‡ni.
LEIÐTOGAFUNDUR Gordon Brown,
fjármálaráðherra Bretlands,
varar við of mikilli bjartsýni
fyrir leiðtogafund G8-ríkjanna
sem hefst í dag. Leiðtogar Afr-
íkuríkja hvetja G8-ríkin til að
standa við stóru orðin.
Fundur sjö helstu iðnríkja
heims og Rússlands hefst í
Gleneagles í Skotlandi í dag þar
sem hlýnun jarðar og staða fá-
tækustu ríkja heims verða efst á
baugi. Miklar væntingar eru
bundnar við niðurstöður fundar-
ins en á þær reyndi Gordon
Brown, fjármálaráðherra Bret-
lands, hins vegar að slá í viðtali
við BBC í gær. „Hvað Bretlandi
finnst er eitt, hvað við getum
sannfært aðrar þjóðir um að
gera er hins vegar það sem
koma mun út úr þessum fundi.“
Nefnd Tony Blair, forsætis-
ráðherra Breta, um málefni Afr-
íku sunnan Sahara hefur lagt til
að þróunaraðstoð til þessara
landa verði tvöfölduð og nemi
árið 2010 þrjú þúsund milljörð-
um króna. George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, er þessum
tillögum hins vegar andvígur og
því er ólíklegt að þær nái fram
að ganga. Gremja Browns yfir
þeirri staðreynd var augljós.
„Maður getur ekki annað en
verið reiður yfir stöðunni vegna
þess að tækni og vísindi setja
okkur engar skorður við að út-
rýma fátækt, eingöngu skortur
á pólitískum vilja.“
Leiðtogar 47 Afríkuríkja luku
fundi sínum í Sirte í Líbíu í gær.
Þar var útbúin ályktun þar sem
skorað er á leiðtoga G8-ríkjanna
að standa við loforð sín um að
aðstoða álfuna í baráttunni við
fátækt með því að stórauka þró-
unaraðstoð og fjárfestingu. Auk
þess var þess krafist að Afríka
fengi tvö föst sæti með neitun-
arvaldi í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna og fimm sæti til við-
bótar svo að gera megi nauðsyn-
legar endurbætur á stofnuninni.
Stund var á milli stríða hjá
mótmælendum í Edinborg í gær
en margir fluttu sig til fundar-
staðarins í Gleneagles, skammt
frá borginni. Bob Geldof, for-
vígismaður Live-8, kom til Edin-
borgar í gær. Þá bættist mót-
mælendunum enn fremur góður
liðstyrkur því í gær sendi trúar-
leiðtoginn Dalai Lama frá sér
yfirlýsingu þar sem hann hvatti
G8-leiðtogana til að gera allt
sem í þeirra valdi stæði til að
binda enda á neyð Afríku.
sveinng@frettabladid.is
ÁGÆT KJÖRSÓKN Þessi kona lét sig ekki
vanta á kjörstað í Vyegwa. Kjörsókn var ríf-
lega 63 prósent.
Kosningar í Búrúndí:
Flokkur Hútúa
fær meirihluta
BÚJÚMBÚRA, AP Flokkur uppreisnar-
manna virðist hafa unnið meirihluta
í þingkosningunum í Afríkuríkinu
Búrúndí, þeim fyrstu sem haldnar
hafa verið í landinu í tólf ár.
Þegar búið var að telja 80 pró-
sent atkvæðanna í gær virtist allt
stefna í að Varnarsveitum lýðræðis-
ins, flokki Hútúa sem barðist í borg-
arastríðinu 1993-2001, hefði hlotn-
ast drjúgur meirihluti atkvæða
Varnarsveitirnar taka við völd-
um af bráðabirgðastjórn Hútúa og
er búist við umtalsverðum breyt-
ingum í stjórnmálalífi landsins.
Kosningarnar eru sagðar hafa farið
vel fram miðað við það sem búist
hafði verið við. ■
Banaslysið við Minni-Borg:
Nafn manns-
ins sem lést
ANDLÁT Maðurinn sem lést í umferð-
arslysi við Minni-Borg í Grímsnesi
hét Hjörtur Jónsson. Hann var 79
ára og búsettur á Brjánsstöðum í
Grímsnesi. Hjörtur lætur eftir sig
eiginkonu og sex uppkomin börn
auk fjölda barnabarna. ■
Vegna fréttar um hrefnuveiðar í
sumar sem birtist í Fréttablaðinu
í gær vill sjávarútvegsráðuneytið
taka fram að engin ákvörðun hef-
ur verið tekin um veiðar á 200
langreyðum og hundrað sand-
reyðum þótt þær séu á hvala-
rannsóknaáætlun.
Dani hótaði Bush:
Úrskur›a›ur í
gæsluvar›hald
DANMÖRK Þrítugur Dani hefur verið
úrskurðaður í sex daga gæsluvarð-
hald fyrir að hafa sent George Bush
Bandaríkjaforseta líflátshótun.
Maðurinn sendi tölvupóst til
Hvíta hússins svohljóðandi: „Elsku
George, þegar þú heimsækir Dan-
mörku eftir um það bil viku reikna
ég með því að þú myndir gjarnan
vilja vita að margir Danir eru þakk-
látir fyrir þetta tækifæri til að
reyna að myrða þig.“
Maðurinn hefur játað sök en
segir tölvupóstinn hafa verið send-
an í hálfkæringi. ■
TEKINN Á 145 KÍLÓMETRA
HRAÐA Einn ökumaður var tek-
inn í gær á 145 kílómetra hraða í
umdæmi lögreglunnar á Blöndu-
ósi. Lögreglan á Blönduósi hefur
verið með mjög virkt umferðar-
eftirlit undanfarnar vikur og
segja lögreglumenn að almennt
flýti ökumenn sér of mikið. Lög-
reglan á Sauðárkróki sektaði tólf
ökumenn í gær fyrir hraða og
annað smálegt.
ÞJÓFNAÐUR ÚR VINNUVÉLUM Í
KEFLAVÍK Geislaspilurum var
stolið úr sjö vinnuvélum í Kefla-
vík í gær. Vélarnar stóðu við Suð-
urstrandarveg þar sem fram-
kvæmdir standa yfir. Skemmdir
höfðu verið unnar á einni vélinni.
Beint flug til hinnar fögru miðaldaborgar
Tallinn í Eistlandi
Innifalið í verði:
Flug, 4 stjörnu hótel m/morgunmat, akstur til og frá flugvelli, íslensk
fararstjórn og skattar.
Verð 49.900 kr.
Ferðin er frá 12.-16. október
Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10
árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar
eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar
byggingar frá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina.
Tallinn hefur verið bætt við á heimslista UNESCO sem ein best varðveitta
miðaldarborg N-Evrópu. Menningarlíf í Talllinn stendur með miklum
blóma og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Tallinn er hægt að gera
góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er,
næturlífið fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni.
Tallinn er borg sem fangar, borg sem skilur eitthvað eftir, löngu eftir að
komið er heim.
Spennandi skoðunarferðir í boði með íslenskri fararstjórn
Trans-Atlantic
Sími 5888900 www.transatlantic.is
LEIÐRÉTTING
LÖGREGLUFRÉTTIR
Á að leyfa frumættleiðingar
samkynhneigðra?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Samþykkja leiðtogar G-8 ríkj-
anna eitthvað á fundi sínum til
að draga úr fátækt í Afríku?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
40%
60%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
SÆRÐUR SENDIHERRA Hassan Malalah al-Ansari, fulltrúi bareinsku ríkisstjórnarinnar í Írak,
fékk skot í öxlina í gær en var þó ekki alvarlega særður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Með hassinnflutningi og húsbroti rauf ungur maður skilorð
dóms sem upp var kveðinn í október 2003. Hann var í Héraðsdómi Reykjaness í gær
dæmdur í 9 mánaða fangelsi sem kemur sem hegningarauki við fyrri dóm.
HUGSJÓNAMAÐUR Bob Geldof kom með járnbrautarlest til Edinborgar í gær. Hann sagði
við blaðamenn að viðræðurnar væru mikilvægasti G8-fundur sögunnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P