Fréttablaðið - 06.07.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.07.2005, Qupperneq 8
1Hver er mesti verðmunurinn á einnivöru samkvæmt verðkönnun ASÍ? 2Hvað heitir halastjarnan sem banda-rískir vísindamenn skutu fari að? 3Hvað heitir nýr ritstjóri bogb? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Sko›a›ir á daginn og skotnir á nóttunni HVALVEIÐAR „Það er útlit fyrir að dýrin verði skoðuð á daginn og svo skotin að nóttu,“ segir Vignir Sigur- sveinsson, skipstjóri á hvalaskoð- unarbátnum Eldingunni, en hann segist hafa orðið var við hrefnu- veiðibáta strax í fyrradag á þeim slóðum þar sem hann siglir um með fólk í hvalaskoðun suðvestur af Akranesi og norður með Kjalar- nesi. Sjávarútvegsráðuneytið til- kynnti í fyrradag að heimilaðar verði veiðar á 39 hrefnum í vísinda- skyni, það er fjórtán fleiri en heim- ilað var að veiða í fyrra. Vignir segir að hvalveiðimenn hafi samráð við hvalaskoðunar- menn um hvenær og hvar þeir veiði og telur líklegast að veiðar fari að mestu fram að nóttu. „Ég hef mest- ar áhyggjur af því að þeir taki gæf- ustu og skemmtilegustu dýrin sem hafa verið hvað aðgengilegust fyrir okkur,“ bætir Vignir við. Ásbjörn Björgvinsson formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands bregst harðlega við ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra. „Það er alveg með ólíkindum að stjórnvöld skulu vera að skemma það sem við erum að reyna að byggja upp því það eru gæfustu dýrin sem yfirleitt eru skotin og þar með er verið að taka bestu söluvöruna og skjóta hana,“ segir hann. Hann dregur einnig vís- indalegt gildi veiðanna í efa. Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðar- forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að hvalveiðimenn og hvala- skoðunarmenn hafi samráð sín á milli og þannig megi komast hjá árekstrum. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu segir að afurðir þeirra hrefna sem verði veiddar í ár verði nýttar eftir því sem hægt er. Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, segir þetta bera með sér að sjávarútvegsráðuneytið hafi áttað sig á því að sennilegast verði að henda miklu af afurðunum þar sem ekki sé markaður fyrir hrefnukjöt, hvorki innanlands né til útflutnings. jse@frettabladid.is KROSSARNIR TEKNIR Gagnrýnendur bank- ans telja að heldur fljótt hafi fennt yfir minninguna um þá sem skotnir voru á landamærum austurs og vesturs. M YN D /A P Checkpoint Charlie: Minnismerki tekin ni›ur Hvalasko›unarmenn hafa sé› til hrefnuvei›imanna flar sem hvalasko›un er stundu›. Stjórnvöld eru söku› um a› ey›ileggja uppbyggingu greinarinnar. HVALASKOÐUN Hvalaskoðunarmenn segja að svokallaðir skoðarar séu felldir í hrefnuveið- um en það eru gæfustu og aðgengilegustu dýrin. Nú þegar hafa hvalaskoðunarmenn séð hrefnuveiðimenn á skoðunarslóðum og eru gramir út í sjávarútvegsráðherra. BERLÍN, AP Verkamenn hófu í gær að taka niður 1.067 krossa á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar sem settir höfðu verið niður til minning- ar um þá sem féllu fyrir kúlum austur-þýskra landamæravarða á tímum kalda stríðsins. Minningarreiturinn er við landamærastöðina Checkpoint Charlie en lóðin er í eigu þýska bankans BAG. Þar sem lóðin er á afar verðmætu byggingarlandi vill bankinn selja hana en hún er of dýr fyrir tilsjónarmenn minningarreits- ins. Dómsúrskurð þurfti til að láta fjarlægja krossana. Nokkur mótmæli voru höfð í frammi og voru stjórnendur bank- ans sakaðir um föðurlandssvik. ■ Boris Berezovskí: Vill stefna Abramovitsj AUÐKÝFINGAR Boris Berezovskí, rússneski auðkýfingurinn sem komst í ónáð hjá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og fékk póli- tískt hæli í Bretlandi, hyggst stefna rússneska athafnamannin- um Roman Abramovitsj, eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea. Berezovskí segir að Abramovitsj hafi með klækjum fengið sig til að selja honum hluti sína í Sibneft-olíufyrirtækinu á mjög lágu verði og hagnast óheyrilega af þeim sökum. Mál- sóknin mun að líkindum fara fram í Bretlandi þar sem Berezovskí treystir ekki rússneskum dóm- stólum. Breska blaðið Independent bendir hins vegar á að Berezovskí fékk sjálfur rússnesk ríkisfyrir- tæki á kostakjörum þegar þau voru einkavædd. ■ INDÓNESÍA JÖRÐIN NÖTRAÐI Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 varð snemma í gærmorgun í Bengalflóa. Jörð skalf á Súmötru og Nías-eyju en þar fórust 900 manns í mun stærri skjálfta fyrir þremur mánuðum. Mikill ótti greip um sig enda aðeins rúmlega hálft ár frá skjálftunum og flóðbylgjun- um á annan dag jóla. Hvorki hafa borist fregnir af mannfalli né eignatjóni. STJÓRNMÁL „Að mínu viti er þetta merki um að siðferðisþrek Sam- fylkingarinnar sé á þrotum og þeim sé nær að líta í eigin barm en að reyna að klóra í bakkann með dylgjum á borð við þessar,“ segir Jónína Bjartmarz, þing- maður Framsóknarflokksins. Hún segir aðdróttanir Helga Hjörvar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, um fasteignakaup flokksins og aðkomu Halldórs Ásgrímssonar að þeim vera ekk- ert annað en lágkúrulega tilraun til að þyrla ryki í augu almenn- ings. Helgi sendi í fyrradag fyrir- spurn til formanns fjárlaga- nefndar Alþingis, meðal annars vegna upplýsinga um að eignar- haldsfélagið Ker hf. hafi afsalað sér húseigninni að Hverfisgötu 33, þar sem skrifstofa flokksins er til húsa, skömmu eftir að samþykkt var að ganga til við- ræðna við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum en Ker hf. leiddi þann hóp. Telur hann ótví- rætt að frá þeim tengslum flokksins og Kers hf. hefði átt að skýra við einkavæðingarferli bankanna. Framsóknarflokkurinn hefur bent á að húseignin var keypt 1997, fimm árum áður en Búnaðarbankinn var seldur. Jónína segir allt varðandi kaupin gagnsætt og uppi á borð- inu. Farist hafi fyrir að ganga frá afsali vegna kaupanna og við það sé ekkert tortryggilegt. „Mér finnst afar alvarlegt að Helgi skuli geta komið með dylgjur sem eingöngu er ætlað að rýra traust almennings á for- sætisráðherra landsins. Ekki náðist í Helga Hjörvar í gær. - aöe Jónína Bjartmarz harðorð í garð Helga Hjörvar: Si›fer›isflrek Samfylkingar á flrotum ÞVÆTTINGUR HJÁ HELGA Jónína Bjartmarz fullyrðir að ekkert við húsakaup flokksins á Hverfisgötu 33 þoli ekki dagsljósið og segir tilgang Helga Hjörvar þann einan að kasta rýrð á Halldór Ásgrímsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.