Fréttablaðið - 06.07.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.07.2005, Qupperneq 10
DÓMSTÓLAR Hæstiréttur sneri í gær fyrri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og skipaði konu rétt- argæslumann vegna ætlaðs heimil- isofbeldis. Í ákvörðun héraðsdóms sagði að ekki mætti ráða af málsgögnum að konan hefði orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða andlegu heil- brigði vegna brotsins sem hún kærði og því var beiðni um réttar- gæslumann hafnað. Kæran sneri að árás fyrrverandi sambýlis- manns á konuna í febrúarlok, en hún bar einnig að mestan sambúð- artíma þeirra hefði hún mátt sæta ofbeldi. „Á þessu stigi málsins verður ekkert fullyrt um til hverr- ar niðurstöðu rannsókn lögreglu leiðir og hvort hún muni beinast eingöngu að líkamsárás 25. febrúar 2005. Ljóst er hins vegar að síend- urtekið ofbeldi innan heimilis er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður verulegu tjóni á andlegu heilbrigði sínu,“ segir í dómi Hæstaréttar og er vísað til skýrslna heilbrigðisstarfsfólks um að fleiri árásir kunni að hafa átt sér stað. - óká 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Hæstiréttur snýr ákvörðun héraðsdóms: Kona fær réttargæslumann HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Hæstiréttur sneri í gær úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. júní þar sem konu var neitað um réttargæslumann. Hún hafði kært fyrrverandi sambýlis- mann sinn fyrir líkamsárás og kvaðst hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. VEITINGAHÚS Veitingastaður fyrir fína og fræga fólkið verður opnað- ur innan skamms í Lækjargötu 6 í Reykjavík. „Arkitektar eru að klára teikn- ingar og verið að leita að öllu sem best er fyrir staðinn en það er eftir heilmikil vinna í lokaútfærsl- unni,“ segir Heiðar Hermannsson sem á húsið við Lækjargötu 6. Miklar framkvæmdir standa yfir á húsinu utanverðu en allt innbúið er sérsmíðað og tekur langan tíma að koma öllu í endanlegt horf. Aðspurður um hvers konar staður þetta á að vera segir Heið- ar að hann sé hugsaður fyrir fólk með peninga milli handanna og verðlagið verði eftir því. „Staður- inn er hugsaður fyrir fólk sem fer inn á dýra staði og vill fá að vera í friði. Það er orðin svo mikil um- ferð af útlendingum sem hefur stutta viðdvöl á landinu og því tví- mælalaust markaður fyrir svona stað. Hann segir að hinum al- menna borgara sé ekki meinaður aðgangur að svona veitingastað en verðlagið sjái sjálft um að ekki sé mikið „rennerí“ af gestum. ■ NÝR VEITINGASTAÐUR „FÍNA FÓLKSINS“ Framkvæmdir sem standa að utanverðu á húsinu við Lækjargötu 6 eru liður í opnun nýs veit- ingastaðar. Markhópurinn er fólk með peninga á milli handanna sem vill vera látið í friði. Nýr veitingastaður fræga fólksins: Fri›urinn d‡ru ver›i keyptur ÚTIHÁTÍÐ Löggæsla verður hert til muna á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu á Akureyri um komandi verslunarmannahelgi frá því sem verið hefur undanfarin ár. Bæjar- yfirvöld munu greiða lögreglu fyrir aukna gæslu á tjaldsvæðun- um og aðstandendur hátíðarinnar, Vinir Akureyrar, munu greiða Lionsklúbbnum Hæng fyrir aukna gæslu í miðbænum. Bragi Bergmann, talsmaður Vina Akur- eyrar, segir tilganginn að koma í veg fyrir ólæti og slæma um- gengni og að gera fjölskyldufólki kleift að njóta hátíðarinnar til hins ítrasta. Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að styrkja hátíðina með allt að tveggja milljóna króna fjárframlagi en þar af fer hluti í löggæslukostnað lögreglunnar. Forsjárlaus ungmenni undir 18 ára aldri fá ekki aðgang að tjald- svæðum bæjarins, né að tjald- svæðunum í nágrenni Akureyrar. Búið er að girða af tjaldsvæðið ofan við Sundlaug Akureyrar og þar verða einungis tjaldvagnar, hjól- og fellihýsi um verslunar- mannahelgina. Þeir sem ætla að gista í tjöldum á Akureyri verða á tjaldsvæðinu á Hömrum. -kk EIN MEÐ ÖLLU 2004 Bragi Bergmann segir að 16 þúsund gestir hafi verið á hátíðinni í fyrra og líklega sé það fjölmennasta útihátíð sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Á Ö H Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri: Hertar a›ger›ir gegn ólátum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.